Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992
23
Hungursneyð í stríðshijáðri Sómalíu:
Þijú til fimm þúsund maims verða
hungurmorða á hveijum degi
■i..................
Sveltandi börn í Mogadishu, hofuðborg Sómalíu.
með matvæli og lyf til hafnar í Moga-
dishu, og sjá um að dreifa vistunum
þar sem þörfin er mest fyrir þau.
Einnig er gert ráð fyrir að alþjóða-
flugvöllur í nágrenni höfuðborgar-
innar verði notaður til hjálparstarfs-
ins. Ástandið hefur verið mjög slæmt
í landinu mánuðum saman en stríð-
andi fylkingar hafa gert vestrænum
hjálparstofnunum erfítt um vik við
hjálparstarf. Sem dæmi má nefna
að hermenn Aideed, sem ráða yfír
höfninni í Mogadishu, hafa hingað
til tekið háan toll af öllum farmi, er
um höfnina fer, og skiptir þá ekki
máli hvort um hjálpargögn er að
ræða. Hafa skipstjórar þurft að láta
allt að helming farms síns af hendi
í þennan toll. Ljóst þykir að eitt
vandasamasta verk gæslusveita
samtakanna verður að tryggja dreif-
ingu matvæla utan höfuðborgarinnar
Mogadishu, þar sem ástandið er afar
ótryggt. Verður líklega brugðið á það
ráð að flytja þau með bílalestum
undir ströngu eftirliti vopnaðra
gæslusveita SÞ.
Borgarastríð hefur geisað í Sómal-
íu árum saman. I janúar í fyrra var
Mohamed Siad Barre steypt af stóli
og síðan hafa tvær fylkingar barist
um völdin í landinu. Onnur er undir
stjóm Mohamed Farah Aideed hers-
höfðingja og ræður yfir mestum
hluta Mogadishu og nágrennis en
hinni stjómar Ali Mahdi Mohamed,
en hann hefur tilnefnt sjálfan sig
forseta landsins.
Talið að tveir af hverjum þrem Sómölum líði skort
Brussel, Lundúnum, Nairobi. Reuter.
SAMEINUÐU þjóðirnar náðu í gær samkomulagi við stríðandi fylking-
ar i borgarastyrjöldinni í Sómalíu um að samtökin tækju að sér að
tryggja flutninga á matvælum og hjálpargögnum til landsins og innan
þess. Er áformað að senda fimm hundruð gæsluliða SÞ til Sómalíu í
þessu skyni. Hjálparstofnanir telja að allt að fjórar og hálf milljón
Sómala líði skort af völdum stríðsins eða hungursneyðar í landinu en
alls búa þar sjö milljónir manna.
Starfsmenn vestrænna hjálpar-
stofnana segja að ástandið í Sómalíu
sé ólýsanlegt. Þúsundir manna deyja
daglega úr hungri og hundruð þús-
unda eða jafnvel milljónir eru á ver-
gangi. Starfsmennirnir segja að
ástandið versni dag frá degi og neyð-
araðstoð SÞ sé nú eina von þúsunda
manna um að komast lifandi af.
- Utanríkisráðherra írlands, David
Andrews, kom í gær til Nairobi í
Keníu eftir þriggja daga ferð um
Sómalíu og sagði hann að ferðalagið
hefði verið hið versta sem hann hefði
lent í á þrjátíu ára stjómmálaferli
sínum. „Sómalía sveltur og er í sá-
rum. Ástandið þar er ólýsanlegt.
Þetta er versta hryllingssaga heims-
ins. Þrjú til fímm þúsund manns
verða hungurmorða á degi hveijum
og hörmungarnar, sem ég varð vitni
að í förinni, munu aldrei líða mér
úr minni,“ sagði ráðherrann.
Samkvæmt neyðaráætlun SÞ er
áformað að senda fímm hundruð
gæsluliða til Sómalíu innan þriggja
vikna. Hlutverk þeirra verður að
tiyggja að erlend skip komist óáreitt
Georgía:
Shevardnadze boð-
ar stríð g'egn upp-
reisnarmönnum
Innanríkisráðherrann og fleiri emb
ættismenn á valdi mannræningja
Moskvu. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi
Georgíu og fyrrum utanríkisráð-
herra Sovétrikjanna, hefur gefið
upp alla von um að ná sáttum við
uppreisnarmenn i landinu en þeir
hafa nú innanríkisráðherrann í
haldi. Sagði hann í gær, að kominn
væri tími til að skera upp herör
gegn „hinum illu öflum“ i landinu.
