Morgunblaðið - 28.08.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.08.1992, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Minning Ingimundur Sigurður Magnússon frá Bæ Fæddur 11. september 1933 Dáinn 21. ágnst 1992 „Þegar vinur þinn talar andmæl- ir þú honum óttalaust eða ert sam- þykkur honum af heilum hug.“ Þessi orð koma mér í hug nú þegar ég kveð Ingimund Magnússon for- stöðumann Fasteigna ríkissjóðs í hinsta sinn. Mér fínnst þau lýsa vel samskiptum okkar á þessari fámennu stofnun. Hann hafði þann góða kost að ekki þurfti að velja orðin vandlega og þá sérstaklega ekki þegar umræðumar voru á léttu nótunum. Það var mér dýrmæt reynsla að kynnast manni sem var jafn dygg- ur og ósérhlífinn í starfí og hann, sem ætíð var reiðubúinn að leysa hvers manns vanda enda reyndist vinnudagur oftast ærið langur. Ingimundur átti virðingu mína alla og heilindi hans í minn garð munu aldrei gleymast. Elsku Sjöfn og íjölskylda. Ég votta ykkur innilega samúð og vona að sá sem öllu ræður styrki ykkur í sorginni og vemdi ykkur um ókomin ár. Anna Grímsdóttir. í dag er ég að kveðja elskulegan tengdaföður minn sem lést á Land- spítalanum 21. ágúst síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Margs er að minnast frá okkar samveru- stundum þau sjö ár sem mér auðn- aðist að þekkja hann. Ingimundur var einkar hlýlegur, góðhjartaður og dagfarsprúður maður og var mér strax tekið opnum örmum á heimili hans og Sjafnar konu hans þegar við Maggi byijuðum að vera saman. 3. apríl 1985 var mikill gleðidag- ur hjá fjölskyldunni því þá fæddist fyrsta bamabam hans Guðmunda Sjöfn. Guðmunda varð strax auga- steinn afa síns og áttu þau oft góð- ar stundir saman. Síðan fæddust Ólafía Sif og Lára Jóhanna og fyr- ir átti ég Elísabetu sem hann reynd- ist sem besti afí. Fyrir þremur ámm fluttum við Maggi vestur á Bolung- arvík og sáumst við því miður sjaldnar en ávallt urðu miklar gleði- stundir þegar afí og amma komu vestur í heimsókn. Stelpumar vom mikið hjá afa sínum og var hann óþreytandi að sinna og passa elsku litlu stelpumar sínar. En nú sakna þær sárt afa síns og að geta ekki stungið lítilli hendi í sterka lófa eða kúrt í fangi hans. En lífið gengur sinn gang og minningin lifír og eftir stendur þakklæti að hafa kynnst slíkum manni sem Ingimundur var. Elsku Sjöfn, Maggi, Sverrir, Laufey, Hjödda, ykkar söknuður er mikill og megi Guð styrkja ykkur og bamabömin á þessari sorgar- stundu. Þú, Drottinn, gang minn greiddir, ég geld þér hjartans þökk, þú, Drottinn, líf mitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó, Guð, fyr’ir gæzku þína ég glaður kem úr för og lít á lífi mína við lán og heilsukjör. Ó, kenn mér, Guð, að geta þá gæzku skilið rétt, og vel minn feril feta, hvort færð er þung eða’ létt,. en þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín, Blessuð sé minning Ingimundar Magnússonar. Brynja Haraldsdóttir. Dáinn, horfinn - harmafregn. hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Þessi eftirmæli eftir Jónas Hall- grímsson um vin sinn látinn, séra Tómas Sæmundsson komu okkur í huga er okkur var tilkynnt and- lát vinar okkar og velgerðarmanns Ingimundar S. Magnússonar frá Bæ. Orlög sín fær enginn flúið, síst af öllu dauðann. Hann er sá stóri- dómur sem við öll verðum að lúta, fyrr eða síðar. Oft fínnst manni hann ótímabær og miskunnarlaus. Þannig fannst okkur, er við fréttum, fyrir rúmum sex vikum síðan, að Mundi, eins og hann var alltaf kallaður af vinum og kunn- ingjum, lægi helsjúkur á Landspít- alanum, og ætti sér litla lífsvon. Kynni okkar af Munda og vin- skapur hefur varað í rúm þijátíu ár eða frá því að hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni og vin- konu okkar, Sjöfn K. Smith. Þetta var vinskapur sem aldrei bar skugga á. Mundi var mikill höfðingi bæði í sjón og raun, sérlega góður og blíður, hjálparhella margra og mátti ekkert aumt sjá, þá var hann boðinn og búinn að veita aðstoð. Eins og sagt er „drengur góður“ í orðsins fyllstu merkingu. Munda verður sárt saknað af öllum sem honum kynntust, en mestur er söknuðurinn hjá eigin- konu, bömum, tengdadætrum og bamabömum, sem trega nú elsk- aðan heimilisföður, sem var sá klettur, sem