Morgunblaðið - 16.09.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992
AÐALFUNDUR SKOGRÆKTARFELAGS ISLANDS
í Botni í Hvalfirði tók fjölskylda Helga Eyjólfssonar, Sigríður
H. Hermannsdóttir, Hákon Zimsen, Helgi Zimsen, Helga Helga-
dóttir, Kirstín Flygenring, Sigurður R. Helgason, Kristinn Zims-
en, Kristján Zimsen, Oddný S. Jónasdóttir og Hermann Helga-
son, á móti skógræktarfólki í skógarreit sem fjölskyldan hefur
plantað á undanförnum árum.
Karl Eiríksson forstjóri Bræðranna Ormsson, SveiTÍr Sveinsson
forstjóri Héðins hf., Björn Ásgrímsson framkvæmdastjóri Um-
búðamiðstöðvarinnar hf., Hjálmar Kristinsson eigandi Helgason
og Co. og Tryggvi Pálsson bankastjóri íslandsbanka, en þessum
aðilum var veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við Skóg-
ræktarfélag íslands á árinu.
Þrjátíu og fimm gnmnskól-
um úthlutað úr Yrkjusjóði
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands var að þessu sinni
haldinn á Akranesi í boði Skógræktarfélags Akraness, sem er
50 ára um þessar mundir. Á fundinum voru meðal annars sam-
þykktar tillögur varðandi gerð áætlana um skjólbeltarækt og
tilmæli til sveitarfélaga um að setja ákvæði um að lausaganga
búfjár verði heft. Þá kom fram einlægur vilji fundarmanna til
að stuðla að framhaldi landgræðsluskógaverkefnisins að minnsta
kosti til aldamóta. Kynntir voru reikningar Yrkju, en 35 grunn-
skólar fengu úthlutun úr sjóðnum á árinu.
Á fundinum voru reikningar unar landsins, kynntir en Skóg-
Yrkju, sjóðs æskunnar til rækt- ræktarfélag íslands berfjárhags-
lega ábyrgð á starfsemi sjóðsins.
Hann var stofnaður í tilefni af-
mælis Vigdísar Finnbogadóttur
forseta Islands en hún heiðraði
fundinn með nærveru sinni. Fram
kom að samtals 35 grunnskólar
á landinu höfðu fengið úthlutun
á árinu en það var í fyrsta sinn
sem veitt er úr sjóðnum til
plöntukaupa. Tóku 3.172 nem-
endur þátt í gróðursetningunni
síðastliðið vor og gróðursettu
—»-----------------------------
45.160 plöntur, mest birki.
Auk almennrar umræðu um
störf félaganna voru flutt
fræðsluerindi um skógrækt. Sig-
valdi Ásgeirsson á Mógilsá gerði
grein fyrir skjólbeltaræktun og
áhrifum þeirra á annað gróðurfar
og Ása Aradóttir plöntuvistfæð-
ingur kynnti niðurstöðu úttektar
á gróðursetningu Landgræðslu-
skóga 1991 en þar virðist ís-
lenska birkið standa sig best.
Tilraunir gerðar með kynbæt-
ur á lerki til nytjaskógræktar
Dr. ÞRÖSTUR Eysteinsson lífeðlisfræðingur telur að innan sjö
ára verði hægt að hefja ræktun á kynbættu lerki hér á landi
sem hæfir íslenskum aðstæðum. Með því móti ætti að vera unnt
að koma upp sterkum, viðamiklum íslenskum lerkistofni til
nyljaskógræktar. Þröstur hefur unnið við rannsóknir á þessu
sviði í Bandaríkjunum með góðum árangri og hefur nú verið
ráðinn að hálfu til Skógræktar ríkisins, að Vöglum í Fnjóskárd-
al, þar sem hann mun fá aðstöðu fyrir rannsóknir sínar á rússa-
lerki.
„Fólk hefur lengi kynbætt þær
lífverur sem eru í kring um þa<}
eins og til dæmis húsdýr," sagði
Þröstur. „Vegna þess að við höf-
um valið þau úr í gegnum tíðina
hafa náðst fram hjá þeim þeir
eiginleikar sem henta okkur og
það sama er hægt að gera með
tré. Þau eru eins og kýr og kind-
ur að því leyti." Sagði hann að
víða um lönd væri mikill áhugi
á að stunda markvissari kynbæt-
ur á tijám til þess að ná fram
eiginleikum eins og meira viðar-
magni og örari vexti. „Við erum
að flytja til landsins tegundir frá
öðrum löndum meðal annars með
það að markmiði að koma af
stað nytjaskógrækt en við þurf-
um einnig að huga að öðrum
hlutum. Ef til vill hafa þessar
tegundir ýmis góð einkenni en
eru ekki nógu vel aðlagaðar ís-
lenskum aðstæðum. Hafa lítið
frostþol eða þola illa þennan rysj-
ótta vetur sem hér er. Þannig
að það eru ýmis æskileg ein-
kenni sem sumir einstaklingar
innan tegundanna hafa og þá
einstaklinga vildum við gjaman
velja úr, fjölga þeim og nota til
undaneldis."
