Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 IÞROTTIR UNGLINGA Barátta um knöttinn í leik IBK og UBK. Morgunbiaðið/Frosti Fram og Fylkir sigruðu á Pollamóti sjötta flokks Eir varð fimmtaá IMMíróðri Eir Sæmundsdóttir, íslensk stúlka sem búsett er í Svíþjóð varð í fimmta sæti í einmennings- róðri á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Osló í síðasta mán- uði. Eir varð þar með fyrsti keppandi sem tekur þátt í róðri fyrir Islands hönd á Norðurlandamóti en sænska _ landsliðið styrkti hana tii æfinga. Hún hóf að æfa einmenningsróð- ur sl. vor en þess má geta að hún varð sænskur unglingameistari í tvímenningsróðri í fyrra. Eir Sæmundsdóttir. A-lið Fram og B-lið Fylkis tryggðu sér Islandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu í sjötta flokki með sigri í Pollamótinu svo- nefnda sem fram fór fyrir skömmu á Laugarvatni. Íúrslitakeppninni kepptu átta lið í bæði a- og b-liðum. Keppnisdagar voru tveir og það var þegar ljóst á fyrri degi að hjá a-liðunum kæmi leikur Fram og Víkings til með að ráða úrslitum í öðrum riðlinum. Framarar sigruðu 3:1 og í hinum riðlinum tryggði ÍR sér sæti í úrslita- leiknum með sigri á Gróttu. Fram varð meistari, liðið hafði betur í úr- slitaleiknum gegn ÍR 2:1 með mörk- um þeirra Guðmundar Stephensen og Jóns Eggerts Stefánssonar en Kristján Karlsson minnkaði muninn fyrir gestina. Hjá b-liðunum var það Fylkir sem hlaut sigur eftir spennandi viðureign í úrslitunum gegn ÍBK þar sem Þor- lákur Hilmarsson og Þórir Björn Sig- urðarson tryggði Arbæjarliðinu sig- urinn með mörkum í síðari hálfleikn- um. ÚRSLIT Pollamótið Riðlakcppnin: Fram............3 3 0 0 10:1 6 Víkingur..........3 2 0 1 9:5 4 ÍBK...............3 0 1 2 2:8 1 Yalur.............3 0 1 2 0:7 4 ÍR................3 2 1 0 9:2 5 Grótta..............3 2 0 1 4 KA...............3 111 4:3 3 Huginn..........3 0 0 3 5:11 0 Úrslitaleikir A-liða l.Fram-ÍR..................2:1 3. Víkingur - Grótta 1:0 5.ÍBK-IA 1:0 7. Valur - Huginn 4:0 Prúðasta liðið: KA. Besti markv: Aðalgeir Jónsson ÍBK. Besti leikm: Guðlaugur Hauksson, ÍR. Markahæstur: Kristján P. Pálsson, Fram. Riðlakeppni B-liða ÍBK..................3 3 0 0 8:2 6 Valur................3 111 5:3 3 KR...................3 1 0 2 8:5 2 UBK.................3 0 1 2 3:14 1 Fylkir...............3 3 0 0 7:0 6 Þróttur R............3 2 0 1 5:2 4 Þór A................3 1 0 2 4:5 2 Þróttur N............3 0 0 3 0:9 0 Úrslitaleikir: l.Fylkir-lBV.....................2:0 3. Þróttur - Valur...............1:0 5. KR - Þór......................2:0 7. UBK - ÞrótturN................5:3 Prúðasta liðið: Þór Ak. Besti markv.: Halldór Ásmundsson ÍBK. Besti leikmaður: Bjarki Smárason, Fylki. Markahæstu leikmenn: Hörður Sveins- son ÍBK, Máni Gunnarsson KR, Guðni Sigurðsson UBK skoruðu fímm mörk hver. íslandsmeistarar Fram í sjötta flokki í knattspyrnu. Fremri röð frá vinstri: Matthías Jochum Matthíasson, Hjalti Jónsson, Guðmundur Stephensen, Skarphéðinn Njálsson, Óðinn Gautason, Jakob Jóhann Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Albert Ársælsson, Siguijón Þórðarson, Kristján Páll Pálsson, Pálmi Viðar Snorrason, Jón A. Stefánsson. Aftast liðsstjórinn Stefán Eggertsson og Steinar Guðgeirsson þjálfari. Sigurvegarar Fylkis í sjötta flokki b-liða. Fremri röð frá vinstri: Tryggvi Áki Pétursson, Eirík- ur Sigurðsson, Bjarki Smárason fyrirliði, Jón Óskar Agnarsson, Ásbjörn Elmar Ásbjömsson. Aftari röð frá vinstri: Þorlákur Hilmarsson, Andri Már Óttarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Jónas Guðmannsson, Þórir Björn Sigurðarson, Brynjar Harðarson. Fyrir aftan Hilmar Viktorsson liðs- stjóri og Smári Björgvinsson þjálfari. FRJALSIÞROTTIR / UNGLINGAMEISTARAMOT Tvö met sett á Varmárvelli MEISTARAMÓT unglinga í frjálsum íþróttum fóru fram fyrir nokkru. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 14 ára og yngri kepptu á Varmárvelli í Mosfellsbæ og mót 15-18 ára var haldið á Höfn í Hornafirði. Tvö íslandsmet féllu á Varmár- velli þar sem unglingar fjórtán ára og yngri áttust við. Guðmundur Aðalsteinsson HSÞ varpaði kúlunni 11,66 m sem er Islandsmet í strákaflokki. Eldra metið átti Ág- úst Gunnarsson en það var 11,28. Þá setti sveit HSÞ piltamet í 4 x 100 metra boðhlaupi en í sveitinni voru Snæbjörn Ragnarsson, Ævar Jónsson, Sigurður Sverrisson og Arngrímur Arnarsson. Sveitin hljóp á 49,37 sekúndum en eldra met var í eigu HSK, fimmtíu sekúndur sléttar. Þá jafnaði Davíð Helgason HSK strákametið í spjótkasti er hann kastaði 40,0 metrar. Þrír keppendur sigruðu í tveimur einstaklingsgreinum en það voru þeir Rafn Arnason UMFA sem sigr- aði í langstökki og í hástökki stráka, Andrea Magnúsdóttir UMSB sigraði í kúluvarpi og spjót- kasti telpna og Arngrímur Arnars- son HSÞ sigraði í langstökki og í 100 m hlaupi pilta. Keppendur voru 409 frá 26 fé- lögum og samböndum. Mótið fór í alla staði vel fram í mjög góðu veðri enda var árangur almennt góður á mótinu. Fjölmennasta greinin var langstökk telpna. Þar kepptu alls 68 telpur um Islands- meistaratitilinn. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd mótsins. Vala Flosadóttir HHF vann stigahæsta afrekið í telpnaflokki þegar hún stökk 1,55 m í há- stökki. Hanna KR. Thoroddsson vann stigahæsta afrekið í stelpna- flokki með því að hlaupa 60 m á 8,63 sekúndum. í piltaflokki voru þeir Sveinn Margeirsson UMSS og Garðar Eiðsson UMSS jafnir á stig- um. Sveinn hljóp 800 m á 2:10,47 mín og Garðar stökk 1,76 í há- stökki. í strákaflokki hljóp Oddur Kjartansson HSK 60 metra á 8,20 sekúndum. Af félögum var HSÞ með flesta titlana, fimm að tölu. UMSB og HSK áttu fjóra sigurvegara, UMSS og ÍR þrjá, UMFA, UIA og HHF tvo og Ármann, Selfoss og UFA einn hver. Halldóra setti met Meistaramót 15-18 ára var hald- ið á Sindravöllum á Höfn í Horna- fírði helgina 25.-26. júlí. Um 150 keppendur frá fimmtán félögum og samböndum skráðu sig til keppni. Halldóra Jónasdóttir UMSB setti íslandsmet í spjótkasti meyja er hún kastaði 43,38 metra og bætti þar með nokkurra daga gamalt met sem hún setti á Ungl- ingalandsmótinu á Dalvík. Hún varð um leið stigahæsti einstakl- ingur mótsins. Stigahæstu drengja varð Atli Guð- mundsson UMSS, í sveinaflokki vann Magnús Hallgrímsson besta afrekið og í stúlknaflokki Vigdís Guðjónsdóttir Selfossi. Veðrið lék ekki beint við kepp- Framdagurinn Fram-dagurinn 1992 er haldin hátíðlegur næsta sunnudag á knattspyrnuvelli félagsins við Safamýri. Afmælið hefst kl. 11:15 með leik Fram og Leiknis í fjórða flokki b en síðan heldur dag- skráin áfram með leikjum ann- arra flokka. Kaffíveitingar verða á boð- stólum frá kl. 14. endur og mótshaldara. Ausandi rigning vár síðari keppnisdaginn en heldur betri skilyrði fyrri dag- inn. En unga fólkið lét veðrið ekki hafa of mikil áhrif á sig. Það var Ungmennasambandið Úlfljótur sem hélt mótið í samvinnu við Fijálsíþróttadeild UMF Sindra og þótti bara takast vel til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.