Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 lí FJARKÖNNUN OG FISKUR eftir Þór Jakobsson Um fátt er nú meira talað á landi hér en fisk, þorsk, ýsu og loðnu, og allrahandanna aðrar tegundir. Þá eru fiskifræðingar mikið umræðuefni. Allt þetta tengist svo spám hagfræð- inga um tekjur þjóðarinnar og ákvörðunum þeirra sem eru við stjórnvölinn. Deilt er um, hvort hafi meira að segja um fiskafjölda í sjón- um, lífsskilyrði eða veiði fyrri ára. En einsýnt er, að nokkur tengsl eru milli lífsskilyrða í sjónum og lífsaf- komu þjóðarinnar. Vistfræði sjávarlífs tengist „vist- fræði íslendinga" á sjó og landi. Samtengt er hér raunar um sameig- inlegt allsheijarkerfi að ræða. Fræð- in um lífsskilyrði hefur í mínum her- búðum, meðal veðurfræðinga, verið kölluð lífveðurfræði (biometeoro- logy), en raunar mætti nefna hana vistfræði — í víðasta skilningi. Hún fjallar um lífsskilyrði gróðurs, dýra og manna, alls staðar: Á sjó, landi og í lofti. Áður en ég kem mér að efninu langar mig að minna á, hvað landið heitir og rennur mér raunar blóðið til skyldunnar, með útsýni úr hafís- deild Veðurstofu íslands: Nefnilega Island. Ég varpa því fram, að stund- um kunni að leynast meira undir ísn- um en reiknað er með í dauðaleit að fiski. Það er alkunna, að það er spriklandi ijör í grennd við hafísjað- ar. Sjómenn notfæra sér þetta og sjávarlíffræðingar á Hafró og erlend- is kanna lífríki við hafísjaðar. En nóg um þetta í bili. Greinarstúfi þessum er ætlað að Þór Jakobsson „Greinarstúfi þessum er ætlað að reyna enn að vekja ráðamenn og peningamenn í sjávar- útvegi til umhugsunar um nauðsyn þess að stórefla á landi hér fjarkönnun á hafinu úr gervihnöttum.“ reyna enn að vekja ráðamenn og peningamenn í sjávarútvegi til um- hugsunar um nauðsyn þess að stór- efla á landi hér fjarkönnun á hafinu úr gervihnöttum (tynglingum, veður- tunglum). íslenskum áhugamönnum um framfarir á þessu sviði hefur ekki orðið neitt ágengt undanfarin áratug, þótt öðru hverju hafi verið bent á mátt hinnar nýju, stórkostlegu tækni. Tækni við könnun á yfirborði sjáv- ar fleygir fram erlendis. Hún nýtist við rannsóknir á hafís, sjávarhita í yfirborði, öldum og vindafari. Hún getur jafnvel gefið vísbendingar um strauma. Reglubundnar athuganir gefa til kynna sveiflur í þáttum þess- um við sjávaryfirborð og nú reyna menn að draga ályktanir af þessu um yfirborðslag sjávar. Aukin þekk- ing hjálpar svo við ágiskanir um sveiflur — og lífsskilyrði þörunga, dýrasvifs og fisks í yfirborðslögum sjávar. Ég skora á stjórnvöld og sjávar- útveginn að ranka við sér og leggja nokkrar krónur í þessi vísindi. Þau hafa nú þegar komið að góðum not- um hér á Veðurstofu við töku skýja- mynda yfir Norður-Atlantshafi. Allmiklu dýrara er að bæta við flar- könnunartækni sem krefst við rann- sókn á yfirborði sjávar, en það eru smámunir miðað við framfarirnar. Með stórbættu útsýni yfir víðáttu- mikinn sjóinn umhverfis ísland, viss- um við meira hveiju sinni um það sem sveimar undir niðri. Kostnaður endurgreiddist hundraðfalt. Höfundur er veðurfræðingur og deildarstjóri hafísrannsóknadeildar Veðurstofu Islands. viðbótarofslóttur sem slær í gegn 14 KAUPSTAÐUR / MJÓDD 2. HÆÐ A1IKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIÐ 5UND í dag 13. igiist á KRINGLAN 5 ára afmæli. Af því tilefhi verður mikið um dýrðir Æ í KRINGLUNNI í þrjá daga. Húsið hefur verið fært í hátíðarbúning og margt verður gert til skemmtunar. y 0FM<éusiniqskrA Æ USTSfNINQ: Myndlistarsýning 5 ára bama þar sem myndefinið er: „Þegar ég fór í KREVGLUNA". Margir litlir snillingar sendu inn myndir. WSrtrðSKflll 1992: Föstudagurinn 14. ágúst verður helgaður hausttískunni. Sýningarfólk frá ICELANDIC MODELS sýnir fót frá tískuverslunum KRINGLUNNAR. Einnig verður kynning á því nýjasta í snyrtingu og hárgreiðslu. • 3já«!JiíJ mm Erlendir fjöllistamenn sýna listir sínar á aímælishátiðinni. Tónlist, leiktæki, andlitsmálari, hárskreyting, Pepsi kynning, lesið fyrir böm, Video-Karaoke og fleira. O © FYRIRSIETaUEIT: Laugardaginn 15. ágúst fer fram kynning á starfsemi ICELANDIC AIODELS jafhframt því sem leitað verður að fyrirsætum, meðal annars í ELITE keppnina 1993. fFðWéWHKm; Utitónleikar á vegum Skífúnnar verða á Kringlutorginu sunnan við húsið 13. ágúst ffá kl. 16:30 til 19:00. Síðan skein sól, Silfur- tónar, Sororicide, Strigaskór nr. 42 In memoriam. # • 4 Þ fniiiBs © Bljð WSteMCi ¥QBIIlipfiÉ@ðQllil ° Frá og með 15. ágúst verða verslanir Kringlunnar _ opnar til kl. 16 á laugardögum. r KRINGWN > Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.