Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 Morgunblaðið/Þorkell Harðjaxlarnlr í liðum KR og KA beijast hér um boltann í leiknum í vesturbænum í gærkvöldi. A myndinni má '^greina Gunnar Má Másson, Halldór Kristinsson og Hauk Bragason KA-menn, og Atla Eðvaldsson KR-ing, en Þormóð- ur Egilsson snýr hnakkanum í myndavélina. Sanngjam sigur en heldur stór ^R-INGAR unnu sanngjarnan en heldur stóran sigur, 3:0, á KA f Frostaskjóiinu í 13. umferð Samskipadeildarinnar í gær- kvöldi. Leikurinn var lengi vel heldur dapur og lítt spennandi, en nokkuð lifnaði yfir honum í síðari hálfleik. Jafnræði var með liðunum lengi vei, en KR- ingar sigu hægt og rólega fram úr, og eftir fyrsta markið var engum blöðum um það að fletta að stigin þrjú voru á leið i pott Vesturbæjarliðsins. Leikurinn fór mjög svo rólega af stað. Liðin þreifuðu hvort á öðru fyrstu mínúturnar og hættu því ekki fyrr en rúm- Stefán ur hálftími var liðinn Eiríksson af leiknum. Lítið var skrífár um vænlegar sóknir, en þær sem þó litu dagsins ljós skiptust bróðurlega á milli liðanna. KR-ingar gerðu nokkrar breyt- ingar í hálfleik, sem áttu eftir að skila sér ríkulega. Sú breyting sem skilaði mestu var innákoma ungs leikmanns, Ómars Bendtsen, sem fór í sóknina og náði að hleypa í hana því lífí sem vantaði í fyrri hálfleik. Atli Eðvaldsson kom líka framar á völlinn og hjálpaði til við að koma boltanum til sóknarmann- anna, sem einnig hafði sitt að segja. KR-ingar sóttu í sig veðrið jafnt og þétt, náðu yfirhöndinni í leiknum og í kjölfarið að skora fyrsta mark- ið, á 62. mínútu. KA-menn virtust við markið missa nær alla trú á að þeir hefðu eitthvað í KR-liðið að segja. Þegar örfáar mínútur voru •til leiksloka greiddu KR-ingar þeim rothöggið, með tveimur mörkum á tveimur mínútum. KR-ingar hafa oft verið betri en í gærkvöldi, en sýndu stíganda í leik sínum. Rúnar Kristinsson var lítt áberandi í fyrri hálfleik, sem og reyndar flestir á vellinum, en gerði oft góða hluti í þeim síðari. Atli Eðvaldsson og Gunnar Oddsson voru traustir og áður er getið frammistöðu Ómars Bendtsen. KA-menn náðu ekki að nýta sér óöryggi í leik KR-inga í fyrri hálf- leik, og áttu ekkert svar við leik þeirra í þeim síðari. Þeir eru enn með falldrauginn á hælunum, í þriðja neðsta sæti, og hrista hann ekki af sér nema með því að sýna betri leik en í gærkvöldi. Gleymdum okkur augnablik „Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en við gleymum okkur augnablik og _ B\#vann boltann á 62. mínútu á miðjum vallarhelmingi KA. Gaf á Ómar Bendtsen sem lék upp að vítateignum vinstra megin og gaf frábærlega fyrir markið. Við markteíginn hægra megin sveif Atli Eðvaldsson og sendi knöttinn með kollinum glæsilega i netið. 2« J%Rúnar Kristinsson gaf ■ Sigurð Ómarsson á 87. mínútu, sem staddur var við teiginn hægra megin. Sigurður skallaði fyrir, Ragnar Margeirsson reyndi að ná til boltans sem barst tii Ómars Bendtsen sem skilaði honum öruggiega í netið. 3mg\i f lEinar Þór Daníelsson fór upp kantinn vinstra megin á 88. mínútu, lék í gegnum vömina og inn í teig, gaf á Sigurð Ómarsson sem skoraði af stuttu færi. fáum þá á okkur mark. Við það missum við móðinn," sagði Bjami Jónsson fyrirliði KA eftir leikinn. „Við vorum búnir að fá færi til að setja á þá pressu, þetta er fyrst og fremst okkar klúður," sagði Bjarni. „Okkur gekk erfiðlega að byggja upp spilið frá vörninni eins og við ætluðum, og það setti okkur út af laginu í byijun. Við náðum að bijóta þetta upp í síðari hálfleik, en kannski var sigurinn of stór miðað við gang leiksins,“ sagði Rúnar Kristinsson fyrirliði KR eftir leik- inn. KNATTSPYRNA/ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD - SAMSKIPADEILD Enn og aftur mistókst FH FH-INGAR fengu gullin tæki- færi til að gera