Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Héðinn Valdimarsson og verkamannabústaðirnir Frá Pétri Péturssyni: ÞAÐ ER fróðlegt að fylgjast með þáttum Bjarna Olafssonar um hús- byggingar og húsagerðarlist. Þar kemur fram ýmis fróðleikur, sem að gagni má verða. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að rétt sér hermt um menn og málefni. Mein- leg villa hefír með einhveijum hætti slæðst í frásögn Bjarna er hann fjallar um verkamannabústaði þá sem reistir voru í grennd við Sól- velli í byijun fjórða áratugar. Bjarni nefnir þar nafn Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem forgöngumanns við smíði bústaðanna. Eignar hann Stefáni lagafrumvarp það sem sam- þykkt var um smíði þeirra. Sjálft ártalið sem Bjarni nefnir 1929 tek- ur af tvímæli. Stefán Jóhann settist ekki á Alþingi fyrr en árið 1934. Hann gat því með engum hætti borið fram frumvarp um verka- mannabústaði árið 1929. Þeim heiðri má ekki ræna frá Héðni Valdimarssyni, enda velktust íbúar bústaðanna ekki í vafa um forystu hans í þeim efnum. Stytta sú sem Siguijón Ólafsson mótaði af Héðni og rís við barnaleikvöll verka- mannabústaðanna hjá Hringbraut talar sínu þögla máli um frumkvöð- ul og forvígismann. Byggingafélag það sem Héðinn veitti forstöðu var svipt ríkisfram- lagi um þær mundir sem svokölluð þjóðstjórn var stofnuð vorið 1939. Þá varð Guðmundur í. Guðmunds- son, síðar ráðherra, formaður í Byggingafélagi verkamanna, sem reisti bústað í Holtunum og við Háteigsveg. Nauðsynlegt er að hafa það sem sannara reynist. Um Stefán Jóhann má þó gjarn- an muna að hann var höfundur fyrstu orlofslaga, sem sett voru. Þeir Héðinn og Stefán áttu lengi samleið á þriðja áratugnum og allt til þess leiðir skildu árið 1938. Um þau mál má fræðast í endurminn- ingum Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar og riti Héðins: Skuldaskil Jónas- ar Jónssonar við sósíalismann og í ljóðum Steins Steinar um örlög Kommúnistaflokksins. Ég hélt, sannast að segja, að einhver Dagsbrúnarmaður tæki sig til og leiðrétti þetta ranghermi vegna gamals formanns síns, Héð- ins Valdimarssonar. En það er lík- lega til of mikils ætlast. Þeir eru víst hvorki læsir né skrifandi lengur sem þar ráða ríkjum. A.m.k. er enginn Dagsbrúnarfélagi talinn þess umkominn að vera ritstjóri Dagsbrúnarblaðsins. Það er hluta- félag sem hefir heiðurinn af því. PÉTUR PÉTURSSON, ÞULUR LEIÐRÉTTING Leiðrétting í viðtali við fiðluleikarann Halla Cauthery í blaðinu í gær slæddist inn meinleg villa. Móðurafi Halla var sagður hafa verið Árni Björns- son tónskáld. Þarna hefði að sjálf- sögðu átt að standa „móðurafi Halla er Árni Björnsson tónskáld". Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Einn kennara vantar í frétt í Morgunblaðinu í gær um framhaldsnám norrænna verk- menntakennara á Laugarvatni var ekki gerð grein fyrir einum íslensku þátttakendanna í upptalningu. Fimmti íslenski þátttakandinn er kennari í rafvirkjun við Fjölbrauta- skóla Norðurlands Vestra á Sauðár- króki. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. ----------V. Lokadagur útsölunar Laugavegi 87. VELVAKANDI SÍAMSFRESS ÓMERKT síamsfress er í óskilum í Breiðholtshverfi. Eigandi kattar- ins getur hringt í síma 71346. BLEIKT VESKI LÍTIL, bleik taska með Mikka mús-mynd tapaðist 8. ágúst milli Vitastígs og Njálsgötu eða þar í grennd. Töskunnar er sárt saknað af eigandanum, íjögurra ára telpu. Finnandi vinsamlegast hririgi í síma 10929. GULLHRIN GIR SVÖRT mittistaska var tekin úr bíl við Smiðjustíg fyrir skömmu. í töskunni voru m.a. tveir gull- hringir, annar stór. Hringimir eru sérsmíðaðir og þekkjast auðveld- lega. Eigandinn saknar þeirra sárt og biður þann sem tók tösk- una að hafa samband í síma 620357 eða 26160. Mjög góðum fundarlaunum er heitið. ILLA SMURT Frá Garðari Sigurðssyni ÉG VIL gera fyrirspurn til sam- lokuframleiðenda varðandi vömr þeirra. Hvers vegna er ekki al- mennilega smurt á sarnlokumar? í stað þess að dreifa til dæmis rækjusalatinu jafnt á brauðsneið- ina em þurrar brúnir allan hring- inn og iítil sletta í miðjunni. TÝND LÆÐA LÆÐAN Pía tapaðist í Árbæjar- hverfi laugardagskvöldið 8. ágúst. Hún var ekki með hálsól þetta kvöld. Pía er vel fullorðin, mjó- slegin og grábröndótt að lit. íbúar í Árbænum em beðnir um að líta í bílskúra sína og geymslur. Vin- samlegast hringið í síma 674890 eða í Kattholt í síma 672909 ef til hennar hefur sést. PENINGAVESKI PENINGAVESKI tapaðist þann 21. júlí. Sama dag var haft sam- band við eiganda þess og sagðist viðkomandi hafa fundið veskið og ætla að skila því. Veskið er ennþá í óskilum. Hugsanlega hefur finnandi bmgðið sér út fyrir land- steinana og em þeir sem kannast við málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband í símum 33285 eða 666492. í veskinu eru per- sónuskilríki Unnar Rúnarsdóttur og ökuskírteini. EYKON SITJI ÁFRAM Frá Rannveigu Tryggvadóttur ÉG HVET eindregið til þess að Eyjólfur Konráð Jónsson verði áfram formaður utanríkismála- nefndar Alþingis. Hann vill vera varkár í samningum við erlend ríki og það er það sem þjóðin þarfnast helst. VITNIÓSKAST EKIÐ var á gráa Toyota Camry bifreið fyrir utan BYKO í Kópa- vogi um fímmleytið síðastliðinn laugardag. Vinsamlegast hafið samband í síma 678298 ef ein- hver hefur orðið vitni að atburðin- um. KETTLINGUR TVEGGJA mánaða gömul og kassavön læða fæst gefins. Kettl- ingurinn er svartur að lit og angó- mblandaður. Nánari upplýsingar fást í síma 678468. GLERAUGU GYLLT og blá Lacoste gleraugu töpuðust á Eldborgarhátíðinni um verslunarmannahelgina. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 615149. BAKPOKI HVARF STÚLKA sem var í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina missti bakpoka sinn þar sem hann var tekinn ófijálsri hendi. Bak- pokinn er grænn og flólublár, merktur Fríðu Einarsdóttur og innihélt föt og myndavél. Foreldr- ar era vinsamlegast beðnir um að aðgæta hvort bakpokinn hafí nokkuð sést á heimiiinu eftir þessa helgi. Eigandi er í síma 75796. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! TEKK* KBI8MLL 5 ARA AFMÆLI KRINGLUNNAR / tilefhi dagsins fá allk viðskiptavinir okkarídag „Lítinn afrnælispakkau TEKK- ¥?¥!TfeTT M ¥ T Vandaðar og vinsælar gjafavörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.