Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Tveir Bandaríkiamenn finnast í Úkraínu: Vilja bádir fá að sjá „heimalandið“ á ný Petrichi, Pyanitsa, Úkrainu. Reuter. TVEIR menn fæddir í Bandaríkjunum hafa fundist í Úkrainu eftir að Rússlandsstjórn hóf leit að Bandaríkjamönnum sem sagðir eru hafa verið teknir til fanga í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Báðir fluttust þeir í barnæsku burt frá fæðingarlandi sínu, en dreymir um að komast þangað aftur. „Ég vildi fá að sjá gröf foreldra minna, en ég vil aðeins fara með allri fjölskyldu minni,“ sagði Michael Semko, 73 ára gamall verkamaður fæddur í Ormrad, sem hann heldur að sé í Pennsylvaníu. Foreldrar Semkos fluttu til Pól- lands árið 1923 þegar hann var fjögurra ára, en hann varð eftir þegar þeir fluttu aftur til baka tíu árum síðar. Hann lenti handan landamæra Sovétríkjanna í byijun Japanir sakaðir um mannát í stríðinu Tókýó. The Daily Telegraph. JAPANSKIR hermenn drápu og átu einn stríðsfanga á dag í Nýju-Gíneu undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, sam- kvæmt gögnum sem japansk- ur sagnfræðingur hefur fund- ið í Astralíu. Sagnfræðingurinn, Toshiyuki Tanaka, prófessor við Melbo- ume-háskóla, kannaði skjala- söfn í Canberra í hálft ár og kveðst hafa fundið þar gögn sem sýni að japanskir hermenn hafi a.m.k. hundrað sinnum stundað mannát. Á meðal gagnanna er minnisblað frá japönskum hers- höfðingja í Nýju-Gíneu þar sem hann lætur í ljós áhyggjur af því að mannakjöt hafi fundist í fórum hermanna. „Þeir sem hafa neytt mannakjöts (nema ef vera skyldi af óvinunum), vit- andi að það var mannakjöt, verða dæmdir til dauða fyrir alvarlegasta glæp sem menn geta framið," skrifaði hann. Yfírmenn japanska hersins virt- ust hins vegar ekki líta á það sem glæp að éta óvini í stríði. Á meðal gagnanna eru eið- svamar yfírlýsingar frá fyrrver- andi hermönnum bandamanna, sem lýsa því hvemig nokkrir af félögum þeirra voru drepnir og étnir. heimstyijaldarinnar, barðist með sovéska hemum í Tékkóslóvakíu og var svo handtekinn af öryggislög- reglu Stalíns þegar hann sótti um að fá bandarískt vegabréf í Moskvu árið 1947. Hann reyndi slíkt aldrei aftur, en var handtekinn níu árum síðar sakaður um samsæri gegn Stalín, en var sleppt vegna „ónógra sannana". Semko átti erfítt með að fá vinnu eftir þetta, en hann neitaði þó alltaf að taka boði um að fá sovéskan ríkisborgararétt. Hann talar nærri enga ensku og reyndar ekkert tungumál utan pólsku, en er þó kallaður „Mike“ að bandarískum sið af þorpsbúum. Hann telur sig hafa fengið litla umbun erfíðis síns eftir herþjónustu og áratuga strit, en hann fleytir fram lífínu á launum sem nema um 500 ÍSK á mánuði. John Jarima er fæddur í New York árið 1918, en flutti aðeins tveggja ára með foreldrum sínum til þess hluta Póllands sem Sovétrík- in sölsuðu undir sig í heimstyijöld- inni. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á að sjá fæðingarland sitt aftur, en hann á tvö systkini í New York. „Mig langar að fara og sjá borgina og ef mér líkar hún þá verð ég kannski eftir þar.