Morgunblaðið - 28.08.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C/D
tntffiifttlilfifrife
STOFNAÐ 1913
194. tbl. 80. árg.
FOSTUDAGUR 28. AGUST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Friðarráðstefnan í London
Serbum settir
úrslitakostir
Fjölgað um mörg þúsund manns í
herliði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu
Lundúnum, Sarajevo. Reuter.
TILKYNNT var á Lundúnaráðstefnunni um frið í fyrrverandi lýðveld-
um Júgóslavíu í gær að mörg þúsund manna herlið yrði sent á vegum
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á næstunni til Bosníu-Herzegovínu tii þess
að tryggja að stríðshrjáðum íbúum bærust hjálpargögn. Þar eru um
1.500 hermenn fyrir við þau störf og er búist við að hermennirnir fái
leyfi til að veija sig verði þeir fyrir árás.
John Major forsætisráðherra Bret-
lands sleit ráðstefnunni í gærkvöldi
og sagði við það tækifæri að Serbum
hefðu verið settir skýrir úrslitakost-
ir; leggja sig fram við að koma á
Þungbær
þingskjöl
Bonn. Reuter.
ÞÝSKUR þingmaður hefur
skorað á rikisstjórnina að
borga þingmönnum sérstak-
lega til að stunda heilsurækt
því skjalabunkarnir á borðum
þeirra séu heilsuspillandi.
Margrit Wetzel, þingmaður
jafnaðarmanna, sagði að þing-
menn væru að sligast undan
þunga skjala og skýrslna sem
þeir fengju til umfjöllunar. Brýnt
væri fyrir þá að heQa líkams-
og heilsurækt til þess að styrkja
bak-, axlar- og handleggsvöðva
ef þeir ætluðu ekki að láta þing-
störfin flýta fyrir grafarferð
sinni. Tók þingmaðurinn sem
dæmi að uppkast að lagafrum-
varpi um fjárfestingar í austur-
hluta Þýskalands sem þingmenn
fengu nýlega í hendur hefði eitt
og sér verið 750 síður og vegið
á fjórða kíló.
Irakar virtu
flugbannið
Washington, Baghdad. Reuter.
ÍRAKAR virtust hafa virt flug-
bann bandamanna sem kom til
framkvæmda sunnan 32. breidd-
argráðu í írak í gær og áreittu
þeir ekki tugi bandarískra og
breskra flugvéla sem fóru í eftir-
litsflug yfir bannsvæðið.
írakar sögðust ekki ætla láta
bandamenn segja sér fyrir verkum
og hótuðu að halda áfram flugi yfir
byggðir shíta í suðurhluta landsins.
Talsmaður bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins sagði íraka hins vegar
hafa hlýtt banninu og erlendir
stjórnarerindrekar í Baghdad sögðu
þá ekki eiga annarra kosta völ. Yrðu
þeir að láta sér nægja að beita land-
hernum gegn shítum.
Óróleika gætti á olíumörkuðum í
gær vegna flugbannsins en verð-
breytingar urðu þó ekki. ísraelar
óttuðust að írakar mótmæltu flug-
banninu með eldflaugaárásum á
ísrael og sá Yitzhak Rabin forsætis-
ráðherra ástæðu til að vara Saddam
Iraksforseta við slíku.
Sjá yfirlitskort á bls. 19.
friði í Bosníu eða verða einangraðir
með öllu frá umheiminum. Major
sagði að deiluaðilar hefðu samþykkt
að hefja friðarviðæður í Genf í næstu
viku. Aður en þær hæfust myndu
serbneskar hersveitir safna öllum
þungavopnum sínum saman við fjór-
ar borgir, Sarajevo, Bihac, Goradze
og Jajce, þar sem eftirlitsmenn SÞ
myndu taka við eftirliti með þeim.
Bosníu-Serbar hefðu heitið því að
hætta að skjóta af þungavopnum.
Ráðstefnan krafðist þess í yfirlýs-
ingu sem samþykkt var í gærkvöldi
að stríðsaðilar skiluðu svæðum í
Bosníu sem þeir hafa lagt undir sig
undanfarna mánuði. Samþykktin
beinist einkum gegn Serbum sem
sagðir eru hafa lagt um 70% Bosníu
undir sig en einnig hafa Króatar
tekið væna sneið af landinu.
