Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 26
26 . MORGUNBLAÐlí) FÖSTUDAGUR (2S,J Á£ÚST<J®92 Minning Einar A. Magnús- son frá Leirubakka Elskulegur tengdafaðir minn og vinur, Einar A. Magnússon, er lát- inn. Hann gekk ekki heill til skógar síðustu árin en þrátt fyrir þá stað- reynd vorum við óviðbúin þegar kallið kom, svo snögglega og hart, 20. ágúst sl. Við vonuðum alltaf að árin yrðu fleiri en stórt skarð er nú höggvið í fjölskylduna. Ég var svo lánsöm að kynnast Einari fyrir 24 árum síðan þegar ég kom fyrst inn á heimili tengda- foreldra minna. Mér er enn í fersku minni er ég leit þennan stóra og myndarlega mann í fyrsta sinn og fann hlýja og trausta handtakið hans. Ávallt síðan umvafði hann mig og fjölskyldu mína hlýju sinni og kærleika. Meiri fjölskyldumann en Einar var vart hægt að hugsa sér, fjölskyldan, bömin og barna- bömin vom honum allt. Missirinn er því mikill. Þær em ófáar ánægjustundirnar sem við áttum saman ekki hvað síst á heimili þeirra hjóna og margt og mikið emm við búin að spjalla gegnum árin. Einar var einstaklega greiðvikinn og fátt var honum kær- ara en geta rétt fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann hafði einnig næman skilning fyrir þeim sem áttu um sárt að binda. Einar var náttúrabam í hjarta sínu og hafði sterka tilfinningu fyrir ætt- landi sínu og upprana. Einar fæddist 11. nóv. 1917 á Leirabakka í Landssveit og ólst þar upp. Foreldrar hans vora Einarlína Guðrún Einarsdóttir og Magnús Sigurðsson. Hann var næstelstur af sjö bömum þeirra hjóna. Móður sína missti Einar tíu ára gamall og hefur það verið þung raun. Faðir hans giftist aftur Jóhönnu Jónsdótt- ur og áttu þau saman þrjú böm. Ungur að áram fór Einar að vinna fyrir sér og stundaði ýmis störf en lengst af starfaði hann sem leigubíl- stjóri á Hreyfli. Einar var félags- lyndur og tók virkan þátt í störfum bifreiðastöðvarinnar og sat þar i stjórn um tíma. Hann var ósérhlífinn og kapps- fullur við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur og vann öll störf af dugnaði og samviskusemi. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Alda Júlíusdóttir og eign- uðust þau einn son, Gunnar Magn- ús, fæddan 29. febrúar 1948. Þau slitu samvistir. Eftirlifandi eigin- kona hans er Þuríður J. Árnadóttir. Saman eignuðust þau einn son, Árna Kristin, fæddan 1. mars 1959 en fyrir átti Þuríður eina dóttur, Steinunni, fædda 7. júlí 1943. Barnabömin era fimm að tölu og sakna mjög elsku Einars afa. Nú eram við stödd á tímamótum. Traustur homsteinn er rofinn frá fjölskyldunni. Margs er að minnast og margt að þakka. Einar hefur kvatt en hann gleymist ekki. Minningin um elskulegan eigin- mann, föður, tengdaföður og afa lifír. Við kveðjum með sárum sökn- uði og þökk en missir þinn er mik- ill, elsku Þuríður. Góður Guð blessi þig og minn- ingu Einars A. Magnússonar. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Nú er hann elsku afí dáinn. Hann var besti afi í heimi, fannst mér. Afí var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir afakrakkana sína. Alltaf gát- um við komið til hans og sagt hon- um og sýnt hvað við höfðum verið að gera. Þótt það hafi ekki verið stórir hlutir, þá var það alltaf stórt í augum afa og alltaf fengum við hrós fyrir. Afa fannst gaman að vita þegar við voram dugleg og vinnusöm og varð þá stoltur af okkur. Eftir að afí hætti að vinna var afí mikið úti að ganga og hafði gaman af ef við komum með hon- um. Bíllinn hans var alltaf hreinn og fínn. Þegar afí hætti að keyra leigubíl hafði hann ekki mikið að gera og var oft í bílskúrnum að laga til eða bóna bílinn. Þótt afí væri hjartveikur lét hann ekkert á því bera en lagði sig þó stundum þegar hann fann fyrir verk. Núna síðustu mánuðina var hann orðinn slappur og þreyttur. Ég minnist afa þegar hann var glaður og hress og til í að gera allt sem okkur langaði til. Ég mun aldrei