Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992
fclk í
fréttum
( ■,
w
UPPÁKOMA
Joel sektaður
fyrir mótmæli
Poppsöngvarinn Billy Joel fékk manna í New York og neita að
lögreglusekt á dögunum fyrir hafa sig á brott er löggæslumenn
að taka þátt í mótmælum fiski- skipuðu mótmælendum að slíta
aðgerðum sínum. Joel tók mótlæt-
inu af stakri karlmennsku og lög-
regluþjónninn sem sektaði Joel og
tók af honum skýrslu þakkaði
honum kurteisina og samvinnu-
þýðuna.
Joel býr í bænum Amagansett
sem er fiskimannabær í New York.
Mikið atvinnuleysi er yfirvofandi
í kjölfarið á banni við veiðum á
fiski sem heitir „stryper" og er
aðallifibrauð fiskimanna í bænum.
Þeir mega þ.e.a.s. ekki veiða fisk-
inn í net, mega hins vegar prika
með stöng sem gefur rýr afköst á
við netin. Mengun og ofveiði ,er
talin hafa gengið nærri stryper-
stofninum og vísindamenn á
staðnum telja þetta þjóðráð til
þess að hressa stofninn við. Þessu
vilja fiskimennirnir ekki una,
bénda á að þeim sé ekkert rétt á
móti og þeir missi sitt lifibrauð
og þar með aleigurna.
AUGLÝSING
í Kolaportinu er endurnýting stunduð af miklum krafti, ekki hvað síst af fólki framtíðarinnar
Stórir dagar í Kolaportinu:
„Skemmtilegasti tími ársins“
Nú er líflegt í Kolaportinu á markaðsdögum og ýmsir viðburðir
framundan, enda er komið haust samkvæmt dagatali Kolaports-
fólks og komið að skemmtilegasta tíma ársins að þeirra sögn.
Þau hafa þó ekki yfir neinu að kvarta það sem af er árinu, því
mikil aukning hefur orðið á aðsókn og sölu frá fyrri árum og
markaðstorgið virðist sífellt vaxa að vinsældum.
„Ágústmánuður markár alltaf
viss kaflaskipti hjá okkur í Kola-
portinu," segir Jens Ingólfsson
framkvæmdastjóri markaðstorgs-
ins. „Þá hristum við af okkur sum-
arslenið, fyllumst eldmóði og bein-
um kröftum í breytingar og
skemmtilegar uppákomur sem
koma nú alveg eins og á færi-
bandi.“
Hafnardagurinn á laugardag
Núna á laugardaginn verður hald-
ið upp á stórafmæli Reykjavíkur-
hafnar með miklum hátíðarhöld-
um á öllu hafnarsvæðinu og
Kolaportið verður þar ekki undan-
skilið. Á markaðstorginu verða
ýmsar skemmtilegar uppákomur
í tilefni dagsins og reiknað er með
miklum íjölda gesta. En Kola-
portsfólk kemur víðar við sögu í
hátíðarhöldum dagsins því
Reykjavíkurhöfn leitaði til þess
um að annast veigamikil atriði
Hafnardagsins.
„Okkur var falið að sjá um mjög
skemmtilegt fískmarkaðstorg á
bakkanum við Hafnarhúsið, þar
sem fyöldi fiskverkenda og fram-
leiðenda mun selja og kynna ótrú-
legt úrval sjávarafurða," segir
Jens. „Fiskmarkaðurinn verður í
einu risatjaldinu okkar og í öðru
munu fjögur af bestu veitingahús-
um borgarinnar bjóða upp á ýmsa
gómsæta sjávarrétti. Þá sjáum við
einnig um sjávarútvegssýningu á
Austurbakka við Faxaskála, sem
í upphafí var ætlað að vera um
1.000 fermetra smásýning, en
hefur vaxið í að ná yfir um 9.000
fermetra og enn eru fyrirtæki að
bætast í hóp þátttakenda. Þetta
verður því langstærsta sjávarút-
vegssýning sem haldin hefur verið
hér á landi og viss atriði hennar
eiga sennilega eftir að vekja
heimsathygli.
Hafnaryfirvöld hafa skipulagt
mikil og skemmtileg hátíðarhöld
þennan dag og ef veðrið verður
skaplegt efast ég ekki um að
þama verður alveg ótrúlegur
fjöldi gesta á öllum aldri sem
skemmti sér alveg konunglega."
Grænn dagur í Kolaportinu
Næstu helgi verður einnig mikið
um að vera í Kolaportinu, því þá
byrjar Kolaportið aftur á sunnu-
dögum eftir smá hlé yfír hásumar-
ið, og þennan fyrsta sunnudag,
23. ágúst, verður bryddað upp á
skemmtilegum viðburði á mark-
aðstorginu.
Umhverfísmál skipa sífellt stærri
sess í huga fólks og eru mörgum
áhyggjuefni, enda mest til um-
ræðu þegar slæmir hlutir gerast
og ógnir steðja að. Grænn dagur
Kolaportsins mun snúast um svo-
nefnd umhverfismál og þar verður
tekið svolítið öðruvisi á málunum.