út um leikinn gegn Víkingum í síðari hálfleik í gærkvöldi. í stað þess að bæta við mörkum jöfnuðu Vík- ingar 2:2 og því urðu heima- menn að sætta sig við það enn og aftur að missa af sigri, og ekki í fyrsta sinn í sumar. Heimamenn voru heldur meira með boltan framan af fyrri hálfleik en Víkingar vom hins veg- ar miklu- mun að- ShmjHnaT gangsharðari upp Sveinsson við markið og færin skrífár urðu þeirra í byijun. Atli Einarsson fékk tvö góð færi en tókst ekki að skora, ^fl&aut framhjá og negldi í slánna. Guðmundi Steinssyni brást hins vegar ekki bogalistin á 26. mínútu er hann kom gestunum yfír. FH-ingar sóttu þungt undir lok hálfleiksins en inn vildi boltinn ekki fyrr en eftir hlé, eða á 48. mínútu, þegar Andri jafnaði. Eftir leikinn jafnaðist leikurinn á ný og tuttugu mínútum síðar gerði Hörður Magn- ússon stórglæsilegt mark. Hörður og Andri vora miklir klaufar að gera ekki út um leikinn eftir að FH komst 2:0 yfír. Janni Zilnik, sem lék sem aftasti maður í vörn Víkinga, hafði leikið eins og hann vildi alls ekki vera með í næstu leikjum liðsins. Hann einlék hvað eftir annað um allan völl og var þá sama hvort hann var á miðj- unni eða inni í eigin markteig. Það hlaut að komá að því að þetta glæf- raspil endaði illa fyrir Víkinga, en þeir sluppu með skrekkinn. Tvívegis á sömu mínútunni vann Grétar Einarsson af honum knött- inn, gaf fyrst á Hörð sem komst einn gegn Guðmundi markverði, en skaut framhjá. Síðan gaf Grétar á Andra sem komst einn gegn Guð- mundi en nú varði hann vel. Þar sluppu Víkingar heldur betur fyrir hom. Þorsteinn Jónsson fékk þokkalegt færi áður en Atli Einars- son jafnaði fyrir Víking. „Við voram heppnir að sleppa með jafntefli miðað við síðari hálf- leikinn, en við voram betri í þeim fyrri,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga eftir leikinn. Njáll Eiðsson þjálfari FH var að vonum ekki ánægður. „Enn eina ferðina! Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar sem við eigum að geta klárað en tekst ekki. Þar með fór síðasta tækifæri okkar til að blanda okkur í ein- hveija baráttu — í bili að minnsta kosti," sagði Njáll. Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, var réttilega rekinn af leikvelli þegar tvær mínútur vora eftir. Hann traðkaði á Guðmundi Inga eftir að hann hafði brotið á Ólafí. boltanum, snéri laglega af sér vamarmann og skoraði af öryggi. 1. Grétar Einarsson gaf fyrir markið á 48. mínútu og fyrir ■ I miðju marki stökk Andri Marteinsson manna hæst og skallaði í netið. 2. é| Þórhallur Víkingsson vann knöttinn á 68. mínútu skammt ■ I fyrir utan vítateig hægra megin. Hann lék inn á miðjuna, snéri við og renndi á Hörð Magnússon sem var við vítateigslínuna, en aðeins til hægri við markið. Hörður spymti viðstöðulaust utan fót- ar með hægri fæti og snéri boltann efst í inarkhomið vinstra megin. Glæsilegt bananaskot! 2_ d^Tveimur mínútum fyrir leikslok tók Atli Helgason auka- ■ áCispymu á miðjum velli, gaf á Janni Zilnik sem skaut að marki en Atli Einarsson stöðvaði laust skotið, snéri sér við í teignum og negldi efst í markhornið. ÚRSLIT ÍA-UBK 4:2 Akranes, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipadeildin - miðvikudaginn 12. ágúst 1992. Aðstæður: Hægur andvari og völlurinn góður. _ Mörk ÍA: Ólafur Adólfsson (25.), Amar Gunnlaugsson (44. og 76.), Þórður Guðjóns- son (51.). Mörk UBK: Valur Valsson (65., 89.). Gult spjaid: Sigurður Víðisson, UBK (65.) og Hákon Sverisson, UBK (63.). Báðir fyr- ir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson og átti hann þokkalegan leik. Áhorfendun 679. ÍA: Kristján Finnbogason - Ólafur Adólfs- son, Luka Kostic, Theódór Hervarsson, Brandur Siguijónsson - Alexander Högna- son, Sigursteinn Gíslason, Sigurður Jóns- son, Haraldur Ingólfsson (Pálmi