Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13 ÁGÚST 1992 —rrr*—rri—t—ri——rtn—m—m—1—>,-! TM Reg U.S Pal Off. — all rights reserved ® 1992 Los Angeles Tlmes Syndicate JlforgtuiIifoMfr BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Einkastöðvamar ófrjálsar Frá Birgi Óskarssyni: UM langa hríð hafa öðru hvoru borist til Morgunblaðsins lesenda- bréf þar sem þeirri skoðun skrif- enda er komið á framfæri að engin þörf sé á ríkisreknu útvarpi eða sjónvarpi og greiðsla afnotagjalda sé nauðung sem ekki skuli una við. Þetta eru að mínu mati oftast skrif fólks sem ekki hefur hugsað málið til fulls, eins og t.d. bréf í Velvakanda fyrir skömmu en þar telur skrifandi ekki þörf á ríkisút- varpi þar sem aðrar stöðvar bjóði sína þjónustu ókeypis. „Fijálsu“ útvarpsstöðvarnar bjóða enga þjónustu ókeypis, hún er greidd af neytendum að fullu og leiðir af sér m.a. hækkað vöruverð þar sem kostnaður við auglýsingar þær sem þar birtast greiðir neyt- andinn ávallt. Frelsi þessara stöðva er ekkert, þær eru neyddar til að bjóða dagskrá sem þær telja að sé hlustað eins mikið á og dagskrá annarra sambærilegra stöðva, ann- ars geta þær ekki tekið fullt verð fyrir þær auglýsingar eða þætti sem þær selja. í svo fámennu þjóðfélagi sem okkar er leitt til þess að vita að til er fólk með það litla þjóðernisvitund að því finnist það ekki eiga sjálft þau fyrirtæki og stofnanir sem við rekum og eigum í sameiningu. Það er ekkert athugavert við það að 260 þúsund manns eigi og reki saman góða útvarpsstöð með tveim rásum í því skyni að miðla menningu, af- þreyingarefni og upplýsingum til landsmanna og ef fjármagna ætti reksturinn á sama hátt og „fijálsu“ stöðvarnar gera, yrði að selja mik- inn hluta útsendingartímans aug- lýsendum og væri þá ríkisútvarpið komið með sama ófrelsi og hinar stöðvarnar til að ráða dagskrá sinni. í þessu sambandi vil ég nefna að mér er áhyggjuefni að nú er að vaxa úr grasi kynslóð sem aldrei hefur notið góðra leikrita og sígildr- ar tónlistar og annars menningar- efnis af neinu tagi í útvarpi heldur hefur einungis hlýtt á síbylju og léttvægt símablaður frá því að hún kveikti á viðtækinu fyrst. Ég held að skólar og foreldrar þurfi að reyna að spyrna hér við og reyna að leið- beina ungmennum í þessu efni. Mér þótti sjálfum að vísu oft á tíðum nóg um sinfóníur og fúgur í útvarp- inu í eina tíð en fínn það nú að slíkt var nauðsynlegt að flytja líka, bæði vegna þeirra sem slíkt þekktu og nutu og svo til að kynna slíkt fyrir öðrum. Núna eru sígild tónverk af ýmsu tagi gamlir kunningjar sem gott er að hlýða á í bland með ann- ari tónlist eldri og yngri. Að selja (einkavæða) ríkisútvarp- ið finnst mér fráleit hugmynd. Ef eitthvað er athugvert við þennan rekstur má lagfæra það, eins og í öðrum rekstri, án þess að þjóðin afsali sér þessu menningar- og þjónustutæki. Ég hef oft bent á samlíkingu þess að eiga ríkisútvarpið og sjón- varpið og bónda og fjölskyldu hans á góðri bújörð sem á góðan mat- jurtagarð. Mér finnst ólíklegt að betra væri að garðurinn væri seldur einum heimilismanna sem síðan réði einn ijölbreytni og gæðum upp- skeru, hefði ágóða af henni en bæri þó enga ábyrgð gagnvart fjöl- skyldunni er illa tækist til með garð- vinnsluna. Frá Hilmari Sigurðssyni: ÉG VIL hér með skrifa nokkur orð um Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem ég tel að hafi verið alveg meiri háttar, og slegið öllum útiskemmt- unum við sem haldnar voru núna um verslunarmannahelgina. Þar var ríkjandi gleði og fór hún fram með miklum sóma. Brekku- og íjöldasöngurinn var alveg sérstakur og sló í gegn. Þátt- takan var almenn og var sungið af lífi og sál, einlægni mikil, kraft- ur og fjör. Unga fólkið var helsta uppistað- an í söngnum og fórst því það mjög vel úr hendi og hljómaði dalurinn af kraftmiklum og lifandi söng, með aðstoð góðra hljómflutningstækja og ekki má gleyma hljómsveitinni sem leiddi sönginn og hinum frá- bæra og ijörmikla stjórnanda henn- ar. Hefur þetta víst allt átt vel við Sama er að segja um hugmyndir um einkavæðingu símkerfisins. Við eigum þetta kerfi saman, þær sálir sem land þetta byggja, við höfum breitt það út um allar byggðir lands- ins, út