Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 4T fcR&m FOLX ■ KRISTJÁN Krisljánsson kom inná í leik Þórs og ÍBV á 83. mín- útu og hafði einungis verið inná í hálfa mínútu þegar hann fékk stungusendingu og skoraði fjórða mark Þórs og sitt fyrsta mark í sumar. ■ TVEIR Þórsarar, þeir Árni Þór Árnason og Sveinn Pálsson fara til náms vestanhafs síðar í mánuðinum og leika líklega aðeins einn deildarleik til viðbótar með lið- inu, gegn Víkingi. ■ PÁLL Gíslason lék með KA í gær, en yngri bróður hans Steindór Gíslason var á bekknum hjá^Þór gegn ÍBV á sama tíma. Það er ekki algengt á Akureyri að bræður séu í sitthvoru liðinu. ■ ÓMAR Bendtsen lék fyrsta leik sinn í fyrstu deild með'KR í gær- kvöldi. Hann kom inn á í hálfleik og setti mark sitt heldur betur á leikinn. Átti sendinguna sem gai fyrsta markið og skoraði næsta. ■ GAUTI Laxdal lék fyrsta leik sinn með KA síðan í 7. umferð. Hann meiddist á hné á móti Breiða- bliki en kom inn á í síðari hálfleik á móti KR. H AÐALSTEINN Aðalsteinsson lék ekki með Víkingum. Hann var veikur í gær. ■ GUÐMUNDUR Steinsson markakóngur frá því í fyrra, gerði fyrra mark Víkings og jafnaði þar með við hinn markakónginn frá í fyrra, Hörð Magnússon ur FH. Báðir höfðu gert tvö mörk í sumar. H HÖRÐUR bætti sínu þriðja marki við síðar í leiknum og var nafn hans þá kallað áberandi hátt í hátalarakerfi vallarins. Alexander Högnason, ÍA. Ólafur Adólfsson, Sigurður Jónsson, Luka Kostic og Amar Gunnlaugsson, ÍA. Valur Valsson, Arnar Grétarsson og Sigurjón Kristjánsson, UBK. Hallsteinn Amarson, Þórhaliur Víkingson, Bjöm Jónsson, Þor- steinn Jónsson, Þorsteinn Halldórsson og Ólafur H. Kristjánsson, FH. Guðmundur Hreiðarsson, Heígi Björgvinsson, Atli Ein- arsson, Helgi Sigurðsson og Guðmundur Steinsson, Víkingi. Sveinbjöm Hákonar- son, Júlíus Tryggvason, Ásmundur Amars- son, Lárus Orri Sigurðsson og Halldór Áskelsson, Þór. Friðrik Sæbjömsson, ÍBV. Ólafur Gottskálksson, Óskar Hrafn Þor- valdsson, Atli Eðvaldsson, Rúnar Kristins- son, Gunnar Oddsson, Einar Þór Daníelsson og Ómar Bendtsen, KR. Gunnar Már Más- son, Pavel Vandas, Birgir Arnarsson og Bjami Jónsson, KA. 1.DEILD- SAMSKIPADEILD KNATTSPYRNA/ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD - SAMSKIPADEILD Þóráframí Evrópusætinu ÞÓRSARAR unnu sannfærandi sigur á ÍBV 4:2 þegar liðin mættust í gærkvöldi á Akur- eyravelli. Þór heldur því öðru sæti sínu í deildinni en ÍBV hvílir sem fyrr neðst á botnin- um. Við lékum ágætlega í fyrri hálfleik en framan af þeim síðari datt botninn úr leik okkar en þetta kom svo aftur í lokin,“ Reynir sagði Halldór Áskels- Eiríksson son eftir leikinn. „Ég skrifar er mjög ánægður Akureyri með sigurinn en við Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 13 9 3 1 25: 13 30 ÞÓR 13 7 4 2 18: 8 25 KR 13 7 3 3 22: 13 24 VALUR 12 5 4 3 21: 14 19 fram 12 6 1 5 20: 16 19 FH 13 4 5 4 19: 21 17 VÍKINGUR 13 4 4 5 19: 20 16 KA 13 2 4 7 14: 25 10 UBK 13 2 3 8 8: 19 9 ÍBV 13 2 1 10 13: 30 7 Morgunblaðiö/Rúnar Þór Friðrik Friðriksson, markvörður ÍBV, grípur vel inní, en Bjami Svein- bjömsson, Þór, er til hægri