allir treystu og trúðu á. Elsku Sjöfn og böm, ykkar missir er mikill, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessari miklu sorgarstund. Það er huggun harmi gegn, að eftir lifír minning- in um elskulegan eiginmann og föður. Ingimundi þökkum við áratuga góða vináttu. Guð blessi minningu hans. Dóra og Rafn. Mig langar að minnast með fá- einum orðum ástkærs móðurbróð- ur míns, Ingimundar Magnússonar húsasmíðameistara og fyrrverandi bónda og hreppstjóra frá Bæ í Reykhólasveit. Hann andaðist í Landspítaianum hinn 21. þ.m. eft- ir stutta en stranga sjúkdómslegu, einungis tæplega 59 ára gamall. Á bemsku- og unglingsámm mínum naut ég þess, sem núorðið heyrir til forréttinda hjá borgar- bömum, að dvelja öðm hveiju á sumrin á fjölmennu sveitaheimili móðurfólks míns í Bæ í Reykhóla- sveit. Afí minn, Magnús Ingi- mundarson, bjó þar fram til ársins 1959, er synir hans tóku við búi og stofnuðu síðan tvö nýbýli. í Bæ var á þessum tíma ættarheim- ili af gömiu gerðinni, þar sem vom saman komnir þrír og fjórir ættlið- ir stórrar, kærleiksríkrar fjöl- skyldu. Auk þess var jafnan fjöldi vina og gesta, ungra og aldinna, til lengri og skemmri dvalar. Þama var engin lognmolla eða iðjuleysi og enga niðursoðna afþreyingu þurfti til þess að hafa ofan af fyr- ir bömum og unglingum. Það var ekki ónýtt fyrir okkur systrabömin, sem að staðaldri dvöldum í Bæ á sumrin, að eiga að sex móðurbræður, sem skemmtu okkur, dekruðu og vemduðu, hver á sinn hátt. Marg- ar ljúfar minningar á ég frá þess- um æskuámm um frænda minn, Ingimund eða Munda, eins og ættingjar og vinir nefndu hann jafnan. Margar vora ferðimar á heyvögnum, traktomm, jeppum og vörabílum; minningar, sem em svo ríkur þáttur í æskumyndinni og sveipa hana ævintýraljóma. þá leið þú mig að lokum í ljósið heim til þín. (Matth. Jochumsson.) t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför BJÖRNS ÍVARS BJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu honum stuðning. Anna Halldórsdóttir, Kristín Pótursdóttir, Stefán Björnsson, Halldór Björnsson, Þórhildur Björnsdóttir, Ingileif Björnsdóttir, Kristinn Björnsson, og aðrir aðstandendur. Hjördís Káradóttir, Sigurjóna Scheving, Hafsteinn Larsen, Jóhann P. Halldórsson, Sesilía Magnúsdóttir, t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS HJÖRLEIFSSONAR, Brekkustíg 35A, Ytri-Njarðvfk. Edda Hafsteinsdóttir, Lilja Björg Jónsdóttir, Nadía Dala, Kamilla Dala, og systkini hins látna. Þórdís Þorleifsdóttir, Dala Boumediene, t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR FRANKLlN TRYGGVASONAR, fv. bifreiðastjóra, Lækjargötu 2a. Akureyri. Valborg Jónsdóttir Jóngeir Magnússon, Hafdfs Pétursdóttir, Karl Fr. Magnússon, Karolína Stefánsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Steindór Hermannsson, Þorgrfmur Magnússon, Ragna Þórarinsdóttir, Svava Maggý Magnúsdóttir, Unnsteinn Steinþórsson, og fjölskyldur. Mundi var einstaklega hlýr og barngóður. Rík ábyrgðartilfínning var honum í blóð borin og lét hann sér sérstaklega annt um öryggi okkar og velferð alla. Hann gat einnig verið strangur og ákveðinn á svip, þegar ærsl og prakkara- strik gengu úr hófí fram og skakka þurfti leikinn. Grannt var þó jafn- an á hans eigin gamansemi og glaðværð, því oft sáum við svipinn breytast, þegar hann sneri sér undan. Á unglingsárum mínum urðu síðan kynnin af frænda mínum nánari og mér urðu betur ljósir mannkostir hans. Vorið, sem ég fermdist, buðu hann og eiginkona hans, Sjöfn Smith, mér að dvelja sumarlangt á myndarlegu heimili þeirra í Hábæ, en það nýbýli stofn- uðu þau frá Bæ. Fyrir mér var þessi sumartípii einstaklega ánægjulegur, enda viðmót hjón- anna beggja og þama þeirra þann- ig, að ekki gat már dulist að ég var velkomin á heimili þeirra. Ég tel mig síðan hafa búið að ýmsu því sem ég lærði undir vemdarvæng frænda míns í þenn- an skamma tíma. Ég var kominn á þann aldur, að tímabært var orðið að kynnast alvöm lífsins með meiri þátttöku en áður í hinum léttari sveitastörfum. Engum manni hef ég kynnst á lífsleiðinni, sem haft hefur betra lag á þvi vandasama verki að segja ungling- um til við vinnu. Það var hvorki gert með skömmum né væli, held- ur með þeirri notalegu