Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 17.09.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 11 Bókmenntahátíð 1992 Paradísarleit EINN af norrænu gestum Bók- menntahátíðar 1992 er rithöf- undurinn Olli Jalonen, eitt fremsta sagnaskáld finnsku þjóðarinnar á okkar dögum. Jalonen fæddist árið 1954 og ólst upp í Hámeenlinna í Suður- Finnlandi. Hann er menntaður í félagsfræði en hefur helgað sig ritstörfum síðasta áratuginn og tilheyrir þeirri kynslóð finn- skra höfunda sem sagðir eru hafa „flutt finnskar bókmenntir ót úr skógarþykkninu og til borganna, jafnvel til kjarnorku- byrgjanna." Fyrsta bók hans var smásagna- safnið „Unien tausta“ eða Baksvið draumanna kom út árið 1978. Meginverk Jalonen til þessa verður þó að teljast þrjár skáldsögur sem allar tengjast. Fyrsta bók þríleiks- ins var „Johan ja Johan“ eða Jó- hann og Jóhann sem út kom 1989 og segir sögu feðga sem aldrei hittust. Ári síðar kom bókin „Isáksi ja tyttáreksi“ eða Að verða feðgin, og loks „Elámá, ja elámá“ eða Líf, og líf, en allar fjalla þær um margvísleg innbyrðis tengsl fjölskyldumeðlima. „Ég gæti haldið því fram að bækurnar fjalli um goðsögur fjöl- skyldunnar,“ segir Jalonen, „allt frá því að afi minn, sem heitir Johan, fór til Pétursborgar eftir finnsku borgarastyijöldina sem hófst 1918. Hann var friðarsinni og starfaði með Rauða krossinum sem þá skiptist í tvær pólítískar einingar og tilheyrði afi rauðliðum. Eftir að hvítliðar myrtu bróður hans, óttaðist hann ofsóknir af hálfu þeirra og stakk af yfír til hinna nýstofnuðu Sovétríkja. Ekk- ert spurðist til hans síðan, og til eru margar og ólíkar sögur um framhaldið. En af flótta hans leiddi -að faðir minn eignaðist stjúpföður. Sá smyglaði áfengi yfir landamær- in, og pabbi var einungis strákling- ur þegar hann neyddist til að taka þátt í þessum smyglleiðöngrum. Allir þessir atburðir spila inn í þríleikinn, og þótt mörgum smá- sögum sé steypt saman, er ekki Bókmennta- hátíð 1992 Dagskrá Fimmtudagur 17. septem- ber Norræna húsið kl. 12.30: Hádegisrabb. Norræna húsið kl. 14.00: Pallborðsumræður. Nordisk litteratur - várldslitteratur. Þáttakendur eru Hans Magnus Enzenberger, Rosa Liksom, Roy Jacobsen, Antti Tuuri og Einar Már Guðmundsson. Um- ræðum stýrir Einar Kárason. Ráðhús Reykjavíkur kl. 20.30: Rithöfundakynning. Carl Jóhan Jensen, Ludmila Petrúshevskaja, Adam Nielsen, Rosa Liksom og Matthías Johannessen kynna verk sín og lesa upp. Einnig verða lesn- ar íslenskar þýðingar á efni eftir erlendu höfundana. um sögulegt raunsæi að ræða. Sameiginlegt einkenni þeirra er kannski þó að allar snúast þær að miklu leyti um leit að Paradís." Olli Jalonen hóf að skrifa sög- urnar þijár 1978, og skrifaði nokkrar bækur samhliða fanga- brögðum sínum við þær. „Ég hef alltaf mörg verkefni í gangi í einu, en aðeins eitt handrit heltekur mig fullkomlega hveiju sinni. Þannig var ég djúpt sokkinn í söguna sem birtist í þríleiknum, vitund mín var í órofa tengslum við persónurnar og atburðina. Jafnvel draumfarir mínar jöðruðu við að vera sótthita- kenndar á þessum tíma, eitt sinn fannst mér ég t.d. vera staddur í stofunni heima og horfa yfir breiðu af grænum steinum sem mér fannst ég þyrfti að færa úr stað. Ég tók að baksa við að ná tökum á hnullungunum, vakna þá og sé að ég hef spennt greipar utan um enni og hnakka konu minnar sem lá við hlið mér og hafði vitaskuld rumskað við aðfarirnar. Hún tók þessu með jafnaðargeði og sagði mér að sofna aftur, en þetta er ágætt dæmi um hve fast ímyndun mín var njörvuð saman við þær myndir og hugdettur sem tengjast bókunum." Hann leggur áherslu á að bæk- urnar þijár séu í raun og veru ein saga, og líkir þeim annars vegar við þrívængja altaristöflu sem mynda samfellda mynd, og hins vegar klippingu í kvikmynd sem sýnir áhorfanda sama atburð frá þremur mismunandi sjónarhorn- um. „Ég skrifaði í fýrstu risavaxið handrit sem hefði verið afskaplega ómeðfærilegt sem bók til aflestr- ar, og hugsanlega óaðgengilegt. Þetta kallaði á þrískiptingu sög- unnar sem var góð lausn og auk þess dýpkaði hið skýrt afmarkaða, þríeina sjónarhorn frásögnina.