„Nú verðum við að svara spurning-
unni um að vera eða ekki vera, hvort
hið góða eða hið illa eigi að ráða hér
ríkjum. Ég ætla að standa með þjóð-
inni í þessu stríði og uppræta illu
öflin,“ sagði Shevardnadze en þegar
fulltrúar stjórnvalda og uppreisnar-
manna sátu á friðarfundi í borginni
Zugdidi á þriðjudag réðust vopnaðir
menn inn í bygginguna og rændu
innanríkisráðherranum, Roman
Zventsadze, og sjö öðrum embættis-
mönnum. Einum gíslanna var sleppt
í gær en talið er, að hinir séu í haldi
á landamærum Abkhazia-héraðs í
Georgíu en íbúar þess krefjast sjálf-
stæðis. Mannræningjamir eru þó
ekki þaðan, heldur stuðningsmenn
Zviads Gamsakhurdia, sem rekinn
var frá sem forseti Georgíu.
Gamsakhurdia á mest fylgi í Vest-
ur-Georgíu en vonast hafði verið til,
að sáttatilraunir Shevardnadzes
bæru nokkurn árangur á fundinum
á þriðjudag. Mannránin gerðu þær
Roman Zventsadze, innanríkisráð-
herra Georgíu, sem nú er í hönd-
um mannræningja, stuðnings-
manna Zviads Gamsakhurdia,
fyrrverandi forseta, ásamt fleiri
embættismönnum stjórnarinnar.
vonir að engu.
„Síðan ég sneri aftur til Georgíu
hef ég ekki tekið mér þetta orð í
munn en nú segi ég það — við neyð-
umst til að lýsa yfír „stríði“ gegn
óvinum okkar og þjóðarinnar. Styðjið
okkur í því,“ sagði Shevardnadze í
gær og tilkynnti, að hemum og lög-
reglunni hefði verið skipað að koma
á lögum og reglu í landinu.
Bandaríkin:
Yrði stuðningur Reagans
bjarnargreiði við Bush?
Los Angeles. Reuter.
VEGNA lítils gengis George Bush Bandaríkjaforseta í skoðana-
könnunum vilja margir flokksbræður hans í Repúblikanaflokkn-
um, að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, verði fenginn til að
blása lífi í kosningabaráttuna. Aðrir telja þó, að það geti reynst
Bush bjarnargreiði þar sem Reagan verði aðeins til að minna á
hvernig allt hefur gengið á afturfótunum síðan hann fór frá. ‘
Ýmsir frammámenn í Repúblik-
anaflokknum telja, að komi Reag-
an til liðs við Bush muni það verða
til að auka fylgi flokksins meðal
hægrimanna en þeim finnst mörg-
um sem Bush hafí brugðist hug-
sjónum Reaganáranna. Margt
bendir þó til, að stuðningur Reag-
ans sé ekki jafn mikils virði nú og
áður. Ófáir hagfræðingar halda því
fram, að efnahagssamdráttinn í
Bandaríkjunum megi fyrst og
fremst rekja til stjórnarstefnu Re-
agans og fjárlagahallans, sem fór
algjörlega úr böndunum í valdatíð
hans, og Reaganstjórnin er einnig
sökuð um að hafa í raun auðveldað
Saddam Hussein íraksforseta
hernaðaruppbygginguna og inn-
rásina í Kúveit. Er Bush ekki bú-
inn að bíta úr nálinni með það mál
ennþá.
Það hefur einnig vakið eftirtekt
og óánægju, að Reagan skuli reyna
að hagnast á ferli sínum sem for-
seti með miklu fyrirlestrahaldi en
sagt er, að hann krefjist 40-50.000
dollara fyrir hvert ávarp. Þá þáði
hann glæsilega villu að gjöf frá
ríkum vinum sínum og hann hefur
selt útgáfuréttinn að endurminn-
ingum sínum fyrir fímm milljónir
dollara. Loks er á það minnt, að
Reagan studdi dóttur sína Maure-
en dyggilega í forkosningum repú-
blikana í júní vegna framboðs í
þingkosningunum en það breytti
engu um að hún beið ósigur.
Hvað sem líður ásökunum um
ranga stjómarstefnu var mikill
uppgangur á síðari hluta Reagan-
áranna og því óttast margir repú-
blikanar, að liðsinni Reagans verði
í besta falli til að minna almenning
á hvernig nú er komið kjörum
hans.
ÚTSALJÍ
20-50% afsláttwMr
íþróttagallar — íþróttaskór — Bolir — Sundfatnadur — Úlpur
og margt fleira.
,,<f- »hummel = œ
sportbuðin Nýtt koitatímabil hafið
Ármúla 40, síml 813555