Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Græðsla lands eftirÁgústH. Bjarnason Umræða/um gróður- og jarð- vegseyðingu hefur risið hátt á þessu sumri sem oft áður. Umræð- an er ekki ný af nálinni, því að hún hófst á síðari áratugum 19. aldar, þegar uppblástur og sand- fok heijaði sem ákafast. Allar götur síðan hefur flestum mönnum staðið ógn af rýrnun gróðurlenda en minna hefur orðið úr úrbótum en ætla mætti. Ástæðumar fyrir því eru margar, en þær helztar em skeytingarleysi ráðamanna og ómarkvissar aðgerðir. Saga gróðureyðingar á íslandi er ekkert einsdæmi i veröldinni. Annars staðar í Evrópu og öðrum heimsálfum hafa viðlíka hlutir gerzt, meira að segja miklu mun alvarlegri, og hefur víða verið tek- izt á við græðslu lands með glæst- um árangri. Hér á landi er hins vegar alltaf dregin fjöður yfir hrottafengna meðferð á landinu og sífellt klifað á óblíðri veðráttu og viðkvæmum gróðri. Aðstæður hér eru hvorki betri né verri en á fjölmörgum stöðum öðrum. Þó að vaxtartími plantna sé í dögum talinn styttri en sunnar á hnettin- um, er hann verulega drýgri á degi hveijum vegna langs sólar- gangs. Náttúrulegur gróður er alls ekki veikbyggðari hérlendis en við svipaðar aðstæður annars staðar. Það sem hér hefur gerzt er, að tegundasamsetningu í náttúruleg- um gróðurfélögum hefur verið raskað með mikilli og þrálátri beit, svo að þau hafa ekki staðið af sér veðráttuna. Verst er þó, að víða er svipaðri röskun haldið áfram með tilbúnum áburði til þess að „auka hlutdeild beitarplantna" og gengur það undir nafninu ^hálf- ræktun" eða „hagabætur". Á ein- um stað í skýrslum Landgræðslu ríkisins segir m.a., að „áburðar- notkun landgræðslunnar miðast við að vernda þann gróður, sem við enn eigum eftir“. Þessa túlkun tel ég ranga og að hún fái ekki staðizt fræðilega gagnrýni. Unnt er reyndar að viðhalda vissu, til- búnu gróðurfélagi með áburði en engu að síður er það röskun á náttúrulegum gróðri, sem getur orðið mjög hætt, ef áburðargjöf hættir. Skemmst er að minnast þess, þegar sérfræðingar Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins fundu aðferð til þess að „sexfaida uppskerumagnið" og notuðu hormónalyf (Herbatos) til þess að drepa lyng og hálfrunna. Með þessu móti átti að vera hægur vandi að bæta vaxtarskilyrði og auka uppskeru grasa úr 0,6 hest- „Það er því brýn ástæða til að Landgræðsla rík- isins og Skógrækt ríkis- ins verði sameinuð í eitt ríkisfyrirtæki (eða Landgræðslan lögð nið- ur, ef menn vilja orða það svo). Við það myndu sparast tugir ef ekki hundruð milljóna króna árlega.“ burðum á hektara í 34,3! Þegar þvílík sjónarmið ráða ferð er ekki góðs að vænta í sambúð lands og þjóðar. Langvarandi beit hefur miklu djúptækari áhrif á gróðurfélög en ráðin verða við fyrstu sýn. Hlut- deild tegunda breytist m.a. vegna traðks og brottnáms einstakra plöntuhluta; sumar hverfa, aðrar koma í staðinn, nokkrum fækkar og öðrum fjölgar. Líf í jarðvegi tekur breytingum og áhrif um- hverfís (vatns, ljóss og hita) á svörð verða önnur. Þótt land sé friðað er það ekki víst, að það fari í fyrra horf, a.m.k. tekur það óra- tíma. Þeir sem fást vð skógrækt verða þessa varir, því að verulegur árangur næst