Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Nýting innlendrar orku: Umhverfis- og framfaramál eftir Steingrím J. Sigfússon Inn um bréfalúguna hjá mér kom nýverið sending frá iðnaðarráðu- neytinu sem hafði að geyma tvo fallega bæklinga sem bera heitin íslenskur iðnaður - framtíðar- stefna, þróun og horfur annars vegar og Orkulindir og jarðefni - framtíðarverkefni hins vegar. Þetta eru, eins og áður segir, hinir falleg- ustu bæklingar, en þegar betur er að gáð er það þó fyrst og fremst kápan sem lítur vel út, innihaldið er öllu rýrara. Hvað varðar bækling um íslenskan iðnað - framtíðar- stefnu, þróun og horfur, kemur í ljós að þar er að stofni til að veru- legu leyti á ferðinni svar iðnaðar- ráðherra, sem eftir dúk og disk barst okkur Alþýðubandalags- mönnum, sem á sl. þingi báðum hann um skýrslu um málefni ís- lensks iðnaðar, þ.e.a.s. þróun ís- lensks iðnaðar án stóriðju, framtíð- arhorfur og stefnu ríkisstjórnarinn- ar í þeim efnum. Okkur þótti, Al- þýðubandalagsmönnum, full ástæða til að minna iðnaðarráð- herra á það að fleira væri iðnaður heldur en álbræðsla og við höfðum satt best að segja, og höfum enn, áhyggjur af því að iðnaðarráðherra líti fyrst og fremst á sig sem ál- bræðsluráðherra en ekki sem ráð- herra málefna hins almenna iðnað- ar. Svar það sem við fengum við okkar skýrslubeiðni að lokum, og er síðan uppistaða að nokkru leyti í þessum glansbæklingi iðnaðar- ráðuneytisins, dregur satt best að segja upp harla dapurlega mynd af þróun íslensks iðnaðar á undan- förnum árum og áratugum. Þar kemur fram í töflum að markaðs- hlutdeild fjölmargra framleiðslu- vara samkeppnisiðnaðarins hér hefur hríðfallið og að hluta til má segja að ákveðnar iðngreinar hafi nánast horfið út úr landinu. Þar má nefna húsgagnaiðnaðinn, fata- iðnað, skipasmíðar, skógerð o.fl. Markaðshlutdeild í kaffifram- leiðslu, málningarframleiðslu, sæl- gætisframleiðslu, framleiðslu á hreinlætisvörum, innréttingum og húsgögnum o.s.frv. hefur hríð- lækkað. Af þessu Ieiðir að þrátt fyrir dugnað og stórgóðan árangur fjölmargra fyrirtækja í framleiðslu, bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings, svo sem á hvers kyns framleiðsluvörum fyrir sjávarút- veg, sem þróast hefur hratt undan- farin ár, hefur iðnaðurinn í heild ekki vaxið. Það er þess vegna, eins og áður var sagt, kápan á þessum bæklingi og hin fögru fyrirheit í fyrirsögnum sem líta vel út, en miklu síður inni- haldið. Þegar að því er svo komið hvað iðnaðarráðuneytið sé í raun og veru að gera eða hvað er í gangi til þess að breyta þessari þróun, snúa henni við, sækja fram á ein- hverjum nýjum sviðum, þá verður því miður fátt um fína drætti. Orka iðnaðarráðuneytisins hefur, eins og öllum er kunnugt, undanfarin ár fyrst og fremst farið í það að reyna að reisa stóriðju á suðvesturhomi landsins og lítið annað verið að- hafst. Þegar komið er að hinum bækl- ingnum um Orkulindir og jarðefni og framtíðarverkefni á því sviði, að þá er eins og við er að búast stóriðjudraumurinn fyrirferðarmik- ill í þeim vangaveltum og allt gott um það að segja. Það hlýtur að vera markmiðið að geta gert óbeisl- aðar orkulindir landsins að verð- mætum á komandi árum og áratug- um. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum öfugt við það sem iðulega er reynt að halda fram. Hins vegar er nauðsynlegt að gera þær kröfur til þeirrar nýt- ingar að hún skili eðlilegum arði og spilli ekki og mengi umhverfi. Sem betur fer hefur hvort tveggja átt vaxandi skilningi að fagna á undanförnum árum. Þar sem í bæklingnum er fjallað um önnur verðmæti sem legið geta í jarðefnum, vatni o.s.frv. er sjálf- sagt að fagna því að iðnaðarráðu- neytið hefur einnig að einhverju leyti vaknað til lífsins um að þar í geti legið verðmæti til viðbótar við orkuna. Nýtum innlenda orku