Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 48
 Æ|<| EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGVNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 TVÖFALDUR1. vinningur ________________________________________________------------ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hagkaup ætlaði að stofna kjara- kaupaverslanir HAGKAUP hafði um skeið haft uppi áform um að setja upp a.m.k. tvær kjarakaupaverslanir áður en samningar Hofs sf., móðurfyrirtæk- is Hagkaups, hófust við eigendur Bónus um kaup á hlut í fyrirtækinu. Undirbúningur var kominn á það stig að byrjað var að skoða húsnæði og skipuleggja það en fyrirtækið hafði m.a. augastað á húsnæði Barð- ans við Skútuvog. Með þessum verslunum var ætlunin að skapa mót- vægi við Bónus og Miklagarð í verðsamkeppninni á matvörumarkaðn- um sem farið hefur harðnandi á þessu ári. „Við hjá Hofi sf. höfum horft á það að sá markaður sem Hagkaup starfar á er nokkuð mettaður og því eru takmörk sett hversu margar búðir er hægt að opna,“ sagði Sigurð- ur Gísli Pálmason, framkvæmda- ^tjóri Hofs sf. og stjómarformaður Hagkaups, í samtali við Morgunblað- ið. „Hins vegar höfum við séð það að á undanförnum tveimur ámm hefur verið að opnast nýr markaður eða svokallaður afsláttarmarkaður sem farið hefur vaxandi. Það er greinilegt að þetta form sem tíðkast hefur um langt skeið í Evrópu geng- ur ágætlega hér á landi. Fyrir okkur vakti að vera þátttakendur að þess- um hluta markaðarins. Við skoðuð- um ýmsar leiðir eins og t.d. að opna eigin búðir af þessu tagi. Niðurstað- ^"^kn varð hins vegar sú að kaupa helm- ingshlut i Bónus.“ Mikil söluaukning hefur verið hjá Bónus undanfarin ár eftir því sem verslunum fjölgaði en veltan nam alls um 2,7 milljörðum á sl. ári og tvöfaldaðist frá árinu áður. Heildar- velta Hagkaups nam alls um 10,1 milljarði þannig samanlagt nemur velta beggja fyrirtækanna tæpum 13 milljörðum. Þetta er umtalsverður hluti af heildarveltu smásöluverslun- ar í landinu á sl. ári sem nam um 100 milljörðum en áætlað er að sam- anlögð hlutdeild fyrirtækjanna í mat- vörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé kringum 40%. Þar af er hlutur Bónus áætlaður um 12%. Sjá nánar fréttaskýringu í Við- skiptablaði, bls. 6C. Morgunblaðið/Tómas Helgason Borgarísjakar við Hornstrandir ÞESSI tignarlegi borgarísjaki sást út af Horn- ströndum í gær. Fleiri jakar eru þar á ferðinni og sagði Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri á Hvann- eyri, að einn þeirra væri sá langstærsti sem hann hefði séð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni er um staka jaka að ræða. í ískönnunarflugi Landhelgisgæzlunnar á mánudag sáust ísflákar einungis allmiklu norðar, um 60 sjómílur norður af Kögri og 21 sjómílu norður af Horni. ísjaðarinn var allmiklu norðar. 3.600 manns á atvinnuleysisskrá í lok júlí og atvinnuleysi aldrei verið meira Neyðarsími: Einungis 42% báðu um aðstoð Almennt atvinnuleysi í fyrsta sinn í langan tíma EINUNGIS 42% þeirra sem hringdu í neyðarsíma lögreglunn- —*ax í Reykjavík, 0112 og 11166 milli klukkan 6 og 14 í fyrradag voru að óska eftir aðstoð lögreglu eða sjúkraliðs. í 58% símtalanna var verið að biðja um samband við einhvern starfsmann lögregl- unnar eða biðja um almennar upp- lýsingar. Að sögn Ólafs Guðmundssonar hjá forvamadeild lögreglunnar bárust á þessu tímabili 50 hringingar með ósk um-aðstoð í neyðarsímann, en 70 hringingar þar sem verið var að biðja um samband við einstakar deildir lögreglunnar að biðja um upplýs- ingar, t.a.m. varðandi vegabréf og ökuskírteini, eða að spyija um í hvaða símanúmer ætti að hringja til að fá slíkar upplýsingar. Greiðfær- ara í Viðey UNNIÐ hefur verið að gerð gang- stíga og gatna í Viðey að undan- fömu. Gerðir hafa verið gangstígar með trébrúm um