á sjó og inn til óbyggða, og er reksturinn í góðum höndum okk- ar eigin þjóðar. Ef þjóðin (ríkið) myndi afsala sér þessu kerfi myndi gróðasjónarmiðið verða alls ráð- andi, afskekktari byggðir yrðu að gjalda þess með dýrari þjónustu en nú er einyrkinn yrði aftengdur þeg- ar kæmi að því að gera þyrfti við línur hans. Hugsanlega myndi kaupandi síkerfisins vera fjármagn- aður erlendis frá og tekjur af þjón- ustunni fara að stórum hluta til erlendra aðila. Einkavæðing er orð sem ungt fólk telur lausnarorð dagsins í dag en Ríkisútvarpið er í raun eina ein- kaútvarp landsmanna, og verður vonandi í okkar eigu áfram, en fjár- málamenn mega eiga sínar ófijálsu- stöðvar í friði fyrir mér. BIRGIR ÓSKARSSON Asparfelli 6, Reykjavík á ári söngsins. Sá sem átti heiður- inn af ijöldasöngnum og mun hafa komið honum á á sínum tíma, var okkar aðalbaráttumaður, Arni Johnsen. (Söngurinn, ástin og ölið örva og kæta sál, kvað á sínum tíma í Þjóðhátíðarljóði okkar góða ljóð- skáld Árni úr Eyjum.) Svo voru það brennan og flugeldasýningin sem áttu sitt í að gera stemmninguna sem mesta og skapa magnþrunginn töfrablæ í hinum tjalda- og hamars- girta Herjólfsdal, svo ’og hið frá- bæra veður sem ríkti alla hátíðina. Það féll í hlut Þórsara að halda hátíðina í ár. Því fylgir mikil undir- búningsvinna og skipulagning. Þeir geta verið ánægðir með hvað vel tókst og leyst var af hendi með sóma. Sem sagt, vel heppnuð Þjóðhátíð. HILMAR SIGURÐSSON, Boðaslóð 21, Vestmannaeyjum Vel heppnuð Þjóðhátíð HOGNI HKEKKVISI „EIMN ÁF PÖöUM? “ Yíkverji skrifar Ekki er annað hægt að segja en íslendingar geti vel unað við sinn hlut að afloknum Ólympíuleik- unum, því aðeins vantaði herslu- muninn upp á verðlaunasæti ynnist í spjótkasti og handknattleik. Ef frá eru talin silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki Melboume 1956 og bronsverðlaun Bjarna Frið- rikssonar í júdó í Los Angeles 1984 er þetta sennilega jafnbesti árangur Islendinga á Ólympíuleikum frá upphafi. Því er þó ekki að leyna að það veldur nokkrum vonbrigðum að handknattleiksliðinu skyldi ekki takast að vinna til verðlauna. ís- lenska landsliðið er alls ekki síðra en það franska og hefði það leikið af eðlilegum styrkleika í leiknum um bronsverðlaunin hefði sigur geta unnist. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslensk lið eða einstakl- ingar ná ekki að sýna sitt besta þegar mest á reynir og tími til kom- inn að okkur takist að kveða þann draug niður. að er hins vegar engum vafa undirorpið að tvö jafnbestu handknattleiksliðin léku um gull- verðlaunin. Leikur Samveldisins og Svíþjóðar hafði upp á allt að bjóða sem hægt er biðja um í slíkum leik, hugmyndaríkan sóknarleik, frábær- an varnarleik og óviðjafnanlega markvörslu. Það er varla hægt að segja annað en Samveldið hafi unn- ið verðskuldað, því Samveldismenn urðu að koma boltanum með ein- hveiju móti framhjá Mats Olsson, markverði Svía. Það er á engan hallað þó það sé fullyrt að hann hafi verið besti maður vallarins og slík markvarsla og hann sýndi er sjaldséð. Sænska liðið og það sov- éska sem þá var léku einnig til úr- slita á HM 1990. Þá sigruðu Svíarn- ir nokkuð óvænt og nú hampar Samveldið Ólympíugullinu. xxx Islandsmótið í knattspyrnu er nú að hefjast á nýjan leik eftir ár- visst hlé sem knattspyrnumenn taka sér um verslunarmannahelg- ina. Tólf umferðum er lokið af átján og hafa Skagamenn fimm stiga forystu á næsta lið sem er Þór á Akureyri. Staða Skagamanna á toppi deildarinnar er verðskulduð. Lið þeirra er léttleikandi og skipað samblandi af ungum og eldri og reyndari leikmönnum. Víkveiji hef- ur átt þess kost að sjá nokkra leiki fyrstu deildarliðanna í sumar og er á þeirri skoðun að sjaldan hafi knattspyrnan verið jafn skemmti- leg. Sóknarleikur hefur ráðið ríkjum og yfirleitt mikið verið skorað af mörkum. Flest liðin láta knöttinn ganga milli manna og tilgangs- lausar kýlingar út í loftið hafa ver- ið sjaldséðar. Vonandi verður fram- hald á og síðasti þriðjungur mótsins jafnskemmtilegur og það sem af er. Ennþá getur allt gerst og alls óvíst hvaða lið hampar íslands- meistaratitlinum að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.