Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 15 um, hver yrði niðurstaða dómstóla í þessu máli. Orðrétt segir hann: „Sterklega verður að minna á að íslenzkir dómstólar eins og dómstól- ar á Norðurlöndum hafa farið afar gætilega við það að lýsa lög and- stæð stjórnarskrá. Hefur það við- horf verið ráðandi að virða beri eins og frekast er unnt ákvarðanir lög- gjafa sem sækir umboð til þjóðar- innar enda sé staða dómstóla ekki sambærileg." Ég er sammála tilvitnuðum um- mælum Sigurðar Líndals hér að framan. Hafa stjórnlagafræðingar sífellt bent á þá staðreynd, að dóm- stólar fara að öllu jöfnu mjög var- lega í það að grípa fram fyrir hend- ur löggjafans, þegar um er að ræða ráðstafanir til lausnar veigamiklum þjóðfélagsvanda, fyrst og fremst á sviði efnahagsmála. Eitthvað sér- staklega mikið og sláandi þurfi til að koma til að dómstólar taki fram fyrir hendur löggjafans, sérstaklega ef það veldur víðtækri röskun um allt þjóðfélagið, ef dæmt yrði ólög- mætt. Umboðsmaður Alþingis I þessu sambandi má minna á, að á síðustu árum hafa umboðs- manni Alþingis borist kvartanir ein- stakra útgerðarmanna, sem talið hafa að sjávarútvegsráðuneytið hafi brotið á sér rétt við úthlutun afla- marks og fleira því tengt. Er með ólíkindum að umboðsmaður Alþing- is skuli þá ekki fyrir löngu hafa bent á, að sjálf ákvörðun sjávarút- vegsráðherra um heildaraflamagn, sem allt byggist á, bijóti í bága við lög, hvað þá mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Ætti núverandi umboðsmaður Alþingis að kunna góð skil á þessum ákvæðum stjórn- arskrárinnar, sbr. doktorsrit hans og tímaritsgreinar um 67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar. Niðurstaða Með vísan til framanritaðs er það skoðun mín, að lög nr. 38/1990, kvótalögin, feli ótvírætt í sér heim- ild til ákvörðunar heildarafla, afla- skerðinga, sem er megintilgangur laganna og þar með sé ákvæðum 69. gr. stjórnarskrárinnar fullnægt. 3. gr. laganna heimilar síðan sjávar- útvegsráðherra að ákvarða að fengnum tillögum Hafrannsókna- stofnunar heildaraflamagnið og þá hversu mikilli skerðingu menn þurfa að hlíta. Með heimild í 3. gr. kvótalaganna hefur löggjafinn falið handhafa framkvæmdavaldsins, sjávarútvegsráðherra, að setja reglugerð, lagaframkvæmdareglu- gerð, um það, að venju, hvernig takmörkun heildaraflans skuli vera. Með útgáfu reglugerðarinnar hefur sjávarútvegsráðherra því ekki farið út fyrir lagamörk eða beitt valdi sínu á ómálefnalegan hátt. Reglu- gerð nr. 290/1992 er því ekki án lagastoðar og sjávarútvegsráðherra hefur ekki farið út fyrir embættis- takmörk sín eða brotið í bága við 69. gr. stjórnarskrárinnar. Skoðun Sigurðar Líndals í álitsgerð hans er því röng. Að mínu mati hefði Sigurður Líndal mátt að ósekju gefa sér betri tíma til að kynna sér efni kvótalaganna og greinargerð, forsögu laganna, vilja Alþingis og hver sé tilgangur og hlutverk kvóta- iaganna. Alla vega hef ég ekki þá trú að álitsgerð Sigurðar Líndals muni kollvarpa allri stjórnsýslu á íslandi, eins og einhveijir hafa látið í veðri vaka. „Rassskellingar og þjófar“ Að endingu vil ég segja þetta: í viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnudag við verkbeiðanda, Kristin Pétursson, lýsir hann þeirri skoðun sinni í þrígang, að verði ekki gerð breyting á, í samræmi við niður- stöðu Sigurðar Líndals, muni Evr- ópudómstóllinn rassskella íslensk stjórnvöld. í Dagblaðinu sl. mánu- dag segir Kristinn Pétursson í gagniýni sinni á íslensk