Vestureyna, þar sem áður voru vegleysur, og verið er að leggja síðustu hönd á stein- lagningu sjávargötunnar neðan frá bryggjunni. Að sögn sr. Þóris Stephensen staðarhaldara er nú mun greiðfærara um eyna en áður fyrir fjölskyldufólk með barna- vagna og fatlaða í hjólastólum, þótt þeir síðarnefndu þurfi ennþá hjálp við að komast út í eyna. segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands Atvinnuleysisdagar á landinu öllu voru skráðir 81 þúsund í júlímán- uði. Það er 44 þúsund dögum meira en á sama tíma í fyrra. Fjöldi atvinnuleysisdaga í júlí svarar til þess að 3.700 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðimim en það jafngildir 2,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar. Þetta er mesta skráð atvinnuleysi á landinu í júlí til þessa. Áður var það mest árið 1969 þegar 1,7% landsmanna voru án at- vinnu. Fyrstu sjö mánuði ársins voru skráðir atvinnuleysisdagar á Iandinu 550 þúsund en voru 293 þúsund á sama tíma í fyrra. Síð- asta virka dag júlímánaðar voru 3.600 manns skráðir atvinnulausir. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins segir að þessar atvinnuleysistölur sýni að þjóðin standi nú í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir almennu atvinnu- leysi, sem hvorki sé staðbundið né bundið við ákveðnar greinar. Ás- mundur segir að veruleg hætta sé á stórfelldu atvinnuleysi í vetur, bæði í byggingariðnaði og þjónustu- greinum. Hann vísar til ábyrgðar ríkisvaldsins og álítur að verði ekk- ert að gert blasi hér við sömu at- vinnuleysisvandræðin og í ná- grannalöndunum. í yfirliti um atvinnuástandið, sem Vinnumálaskrifstofa Félagsmála- ráðuneytisins gefur út, kemur fram að í júlí fjölgaði atvinnuleysisdögum á höfuðborgarsvæðinu um sex þús- und en fækkaði á landsbyggðinni um tæpt eitt þúsund. Þetta er óvenjuleg þróun því að atvinnuleysi hefur til þessa jafnan mælst hálfu minna á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni á þessum tíma árs. Nú er ástandið hins vegar þannig að hlutfall atvinnulausra er nánast það sama í þéttbýlinu við Faxafló- ann og í dreifbýlinu, 2,6% í Reykja- vík og nágrenni en 2,8% á lands- byggðinni. sjá kort - miðopnu. Vextir á spariskírteinum ríkissjóðs: Raunávöxtun á eftir- markaði upp í 7,08% RAUNÁVÖXTUN spariskírteina ríkissjóðs á Verðbréfaþingi íslands var 7,08% í júlílok, samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi, og hafði hækkað úr 6,95% við upphaf mánaðarins og úr 6,9% í lok maí, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Eiríkur Guðnason aðstoðar Seðlabankastjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta vaxta- stig á eftirámarkaði gæti leitt til hækkunar annarra vaxta í landinu ef litið væri til yfírlýsingar banka og sparisjóða í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem bankar áskildu sér rétt til að halda vöxtum 2% yfir vaxtastigi á eftirámarkaði. Eiríkur kvaðst þó telja að sú breyt- ing sem orðið hefði á vöxtum spari- skírteina ætti ekki að valda bönk- unum neinum vandræðum en spurning væri hvernig stjórnendur þeirra litu á þróunina. Hann stað- festi að undanfarna þijá mánuði hefðu safnast upp talsverðar birgð- ir af spariskírteinum í Seðlabank- anum og játti því að segja mætti að vegna kaupa Seðlabanka hefði tilhneiging til vaxtahækkunar orðið minni en ella. Eiríkur sagði að í júnílok hefði eign bankans í spariskírteinum numið 2.756 milljónum króna og hefði hún aukist úr 1.918 milljónum í apríllok. Hann vildi ekki upplýsa að svo stöddu hver staðan væri miðað við júlílok. Samkvæmt tilkynningu frá Verðbréfaþingi námu heildarvið- skipti með spariskírteini á Verð- bréfaþingi 580,5 milljónum króna í júlímánuði, eða 85,4% af heildar- viðskiptum á verðbréfaþinginu, en hlutur húsbréfa var þar 8,5%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.