og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, til vinstri. GOLF Karen settimet Landsliði lék mjög vel og sigraði pressuna Karen Sævarsdóttir úr GS setti nýtt vallarmet á Grafarholts- velli í gær þegar landsliðið lék gegn pressuliðinu. Karen lék á 72 högg- um og bætti eigið met frá því í fyrra um eitt högg þrátt fyrir að fá skramba, tvo yfir par, á 16. braut. Hún er nú með 3 í forgjöf sem er lægsta forgjöf sem íslensk stúlka hefur haft. Stúlkurnar léku allar vel og sigruðu pressuliðið með 26 höggum, voru allar undir 80 höggum og komu inn á 229 högg- um. Pressulið strákanna stóð aðeins betur í landsliðsstrákunum, þar munaði 14 höggum. Manna best lék Birgir Leifur Hafþórsson af Akra- nesi, nýkrýndur unglingameistari, en hann lék á 70 höggum og var langbestur í pressunni. Úlfar Jóns- son og Björgvin Sigurbergsson léku báðir á 71 höggi og Sigurður Arn- arsson á 72. Árangur landsliðsmanna lofar góðu um skemmtilegt Norðurlanda- mót og ættu strákarnir að eiga nokkra möguleika á að standa í frændum vorum. Om 4| Friðrik Sæbjörnsson náði knettinum á 32. mínútu og skoraði ■ I með skoti af stuttu færi. Á 36. mínútu sendi Ásmundur Amarsson knöttinn inn í teig ÍBV á Bjarna Sveinbjörnsson, sem gaf knöttinn til baka á Sveinbjörn Hákonarson sem þrumaði í netið. 2. 4 Á 44. mínútu átti Sveinn Pálsson sendingu inn í vítateig ÍBV. ■ | Enginn hætta virtist á ferðum þar sem Þórsarar voru ekki ná- lægt en vamarmaður ÍBV; Elias Friðriksson gaf knöttinn aftur fyrir sig og yfir Friðrik sem var á leið út. úr markinu. 3m tff Halldór Áskelsson átti stungusendingu á 50. mínútu á Ásmund ■ I Arnarsson sem skoraði með góðu skoti frá vítateig. 31 ÍBV fékk aukaspymu á 56. mínútu. Knötturinn fór fyrir mark- ■ mmiö þar sem Friðrik Sæbjömsson fékk knöttinn einn og óvaldað- ur og akoraði af öryggi. 4a Kristján Krisljánsson fékk stungusendingu innfyrir vöm ÍBV ■ mmog skoraði af öiyggi framhjá Friðriki i markinu. duttum niður á lágt plan í bytjun síðari hálfleiksins eins og oft vill ger- ast hjá okkur og á þessu verðum við að vinna bug ef við ætlum að halda stöðu okkar i deildinni,“ sagði Hall- dór. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og eftir aðeins fimm mínútur höfðu gestirnir tvívegis bjargað frá markl- ínunni. Er á leið hálfleikinn komu Vestmanneyingar meira inn í leikinp — en fyrra mark þeirra á 32. mínútu var þó gegn gangi leiksins. Þórsarar jöfnuðu leikinn íjórum mínútum síðar og komust yfir fyrir leikhlé með marki sem dæmigert er fyrir lánleysi sem oft fylgir botnliðum. Seinni hálfleikur var fremur daufur framan af þrátt fyrir að hvort lið um sig gerði eitt mark, Vestmanneyingar voru öllu meira með knöttinn í upp- hafí síðari hálfleiksins en gekk illa að skapa sér færi. Það besta átti Tómas Ingi þegar Lárus Sigurðsson varði naumlega bakfallsspymu hans í horn. Þórsarar tóku sig svo á þegar líða fór á hálfleikinn og áttu nokkuð þungar sóknarlotur. Ein þeirra skilaði marki. Þórsliðið átti þokkalegan dag ojf'- þó einkum í fyrri hálfleik, en framan af síðari hálfleiks vantaði kraft í leik liðsins. Eyjamenn virkuðu lítt