stjórnvöld í þessu máli að þjófar geti ekki öðlast rétt með því að stela nógu lengi. Eg er þeirrar skoðunar að Evr- ópudómstóllinn muni ekki rass- skella íslensk stjórnvöld í þessu máli, frekar en íslenskir dómstólar gerðu í máli Kristins Péturssonar gegn íslenskum stjómvöldum í svo- kölluðu „Gengismáli". Kannski tekst Kristni Péturssyni einhvern tíma síðar að fá dómstóla til að rassskella íslensk stjórnvöld. Hver veit, ef hann heldur þessu stjórnar- skrárþófi sinu áfram, sem hann vafalaust gerir, nema einhver þjóf- urinn steli frá honum glæpnum. Höfundur er skrifstofustjóri og lögfrædingur Landssambands ísl. útvegsmanna. Njarðvíkurkirkja: Tónleikar í tilefni af- mælis Njarðvíkur TÓNLEIKAR verða haldnir í Njarðvíkurkirkju sunnudags- kvöldið 16. ágúst kl. 20.30 í til- efni af 50 ára afmæli Njarðvík- ur. Á efnisskrá tónleikanna verða 6 tónverk eftjr Atla Ingólfsson. Atli er fæddur og uppalinn í Njarðvík. Að loknu tónlistarnámi í Njarðvík, Reykjavík, Mílanó og París er hann nú búsettur í Appen- ínafjöllum og helgar sig tónsmíð- um. Verk hans hafa verið leikin og send út á Norðurlöndum og víða í Evrópu. í fréttatilkynningu um tónleik- ana segir: „Tónverkin sem flutt verða í Njarðvíkurkirkju eru fjöl- breytileg að gerð. Meðal þeirra er „Berging“ fyrir einleiksflautu sem Atli samdi í Njarðvík 1982 og hafði til hliðsjónar form sam- nefnds ljóðs sem hann orti vetrin- um áður. Þá má nefna tríó fyrir klarinett, selló og píanó sem heit- ir „Dubbletter“ og var samið á þessu ári að beiðni sænsku ríkis- konsertanna og frumflutt í Sví- þjóð i mars sl. Auk þessara verka verða fluttar „Þijár andrár“ fyrir flautu og píanó, „A verso“ fyrir píanó og útsetning á invensjón í B-dúr eftir J.S. Bach. Síðast en ekki síst er þess að geta að í til- efni tónleikanna og afmælis Njarðvíkur samdi Atli tónverk sem hann nefnir „Vink“ og er það tileinkað Njarðvikurbæ." Hljóðfæraleikarar á tónleikun- um verða Nora Kornblueh, Mart- ial Nardeau, Óskar Ingólfsson og Snorri Sigfús Birgisson. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Atli Ingólfsson HAUSTUTIRNIR KOMNIR! Útsölustaðir: HYGEA, Austurstræti • HYGEA, Kringlunni • INGÓLFSAPÓ- TEK, Kringlunni • REGNHLÍFABÚÐIN, Laugavegi • SOFFÍA, Hlemmi • NANA, Hólagarði • SNYRTILÍNAN, Fjarðarkaupum Hfj. • APÓTEK GARÐABÆJAR • RANGÁRAPÓTEK, Hellu • RANGÁRAPÓTEK, Hvolsvelli • STJÖRNUAPÓ- TEK, Akureyri • ANNETTA, Keflavík • SÆTÚNSKAFFI, Breiðdalsvík. TIL SÖLU BÚÐAFELL SU 90 y , Sérhæft rækjuveiðiskip með útbúnaði til tog- og línuveiða. Skipið var smíðað í Noregi árið 1988 og lengt í Póllandi árið 1991. Lengd skipsins er 26 metrar, breidd 6,7 metrar og er það smíðað úr stáli. Frystilest er 100 rúmm, tveir plötufrystar, lausfrystir og suðupottur fyrir rækju eru á millidekki. Aðalvél erCat. 3508,715 hestöfl. Skipið selst með eða án veiðiheimilda. Nánari upplýsingar veitir ísgata hf., sími 91-621366, fax. 91-621447. lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöl á funheilu grilltilb oði • lambakjöt á funheitu grilltilbobi • lambakjöt á funheitu grilltilboði Kryddlegnar fram- hryggjarsneiðar, rauð- vínslegið lambalæri, kryddlegnar grillsneið- ar. Notið tækifærið, ger- ið kjarakaup og setjið lambakjöt á funheitu grilltilboði - beint á MEÐ MINNST 15% AFSLÆTTI griiia. lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöl á funheilu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöt á funheitu grilltilboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.