„Við erum þeirrar skoðunar að
nútímafólk hafí áhuga á sjálfum
sér og umhverfi sínu, það fínni
beina tengingu þarna á milli -
og er markvisst og í vaxandi
mæli að reyna að bæta hvoru-
tveggja. Þessi eðlilega tenging
manns og umhverfís er undirstað-
an undir allt það jákvæða sem er
að gerast á þessu sviði og þetta
finnur fólk innra með sér. „Um-
hverfísmál" er leiðindaorð í þessu
tilliti, „vistfræði" lítið skárra, svo
við ákváðum að tala bara um
„græn“ mál.
Barlómurinn bannaður
Þennan græna dag í Kolaportinu
ætlum við að líta á björtu hliðarn-
ar á málunum, bregða á leik með
framtíðarsýnir, breytt viðhorf og
þá byltingu í lífsviðhorfum, sem
við göngum í gegnum í náinni
framtíð. Allur barlómur verður
bannaður þennan dag og við
leggjum áherslu á bjartsýni, betra
lífí og skemmtilegra umhverfi.
Við viljum gefa stofnunum, fé-
lagasamtökum, fyrirtækjum og
einstaklingum tækifæri til að
kynna jákvæð mál á þessu sviði,
hvort sem um er að ræða hug-
myndir, vörur, þjónustu, upplýs-
ingar eða eitthvað allt annað.
Grænum málum má svo skipta í.
alls konar undirflokka, eins og
vistvænar vörur, endurnýtingu,
mannrækt, mengunarvamir,
orkuspamað, náttúmvemd, land-
græðslu og ótal margt fleira.
Nú þegar er búið að ieggja drög
að ýmsum áhugaverðum atriðum,
en við emm búin að taka frá stór-
an hluta hússins fyrir grænu
málin og vonum að áhugasamb^
fólk hafi samband við okkur sem
fyrst til að ræða um þátttöku. í
öðrum hlutum hússins verður svo
auðvitað venjulegt markaðstorg,
sem okkur finnst nú að vissu leiti
sígrænt, enda er alltaf áberandi
góður andi hjá okkur í Kolaport-
inu. Og ekki má gleyma að þar
er helsta miðstöð endurnýtingar
í landinu, þegar fólk er að selja
kompudótið sitt í stað þess að
henda því á haugana."
Joel fær
KÚVENDING
Fyrrum poppdrottn-
ing gerir sjálfs-
varnarmyndband
Breska söngkonan Lynsey
De Paul, sem nú er 42 ára
gömul og má muna sinn fífil
fegri í poppinu, hefur nú lokið
við gerð myndbands sem þrátt
fyrir starfssvið konunnar hefur
ekkert með popptónlist að gera.
Þvert á móti er hin smávaxna
Lynsey á bandinu mætt í
áflogagalla og geta konur þar
séð hvemig þær geti varið sig
fyrir fólskulegum líkamsárás-
um af hálfu karlmanna.
De Paul bjó lengi með Holly-
wood-goðinu James Coburn, en
er samband þeirra þornaði upp
hélt söngkonan aftur austur um
haf til síns heima. Hún hafði
sig lítið í frammi í poppheimin-
um á meðan hún bjó hjá Co-
burn, en er heim var komið var
það einlægur ásetningur hennar
að hressa upp á vinsældirnar
og gefa út nýja breiðskífu. En
í stað þess að fylgja þeirri áætl-
un eftir varð De Paul æ upp-
teknari af líkamsmeiðingum
sem hún las um daglega í blöð-
um. „Ég opnaði varla dagblað
að ekki væri slegið upp að ein-
hver konan hefði verið myrt,
barin til óbóta eða henni nauðg-
að og í verstu tilfellum dundi
þetta allt yfir fórnarlömbin. Ég
gat ekki varist þeirri hugsun
að eitthvað þyrfti að gera, en
enginn virtist gera neitt. Ég
ákvað því að ég myndi leggja
eitthvað mikilsvert til málanna
og fór að læra sjálfsvarnar-
brögð. Ekki varð það til að
draga úr ákafa mínum að Ijúka
Linsey De Paul.
þessu verki að lenda sjálf í lík-
amsárás. Að vísu var það kona
sem réðist á mig, en það er
ekki aðalatriðið. Málið er að
konur verða að læra að verja
sig. Með því að læra nokkur
einföld brögð geta þær hrist af
sér jafnvel hina stærstu og
þyngstu karla,“ segir De Paul
og hún undirstrikar að í sér búi
ekkert karlahatur. „Flestir karl-
ar eru fullir umhyggju og kurt-
eisi í garð kvenna. Það eru hin-
ir sem mega núna fara að vara
sig,“ segir De paul.
COSPER
i i. “
- Má bjóða þér köku? Konan mín bakaði hana sjálf.