Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 13. ÁGÚST 1992
29
Gítarhátíð og fleira
Á sumartónleikum í Akureyrar-
kirkju 19. júlí komu fram danskir
tónlistamenn: Sópransöngkonurnar
Bodil Kvaran og Birgitte Rutkær
Ewelöf og organistinn Lassi Ewer-
löf. Á efnisskrá voru verk eftir
ýmsa höfunda.
Frammistaða listamannanna var
skemmtileg, ekki síst var ánægju-
legt að hlýða á söng Birgittu Rut-
kærs Ewerlöfs, en hún söng meðal
annars danska þjóðlagið Roselil og
hendes moder og Sænk kun dit
hoved eftir Carl Nielsen af mikilli
innlifun og natni. Rödd söngkon-
unnar er full og breið og svífur létti-
lega upp í hæðir auk þess, sem
styrkur hennar er góður á öllu radd-
sviðinu.
Þá var orgelleikur Lasse Ewer-
löfs hrífandi. Hann lék af öryggi
og með glæsibrag verkið Summer
is icumen in, sem er stef og til-
brigði fyrir orgel eftir Leif Thybo
við samnefnt enskt'lag.
19. júlí voru einnig haldnir tón-
leikar í Safnarhúsinu á Húsavík.
Þar komu fram Comelia Thorspeck-
en, flautuleikari, og Cordula Hacke,
píanóleikari. Á tónleikunum fluttu
þær fjögur verk fyrir flautu og píanó
og sýndu báðar iðulega afburða
skemmtileg tilþrif í leik og túlkun.
Sérlega ánægjulegt var að hlýða á
snjallan einleiksflutning Corneliu
Thorspecken á skemmtilega til-
brigðaríku verki eftir japanska tón-
skáldið Kazuo Fukushima. Verkið
ber heitið Mei og gerir miklar og
margvíslegar kröfur til fjölhliða
hæfni flautuleikarans.
Sólrún Bragadóttir, sópransöng-
kona, og Þórarinn Stefánsson,
píanóleikari, héldu tónleika í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 22. júlí. Tónleikamir
Sólrún Bragadóttir sópran-
söngkona og Þórarinn Stefáns-
son píanóleikari.
vom mjög vel sóttir og var gerður
góður rómur að frammistöðu tón-
listarmannanna.
Sólrún hefur fallega og vel skól-
aða rödd, sem hún beitir af smekk-
vísi. Hún hefur góð tök á tjáningu
og fer sjaldna yfir mörkin í því
efni. Hins vegar mætti hún gæta
sín nokkuð á því að leggja röddina
of aftarlega. Kokhljóð kemur á
stundum í hana. Þá er raddstyrkur
hennar nokkuð lítill, þegar neðar-
lega er komið á raddsviðið og rétt
kom fyrir, að efstu tónar náðust
ekki nógu vel.
Þórarinn er lipur undirleikari,
sem þegar hefur náð talsvert góðu
valdi á því að fylgja söngvaranum
og styðja hann. Hann á þó enn
eftir að þjálfast í því að beita hljóð-
færinu til túlkunar og litbrigða.
Þeirri þjálfun mun hann væntan-
lega ná, því gmndvöllurinn er þeg-
ar lagður.
Gítarhátíð, sem kölluð var Gítar-
Festival ’92, var haldin á Akureyri
dagana 22. til 25. júlí . Hátíðin fól
í sér námskeiðshald fyrir gítamem-
endur víða að af landinu. Arnaldur
Arnaldsson, gítarleikari, var leið-
beinandi. Hann dvelur nú í Davíðs-
húsi á Akureyri, en þar er lista-
mannaíbúð, sem Menningarmála-
nefnd Akureyrar hefur umsjón með.
Auk námskeiðsins vora haldnir
tónleikar í kapellu Akureyrarkirkju
alla þá daga, sem hátíðin stóð.
Fyrsta daginn, 22. júlí, lék Jennifer
Anne Spear, kennari við Tónlistar-
skólann á Akureyri. 23. júlí hélt
Kristinn H. Árnason einleikstón-
leika og hann og Einar Kristján
Einarsson héldu tónleika saman 24.
júlí. Hátíðinni lauk með tónleikum
nemendanna, sem námskeið sóttu,
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
laugardaginn 25. júlí.
Undirritaður komst á tónleikana
24. júlí. Skemmst er frá að segja,
að leikur Kristins H. Árnasonar og
Einars Kristjáns Einarssonar var
góður. Þeir fluttu tvíleiksverk og
umritanir fyrir gítara á verkum
eftir ýmsa höfunda.
Eitt verk var á efnisskrá þeirra
eftir íslenskan höfund. Það var Duo
eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson.
Skemmtilegt verk og áheyrilegt,
sem ætti heima á efnisskrá ís-
lenskra gítarleikara hvort heldur
þeir leika tvíleik hér á landi eða
erlendis.