gleyma Einari afa. Jóhanna Gylfadóttir. Fyrir fáum dögum stóðum við Einar frændi minn á stéttinni fyrir framan húsið hennar Ástu systur í Heiðargerði. Áttum mót hjá henni til að fara yfír lokaundirbúning að ættartölu Skarfanesshjónanna, Sig- ríðar Guðmundsdóttur og Magnús- ar Jónssonar. Hann var ötulastur allra að koma ættartölunni á prent í bókarformi. Hann var aðalhvatamaður að ættar- móti, sem haldið var 29. júlí 1989 í Skarfanesi, þar sem reistur var minnisvarði hjónanna og plantað 23 birkitijám til minningar um þau og börn þeirra 21 að tölu. Minnisvarðinn var hraunhella, sem Einar hafði fundið á ferðum sínum í Iandi Skarfaness og vel við hæfí að festa þar minningarskjöld með nöfnum þeirra hjóna og tilvitn- um í orð Sigríðar, er sýndu vel lífs- skoðun hennar. „Ég mundi betur einn sólskinsdag en tíu illviðris- daga.“ Auðfundið, hvað þetta var honum mikið hjartans mál og þá ekkert til sparað að koma því í höfn af þeirri festu og einurð, er honum var lagin. Tel ég víst að svo hafi verið um önnur þau mál, er hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni og fangað höfðu hug hans og hjarta. Um störf hans sem leigubílstjóra hér í borg um áratuga skeið veit ég ekkert. Þar um verða aðrir mér fróðari að fjal'a, en svo tel ég mig þekkja skaphöfn hans, að hann hafí heill og óskiptur gengið að hverju máli og af drengskap og ein- urð unnið þau verk er hann tók sér fyrir hendur. Þetta er ekki minningargrein heldur kveðja til vinar míns og frænda, sem stuttan tíma tengdi okkur í því máli, sem við unnum saman að. Á stéttinni féllu orð hans að fyrir- hugaðri ferð austur í sumarbústað, sem ég vissi ekki þá að yrði hans síðasta. Af orðum hans fann ég, hve „röm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til“. Hve djúpar rætur lágu að landinu fyrir austan, í feg- urð þess og hreinleika, er birtist í huga hans sem helgidómur, svo ginnhelgur að þar átti hver að draga skó af fótum sér. Ég kveð frænda minn og í huga lifir minning um góðan dreng. Ég sendi Þuríði eiginkonu hans, börn- um og öllum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð blessa þau og styrkja á kveðju- stund. Ólafur Örn Árnason. Okkur systurnar langar í örfáum orðum að minnast afa okkar Einars Alberts Magnússonar eða afa í Reykjavík. Við höfum átt margar góðar samverastundir með afa og minn- ingarnar um þær era bjartar og hlýjar. Það var alltaf jafn notalegt að koma til afa og ömmu í Mávó, í hlýlegu íbúðina þeirra og alltaf var okkur tekið opnum örmum hvemig sem á stóð. Það var hægt að tala við þau um allt milli himins og jarð- ar. Þegar við voram litlar var afí vanur að segja okkur sögur af tröll- um og huldufólki og sumar sögurn- ar var hægt að hlusta á aftur og aftur, því hann sagði svo vel frá. Þær era ófáar gjafirnar sem hann hefur gefíð okkur um ævina því alltaf vildi hann vera að gera okkur eitthvað til geðs. Við systurnar hlökkuðum alltaf mikið til að fá hann í heimsókn og biðum spenntar við gluggann eftir því að sjá gula Bensinn renna í hlað. Við eigum eftir að sakna mikið stundanna með afa og það skarð sem rofíð hefur verið í hjörtu okkar mun seint verða uppfyllt. Elsku amma, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tím- um og blessa minningu Einars afa. Sólveig Hrönn, Bergdís Saga. Um óravíddir ljósvakans berast okkur sorgarfregnir. Hann Einar Magnússon er látinn. Hugurinn leit- ar heim á fornar slóðir og mörg endurminningarbrot renna fyrir hugskotssjónum. Það er mjög erfítt að trúa því að hann Einar sé farinn frá okkur yfir móðuna miklu. Þrátt fyrir aldur sinn virtist hann eiga mikið eftir því þótt líkaminn væri farinn að láta á sjá þá bar hann aldurinn vel. Einar heitinn var einn þeirra manna sem var gefíð gott atgervi í veganesti, en harður skóli lífsins setti mark gegnum árin og það þrátt fyrir reglusamt lífemi. Þótt hann kenndi sér meins síðustu árin áttum við