sann- færandi í þessum leik, voru mjög oft skrefi á eftir í knöttinn og augljóst að þeir þurfa að taka sig vel á eigi þeir að halda sæti sínu í deildinni. ÍA tryggir stöðu sína SKAGAMENN hristu af sér slenið eftir tapið gegn KA f undanúrslitum bikarkeppninn- ar á dögunum og unnu Breiða- blik örugglega 4:2 og halda enn fimm stiga forskoti sínu í deild- inni. Það var greinilegt að leikurinn var mikilvægur báðum liðum því þau léku mjög varfærnislega framan af leiknum. Sigþór Það var ekki fyrr en Eiríksson Ólafur Adólfsson skrífarfrá náði forystunni fyrir Akranesi Skagamenn að leik- urinn snérist heimamönnum í hag. Mark Ólafs er með glæsilegri mörk- um sem hér hafa sést. Þrumuskot af 30 metra færi efst í markvinkil- inn. Skagamenn höfðu eftir þetta frumkvæðið og Amar Gunnlaugs- son bætti öðru marki við rétt fyrir leikhlé. Skagmenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og aðeins sex mín. voru liðnar af honum er Þórður bætti þriðja markinu við. Skömmu síðar átti Arnar skot í utanverða stöngina á marki Breiðabliks. Eftir þetta slökuðu Skagamenn á klónni og Blikarnir náðu sínum besta kafla í leiknum. Amar Grétarsson var tví- vegis nálægt því að skora með stuttu millibili. I fyrra skiptið varði Kristján gott skot hans og í síðara skiptið átti hann hörkuskot en bolt- inn fór rétt framhjá. Á 65. mínútu náðu Blikar að minnka muninn með marki Vals Valssonar. Þá var eins og Skaga- menn vöknuðu aftur og eftir að Eríkur hafði varið gott skot frá Þórði bættu Skagmenn við fjórða markinu er Arnar skoraði með skalla - 9. mark hans í deildinni. Skagamenn sóttu nokkuð undir lok- in en Blikar náðu skyndisókn á síð- ustu mínútu leiksins og Valur skor- aði annað mark sitt. Endurkoma Alexanders Högna- sonar, Ólaf Adólfssonar og Sigurðar Jónssonar hafði greinilega góð áhrif á liðið. Kostic lék vel í vörninni að vanda og Arnar var hættulegur í framlínunni. Þetta var mikilvægur leikur fyrir Blika en þeir áttu við ofurefli að etja lengst af. Arnar Grétarsson og Valur Valsson voru þeirra bestu menn. Undankeppni HM 3. UIDILL „ Riga: Lettland - Litliáen................1:2 Ainar Linarts (14.) - Eimantas Poderis (65.), Andrius Tereskinas (86.). Staðan: Litháen..............3 1114:43 Spánn.................1 1 0 0 3:0 2 írland................1 1 0 0 2:0 2 Albanía...............3 1 0 2 1:5 2 N-írland.............. 0 1 0 2:2 1 Lettland........... 1 0 0 1 1:2 0 Danmörk...............0 0 0 0 0:0 0 Þýska meistarakeppnin Stuttgart - Hannover..............3:1 ■Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Stuttg- art. Gaudino, Buchwald og Kögel skoruðu mörk Stuttgart. Afskipti KSÍ af dómaraskýrslum: IA krefst skýringa MIKILL hiti er í stjórnarmönn- um Knattspyrnufélags ÍA vegna mismunandi með- höndlunar KSÍ á skýrslum dómara, sem greint var frá í blaðinu i gær. Finnst þeim, sem öll félög séu ekki sett undir sama hatt og ætlar ÍA að krefjast skýringa frá KSÍ, sem fundar í dag. Gunnar Sigurðsson, formaður 1A, sagði við Morgunblaðið að vinnubrögð KSÍ væm óþolandi og hugsanlega hefði ÍA tapað miklum peningum vegna afskipta KSl af skýrslu