Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 SIEMENS Þvottavélar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofnar GœÖatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Vjterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðiU! Stjóruarskráin og EES-samningurinn eftir Björn Þ. Guðmundsson Þann 22. júlí sl. sendi ég af sjálfsdáðum utanríkismálanefnd Alþingis álitsgerð sem var afrakstur sjálfboðavinnu minnar við rann- sóknir á stjómarskrá íslands gagn- vart frumvarpi til laga um staðfest- ingu á hinum viðamikla samningi um aðild íslands að EES. í bréfi með álitsgerðinni gat ég þess m.a. að mér rynni til rifja gálaust tal ýmissa stjórnmálamanna um stjóm- arskrárlegan þátt málsins, en ekki er rúm til að rekja efni þess bréfs nánar hér. Að afloknu sumarleyfi, þann 13. ágúst sl., bað ég Morgunblaðið, að birta álitsgerð mína, ekki síst vegna þeirra íjölmörgu, hvaðanæva að af landinu, sem höfðu samband-við mig og vildu vita nánar efni henn- ar, sem sjónvarpið og útvarpið höfðu sagt frá. Morgunblaðið treysti sér ekki til að birta álitið í heild en bauð mér að „fjalla um sjónarmið mín í venjulegri blaða- grein“. Það ætla ég að þiggja en fer þá leið að birta orðrétta úr- drætti úr álitsgerðinni með millifyr- irsögnum. Afdrifarík ákvörðunartaka Álitsgerðin hefst þannig: Með skýrslu lögfræðinganefndar utan- ríkisráðherra, dags. 6. júlí sl., um stjórnarskrána og EES-samning- inn, sem nefndin kallar „mat“, er fenginn góður grundvöllur til mál- efnalegrar lögfræðilegrar umræðu um afdrifaríkasta lögfræðilegt álitaefni sem þjóðin hefur hingað til sameiginlega staðið andspænis, en sú umræða hófst raunar fyrst með svonefndum borgarafundi Lög- fræðingafélags íslands í síðasta mánuði. Segja má að nægilegar forsendur fyrir slíkri umræðu hafi ekki legið fyrir fyrr en nú um stund- ir, svo skammt sem liðið er frá því að hið viðamikla frumvarp til laga um EES-samninginn var lagt fram á Alþingi. Er vonandi að þjóðin beri gæfu til að Alþingi taki ekki ákvörðun í þessu mikilsverða stjórn- arskrármáli fyrr en allir lögfræði- legir þættir þess hafa verið rann- sakaðir til þeirrar hlítar sem vit okkar stendur til. „Á grundvelli viður- kenndra lögskýringar- aðferða stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar tel ég vafa leika á að fram- sal það á framkvæmd- ar- og dómsvaldi sem felst í EES-samningn- um og hér um ræðir, standist gagnvart gild- andi réttarreglu 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þennan vafa tel ég svo mikinn að ekki megi taka áhættu af því að lögfesta EES-samning- inn að óbreyttri sljórn- arskrá.“ Nauðsyn víðtækrar lögfræðiumræðu Þá segir í álitinu: Við úrlausn þessa álitaefnis reynir fyrst og fremst á þekkingu á lögskýringar- aðferðum stjómskipunarréttar, sem er grundvallarfræðigrein innan lög- fræðinnar og allir lögfræðingar eiga að kunna skil á. Því mætti ætla að víðtæk lögfræðileg umræða um málið gæti hafist af fullum krafti. Hér á eftir ætla ég að tína til nokkur atriði sem slík umræða verður að byggjast á. 1. Það skiptir máli hvernig menn nálgast viðfangsefnið. Grundvallar- sjónarmiðið verður að vera það að líta fyrst og fremst til stjómarskrár- innar og spyija sem svo: Er eitt- hvað það í því lagafrumvarpi sem nú liggur fyrir sem hugsanlega brýtur í bága við þessa stofnskrá hins íslenska lýðveldis, stjórnar- skrána? Viðfangsefnið má hins veg- ar ekki nálgast þannig að spurt sé: Er unnt að tína til nægileg lögfræði- leg rök fyrir því að komast megi hjá þeirri umfangsmiklu aðgerð og þeirri pólitísku áhættu sitjandi ríkis- stjórnar að breyta stjórnarskránni vegna nauðsynlegrar lögfestingar EES-samningsins? 2. Að mínu viti dugar ekki lögfræði- lega að reyna að sýna fram á að formlega sé í lagi að lögfesta EES- samninginn en ef hins vegar komi síðar í ljós að ákvæði hans bijóti í bága við stjórnarskrána sé unnt að bregðast við því samkvæmt ákvæð- um hennar sjálfrar. 