Hormón örva blómgun
Þröstur sagði, að doktorsrit-
gerð hans í Bandaríkjunum hafi
snúist um að hraða kynbótum á
lerki. í stuttu máli voru valin tré
í skóginum með æskileg ein-
kenni, teknar af þeim greinar,
þær græddar á rót og ræktaðar
í gróðurhúsi. Þar var vextinum
hraðað með mikilli áburðargjöf
og vökvun og síðan beitt ýmsum
aðferðum til að örva blómgun til
dæmis með hormónagjöf. Gengið
hefur verið úr skugga um að
hormónin hafí ekki áhrif á vöxt
síðar. Því er sprautað á tréð að
vorlagi og svarar það hormónag-
jöfínni með blómstrun ári síðar
þegar áhrif hormónsins eru horf-
in. /
„Rannsóknir mínar fólust í
hvemig best væri áð gefa horm-
ón og hversu mikið og hvort
ekki væri hægt að láta lerki
blómgast í gróðurhúsi en það
hafði ekki verið reynt áður að
ráði,“ sagð Þröstur. „Þegar
blómgunin var ljós í gróðurhús-
inu var farið að víxla tijánum
og búa til afkvæmafjölskyldur.
Þeim var síðan plantað út til að
kanna vöxtinn. Um leið er hægt
að framkvæma ýmsar prófanir á
eiginleikum þeirra eins og frost-
þoli. Með þessum hætti fást niðu-
stöður mun fyrr en þegar plönt-
um er plantað úti.
Þröstur Eysteinsson lífeðlis-
fræðingur
Ég vann með mýrarlerki, evr-
ópulerki og japanslerki en í leið-
inni áttaði ég mig á því að ein-
staklingar innan tegundanna eru
það fijósamir að þeir bera mikið
og gott fræ í gróðurhúsum. í
íslenskri skógrækt hefur það
lengi verið vandamál að fá fræ
af réttum uppruna af rússalerki,
en það er mest notað í skógrækt
hér. Þess vegna datt mér í hug
hvort hægt væri að framleiða fræ
hér. Ekki einungis að kynbæta
stofninn heldur koma upp fræ-
garði í gróðurhúsum og fram-
Ieiða alla vega hluta af því fræi
sem notað er til skógræktar á
íslandi. Þar að auki er það fræ
sem flutt er inn dýrt og ekki
endilega úrvalsfræ fyrir okkur.
Það kemur úr erlendum skógum
eða gróðrarstöðvum, þar sem
einstaklingarnir eru mjög mis-
jafnir og þar sem tré hafa verið
valin með tilliti til þess hvernig
þau vaxa í Finnlandi, Svíþjóð eða
Rússlandi en ekki á íslandi. Það
sem við þurfum að gera er að
velja bestu einstaklingana sem
þegar vaxa á íslandi, koma þeim
í fjölgun og nota þá til undaneld-
is. Þannig ættum við að fá betri
tré, tré sem eru beinvaxnari,
vaxa hraðar og hættir síður við
kali svo dæmi séu tekin.“
Bestu einstaklingar valdir
í haust verður farin sérstök
ferð í skóga Iandsins og bestu
lerkitréin valin. Að vori verða
teknar greinar, þær græddar á
rætur og þeim komið til í gróður-
húsi. Ágræddu greinarnar verða
í gróðurhúsi í tvö til þrjú ár og
sagði Þröstur að til að byija með
væri um tilraun að ræða þar sem
ekki væri vitað hvort Síberíulerki
eða Rússalerki svaraði til dæmis
hormónagjöf. „Ef allt gengur
vel, gæti verið komið lerkifræ,
eða plöntur af fræi af þessum
úrvals íslensku tegundum eftir
sex til sjö ár, það er að segja
fyrstu prófanir," sagði Þröstur.
„Síðan er hugsanlegt ef farið er
samhliða af stað með frægarð
að hefja einhveija fræframleiðslu
þó svo afkvæmin hafi ekki verið
prófuð."
