Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 15

Morgunblaðið - 16.09.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 15 Vísindasjóður Gigtarfélagsins getur gjörbreytt aðstöðu til gigtarrannsókna hérlendis Aðstæður eru mjög góðar hér- lendis til að greina orsakir gigtsjúk- dóma sem eru afleiðing af víxilverk- un milli erfðaupplags og umhverfís- þátta. Jafnframt hefur á undan- fömum árum þróast mjög náin og traust samvinna milli gigtsjúk- dómalækna, erfðafræðinga og ónæmisfræðinga og hefur þegar náðst töluverður árangur af þessu samstarfí. Hins vegar vantar til- finnanlega fjárhagslegan grundvöll til þess að raunhæft sé að þessi samvinnufúsi hópur geti hagnýtt ákjósanleg skilyrði hérlendis til þess að taka frumkvæði í fjölþjóðlegum rannsóknum sem hafa það mark- mið að leiða í ljós orsakir alvar- legra gigsjúkdóma eins og iktsýki og rauðra úlfa. Til þess þarf að byggja upp sérstaka rannsóknarað- stöðu þar sem hægt verður að sam- virkja þá reynslu og fæmi sem er þegar til staðar hérlendis á þessu sviði og jafnframt að laða hingað til þessa samstarfs bæði erlenda fræðimenn og íslenska sérfræðinga sem starfa erlendis. Foi-senda alls þessa er að lands- menn styðji við bakið á Gigtarfélagi íslands við öflun fjár í vísindajóð fé- lagsins og ef vel tekst til er Ijóst að mögulegt verður að gjörbreyta að- stöðu til gigtarrannsókna hérlendis. Höfundur er prófessor, forstöðumnður Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði og formaður vísindaráðs Gigtarfélags Islands. minnst á að þau hafí verið þreytt eftir erfiði dagsins og enginn eltir þau uppi og tekur mynd af þeim við sitt athyglisverða starf. Þau verða sjálf að gefa sig fram á skrif- stofu blaðsins til að svo megi verða. Hvað er að þessu þjóðfélagi að menn sem ganga berserksgang og tekst að pína dýr til dauða fá svo jákvæða athygli? Eftir að fréttin birtist um börnin sem tóku að sér hlutverk böðlanna lá við að dýra- verndarmönnum féllust hendur. Síminn stansaði ekki. Nú var fólki nóg boðið og það lét sorg sína og leiða í ljós. Það má eiginlega orða það þannig að okkur hafi liðið eins og við stæðum fyrir framan Esjuna með teskeið og ætluðum að flytja hana upp í Borgarfjörð. Hvernig er hægt að snúa hugarfari heillar þjóðar? Með fræðslu? Jú, hvar hefur hún brugðist? Hvernig stendur á því að börn fara illa með dýr? Það er fyrir þeim haft. Það er hið eina raunhæfa svar. Minkurinn og refurinn eru lifandi verur og eiga sinn tilverurétt. Skað- inn sem þessi dýr valda er umdeild- ur og af mörgum talinn ofmetinn. Greni eru heimili þeirra. Minkamir sem börnin gerðu útaf við áttu sér heimili þar sem verið var að ala önn fyrir ungviði og koma því á legg. Það er auðvelt að gera sér í hugar- lund angist þeirra sem verða fyrir árásum sem þessum klukkustund- um saman. Það er líka auðvelt að gera sér í hugarlund hvílíkt felmtur grípur þau dýr sem allt í einu finna skerandi sársauka í einn fótinn — eru föst í dýraboga. Stjórn SDÍ og Skuld lýsa eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig megi koma fræðslu til upp- rennandi kynslöðar þannig að hún skilji að dýr geta fundið til og orð- ið hrædd. Það er okkar mannanna að reyna að sjá til þess að enginn meiði þau né hræði. Ritstjórn dagblaðanna biðjum við að gera þjóðinni ljóst að menn — og lítil börn — verðuskulda ekki lof og upphefð fyrir grimmd og brot á dýraverndarlögum. Edda Bjarnadóttir er hópstjóri Skuldar, vinnuhóps Sambands dýraverndarfélaga íslands til verndar villtum dýrum. Jórunn