Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992
Hlaut alvarlega höf-
uðáverka í átökum
Steindór Steindórsson frá
Hlöðum heiðraður níræður
Fjöldi manna heiðraði Steindór Steindórsson frá Hlöðum níræðan
í gær í hófi á heimavist Menntaskólans á Akureyri. Við þann skóla
starfaði Steindór í 42 ár, síðustu 6 árin sem skólameistari.
Tryggvi Gíslason skólameistari
ávarpaði Steindór og flutti honum
kveðjur skólans. Hann færði Stein-
dóri körfu sem þakin var mýrar-
gróðri, möðru og fleiri íslenskum
jurtum en í þeirri körfu var steinn,
sem Tryggvi sagði lýsa Steindóri
vel. Steinninn væri hrjúfur utan
og mosavaxinn en inni í honum
væri kjarni gerður úr fjölmörgum
litríkum og skínandi kristöllum.
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra, flutti Steindóri
kveðju Alþýðuflokksins. Yngvi Þor-
steinsson grasafræðingur flutti
honum kveðju náttúrufræðinga á
íslandi og Grænlandi og Valgarður
Baldvinsson bæjarritari flutti
Steindóri kveðjur og þakkir Akur-
eyrarbæjar fyrir þau 12 ár sem
hann hefði setið í bæjarstjórn.
Steindór Steindórsson ávarpaði
gesti og kvaðst undrast hve allir
hefðu gott og fagurt að segja um
sig á þessari stundu, þakkaði hlý-
hug og kvað þennan dag myndu
líða sér seint úr minni. Mörgum
væri að þakka að hann hefði orðið
eins farsæll og raun sýndi. Hann
nefndi sérstaklega móður sína sem
komið hefði sér til manns, eigin-
konu sína, sem staðið hefði sem
klettur sér við hlið meðan hennar
naut við og ekki síst Stefán bónda
Stefánsson á Hlöðum, en ef hann
hefði ekki stutt við bakið á sér
sagðist Steindór ef til vill hafa orð-
ið pokaprestur einhvers staðar í
sveit, að minnsta kosti hefði hann
ekki siglt til Kaupmannahafnar til
náms.
ÁTÖK urðu í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Ungur mað-
ur varð fyrir því að ráðist var að honum og honum skellt í götuna
með brögðum þannig að hann slasaðist alvarlega á höfði. Hann er
ekki í lífshættu en liggur á sjúkrahúsi á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar á Akureyri
mun það hafa hent eftir að hinn
slasaði kom út af skemmtistað að-
faranótt laugardags að ýfingar hafí
orðið milli hans og árásarmanns,
sem mun hafa beitt júdóbrögðum
og skellt honum í götuna með þeim
afleiðingum að sprunga hefði komið
í höfuðkúpu hans og kinnbein
brotnað. Lögregla kom á staðinn
og hinn slasaði var fluttur á slysa-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri. Þar liggur hann enn á Hand-
lækningadeild.
Samkvæmt upplýsihgum læknis
á deildinni er ungi maðurinn ekki
lífshættulega slasaður en nokkuð
þungt haldinn og í strangri lyfja-
meðferð og verður það næstu daga.
Hann sagði að áverkarnir væru al-
varlegir, brotinn höfuðkúpubotn og
augntóft og maðurinn hefði auk
þess hlotið töluverðan heilahristing.
Utvegsmannafélag
Alþýðuflokkurinn:
Þingflokksfund-
ur á Akureyri
Þingflokkur Alþýðuflokksins
hélt fund á Akureyri í gær.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði að í tilefni níræðsaf-
mælis Steindórs Steindórssonar frá
Hlöðum hefði þótt tilhlýðilegt að
þingflokkur Alþýðuflokksins héldi
fund á Akureyri, en Steindór hefur
um áratuga skeið verið einhver
traustasti stuðningsmaður flokksins,
sat skamma stund á alþingi, var 12
ár í bæjarstjóm Akureyrar og gegndi
áratugum saman íjölmörgum
nefndastörfum sem fulltrúi Alþýðu-
flokksins. Þingflokkurinn fjallaði um
ýmis mál á fundi sínum og raéddi
við heimamenn um fjölmargan
vanda.
Þingflokkur Alþýðuflokksins og
margir aðrir fulltrúar hans á Norður-
landi heiðruðu Steindór með nærveru
sinni í afmælishófi hans.
Frekari aðgerða þörf ef
bjarga á útgerð og vinnslu
ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norðurlands hélt fund á Akureyri í gær.
Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra og vestra voru boðaðir til
fundarins og átta þeirra sátu hann. Á fundinum samþykktu útvegs-
menn ályktun þar sem skorað er á stjómvöld að grípa til aðgerða til
að bjarga útgerð og fiskvinnslu á Norðurlandi frá stóráföllum.