Sagði hann að þessi aðferð
þyrfti ekki að vera bundin við
lerki. Þegar væri hafin fræfram-
leiðsla á birkifræi í gróðurhúsi
fyrir Reykjavíkursvæðið. Þá til-
Sigurbjörn Einarsson hjá Iðn-
tæknistofnun sýndi tvö mynd-
bönd og flutti erindi um svepprót
og áhrif hennar á vöxt tijá-
plantna. Þá flutti Þröstur Ey-
steinsson lífeðlisfræðingur erindi
um kynbætur og fræframleiðslu
á lerki.
Fundargestum var boðið í
skoðunarferð um nágrennið og
var meðal annars komið við í
skógarreit Skógræktarfélags
Akraness sem jafnframt er vin-
sælt útivistarsvæði Akurnesinga.
Þá var komið við í skógræktar-
reit Skógræktarfélags Skil-
mannahrepps, þar sem Oddur
Sigurðsson formaður félagsins
gerði grein fyrir gróðursetningu.
Félagið er fámennt en hefur
komið miklu í verk með góðum
árangri á síðustu árum. Ferðinni
lauk í Botnsdal í Hvalfirði þar
sem fjölskylda Helga Eyjólfsson-
ar tók á móti skógræktarfólki
og bauð upp á hressingu í skógar-
reit sem fjölskyldan hefur plant-
að á undanförnum árum.
Þar voru afhent viðurkenn-
ingarskjöl nokkrum þeim aðilum
sem stutt hafa skógræktarstarfíð
á síðasta ári af mikilli rausn eða
haft um það milligöngu. Má þar
nefna Bræðurna Ormsson
(Beck’s bjór), Vélsmiðjuna Héðin
hf. (Danfoss-hitastillar), Umbúð-
amiðstöðina hf. (skógiðnaðarfyr-
irtækið MoDo), Helgason og Co.
(hársnyrtivörur) og Islandsbanka
sem gefur til skógræktar
ákveðna upphæð fyrir hvern
fæddan íslending á ári. Af öðrum
öflugum styrktaraðilum er skylt
að nefna Búnaðarbankann sem
styrkt hefur meðal annars útgáfu
tveggja fræðslu- og leiðbein-
ingabæklinga sem dreift verður
í alla grunnskóla landsins. KG
raun mætti víkka enn frekar út
og velja góð birkitré fyrir norðan
og austan og nota til undaneldis.
Bætir ræktun um allt að 30%
„Fyrir nytjaskógrækt gæti
þessi aðferð bætt ræktunina um
20% til 30% í viðarvexti, þar sem
skilyrði eru góð,“ sagði Þröstur.
„Þá á ég við þar sem ræktunarað-
ferðir eru í góðu lagi, trén eru
ræktuð í góðri jörð og ungplöntu-
uppeldi er í góðu standi til dæm-
is þar sem svepprót er fyrir hendi.
Þá er verið að hugsa langt fram
í tímann þegar búið er að velja
miðað við afkvæmaprófun hvaða
einstaklingar gefa bestu afkvæm-
in eða um 10 til 20 ár. Þetta er
langtímaáætlun og ef ná á al-
mennilegum kynbótum þarf hún
að vera stöðugt í gangi. Þessu
verkefni lýkur í raun aldrei, ekki
frekar en kynbótum á. íslenska
hestinum."
Þröstur sagði, að skiptar
skoðanir séu á því hvort lerki sé
heppilegast til nytjaskógræktar
hér á landi. Það vex hraðast af
þeim tegundum sem hér hafa
verið reyndar og því má planta í
nánast hvaða skógaijörð sem er
auk þess sem það þolir þurran
jarðveg. „Þótt greni þurfi lengri
vaxtartíma hef ég tröllatrú á því
til bolviðarframleiðslu,“ sagði
hann. „Þegar talað er um fýrstu
nytjar af skógum þá er fyrst og
fremst um útflutning á viðarkurli
að ræða og þá er lerkið hagkvæm-
asti kosturinn. Ég gæti einnig
ímyndað mér að lerkiparkett væri
ágætt. Lerki er harður viður og
það þarf ekki nema einn mann
með sög til þess að framleiða
parkett. Hins vegar eigum við á
næstu árum fyrst og fremst að
hugsa um skóga til landgræðslu
og þannig verða skógar í nánustu
framtíð. Það verður ekki fyrr en
seinna sem við getum haft af
þeim einhveijar nytjar að ráði.
Þegar það verður að veruleika
vona ég að við verðum komin
með góðan lerkistofn.“ KG