Sörensen er formaður Sambands dýra verndarfélaga íslands. Sumarbrids í Reykjavík ___________Brids_____________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík lauk síðasta laugardag. Þátttaka í sumar hefur slegið öll fyrri met og nánast fullt hús síðustu vikurnar. Mest varð þátttakan 60 pör á einu kvöldi og 210 pör á einni viku. Meðal þátttaka á kvöldin (alls spilað 69 kvöld) var 35 pör, en samtals mættu tæplega 2.400 pör til leiks yfir sumarið (4.800 manns). Umsjónarmaður, Olafur Lárusson, vill þakka fyrir einstaklega góða að- sókn spilara. Sumarið var skemmti- legt. Þröstur Ingimarsson varð brons- meistari sumarsins, eftir hörku bar- áttu við þá félaga Lárus Hermannsson og Guðlaug Sveinsson. Þessir 3 spilar- ar voru í nokkrum sérflokki spilara (hvað varðaði stigasöfnun) en alls hlutu tæplega 320 spilarar stig eftir sumarið. Á fimmtudag mættu 37 pör til leiks. Spilað var í 3 riðlum. Sigurvegarar riðlanna urðu: A) Vilhjálmur Sigurðs- son — Þráinn Sigurðsson. B) Páll Þ. Bergsson — Sveinn Þorvaldsson. C) Ragnheiður Niélsen — Sigurður Ólafs- son. Á föstudag mættu 32 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S: Alfreð Kristjánsson - Óli Bjöm Gunnarsson 511 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 509 Guðrún Jóhannesdóttir - Þórir Leifsson 464 A/V: Páll Þ. Bergsson - Sveinn Þorvaldsson 537 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 520 Inga Lára Guðmundsd. - Hanna Friðriksdóttir 504 Á laugardag mættu svo 27 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S: Gylfi Baldursson — Hjálmar S. Pálsson 376 Bjöm Þorláksson — .Jón Björnsson 288 Jón Viðar Jónmundsson — Valdimar Elíasson 281 A/V: LárúsHermannsson-ÞórirLeifsson 326 EirikurHjaltason-Þrösturlngimarsson 305 Júlíana Isebam - Margrét Margeirsdóttir 302 Röð stigaefstu spilara varð: Þrösturlngimarsson 834 LárusHermannsson 819 GuðlaugurSveinsson 751 ErlendurJónsson 540 ÞórðurBjömsson 461 Björn Theodórsson 383 Guðrún Jóhannesdóttir 374 ÓskarKarlsson 373 Gylfi Baidursson 370 Jón Viðar Jónmundsson 352 Albert Þorsteinsson 301 RagnarJónsson 296 SveinnÞorvaldsson 279 Magnús Sverrisson 273 JensJensson 270 Gísli Steingrímsson 265 Gísli Hafliðason 249 Sveinn Sigurgeirsson 248 Jóhannes Guðmannsson 246 Dan Hansson 239 SigurðurB. Þorsteinsson 238 Jón St. Ingólfsson 237 Nýjung hjá Skagfirðingum Skagfirðingar hófu haustspila- mennsku sína þriðjudaginn 15. sept- ember eins og fram hefur komið. Spil- aður verður eins kvölds tvímenningur. Skráning í haustbarometer er einnig hafin, á spilakvöldum og hjá Ólafi Lárussyni í s. 16538. Einnig verður bryddað upp á þeirri nýjung, að frá og með sunnudeginum 20. september verður boðið upp á eins dags spilamennsku í Drangey við Stakkahlíð 17. Umsjónarmaður verður Ólafur Lárussom í boði, til að byija með, verður tölvuvæddur Mitchell. Síðar í vetur er stefnt á að bjóða upp á ódýrt helgarmót (silfurstigamót) í samvinnu við Bridssamband Reykja- víkur. Þetta framtak er hugsað sem fram- hald á Sumarbrids, til að bjóða áhuga- fólki um bridsspilamennsku upp á fleiri valkosti en nú standa til boða. Vetrarbrids Skagfirðinga hefst á sunnudaginn kemur kl. 13. Venjulegt keppnisgjald; sama fyrirkomulag og í Sumarbrids. Verið velkomin. mmm B ■ EINS nnudag 12-16 TÆKIFÆRI Allir fá gos og Marabou sœlgœti SÉRTILBOÐ: ' * iix- BAÐINNRETTINGUM OG FATASKÁPUM ’ M m' } MÖGNUÐ VERSLUN í MJÓDD Álfabakka 16 @ 670050 * GILDIR EKKI Á INNRÉTTINGUM OG HEIMILISTÆKJUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.