“ Reuter Erfið fæðing markaðshagkerfis Allt er nú með kyrrum kjörum í iðnaðarborginni Shenzhen í suður- hluta Kína eftir óeirðir sem brutust þar út í kjölfar sölu á miðum sem gilda í hlutabréfahappdrætti kínverskra stjómvalda. Um milljón manna flykktist til borgarinnar þegar salan hófst um helgina og þúsundir manna, sem fengu enga miða, gengu berserksgang um borgina á mánudag og sökuðu embættismenn um að hafa haldið eftir miðum handa sér, ættingjum sínum og vinum. Yfírvöld gripu þá til þess ráðs að gefa út fleiri miða til að sefa reiði Kínveijanna, sem margir hveijir höfðu ferðast hundruð kílómetra í von um að hreppa hlutabréf. í happdrættinu veitir einn af hveijum tíu miðum handhafanum rétt til að kaupa hlutabréf í kinverskum fýrirtækjum og er þetta liður í efnahagslegri umbótastefnu stjómarinnar. Eins og sjá má á myndinni lá rusl á víð og dreif utan við banka borgar- innar eftir söluna. Meðal annars mátti sjá skó, sem ijárfestarnir til- vonandi misstu í troðningnum. NAFTA, Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku: Bandaríkin, Kanada og Mexikó einn markaður Washington. Reuter. GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær, að sljómvöld I Bandaríkjunum, Kanada og Mexikó hefðu náð samkomulagi um að rifa niður tollmúra milli landanna og koma á einum markaði 360 milljón manna. Hafa viðræður um fríverslunarbandalagið staðið í 14 mánuði og bráða- birgðasamkomulagið verður nú borið undir þjóðþing rikjanna. Samkomulagið verður tekið til umíjöllunar í nefndum Banda- Serbar bjóða Sameinuðu þjóðunum birginn: Hóta að reka 20.000 múslima frá Bosníu Zagreb. The Daily Telegraph. SERBNESK yfirvöld í Bosníu-Herzegovínu hafa varað embættismenn Sameinuðu þjóðanna við því að þeir þurfi að vera við því búnir að taka á móti 20.000 flóttamönnum til viðbótar. Svo virðist sem þetta sé liður í „þjóðernishreinsunum" Serba og þeir hyggist stökkva fólk- inu á flótta frá heimkynnum sínum í Bosníu. Þessi nýi flóttamannastraumur eykur mjög vanda hjálparsveita Sameinuðu þjóðanna og einn emb- ættismanna samtakanna lét svo um mælt að Serbar væru með þessu að reyna að kúga þau til undir- gefni. Serbar í Bosníu hafa að und- anfömu verið með áróðursherferð til að svara fregnum um voðaverk í fangabúðum á yfirráðasvæðum þeirra. Serbnesk yfírvöld afhentu emb- ættismönnum Sameinuðu þjóðanna lista yfír fólkið sem þau hóta að reka á brott frá bæjunum Bosanski Novi, Prijedor, Banja Luka og Sanski Most í norðurhluta Bosniu. Embættismenn samtakanna reyndu í gær að fá serbnesku leið- toganna til að hætta við brottrekst- urinn. Fólkið, sem Serbar hóta að flæma á brott, varð eftir í bæjunum eftir sókn serbneskra hersveita á svæðinu í maf og júní. Embættis- ' maður Sameinuðu þjóðanna sagði að múslimar í bæjunum hefðu sætt ofsóknum af hálfu serbneskra yfir- valda. „Þetta er martröð fyrir þá,“ sagði hann. „Þjóðernishreinsanirn- ar hafa ekki verið stöðvaðar, hvað sem hver segir.“ Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna fengu nýlega upplýsingar um að múslimskir karlmenn í Sanski Most hefðu verið teknir frá fjöl- skyldum sínum. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að leyniskyttur skjóti á múslima. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna telur brýnna að auka neyðaraðstoðina en að senda her- menn á vettvang. Stofnunin hefur flutt rúmlega 2.000 tonn af mat- vælum til miðhluta Bosníu, þar af 269 tonn til Sarajevo. Helsta vandamálið er skortur á flutninga- bílum og slæmir vegir. Flótta- mannahjálpin er með 40 vörubíla á svæðinu en telur þörf á 200 bílum til að hægt verði að halda uppi daglegum ferðum til bosnísku höf- uðborgarinnar. Undanfarna daga hafa flugvélar verið notaðar til matvælaflutninga til Sarajevo. Það er mun dýrara, kostar um 700 dali (38.500 ÍSK) á tonnið en kostnaðurinn af land- flutningunum er aðeins 160 dalir (8.800 ISK). Vörubílarnir verða oft að fara torfæra fjallavegi þar sem brýr á aðalvegunum hafa eyðilagst í stríðinu. ríkjaþings í næsta mánuði og þyk- ir víst, að forsetakosningarnar, sem þá verða ekki langt undan, muni hafa nokkur áhrif á afstöð- una til þess. Bush sagði í gær, að NAFTA (Fríverslunarbandalag Norður-Ameríku) væri góð tíðindi fyrir Bandaríkin og fyrir alla Norð- ur-Ameríku. „Með því að ryðja burt þessum hindrunum mun samkeppnisstaða amerískra fyrirtækja batna hvar sem er í heiminum. Fijáls verslun er einn af homsteinum efnahags- stefnu minnar og hún mun verða til að auka atvinnu og hagsæld í löndunum,“ sagði Bush en búist er við, að hann muni reyna að nota sér samkomulagið í kosninga- baráttunni, tefla því fram sem dæmi um reynslu sína í utanríkis- málum gegn reynsluleysi Bill Clintons, forsetaframbjóðanda demókrata. Clinton hefur verið hlynntur samningunum um NAFTA en þó því aðeins, að þeir leiði ekki til aukins atvinnuleysis í Bandaríkj- unum eða verði til að slaka á kröf- um í umhverfis- og heilbrigðismál- um. Verkalýðsfélögin hafa líka mikinn vara á sér og segjast tals- menn þeirra óttast, að bandarísk og kanadísk fyrirtæki flytjist til Mexikó þar sem launin eru lægri og minni kröfur gerðar til um- hverfisins. ERLENT Ný-Sjálend- ingar vilja endurreisa ANZUS VARNARMÁLARÁÐHERRA Nýja Sjálands, Warren Cooper, sagði í gær að Ný-Sjálendingar ættu að efla samstarf sitt við Bandaríkjamenn og Ástrali á sviði varnarmála og að öryggis- þörf þeirra væri best tryggð með fullri aðild þess að ÁNZ- US, varnarbandalagi Ástralíu, Nýja-Sjálands og Bandaríkj- anna. Ný-Sjálendingar slitu samstarfínu innan bandalags- ins árið 1985 eftir að þeir bönn- uðu umferð kjamorkuknúinna skipa eða skipa með kjarnorku- vopn um lögsögu sína. Núver- andi stjóm hefur lagt sig fram um að bæta samskiptin við Bandaríkin og sagði ráðherrann að kjamorkubannið skipti ekki máli lengur vegna hinnar víð- tæku kjamorkuafvopnunar, sem nú á sér stað á og í höfun- um. S-Afríkusljórn ræðir við PAC FJÓRIR ráðherrar í stjóm Suð- ur-Afríku ræddu í gær við for- ystumenn Afríska sameiningar- ráðsins (PAC) og var þetta fyrsti fundur þessara aðila í Suður-Afríku. Embættismenn stjórnarinnar og fulltrúar PAC höfðu áður ræðst við í Nígeríu. Eftir fundinn í gær vom menn vongóðir um að hreyfingin myndi taka þátt í Codesa, samningaviðræðum suður-afrí- skra flokka um hvernig koma skuli á lýðræði í landinu. PAC er herská hreyfíng sósíalista sem krefst þess að hvítir Suður- Afríkumenn skili aftur land- svæðum sem 'þeir hafa eignað sér síðustu 300 árin. Hungursneyð yfirvofandi í Súdan VESTRÆNAR hjálparstofnan- ir segja að 300.000 manns horf- ist í augu við hungur og dauða í borginni Juba í suðurhluta Súdans. Uppreisnarmenn sitja um borgina og koma í veg fyr- ir að matvæli og önnur hjálpar- gögn séu flutt til hennar. Starfsmenn hjálparstofnana reyna nú að komast að sam- komulagi við stríðsaðila um flutning matvæla til borgarinn- ar og dreifíngu þeirra annars staðar í landinu en eru ekki bjarstýnir á árangur vegna mikillar hörku í stríðinu. Bush með lin/kind við Rabin? LEIÐTOGAR araba sögðust í gær óttast að Bandaríkjastjóm væri að draga úr þrýstingi sín- um á ísraelsk stjórnvöld til að tryggja George Bush forseta stuðning bandarískra gyðinga í komandi forsetakosningum eftir að hann hafði fallist á 10 milljarða dala lánaábyrgðir til handa ísraelum. Ekki hefur verið skýrt frá skilmálum sam- komulagsins sem Bush og Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísraels, náðu á þriðjudag. Ara- bar óttast hins vegar að Israels- stjórn hafi ekki skuldbundið sig til að hætta algjörlega við frek- ara landnám gyðinga á hern- umdu svæðunum. Yitzhak Rab- in sagði í viðtölum við ísraelsk- ar útvarpsstöðvar að hann hefði tryggt ísraelum lánaábyrgðirn- ar þrátt fyrir ágreining um landnámið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.