Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 9

Morgunblaðið - 16.09.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 9 r Nudd Helgarnámskeið Kenni öll helstu grund- vallaratriði í heilnuddi. Persónuleg leiðsögn. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Hjón og pör sérstaklega velkomin. Ragnar Sigurðsson, nuddari. Upplýsingar og skráning í síma 91 -620616 eftir kl. 19.00. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Frelsi í gjald- eyrismálum Alþýðublaðið birti við- tal í gær við Jón Sigurðs- son, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, þar sem hann (jallar um margvís- leg áhrif EES og gerir grein fyrir þeim laga- frumvörpum um marg- vísleg málefni, sem nú eru til meðferðar á Al- þingi í tengslum við EES- samninginn. í viðtalinu segir Jón Sigurðsson m.a.: „Viðskiptafrum- vörpin eru um gjaldeyris- og innflutningsmál. Þar sem verið er að festa í sessi frelsisreglur, þ.e.a.s. að það sé í íslensk- um lögum leyft, sem ekki er sérstaklega bannað í gjaldeyrisviðskiptum og innflutningsverslun. Reglan í gildandi gjald- eyrislöggjöf er hið þver- öfuga, þar er í reynd allt bannað nema það sé sér- staklega leyft. Ég hef að vísu framkvæmt þau lög mjög fijálslega, þ.e.a.s. ég hef rýmkað um þau mjög frá árinu 1990. Mér finnst hins vegar eðlilegra, að lögin séu í samræmi við breyttan tíðaranda. Það er hags- munamál viðskipta og neytenda, að menn séu fijálsir að því að versla með gjaldeyri eins og aðra liluti. Það frumvarp er áfangi í þá átt og mér finnst athyglisvert, að því máli var n\jög vel tekið af stjómarandstæðing- um flestum fyrir helgi og ekki mikið um and- mæli þar.“ Sömureglur og gilda í Evr- ópu Síðan segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að á fjármagnsmarkaði sé stefnt að því að setja sömu reglur og gildi í Evrópu. Hann segir: „Setja reglur sem gilda i Evrópu þannig að okkar fyrirtæki geti tekið þátt í viðskiptum sem fullgild- ir aðilar, hafi samskonar efnaliagslegar grund- vallarreglur, að sams- Hvað fylgir í kjölfar EES? Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, fjallaði í viðtali við Alþýðublaðið í gær um margvísleg áhrif aðildar okkar að EES og þau lagafrumvörp, sem þarf að lögfesta í tengslum við samninginn og nú eru komin til umræðu á Alþingi. í Staksteinum í dag eru birtir nokkrir kaflar úr viðtali Alþýðu- blaðsins við ráðherrann. konar öryggis- og eftir- litsákvæði gildi um þau eins og gengur og gerist í Evrópu. Þama er í raun og vem ekki verið að breyta neinum gmndvallarregl- um heldur er verið að færa þetta í samþýðan- legan búning og reyndar líka verið að breyta lög- gjöf, sem er tiltölulega nýlega sett, í ljósi reynsl- unnar, til þess að tryggja öryggi viðskiptavina þessara fyrirtækja. Jafn- framt er verið að gera það klárt að þessi is- lensku fyrirtæki séu jafn tryggilega varin með ör- yggisreglum eins og ann- ars staðar á EES-svæð- inu.“ Auðlindir i jörðu og fall- vötnin Þá segir Jón Sigurðs- son um önnur málefni: „Þar em kannski mikil- vægust tvö fmmvörp; um auðlindir í jörðu og virkj- unarrétt vatnsfalla. Þau hafa þegar verið samin á vegum míns ráðuneytis og em nú til yfirferðar hjá sérstakri sérfræð- inganefnd sem stjómar- flokkamir hafa sett í það mál. í þessum tillögum er m.a. gert ráð fyrir ótvíræðum ákvæðum um eignarrétt þjóðarinnar á þessum auðlindum á al- menningum og í iðmm jarðar. Hér er mikið mál á ferðinni og ekki búið að ganga alveg frá því. Siðan em að koma fmmvörp um stofnana- fyrirkomulagið á lána- markaðinum, um við- skiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir. Það er fyrst og fremst formfrágangur því við erum með tiltölulega nýj- ar reglur á þessu sviði en við þurfum að steypa þessu í það mót sem er beint tengjanlegt við EES-reglumar.“ Aukið láns- traust Loks segir Jón Sig-- urðsson: „Eg er alveg sannfærður um það að staða íslands i alþjóðleg- um samanburði og hinu evrópska efnahagsum- hverfi hefur batnað að undanfömu. Ég hugsa að við séum eina Evrópu- landið þar sem mat á lánstrausti hefur farið hækkandi. Island er ör- ugglega eitt Norður- landa um það að hafa bætt sitt lánstraust að undanförau. Það er augljóst af hveiju það stafar. Við höfum náð hér hálfrar aldar takmarki um að ná sæmilega stöðugu verð- lagi. Við emm nú með minni verðbólgu en ger- ist i löndunum hér i kringum okkur. Við er- um með betra atvinnu- ástand en þekkist í flest- um Evrópulöndum ef ekki það besta. Við þurf- um að reyna að halda þvi. Við þurfum að sjálf- sögðu að reyna að auka hagvöxtinn en það em ekki til þess neinar töfra- lausnir. Ég held að við höfum núna óvenjulegt tækifæri til að virkja nýtt vaxtar- skeið, annars vegar á gmndvelli þessa stöðug- leika í efnahagsmálum og hins vegar samnings- ins um Evrópska efna- hagssvæðið, sem felur í sér möguleika til fram- fara en það er ekkert sem við fáum fyrirhafn- arlaust Við verðum að leggja okkur eftir því og ég verð að játa það, að ég sakna þess nokkuð að samtök í atvinnulifinu, bæði þjá launafólki og atvinnurekendum, skuli ekki hafa rekið fastar á eftir Alþingi að klára þetta EES-mál. Ég lít svo á að það sé eitt stærsta atvinnumálið i dag og bendi á að þessi samning- ur mun færa islensku fiskverkafólki ný verk- efni ef rétt er á haldið. Við bíðum eftir slíkum verkefnum, t.d. á Suður- nesjum og reyndar um allt Reykjaneskjördæmi, svo ég taki nú það sem I er mér nærtækast.“ Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverflsgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 9,2% raunávöxtun Oryggi Eigna rs k a ttsfrelsi Ekkert innlausnargjald SJÓÐSBRÉF 5 Sjóðsbréf 5 eru eignarskattsfrjáls og henta því vel þeim sem greiða háan eignarskatt. Sjóður 5 er einnig mjög öruggur þar sem hann fjárfestir eingöngu í verðbréfum með ábyrgð Ríkissjóðs Islands. Bréfin bera góða ávöxtim og hefur raunávöxtun þeirra verið 9,2% sl. 6 mán. Bréfin eru mjög sveigjanleg þar sem þau eru fáanleg í hvaða einingum sem er. Þau er einnig hægt að innléysa hvenær sem er án innlausnargjalds. RáðgjafarVIBveitafrekari upplýsingar um Sjóðsbréf 5 og auk þess er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VIB. * Arsávöxtun m.v. sl. 6 mán. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.