ekki fyrr en Iand hefur verið friðað í 15 til 25 ár. Því miður vill þetta oft gleymast og vonbrigði manna geta orðið mikil, þegar árangur er ekki sem skyldi fyrstu árin. Ástæðan er m.a. sú, að ræktunarmenning er lítil sem engin til í landinu. Sumt fólk virðist trúa því, að náttúran sé eins og einhver vél, sem hægt er að setja í gang í einu vetfangi og keyra á fullu gasi frá fyrstu tíð. Loðdýrarækt og fiskeldi eru skýrustu dæmi um þetta hyggju- leysi. Sögnin rækta merkir að yrkja jörð, ala búfé eða hirða um hvað eina, sem nýtur umönnunar af alúð og umhyggju. Öll ræktun tekur tíma og krefst mikils lang- lundargeðs, gildir einu hvort um plöntur eða dýr er að ræða. Sama má segja um alla ræktun aðra, málrækt og ræktarsemi gagnvart náunganum, svo að dæmi sé tek- ið. Ræktun verður að stunda af einlægni og án bráðræðis, hún er aldrei föl fyrir peninga. Nokkur styr hefur staðið um kosti og galla Alaskalúpínu, sem var flutt til landsins árið 1945. í fyrstu óx hún á fáum stöðum og sýndi augljóslega, að hún býr yfir einstakri hæfni til þess að breyta örfoka melum í svo frjóa jörð, að hægur vandi er að planta þar tijám að nokkrum árum liðnum. Lúpínan hefur líka reynzt vel til þess að stöðva rennsli leysingarvatns í hlíðum en sandfok bindur hún ekki. Fjarri er þó, að lúpínan sé einhver alsheijar lausn á land- græðslumálum, en hún er kjörin til þes að forrækta mela, sem taka á síðar til skógræktar og hverfur hún, þegar plönturnar eru komnar vel á legg. Hvorki einfaldari né ódýrari aðferð er enn þekkt til að rækta skóg á ördeyða melum. Mjög auðvelt er að halda henni innan þessara svæða. Ef rétt er á málum haldið, er ótti manna við ógnarútbreiðslu hennar ástæðu- laus. Að mínum dómi hafa aðferðir við landgræðslu verið rangar í meginatriðum, þó alls ekki sé dregið í efa, að þar sé unnið af góðum hug. Til að mynda hafa Dimmuborgir verið í umsjá Land- græðslu ríkisins í hálfa öld og enn veður sandur þar um. Fyrir nokkr- um árum var vatnsborð hækkað í jökulvötnum myrst á Haukadals- heiði. Síðan hefur verið lækkað í vötnunum og fýkur sandurinn, sem ámar báru yfir stórt svæði, ný yfir nærliggjandi gróðurlendi. Svipuð saga hefur gerzt austur í Skaftafellssýslu að sögn kunnugra manna. Það ofurkapp, sem lagt er á að „grasklæða landið" er röng stefna og ég leyfi mér að andmæla því, að það sé „ógerlegt að hefta upp- blástur og græða upp landið, nema með grasi, sem verður aðeins framkvæmt með nýjustu tækni, þ.e. áburðardreifíngu úr flugvél- um“, svo að enn sé vitnað í skýrsl- ur frá LR. Ég hef áður orðað það svo, að áburðadreifing úr flugvél- um er álíka áhrifamikil og mála hús sitt með vatnslitum. Bæði er kostnaður mikill og nýting áburðar léleg, einkum þegar komið er í meira en 200 metra hæð yfir sjó. í annan stað er grasrækt á örfoka melum mjög óskynsamleg fjárfest- ing, lítt varanleg og harla lítils virði í baráttu við gróðureyðingu (sjá til að mynda fjáraustur Lands- virkjunar í Húnavatnssýslu). Eftir því sem ég bezt fæ séð, eru ekki til neinar haldbærar mælingar á árangri þessa starfs, og engin grasafræðileg úttekt er til á allri þessari starfsemi. Sífelldar deilur bænda og landgræðslumanna eru af sama toga og deilur