Tónleikar fjórðu raðar sumartón-
leikanna dagana 22. til 26. júlí vom
í höndum Rannveigar Sifjar Sigurð-
ardóttur, sópransöngkonu, Sverris
Guðjónssonar, kontratenórs, og
hljófæraleikaranna Christine
Capell Media
Heinrich, Klaus Hölzle og Stefan
Klar, sem léku á samtímahljóðfæri
þeirrar tónlistar, sem flutt var, en
hún var ensk miðaldatónlist.
Tónleikar fímmmenninganna
tókust vel og vom ánægjulegir.
Rannveig Sif og Sverrir höfðu gott
vald á flutningi sönglaganna, sem
þau fluttu ýmist í einsöng eða dú-
ett og hljóðfæraleikaramir skiluðu
sínum hlut að jafnaði með prýði,
en þeir léku undir með söngvumn-
um og fluttu einnig nokkur hljóð-
færaverk.
Myndlistarsýningin Sumar ’92
stendur yfir þessar vikumar. Þar
sýna sex akureyrskir myndlistar-
menn verk sín. Þeir eru Guðmundur
Ármann Siguijónsosn, sem á ellefu
verk á sýningunni, Helgi Vilberg,
sem sýnir sex verk, Jón Laxdal
Halldórsson, sem hefur níu verk á
sýningunni, Kristinn G. Jóhanns-
son, sem á fímm verk á sýning-
unni, Rósa Kristín Júlíusdóttir, með
þijú verk, og Sigurbjörn Jónsson,
sem sýnir níu verk.
Sýningin Sumar ’92 er fjöl-
breytt, enda stíll listamannanna sex
ólíkur í ýmsum þáttum. Þó er yfir
sýningunni heildarblær, sem fer vel
og felst í léttri litanotkun lista-
mannanna í flestum verkum þeirra
á sýningunni og vissri glaðværð
heildarinnar.
Sýningin nýtur sín ágætlega í
salarkynnum Myndlistarskólans á
Akureyri, sem hýsir hana á neðri
hæð í sölum málaradeildar skólans.
Hún ætti að vera ferðamönnum á
Akureyri og Akureyringum sjálfum
kærkomið tækifæri til þess að sjá
ýmislegt það helsta, sem er að ger-
ast í akureyskri myndlist þessi árin.
Tita Heydecker hélt sýningu á
verkum sínum dagana 18. til 25.
júlí í Listaskálanum, vinnustofu
Guðmundar Ármanns Siguijóns-
sonar. Á sýningunni vora tuttugu
og níu teikningar og tvö málverk.
Margt á sýningunni var einkar vel
gert og sérstaklega vel unnið hvað
handbragð og fínleika snertir, en
nokkurt lífleysi var yfír verkunum
flestum.
Fleira mætti til tína úr listalífí á
Norðurlandi þann tíma, sem úttekt
spannar. Hér verður þó látið staðar
numið að sinni.
Haukur Ágústsson.
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmynd: Pétur Óskarsson
HJÓNABAND. Gefin vom saman
25. júlí sl. í Háteigskirkju af sr.
Ingimar Ingimarssyni Oddný F.
Ámadóttir og Gunnar Páll Jóakims-
son. Heimili þeirra er að Mánagötu
24, Reykjavík.
Mynd Hafnarfirði
HJÓNABAND. Gefin voru saman
hinn 25. júlí Þórarinn Eggertsson
og Særún H. Jónsdóttir af sr. Braga
Friðrikssyni í Bessastaðakirkju.
Þau era til heimilis að Norðurtúni
11, Bessastaðahreppi.
i!!)
Guerlain
PARIS
Kynnum nýju haustlitina
frá Guerlain
í Clöru, Austurstrœti, í dag, fimmtudag-
inn 13. ágúst, frákl. 13.00-18.00.
Einnig í Clöru, Kringlunni, fóstudag-
inn 14. ágústfrá kl. 13.00-19.00.
Sláðu til....
verð langt undir pari !
m
EINSTÆTT
SUMARTILBOÐ
Á HÓTEL
STYKKISHÓLMI
Nú kostar tveggja manna herbergi með
morgunverði aðeins 6900 krónur fyrir nóttina á
Hótel Stykkishólmi, ef gist er tvær nætur.
Innifalið í verði er:
Afnot af saunu hótelsins
Afnot af sundlaug staðarins
Afnot af níu holu golfvelli
við Hótel Stykkishólm.
OG EKKI NÓG MEÐ ÞÁÐ: EFTIR FYRSTU
TVÆR NÆTURNAR LÆKKAR VERÐIÐ
ENN UM 25% og verður aðeins 5175 krónur
fyrir tveggja manna herbergi með öllu þessu!
Það er fjölmargt hægt að gera að auki í
Hólminum og út frá honum. Við bendum t.d. á:
■ Skemmtisiglingu um Suðureyjar
■ Flateyjarferðir
■ Skemmtisiglingu frá Flatey um Vestureyjar
* Sleðaferð á Snæfellsjökul
■ Gönguferð á hið sögufræga Helgafell.
HAFÐUÞAÐ QOTT I HOLMINUM/
Hótel Stykkishólmur
Sími 93-81330. Fax 93-81579.