Tilefni þessarar greinar er hins vegar það að benda á og undir- strika þá staðreynd sem alltof lágt hefur farið í umræðunni undan- farna mánuði að við íslendingar eigum stórkostlega ónýtta mögu- leika með breyttum orkubúskap gagnvart þeirri atvinnustarfsemi og þeim rekstri sem fyrir er í land- inu. Og í þeim möguleikum liggja tækifæri til stórkostlegs framlags okkar á sviði umhverfismála. Hér er átt við aukna nýtingu hinnar innlendu og umhverfisvænu orku okkar íslendinga á öllum sviðum þjóðlífsins. En það verður því miður að segjast eins og er að þrátt fyrir bullandi umframorku í raforkukerf- inu er þróunin í þveröfuga átt að því er best verður séð. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á það og sjá, þegar heimsótt eru fyrirtæki af ólíkum toga, vítt og breitt um landið, að Lfjölmörgum tilvikum eru menn að hverfa frá notkun innlendrar orku, raforku í flestum tilvikum og yfir í innflutta orkugjafa, svartolíu, olíu eða gas, svo dæmi séu tekin. Nú hef ég ekki séð alveg nýlega útreikninga „Orka iðnaðarráðu- neytisins hefur, eins og öllum er kunnugt, und- anfarin ár fyrst og fremst farið í það að reyna að reisa stóriðju á suðvesturhorni lands- ins og lítið annað verið aðhafst.“ í þessum efnum, en ég hef á undan- förnum mánuðum fengið fjölmörg dæmi upp í hendurnar með heim- sóknum í fyrirtæki og viðtölum við forsvarsmenn þeirra og vil ég nú rekja nokkur þeirra. I fyrsta lagiheyrir það nú að mestu leyti sögunni til að skip not- ist við rafmagn í landi þegar þau liggja í höfn. Nema þá í undantekn- ingatilvikum þegar þau vilja losna við að keyra ljósavélar eða hafa vaktmenn um borð. Að langmestu leyti fullnægja nú skip í höfn allri orkuþörf sinni með keyrslu ljósa- véla sem brenna innfiuttu elds- neyti. Þarna liggur talsverður markaður fyrir raforku og þá ekki síst táknrænn, því að af því er bæði mengun og óþrif og hávaði að keyrðar séu aflmiklar vélar sól- arhringum saman inn í borgum og bæjum. I öðru lagi er mér tjáð að í hvers kyns brauðgerð og bakstri séu fyrirtækin hvert af öðru að hverfa frá því að nýta rafmagn sem orkugjafa við baksturinn og fjár- festi nú í nýjum ofnum sem brenni gasi eða noti aðra innflutta orku- gjafa, sem komi betur út heldur en jnnlendir. í þriðja lagi eru langflest mjólk- ursamlög landsins og reyndar mat- vælaiðnaðurinn í veigamiklum mæli, sem ekki hafa nýtt sér þá möguleika sem tæknilega eru fyrir hendi að nýta innlenda orku, t.d. við framleiðslu á gufu. í sumum tilvikum hafa fyrirtæki lagt niður rafskautskatla til gufuframleiðslu og keypt inn svartolíukatla í stað- inn. Ég kom fyrir ekki löngu síðan í eitt af mjólkursamlögum landsins þar sem nýlega hafði verið settur upp aflmikill svartolíukynntur gufuketill til að fullnægja orkuþörf mjólkurbúsins. I fjórða lagi brenna flestar ef ekki allar loðnubræðslur landsins inn- fluttri olíu til framleiðslu gufu og fullnægja margar, eða margar hveijar, allri sinni orkuþörf með innfluttu eldsneyti. í mörgum til- vikum er meira að segja verulegum hluta af raforkuþörfinni fullnægt með framleiðslu eigin raforku í verksmiðjunum. í fimmta lagi hefur hvert frysti- húsið af öðru og hvert útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið á fætur öðru og ugglaust fjölmörg önnur sambærileg fyrirtæki í iðnaði eða atvinnurekstri af hvaða tagi sem er, sökum gjaldskrárákvæða raf- orku, komið sér upp með ærnum tilkostnaði varaafli sem þjónar þeim tilgangi að geta keyrt niður toppa, eða hámarksnotkun viðkom- andi fyrirtækis þannig að heildar- raforkureikningurinn lækki. Nefna má að veitingahús og mötuneyti af ýmsu tagi munu hafa í auknum mæli á undanförnum árum tekið til við að nota gas við eldamennsku og svo má áfram telja. Enn eitt svið má nefna þar sem stóraukin orkunotkun gæti komið til, væri verðlagningu þannig hátt- að