fiskifræð- inga við sjómenn. Hins vegar er því engan veginn saman að jafna, því að engar áreiðanlegar gróður- —mælingar liggja fyrir. Eg leyfi mér að skora á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir nákvæmri athug- un á raunsönnum árangri. Brýnast er að snúa sér nú þeg- ar að ræktun lands fyrir neðan 200 til 300 metra yfir sjó. Þar eru næg verk að vinna. Það, sem er þar fyrir ofan, skal látið óhreyft um óákveðinn tíma, nema þar sem nauðsyn ber til að stöðva jarðvegs- rof og hefta foksand. Á láglendi verði aðaláhersla lögð á að planta tijám og runnum, ýmist til tijá- eða skógræktar. Það beitiland, sem enn er til óskemmt, verði afg- irt og nýtt samkvæmt ítölu, en öðru landi verði híft og það tekið til uppgræðslu. Hins vegar skal þeim, sem það vilja, heimilt að rækta á eigin kostnað afgirt beiti- land handa sínum búsmala. Heimamönnum á hveijum stað, einsaklingum eða félagasamtök- um, verði falin uppgræðslan, og mætti styrkja þá því meira sem land er rýrara. Hin síðari ár hefur áhugi starfs- manna Landgræðslu ríkisins sveigst inn á brautir tijáræktar og er það góðs viti eftir öll þessi ár. Því verður ekki með rökum andmæit, að það er tijágróður, sem sækjast á eftir við ræktun, því að það er aðeins í skjóli tijáa, sem annarri ræktun vex fiskur um hrygg. Hins vegar er þar á bæ hvorki þekking né reynsla á því sviði og það er að kasta peningum á glæ, ef þeir eiga að fá að spreyta sig á skóggræðslu í stað þess að nýta áratuga kunnáttu og aðstöðu hjá Skógrækt ríkisins. Það er því brýn ástæða til, að Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins verði sameinuð í eitt ríkisfyrirtæki (eða Landgræðslan lögð niður, ef menn vilja orða það svo). Við það myndu sparast tugir ef ekki hundruð millj- óna króna árlega. Það yrði fækkað í yfirstjórn, stöðum skógavarða og landgræðsluvarða myndi fækka um helming, öll girðingarvinna yrði á einni hendi, vélar, tæki og húsnæði myndu nýtast betur. Skynsamlegt væri að hafa fá- menna yfirstjórn í Reykjavík og byggja upp öflugar stofnanir í hveijum landsfjórðungi. Segja má, að þær séu reyndar fyrir hendi, því skógræktarstöðvar eru dreifð- ar víða. Mér er kunnugt um, að þetta var lítillega rætt fyrir tveimur ára- tugum, og ekki er mér grunlaust um, að allur „rekstrarkostnaður“ hafi margfaldast síðan. það væri fróðlegt að fá að vita, hvað allur kostnaður við skrifstofu og starfs- mannahald Skógræktar ríkisins hefur aukist við þá flónsku að flytja hana til Egilsstaða. Miklu nær hefði verið að efla starfsemi á landsbyggðinni og fækka starfsl- iði á aðalskrifstofu í Reykjavík. Kannski væri réttast, að starfsemi Náttúruverndarráðs yrði líka undir sama hatti, því að þar er fengizt við mörg sömu verkefnin, a.m.k. myndi verulegur spamaður nást við allt úthald. Nú á tímum þreng- inga vil ég ekki trúa öðru en að mál þessi verði tekin nýjum og ferskum tökum. Höfundur er grasafrseðingur. <0 Þol — þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er ölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. — Það segir sig sjálft. imálningbf Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir sig sjdlft —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.