Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.09.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1992 31 Guðný Kristín Þor- leifsdóttir - Minning Guðný Kristín Þorleifsdóttir and- aðist 28. ágúst og var jarðsungin 4. september frá Kópavogskirkju. Kristín, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í Arnardal við Skutuls- ijörð 28. nóvember 1942. Hún var yngst níu barna foreldra sinna, þeirra Stefaníu Mörtu Guðmunds- dóttur og Þorleifs Þorleifssonar. Ung að árum flutti hún með foreldr- um sínum til Grindavíkur og síðan til Keflavíkur. Árið 1968 giftist Kristín eftirlifandi manni sínum, Katarínusi Jónssyni, sem einnig er frá Arnardal, og hófu þau búskap í Grindavík. Katarínus stundaði sjó en Kristín var heima framan af og annaðist dætur þeirra hjóna, Sigríði Jónu, Kolbrúnu Margréti, Sólveigu Auði og Mörtu. Kristín fór að vinna utan heimilis er dæturnar uxu úr grasi. Það var svo árið 1987 að Kristín kom til starfa í Styrktarfélagi aldr- aðra í Grindavík sem ég kynnist henni náið. Það var yndislegt að koma á heimili þeirra hjóna, svo voru þau samhent og einstaklega gestrisin. Kistín var samviskusöm, kærleiksrík og gaf mikið af sér. Ég veit að allir eldri borgarar sem nutu krafta hennar biðja henni guðsblessunar með þökk fyrir ánægjulegar samverustundir. Fyrir ári flutti fjölskyldan síðan að Lund- arbrekku 14, Kópavogi. Það var um svipað leyti sem í ljós kom að Kristín var haldin erfið- um sjúkdómi og þrátt fyrir að um tíma virtist lækning í sjónmáli varð ekki við sjúkdóminn ráðið. Síðustu mánuðina dvaldi hún heima og kaus fremur návist ljölskyldunnar og góða umönnun heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Ég vil þakka þessi ár sem ég starfaði með Kristínu og tel mig ríkari af þeim kynnum. Hún hafði mikil áhrif á alla sem í kringum hana voru, var sterk, trúuð og kærleiksrík og hafði lag á að ná því besta fram hjá öðrum. Ég votta Katarínusi, dætrunum fjórum og öllum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í þeirra sorg. Minningin lifir um góða konu. Sæunn Kristjánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR INGIBJARGAR INGIMARSDÓTTUR fyrrverandi handavinnukennara, Aflagranda 40. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítal- ans fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Séifrædingar i ItléMiia-kroyliiigiiin \ i«l öll tu’kifirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Hans Jörgensson, Bryndís Steinþórsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Jörgen Ingimar Hansson, Guörún Eyjólfsdóttir, Snorri Hansson, Sigrún Jósteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, sonarsonar, bróður og mágs, EINARS BERGS ÁRMANNSSONAR, Fannborg7, Kópavogi. Margrét Einarsdóttir, Sigríður Ingibergsdóttir, Haukur Ármannsson, Valgarður Ármannsson, Guðbjörn Ármannsson, Ármann Jónsson, Jóhann Guðlaugsson, Xirong He Ármannsson, Elfnborg Þorsteinsdóttir, Stefanfa Ástvaldsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSGEIRS PÉTURS SIGURJÓNSSONAR kennara. Sérstakar þakkir til gamalla nemenda hans, starfsmanna Dalvíkur- skóla og starfsfólks lyfjadeildar F.S.A. Þórgunnur Loftsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Ásgeir G. Stefánsson, Stefán Örn Stefánsson, Friðfinnur O. Stefánsson, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Stefán Jónsson, Kristín A. Alfreðsdóttir, Kristjana Þ. Ólafsdóttir, Hákon Stefánsson. t Hugheilar þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR, Birtingakvisl 34. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11-E, Land- spítalanum, fyrir góða umönnun í veikindum hans. Kristín Jósteinsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Hörður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Björgvinsson, Brynja Björgvinsdóttir, Vilbergur Magni Óskarsson, Svandis Björg Björgvinsdóttir og barnabörn. Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssiúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í sima 676020. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim mörgu, vinum og ættingj- um, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðar- för konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU KRISTINAR ODDSDÓTTUR, Eskihlið 20. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Guðmundsson. ^Bílgreinasambandii) Liösaskoðunarátak 16. septemlier - 1. október 1992 Þegar hausta tekur og skólar hefjast er þörf á að huga að Ijósabúnaði bifreiða. Að undanförnu hefur sérstak- lega verið rætt um mikinn fjölda eineygðra og van- stilltra bíla í umferð. Óvenju margar kvartanir varðandi þetta hafa borist Umferðarráði og FÍB. Að þessu tilefni er Bílgreinasambandið með sérstakt Ijósaskoðunarátak frá 16. september - 1. október í samvinnu við Umferðarráð og FÍB. Eftirtalin verkstæði innan Bílgreinasambandsins taka þátt í þessu og veita Ijósaskoðun forgang á þessu tíma- bili, þannig að mjög líklegt er að bíleigendur geti strax fengið Ijósaskoðun og Ijósamiða fyrir 1992. Verð á Ijósaskoðun í þessar tvær vikur verður kr. 450 á þessum verkstæðum. Verkstæði: Ásmegin, bifreiðaverkstæði, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Átak, bifreiðaverkstæði, Nýbýlavegi 24, 200 Kópavogi. Baugsbrot sf., Frostagötu 1B, 600 Akureyri. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf., Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Bifreiðastillingin, Smiðjuvegi 40D, 200 Kópavogi. Bifreiðaverkstæðið Áki, Sæmundargötu 10, 550 Sauðárkróki. Bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar, Tangarhöfða 8- 12, 112 Reykjavík. Bifreiðaverkst. Bjarmi, Funhöfða 1,112 Reykjavík. Bifreiðaverkstæði Guðjóns Flannessonar, Aðalstræti 84, 450 Patreksfirði. Bifreiðaverkstæði Guðjóns og Ólafs, Kalmansvöllum 3, 300 Akranesi. Bifreiðaverkstæði Halldórs Á. Guðmundssonar, Smiðjuvöllum 8, 300 Akranesi. Bifreiðaverkstæðið Knastás, Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi. Bifreiðaverkstæðið Lykill, Búðareyri 25, 730 Reyðarfirði. Bifreiðaverkstæði Muggs, Flötum 21, 900 Vestmannaeyjum. Bifreiðaverkstæði Ragnars, Borgarbraut, 310 Borgarnesi. Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, Ránargötu 14, 580 Siglufirði. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5A, 600 Akureyri. Bílaleiga Húsavíkur, Garðarsbraut 66, 640 Húsavík. Bílar og vélar hf., Hafnarbyggð 18, 690 Vopnafirði. Bílaskoðun og stilling sf., Hátúni A, 105 Reykjavík. Bílaspítalinn, Kaplahrauni 9, 220 Hafnarfirði. Bílaumboðið hf., Krókhálsi 1, 110 Reykjavík. Bílaverkstæði Bergþórs Gunnarssonar, Laugavöllum 4, 700 Egilsstöðum. Bílaverkstæði Dalvíkur, 620 Dalvík. Bílaverkstæði Egils Arnar, Smiðjuvegi 4C, 200 Kópavogi. Bílaverkstæði Gunnars Valdimarssonar, 880 Kirkjubæjarklaustri. Bílaverkst. Kristþórs, Laufskálum 13, 850 Hellu. Bílaverkstæðið Pardus, 565 Hofsósi. Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar, Flugumýri 2, 270 Mosfellsbæ. Bílaþjónusta Péturs, Vallholti 17, 800 Selfossi. Bílson sf., Ármúla 15, 108 Reykjavík. Bílvogur hf., Auðbrekku 17, 200 Kópavogi. BK bílaverkstæði, Garðarsbraut 48, 640 Húsavík. Bláfell sf., Draupnisgötu 7, 600 Akureyri. Brautin hf., Dalbraut 15, 300 Akranesi. Globus hf., Lágmúla 5, 108 Reykjavík. Hekla hf., Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík. Jöfur hf., Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi. Kaupfélag Árnesinga, bifreiðasmiðjur v/Austurveg, 800 Selfossi. Klöpp hf., 500 Brú. Lúkasverkstæðið, Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík. N.K. Svane hf., bifreiðaverkstæði, Skeifunni 5, 108 Reykjavík. P. Samúelsson hf., Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi. Ræsir hf., Skúlagötu 59, 105 Reykjavík. Síldarvinnslan hf., 740 Neskaupstað. Skálafell sf., Draupnisgötu 4, 600 Akureyri. Stimpill, Auðbrekku 30, 200 Kópavogi. Vélabær hf., Bæ, Andakíl, 311 Borgarnesi. Vélastilling, Auðbrekku 16, 200 Kópavogi. Vélaverkst. Hauks Óskarssonar, 670 Kópaskeri. Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar, Brekkugötu 8, 530 Hvammstanga. Þórshamar, bifreiðaverkstæði, Tryggvabraut, 600 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.