Allir fulltrúar á ráðstefnunni sam-
þykktu áætlun um að koma á friði í
Bosníu þar sem meðal annars er kveð-
ið á um skilyrðislaust vopnahlé, viður-
kenningu landamæra, virðingu fyrir
mannréttindum, viðurkenningu á
sjálfstæði Bosníu, stöðvun þjóðhreins-
unar og upprætingu fangabúða.
Leiðtogar helstu ríkja sem fulltrúa
eiga á ráðstefnunni sögðust andvígir
því enn um sinn að hervaldi yrði
beitt til þess að stilla til friðar í
Bosníu. Þeir sögðust treysta því að
hótanir um frekari refsiaðgerðir og
einangrun á alþjóðavettvangi neyddi
Serba til þess að láta undan.
Vilja þeir heldur auka þrýsting á
Serba enn frekar og í því sambandi
er gert ráð fyrir að utanríkis- og
varnarmálaráðherrar Vestur-Evr-
ópusambandsins samþykki í fyrra-
málið fullt hafnbann á Serbíu. Það
felur í sér að herskip geta stöðvað
öll skip á Adríahafí og kannað farm
þeirra með tilliti til þess hvort hann
bijóti í bága við refsiaðgerðir SÞ.
Að minnsta kosti níu óbreyttir
borgarar sem stóðu í biðröð eftir
brauði biðu bana í stórskotaárás á
hverfið Cengic Vila í Sarajevo í
gær. Þá eyðilagðist króatísk vopna-
og bifreiðaverksmiðja í loftárás
Serba á borgina Novi Travnik.
Morgunblaðið/Þorkell
BORNUM BJARGAÐ I SOMALIU
Bandaríkjamenn hefja í dag stórfelldan flutning mat-
væla til Sómalíu til að reyna að bjarga lífi um tveggja
milljóna manna, sem eiga á hættu að svelta í hel.
Þessi mynd var tekin þegar Morgunblaðsmenn heim-
sóttu Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í fyrri viku og
sýnir sómalska konu vigta vannært bam í einni af
200 matargjafarmiðstöðum Rauða krossins í borg-
inni. Um 1.350 börn fá próteinríkan graut þar tvisvar
á dag og sagði yfirmaður staðarins að mörg þeirra
næðu undraskjótum bata þegar þau fengju mat. Ljóst
er að alþjóðlegt hjálparstarf hefur bjargað lífí tugþús-
unda Sómala, en Rauði krossinn telur þó að tvöfalda
þurfi magn matarsendinga til þess að anna þörfínni.
Fjölhjarta risaeðlu hætt við aðsvifí
RISAEÐLA sem lifði fyrir 200 milljónum
ára virðist hafa haft átta hjörtu til að
dæla blóði upp tólf metra langan háls að
höfðinu. Vísindamenn telja að gífurlegur
þrýstingur á hjörtu risaeðlunnar hafi gert
henni hætt við hjartaáföllum og segja lík-
legt að aldurhnignar eðlur hafi tíðum
fallið í yfirlið.
í nýjasta hefti hins virta lækningatímarits
Lancet segir af hinni 15 metra löngu Barosa-
urus jurtaætu. Fræðimönnum ber ekki saman
um hvort risaeðlan hafi gnæft hnarreist yfir
tijátoppa eða gengið álút með háls við jörðu.
í tímaritinu segir að hryggjarliðir í endur-
byggðri beinagrind eðlunnar, sem varðveitt
er í náttúrusögusafni New York-borgar,
bendi fremur til hins fyrrnefnda. Ef rétt er,
hefur Barosaurusinn þurft geysiöflugt hjarta-
og æðakerfi til að dæla blóði frá bijósti til
heila.
Vísindamenn við Roosevelt-sjúkrahúsið í
New York telja líklegt að meginhjarta risaeðl-
unnar hafi verið í bijóstholi hennar, annað
neðst í hálsi og þijú pör með jöfnu bili upp
eftir honum. Þeir segja í tímaritsgreininni
að eldri eðlum hafí líklega hætt til að fá
aðsvif við að bogra í leit að æti. En þær
hafí væntanlega komist fljótt til meðvitundar
þegar þrýstingsmunur minnkaði eftir fall til
jarðar.