“ Jalonen hefur nú skrifað leik- gerð byggða á bókunum, er nefn- ist „Johan ja Johan ja Joukojohan" eða Jóhann og Jóhann og Joukojó- hann. Er aftasti hluti titilsins mannsnafn og gefur til kynna að um piltung sé að ræða. Að sögn Jalonen tekur verkið rösklega þijátíu klukkustundir í flutningi, og verður frumsýnt á nýársdag 1993. „Meðan ég var að skrifa þríleikinn fannst mér að ég væri að tala upphátt og rödd mín bland- aðist hvísli sögupersónanna, var Morgunblaðið/Ámi Sæberg Olli Jalonen ekki aðskilin frá þeim. Ég fór að hugleiða að lærdómsríkt gæti ver- ið að heyra og sjá raddirnar klæð- ast holdi. Eftir að þriðja bókin var komin út hafði ég því samband við leikhús í Finnlandi og ríkisút- varpið og bar á borð fyrir þessa aðila áform mín um að skrifa leik- rit eftir bókunum. Báðum aðilum fannst hugmyndin svo fáránleg að það yrði að framkvæma hana. Allir þijátíu tímarnir eru leiknir á sviði, og tveir meginþættir þess í útvarpi. Verkið skiptist niður í u.þ.b. þijátíu og þijú órofin atriði, og kemur útvarpið inn í leikinn annað slagið. Fyrir fáeinum vikum höfðum við 16 klukkustunda maraþonæfíngu til að athuga hvort þetta væri mögulegt, einkum með tilliti til líkamlegs þols leikar- anna. Svo reyndist vera og enginn þarfnaðist læknishjálpar, en á frumsýningu verða læknar við- staddir til að fýlgjast með ástandi starfsfólksins, og þá einkum rödd- um leikara. Áhorfendur geta kom- ið og farið að vild, og leikritið verður eins og ævi einhvers þar sem fólk kemur í heimsókn og kveður og sér aðeins brot af lífi viðkomandi, veit ekki nema að litlu leyti hvað búið er að gerast, né hvað gerist næst. Síðan heyrir fólk kannski brot af útvarpssend- ingunni og þau verða keimlíkt frá- sögn sjónarvottar af því sem átti sér stað. Og þannig raðast hlutar myndarinnar saman í grófa beina- grind. Ég vona þó að einhveijum endist orka til að horfa á sviðs- verkið frá upphafi til enda.“ Sindri. NYR OG BREYTTUR MITSUBISHI 1917 MITSUBISHl - Módel-A: Fyrsti fiöldaframleiddi fólksbfllinn f lapan. FALLEGRI - VANDAÐRI - BETRIBUNAÐUR - HAGSTÆÐARA VERÐ LANCER langbakur GLXi 1600, lóventla, 113 hö., sjálfskiptur. Verð kr. 1.207.000 LANCER langbakur GLXi 1600,16 ventla, 113 hö„ 5 gíra, handskiptur, síteingt aldrif (4WD) Verðkr. 1.319.000 Tilgremt verö er án ryðvamar og skranmgar. STAÐLAÐUR BÚNAÐUR: Útvarp/kassetutæki - Rafhituð framsæti - Hraðanæmt aflstýri - Veltistýrishjól - Þvottasprautur á aðalljósker - Stafræn klukka - Höfuðpúðar á aftursætum - Hæðarstilling á öryggisbeltum - Aurhlífar að framan og aftan - Stuðarar og útispeglar samlitir yfirbyggingu - Samlæsing á hurðum - Bensínlok opnanlegt innanfrá - Framstólar með stöðuminni - Rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar - Rafdrifnar rúðuvindur - Snúningshraðamælir - Vindkljúfur að aftan - Þokulugtir að framan. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ REYNSLUAKIÐ OG DÆMIÐ SJÁLF m SYNUM UMHVERFINU H0LLUSTU HEKLA TRAUST FYRIRTÆKI A MITSUBISHI MOTORS j |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.