Sverrir Leósson, formaður Út- tonn af þorski, sem þýðir samdrátt
vegsmannafélags Norðurlands sagði
að 8 þingmenn hefðu komið á fund-
inn og fróðlegt hefði verið að heyra
í þeim þótt blæbrigðamunur hefði
verið á máli þeirra. I heild væri ekki
annað hægt að segja en þeir væru
fullkomlega meðvitaðir um hvað
vandamálið snerist, það er að segja
rekstrarerfiðleika í sjávarútveginum.
Skilaboð fundarins til þingmanna
hefðu verið að til þess væri ætlast
af þeim að þeir stæðu saman um
lausn á vanda atvinnugreinarinnar.
Reynt hefði verið að skýra nákvæm-
lega fyrir þingmönnum hve mikill
vandinn væri. Ef ekki yrði þegar
tekið á honum myndi ýmislegt ger-
ast hjá útgerðarfyrirtækjum á Norð-
urlandi og mörg þeirra stöðvast með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
þetta svæði svo og þjóðfélagið í heild.
Á fundinum samþykktu útvegs-
menn eftirfarandi ályktun:
„Nú hefur verið tekin ákvörðun
af ríkisstjóm um að á fiskveiðiárinu
1992-1993 megi veiða 205 þúsund
á þorskveiðum Norðlendinga um
28.5%.
Ekki er séð fyrir hvernig útgerð,
vinnsla og byggðir á svæðinu mæta
tekjutapi sem slíkri ákvörðun fýlgir.
Fundurinn mótmælir harðlega öll-
um hugmyndum um sölu kvóta úr
Hagræðingarsjóði og telur eðlilegast
að úthluta heimildum hans án endur-
gjalds og taka mið af þorskskerðingu
einstakra skipa.
Fundurinn telur nauðsynlegt að
stofnlánasjóðir og bankar lengi láns-
tíma, vextir verði lækkaðir, athugað-
ir verði möguleikar á víkjandi lánum
fyrir greinina.
Ljóst er að útgerð og vinnsla
munu ekki geta staðið undir greiðslu-
byrði sinni og því verður að grípa
til frekari aðgerða.
Ef ekkert verður að gert stefnir
ríkisstjómin þessari atvinnugrein í
stóra erfiðleika, svo og byggðarlög-
um, er eiga allt sitt undir sjávarfang-
inu á þessu svæði, með ófýrirsjáan-
legum afleiðingum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Steindór Steindórsson hlýðir á ávarp Tryggva Gíslasonar skóla-
meistara. Á innfelldu myndinni hefur yngsta barnabarnabarn
Steindórs, dóttir Gunnars Gunnarssonar, sonarsonar Steindórs,
smellt kossi á níræðan langafann.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Frá fundi útvegsmanna á Norðurlandi með þing-
mönnum í gær. Á innfelldu myndinni eru Tómas
Ingi Olrich alþingismaður og Halldór Blöndal land-
búnaðarráðherra.
Norðurlands:
KENNARA VANTAR
Vegna forfalla vantar kennara í 1. bekk í Síðu-
skóla og Glerórskóla ó Akureyri.
Upplýsingar gefa skólastjórar í símum 96-22253 í
Glerárskóla og 96-22588 í Síðuskóla. Einnig eru
veittar upplýsingar á skrifstofu skólafulltrúa í síma
96 27245. SlcólafulllrúÍ.
RÚVAK 10 ára:
Útvarpsráð
til Akureyrar
RÍKISÚTVARPIÐ á Akur-
eyri verður 10 ára föstudag-
inn 14. ágúst. I tilefni þeirra
tímamóta verður fundur allra
deildarsljóra Ríkisútvarpsins
haldinn á Akureyri í dag og
á morgun, afmælisdaginn
sjálfan, mun útvarpsráð
halda fund sinn á Akureyri.
Ríkisútvarpið á Akureyri var
fyrsta útibú Ríkisútvarpsins
utan Reykjavíkur og var þessi
deild formlega opnuð 14. ágúst
1982. í tilefni afmælisins munu
deildarstjórar Ríkisútvarpsins
hittast á Akureyri í dag og út-
varpsráð á morgun og halda
fundi sína. Deildarstjórar hitt-
ast að jafnaði einu sinni á ári
utan Reykjavíkur en sjaldgæf-
ara er að útvarpsráð haldi fundi
utan Reykjavíkur.
KENNARAR
Kennara vantar við Grenivíkurskóla til að
kenna handavinnu og bóklegar greinar.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skóla-
stjóri í síma 96-33118 eða 96-33131.