Haraldsson 80.) - Arnar Gunnlaugsson, Þórður Guðjóns- son (Haraldur Hinriksson 86.). UBK: Eiríkur Þorvarðarson - Pavel Kretovic, Reynir Björn Björnsson, Úlfar Óttarsson, Sigurður Víðisson - Hákon Sverrisson, Siguijón Kristjánsson (Willum Þór Þórsson 74.), Valur Vaisson, Hilmar Sighvatsson - Kristófer Sigurgeirsson (Jón Þórir Jónsson 86.), Amar Grétarsson. KR-KA 3:0 KR - völlur: Aðstæður: Góðar, en völlurinn jafnvel örlít- ið loðinn. Mörk KR: Atli Eðvaldsson (62.), Ómar Bendtsen (87.) og Sigurður Ómarsson (88.) Gult spjald: Sigurður Ómarsson, KR (59.), fyrir brot, Gunnar Már Másson, KA, (49.) og Halldór Kristinsson, KA, (68.), báðir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gísli Guðmundsson, nokkuð óstyrkur, gerði mistök en engin afdrifarik. Línuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Einar Sigurðsson. Áhorfendur: 527. KR: Ólafur Gottskálksson - Þormóður Egils- son, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Gunnar Oddsson - Einar Þór Daníelsson, Sigurður Ómarsson, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristins- son, Hilmar Bjömsson (Ómar Bendtsen 46.) - Steinar Ingimundarson, Ragnar Mar- geirsson. KA: Haukur Bragason - Öm Viðar Amars- son, Steingrimur Birgisson, Halldór Krist- insson - Ormarr Örlygsson, Ivar Bjarklind, Bjarni Jónsson, Pavel Vandas, Birgir Arn- arsson (Ámi Hermannsson 78.) - Páll Gísla- son (Gauti Laxdal 66.), Gunnar Már Más- son. FH - Víkingur 2:2 Kaplakriki: Aðstæður:Góðar. Mörk FH: Andri Marteinsson (48.), Hörður Magnússon (68.) Mörk Víkings: Guðmundur Steinsson (26.), Atli Einarsson (86.) Gult spjald: Grétar Einarsson, FH (85.), Janni Zilnik, Vfkingi (80.) báðir fyrir brot. Rautt spjald: Ólafur H. Kristjánsson, FH (88.) fyrir að traðka á mótheija sem hafði áður brotið á honum. Dómari: Sæmundur Vfglundsson og dæmdi hann mjög vel, var rólegur og yfirvegaður. Línuverðir: Bragi Bergmann og Magnús Sigurólason. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið hversu fáir þeir vora. FH:Stefán Arnarson - Bjöm Jónsson, Daní- el Einarsson, Ólafur H. Kristjánsson - Þór- hallur Víkingsson, Þorsteinn Halldórsson (Hlynur Eiríksson 76.), Hallsteinn Amar- son, Þorsteinn Jónsson, Andri Marteinsson - Grétar Einarsson, Hörður Magnússon. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson - Helgi Björgvinsson, Janni Zilnik, Helgi Bjamason, Hólmsteinn Jónasson (Tomislav Bosnjak 62.), Guðmundur Ingi Magnússon, Átli Helgason, Hörður Theodórsson - Atli Ein- arsson, Guðmundur Steinsson, Helgi Sig- urðsson. Þór-ÍBV 4:2 Akureyrarvöllur: Aðstæður: Andvari, þurr völlur, heiðskírt. Mörk Þórs: Sveinbjöm Hákonarson (36.), Elfas Friðriksson (sjálfsmark 44.), Ásmund- ur Amarsson (50.), Kristján Kristjánsson (83.). Mörk ÍBV: Friðrik Sæbjömsson (32. og 56.). Gult spjald: Elfas Friðriksson, ÍBV, (37.), Friðrik Sæbjömsson, ÍBV (50.), og Rútur Snorrason, ÍBV (52.), - allir fyrir brot. Ámi Þór Ámason, Þór, (87.) fyrir leikara- skap. Rautt spjald: Enginn. Dómarí: Egill Már Markússon, dæmdi ágætlega. Línuverðir: Valdimar Freysson og Kristján Guðmundsson, sá siðarnefndi sleppti nokkr- um sinnum rangstöðu. Áhorfendur: 600. Þór: Lárus Sigurðsson - Birgir Þór Karls- son, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson - Halldór Áskelsson, Lárus Orri Sigurðsson, Sveinn Pálsson, Sveinbjöm Hákonarson, Ásmundur Arnarsson - Bjarni Sveinbjöms- son (Kristján KriBtjánsson 82.), Árni Þór Ámason. ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjöms- son, Eiías Friðriksson, Bojan Bevc - Ingi Sigurðsson (Martin Eyjólfsson 85.), Nökkvi Sveinsson (Kristján Þór Kristjánsson 46.), Jón Bragi Amarson, Rútur Snorrason, Tryggvi Guðmundsson - Leifur Geir Haf- steinsson, Tómas Ingi Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.