festu og yfirvegun, sem einkenndi hann svo mjög, ásamt skýrri leiðsögn og hvatningu. Ávallt lét hann í ljós, að hann kunni að meta vel unnið starf. Sjálfur var hann vinnusamur með afbrigðum, þrekmaður mikill, en vandvirkur þó. Honum vom gjaman falin mannaforráð og þeir sem störfuðu með honum eða und- ir stjórn hans hrifust ósjálfrátt með. Meðfram búrekstri stundaði Mundi jafnan mörg önnur störf, svo sem vörubílaakstur, kennslu og húsasmíði, en til alls þessa hafði hann lært. Jafnframt gegndi hann embætti hreppstjóra og ýmis önnur trúnaðarstörf vom honum gjarnan falin. Réð þar ekki per- sónulegur metnaður hans heldur það mikla traust, sem hann ávann sér með vönduðum störfum sínum og hreinskiptinni framkomu í hví- vetna. Hann mátti í engu vamm sitt vita. Eftir að frændi minn hætti bú- skap og fjölskyldan fluttist búferl- um til Seltjarnarness stundaði hann fyrst atvinnurekstur sem húsasmíðameistari, en réðst síðan sem forstöðumaður hjá fasteign- um ríkissjóðs. Þá sem fyrr héldust náin vinabönd milli fjölskyldu hans og foreldra minna og eiga þau honum margan góðan greiða að þakka. Við atvinnu sína hér syðra átti hann einnig samstarf við föður minn og bróður, sem báðir em húsasmíðameistarar. Reyndist hann þeim í því sem öðra drengur góður. Samskipti mín við frænda minn og fjolskyldu hans hafa í seinni tíð að vísu ekki verið eins tíð og í sveitinni fyrr á ámm. En fagnaðarfundir vom það ávallt, þegar við hittumst. Ég fann, að frændsemi hans hafði í engu breyst. Handtakið var ennþá jafn þétt og hlýtt, greiðviknin og höfð- ingslundin ennþá söm. Um leið og ég þakka frænda mínum samfylgdina sendi ég eiginkonu hans, bömum, tengda- bömum og bamabömum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að blessa minnngu hans. Guðlaugur Stefánsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Föstudaginn 21. ágúst sl. lést Ingimundur móðurbróðir okkar í Landspítalanum eftir stutt og erfíð veikindi. Hann fæddist á Reykhól- um í Austur-Barðastrandarsýslu 11. september 1933, sonur hjón- anna Jóhönnu Hákonardóttur og Magnúsar Ingimundarsonar, bónda og hreppstjóra að Bæ í Króksfírði, þau era bæði látin. Mundi, eins og hann var kallað- ur, ólst upp að Bæ í stómm systk- inahópi. Hann kvæntist 25. júlí 1959 eftirlifandi konu sinni, Sjöfn K. Smith, dóttur hjónanna Laufeyj- ar og Sverris Smith, loftskeyta- manns. Þau eignuðust fjögur böm sem eru: Magnús, og á hann fjög- ur böm; Laufey; Sverrir, sem á tvö böm; og Hjördís, sem enn er í heimahúsum. Minningar um ótal yndislegar samverastundir með Munda em okkur ofarlega i huga á þessari stundu. Við systkinin vomm öll okkar uppvaxtarár á sumrin að Bæ, þar sem við tengdumst sterk- um böndum frændfólkinu, því var Mundi okkur kærari en móður- bróðir. Alltaf tók hann á móti okk- ur með opinn faðminn og brosinu sínu. Þær vora margar stundimar sem við áttum á heimili Sjafnar og Munda eftir að þau hófu búskap að Bæ. Nú þegar kveðjustundin er rannin upp viljum við þakka þá alúð og kærleika sem hann hefur alla tíð sýnt okkur. Elsku Sjöfn mín og börn, við viljum biðja Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð veri minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna, Hrefna og Salóme Friðgeirsdætur. í dag er til moldar borinn Ingi- mundur Sigurður Magnússon húsasmíðameistari, en hann lést 21. þ.m. eftir skamma en stranga sjúkdómslegu. Andlát Ingimundar er nánustu ættingjum hans og samverkamönnum mikill harmur enda fellur hann frá langt um ald- ur fram, 58 ára gamall. Ingimundur var fæddur 11. september 1933 að Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Að honum stóðu vestfírskar ættir, en foreldrar hans vora Magnús Ingi- mundarson, hreppstjóri og bóndi í Bæ í Reykhólasveit og Jóhanna Hákonardóttir frá Reykhólum. Bær stendur í þjóðbraut svo sem þeir þekkja er um Barðastrandar- sýslu fara. Þar hefur sama ættin búið í hartnær eina öld og búið vel og í margbýli. Rómuð er gest- risni bænda í Bæ og margur ferða- langur hefur lagt leið sína þangað á liðnum áram og áratugum. Sem unglingur stundaði Ingi- mundur nám í Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði og lauk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.