von á að njóta tilvistar hans enn um ókomin ár. Ég kynntist Einari og eftirlifandi konu hans, Þuríði, fyrir 35 áram og gegnum árin höfum við haft samband eins oft og tök vora á. Það sem er efst í huga nú er minn- ing um mann sem var umvafinn heiðríkju og sem geislaði af festu og trausti. Hvernig sem á stóð var hann ávallt reiðubúinn að veita hjálp síðan og aðstoða þegar á reyndi. Er ég þeim hjónum afar þakklátur fyrir hve vel þau reynd- ust móður minni á meðan hennar naut við. Það á vel við að flestar endur- minningar um Einar heitinn era tengdar atburðum sem áttu sér stað á heiðríkri og bjartri stund í faðmi hinnar íslensku náttúru, „þeirrar nóttlausu voraldar veraldar, þar sem viðsýnið skín“. Einar heitinn var uppalinn í Landsveit á Suðurlandi í faðmi þess fallega fjallahrings sem þar nýtur og gerði hann sér tíðförult austur fyrir fjall. Margar eftirminnilegar og góðar stundir á ferð með þeim hjónum eru ofarlega í huganum á kveðjustund. Seinast bar fundum okkar saman fyrir rétt rúmu ári og áttum við hjónin yndislegar stundir með þeim Einari og Þuríði. Þó að stundum væri rætt um heldur dapurlega hluti þá hurfu yfirleitt allar leiðar hugs- anir á braut í návist Einars og Þuríðar. Einari var eiginlegt á sjá fyrst og fremst það jákvæða í líf- inu. Mig rekur minni til að móðir mín hafði einmitt sömu reynslu af Einari heitum. Óréttlátt fínnst okk- ur að Einar hafí ekki fengið að njóta lengra ævikvölds, hugurinn síungur og starfandi. Við lásum í bréfi frá þeim hjónum einmitt þann sama dag og Einar lést að hann hefði nýlega gengið á Ingólfsflall og varð okkar hjónum um og ó. Lýsir sá atburður karlmennsku og hugrekki Einars. Aðdraganda andláts hans bar einmitt að í síðustu för hans austur fyrir fjall á fund hins fagra fjallahrings Suðurlands. Sérfi'ieðiiigar í l)loillit~lvlV\|ill"|llll \ió öll (ielviliiM'i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 19090 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST SÆMUNDSSON, Bólstaðarhlíð 41, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 26. ágúst. Ragna Jónsdóttir, Hildur Ágústsdóttir, Skarphéðinn Valdimarsson, Sæmundur R. Ágústsson, Jón Á. Ágústsson, Áslaug Agústsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Dagný Lárusdóttir, Ingi J. Valgeirsson, Jón Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERSVEINN ÞORSTEINSSON, Dalbraut 27, andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 27. þessa mánaðar. Helgi Hersveinsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Sigursteinn H. Hersveinsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Þórir S. Hersveinsson, Guðbjörg Ármannsdóttir, Hanna R. Hersveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN GUÐMUNDSSON stórkaupmaður, Boðahlein 6, Garðabæ, áður Ásvallagötu 44, Reykjavik, lóst í Borgarspítalanum 26. ágúst. Dagbjört Sigurðardóttir, Birgir Kjartansson, Hermann Kjartansson, Jóna Kjartansdóttir, Auður J. Kjartansdóttir, Guðmundur Kjartansson, Bryndís K. Vane, Kristján H. Kjartansson, Valgerður Eiríksson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Kr. Finnbogason, Peter Vane, Vernharður Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, MARÍA LÁRUSDÓTTIR NJARÐVÍK, lést 23. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallgrímur Pétur Njarðvík, Njörður P. Njarðvfk. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TEITUR JÚLÍUS JÓNSSON, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður Langholtsvegi 83, andaðist að morgni 26. ágúst. Rannveig Guðjónsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, PETRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Kambsvegi 32, Reykjavík, lést í Landspítalanum 26. ágúst. Sigurður Pálsson, Heimlr Sigurðsson, María Bjarnadóttir, Kristrún Sigurðardóttir, Símon Ólafsson, Viðar Sigurðsson, Kristrún L. Garðarsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.