að það væri hagstætt, og það eru gróðurhús og ylrækt hvers konar i landinu, en ljóst er að tæknilega er unnt að nýta orku til upphitunar og lýsingar í fram- leiðslu í gróðurhúsum og ylrækt í miklu ríkara mæli en gert er í dag. Það sem fyrst og fremst stendur í veginum er að gjaldskrár eða verð- lagning orkunnar er í þeim tilvikum ekki það hagstæð að menn telji það borga sig að leggja út í slíkt. ' Aukin atvinna og verðmætasköpun Þessi upptalning sem gæti verið miklu lengri ætti að nægja til að sýna að fjölmörg svið í atvinnulífi og rekstri hér í landinu mætti taka fyrir, þar sem ástæða er til að ætla að stórauka mætti notkun innlendrar orku og/eða útrýma í staðinn innflutningi á brennanlegu eldsneyti. í því fælist í fyrsta lagi að hluta af núverandi umframorku í raforkukerfinu yrði komið í verð. í öðru lagi að gjaldeyrir yrði spar- aður og viðskiptahalli myndi minnka vegna minni innkaupa, vegna minni eyðslu á dýrmætum gjaldeyri í innflutning á orku. í þriðja lagi væri þetta mikilsvert framlag af okkar hálfu til umhverf- ismála þar sem innlend og um- hverfisvæn orka tæki við af kolefni- seldsneyti með tilheyrandi mengun, gróðurhúsaáhrifum o.s.frv. Í fjórða lagi, og er það þó ekki minnst um vert, er fullkomlega ástæða til að ætla að með skynsamlegri verð- lagningu og hagstæðum verðtilboð- um til mögulegra notenda sem vildu koma á fót nýrri starfsemi sem krefðist mikillar orku, og/eða starf- andi fyrirtækja sem sæju sér hag í því að auka sína orkunotkun, mætti auka framleiðslu og verð- mætasköpun í landinu. Þetta gæti hleypt fjörkipp í staðnað efnahags- og atvinnulíf í landinu og rofið þann vítahring svartsýni og von- leysis sem nú er að þrengja að mönnum. Það er auðvitað Ijóst að gætt hefur meiriháttar tregðu hjá orku- söluaðilunum, bæði heildsölu- og smásöludreifingaraðilum við að hrófla við sínum gjaldskrám, þrátt fyrir þessa ömurlegu afturför, sem felst í vaxandi notkun innflutts eldsneytis á fjölmörgum sviðum. Sú tregða stafar væntanlega af því að menn eru hræddir um að yrði ljáð máls á afslætti eða hagstæðari kjörum til nýrra notenda eða vegna viðbótarorkukaupa myndu kröfur rísa upp hjá almennum notendum um hið sama. Þessi tregða er vissu- lega skiljanleg en hún má undir engum kringumstæðum verða til þess að menn fijósi fastir. Fljótt á litið verður ekki séð að það gæti orðið nema til góðs fyrir þá sem eru fyrir í viðskiptum við orkufyrir- tækin í landinu ef fleiri viðskipta- vinir bættust í hópinn og færu að borga einhveijar minni háttar íjár- hæðir til viðbótar fyrir þá umfram- orku sem hvort eð er er í landinu. Væntanlega myndi smátt og smátt greiðslubyrðin léttast á öllum sam- eiginlega, ef fleiri yrðu bökin til að bera þær fjárfestingar sem í gegnum orkuverðið er verið að af- skrifa. Hér vantar kjark og pólitíska forystu til þess að ákveða að gera nú meiriháttar átak til að stórauka nýtingu innlendrar orku bæði í at- vinnurekstri sem fyrir er og til hvers kyns nýsköpunar og nýrra möguleika á þessu sviði með hag- stæðum tilboðum, t.d. í takmarkað- an árafjölda, til nýrra notenda eða til viðbótarkaupa núverandi orku- notenda og verður ekki séð annað en að slíkt væri allra hagur, orku- fyrirtækjanna, núverandi orku- kaupenda og síðast en ekki síst auðvitað hinna nýju viðskiptavina og landsmanna allra sem í gegnum ný atvinnutækifæri og viðbótar- verðmætasköpun myndu njóta góðs af. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Alþýðubandalagsins TELEFAXTÆKI OG SÍMI SHARP FO-120 - Sjálfvirkur faxdeilir - Sjálfvirkur arkamatari - Sendingarhraði 15 sek. - Sérstök ljósmyndastilling - Skilar staðfestingarkvittun - Tengjanlegt við símsvara - 20 númera minni SKRIFBÆRH/ Hverfisgötu 103 sími 627250 fax 627252 VERÐ: 49.950.- m/vsk. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.