3. Lögfræðileg rannsókn þessa álitaefnis verður að miða að því að reyna að sjá fyrir hvort samningur- inn, eins og hann liggur núfyrir, bijóti í bága við stjórnarskrána eins og hún nú er. Með öðrum orðum, hvort nauðsynlegt sé að breyta stjómarskránni núna vegna þess að fyrirsjáanlegt sé að upp muni koma síðar að einstök ákvæði EES- samningsins standist hana ekki. 4. Vandamálið sem alþingismenn standa frammi fyrir nú er því það, hvort þeir séu reiðubúnir að taka þá áhættu að Hæstiréttur komist að því, t.d. eftir þijú til fjögur ár, að tiltekin ákvæði EES-samnings- ins standist ekki stjórnarskrána. 5. Verði teflt á tæpasta vað í þess- um efnum getur sú staða komið upp að handhafar löggjafarvalds, alþingismenn, hafi sett æðstu hand- hafa dómsvalds í þá stöðu að síðar geti þeir ekki annað en talið EES- samninginn standast stjórnar- skrána vegna þess að önnur niður- staða leiddi til slíkrar röskunar í þjóðfélaginu að nálgaðist ómögu- leika í framkvæmd. 6. Við röksemdarfærslu má það ekki vera leiðandi sjónarmið að eitt- hvað sem áður hefur verið gert, hvort heldur er með lagasetningu, stjórnsýsluákvörðunum eða dóm- um, og talið hefur verið vafasamt að hefði nægilega stoð í stjórnar- skránni, réttlæti það í þessu máli að slaka megi á kröfum um stjórn- arskipulegt gildi laga. 7. Við lögskýringu stjórnarskrár- innar verður að sjálfsögðu að halda sig alfarið við það sem telst gild- andi réttur en ekki einhveijar óljós- ar hugmyndir um að hugsanlega sé stjórnarskrá okkar orðin gamal- dags og hana megi skýra sam- kvæmt einhveijum óskilgreindum nútímaviðhorfum gagnvart lands- rétti, Evrópurétti eða þjóðarrétti. Slíkar hugleiðingar eiga ekki við nú _og allra síst við þetta álitaefni. 8. ísienska stjórnarskráin er ekki margorð. Hún hefur að geyma al- Björn Þ. Guðmundsson gjörar grundvallarreglur stjórnar- skipunar okkar. Fara verður mjög varlega í að líta svo á að í henni felist venjulegar meginreglur eins og oft er sagt um almenn lög, sem svo ýmsar undantekningar séu frá, t.d. eins og í skattalögum. 9. Við úrlausn þessa álitaefnis er algjör nauðsyn að framkvæma sögulega rannsókn á þeim ákvæð- um stjórnarskrárinnar sem til skoð- unar eru og bera þau saman við samsvarandi ákvæði í stjórnar- skrám þeirra ríkja sem okkur eru lögfræðilega skyldust, einkum og sér í lagi Danmörku. 10. Fram þarf að fara tæmandi rannsókn á því hvort og þá í hve ríkum mæli framsal ríkisvalds hefur átt sér stað til erlendra aðila eða þjóðréttarstofnana, hvort heldur um er að ræða löggjafarvald, fram- kvæmdavald eða dómsvald, því fá einstök dæmi nægja ekki til álykt- ana þegar stjórnarskráin á í hlut. Verður að leggja ríka áherslu á að um sé að ræða nákvæmlega sam- bærileg tilvik og her er um að ræða. Lögfræðilegur vafi er verulegur Næst vík ég ítarlega að grund- vallaratriðum stjórnskipunar okkar og þeim fræðilegum meginforsend- um sem ég byggi niðurstöður mínar á. Af áðurnefndum ástæðum gefst ekki rúm til að rekja það efni hér og verð ég því að láta við það sitja og greina einungis frá niðurstöðun- um, sem eru þessar: 1. Lögfræðilegt mat í þessum efn- um er erfiðara fyrir þá sök að um er að ræða lögfestingu þjóðréttar- samnings en ekki venjulegs laga- texta. Það leiðir af eðli máls að Kennslahefst 14. september. Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 frákl. 11-19. Skírteini verða afhent laugardaginnl2. september á eftirtöldum tímum: Forskóli 4-6 ára kl. 12-14. • 7 ára og eldri kl. 14-16. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING, RUSSIAN METHOD. Félag íslenskra listdansara. BALLET KLASSISKUR BALLET BflLLETSHÓLI SIGRÍOflR flRmflfin SKÚLAGÖTU 32-34 <►<►<►

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.