dómara eftir leik Skagamanna og Vals. „Þetta er óskiljaniegt. Ég sat í stjórn KSÍ í 17 ár og þekki ekki fordæmi fyrir öðm eins. Það er óþolandi að starfsmaður KSÍ, sem er samband okkar allra, reki á eftir sumurn skýrslum en ekki öiium. Skýrslan var póstlögð á réttum tíma, en fyrst hún var ekki komin til KSÍ fyrir fund aga- nefndar átti að taka hana fyrir á næsta fundi og þá liefðu Ölafur [Adólfsson] og Alexander [Högnason] leikið með okkur í undanúrslitum bikarkeppninnar og munar um minna. Síðan er önnur skýrsla látin afskiptalaus, seni gerir það að verkum að tve'ir Blikar, sem hefðu verið í banni gegn okkur ef eins hefði verið staðið að málum og jafnt látið yfir alia ganga, verða í staðinn í banni gegn Fram. Ég vona svo sannarlega að það sé tilviljun að þrír Framarar, Eggert Stein- gn'msson, formaður aganefndar, Gylfí Orrason, dómari í leik UBK og KR og Gústaf Björnsson, starfsmaður KSÍ, tengjast málinu. Með ólíkindum er að svona skuli gerast og við munum krefjast skýringa frá KSÍ á þessum ótrú- legu vinnubrögðum.“ Gunnar sagði ljóst að gera þyrfti breytingar á agareglunum. „Mér líst vel á þær tillögur, sem hafðar eru eftir Braga Bergmann í Morgunbiaðinu og sérstaklega að dómarar verði gerðir ábyrgir fyrir öllum skýrslum. Nú berast leikskýrslur oft seint til KSÍ, en með breyttu fyrirkoniulagi sitja öll félög við sama borð.“ 1M ^kÓlafur Adólfsson skor- ■ aði glæsilegt mark, eftir að knötturinn hafði borist til hans frá vöminni 30 metra frá markinu. Hann tók knöttinn viðstöðulaust og bolttnn söng í netinu á 25. mín. 2* ^^Brandur Siguijónsson ■ \M átti fyrirgjöf frá hægri á Arnar Gunnlaugsson sem nikkaði knettinum afturfyrb- sig og yfír Eirík og i homið fjær á 44. min. 3m Sigursteinn Gíslason ■ \#braust af miklu harðfylgi i gegnum vöm Blika og renndi knett- inum út á Þórð Gujónsson sem skor- aði með föstu skoti í homið fíær á 51. mín. 3m Valur Valsson fékk ■ | sendingu að vitateigs- horni Skagamanna, lék þar laglega á Kostíc og skoraði með fostu skoti á 65. mfn. Arnar Gunnlaugsson skallaði í netið eftir und- irbúning Brands Sigutjónssonar og Þórðar Guðjónasonar á 74. mínútu. 4m J^Eftir skyndisókn Blika ■ ábisendi Willum Þór Þórs- son knöttinn á Val Valsson sem var einn og yfirgefinn á markteig Skaga- mann og skoraði af öryggi upp undir þaknetði á 89. mínútu. 4:1 KARFA Tap gegn Litháen ÍSLENSKA drengjalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni EM, 65:93 (30:45) gegn Litháen. Islendingar áttu aldrei svar gegn sterku liði Litháa sem tók frum- kvæðið þegar á fyrstu mínútunni. „Þetta var nokkurn veginn það sem hægt var að búast við en eftir mjög góða frammistöðu í Hollandi er ekiti' hægt að segja annað en við séum vonsviknir," sagði Björn Björgvinsson fararstjóri íslenska hópsins. Helgi Guðfinnsson (UMFG) var stiga- hæstur íslenska liðsins með 34 stig, Gunnar Einarsson (ÍBK) gerði 11, Hafsteinn Lúð- víksson (Þór) 8 og Ólafur Jón Ormsson (KR) skoraði sex stig. fslenska liðið leikur gegn heimaliðinu, Belgíu í dag. Tvö efstu liðin í riðlinum kom- ast áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.