Morgunblaðið - 17.09.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
Bragi Krisijáns-
son - Kveðjuorð
Eftir því sem árin færast yfir
verður það æ oftar eðli málsins sam-
kvæmt sem kveðja þarf vini og sam-
ferðamenn við brottför þeirra úr
heimi hér.
Að þessu sinni er það Bragi Krist-
jánsson, fyrrv. forstjóri hjá Póst- og
símamálastofnun, sem mig langar
til að minnast með nokkrum orðum,
en útför hans var gerð í gær, 15.
september, frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík.
Það eru nú liðin yfir 40 ár síðan
ég kynntist Braga. Fyrir atbeina
góðs manns var ég nýútskrifaður
stúdent vorið 1951 ráðinn til sumar-
vinnu hjá Fjárhagsráði. Bragi var
þar skrifstofustjóri, aðeins 29 ára
gamall, þótt mér fyndist aldursmun-
ur okkar þá miklu meiri en sá ára-
tugur sem skildi okkur að í aldri.
Raunar hafði hann orðið skrifstofu-
stjóri í Nýbyggingaráði þegar árið
1944. Hann tók mér, sumarmannin-
um, með mikilli vinsemd eins og
aðrir sem þama unnu, en þar var
óvenjumikið úrval af gagnmenntuð-
um og íjölfróðum mönnum. Sumir
þeirra voru þá þegar kunnir að störf-
um sínum í þágu lands og þjóðar,
en aðrir urðu það síðar. Það var
mikið lán fýrir mig ungan að verða
aðnjótandi þeirrar lifandi akademíu
sem þama hafði myndast. í þessum
hópi naut Bragi óskoraðs trausts
yfírmanna og virðingar samstarfs-
manna og rækti starf sitt þannig
að allra dómi að ekki varð á betra
kosið.
En öllu því ágæta fólki sem starf-
aði við Fjárhagsráð og Innflutnings-
skrifstofuna var ljóst að innan þeirra
var ekki verið að vinna að raun-
hæfri uppbyggingu íslensks þjóðfé-
lags og að stofnanimar áttu ekki
og máttu ekki starfa til frambúðar.
Þegar þær voru svo lagðar niður,
Fjárhagsráð árið 1954 og Innflutn-
ingsskrifstofan 1960, fóru flestir
starfsmennimir til starfa annars
staðar hjá opinberum og hálfopin-
berum stofnunum. Bragi Kristjáns-
son var þannig strax ráðinn í mikið
ábyrgðarstarf sem forstjóri rekstar-
deildar Pósts og síma árið 1960 og
frá árinu 1977 forstjóri viðskipta-
deildar sömu stofnunar og gegndi
því embætti þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir um sl. áramót.
Þegar ég réðist til starfa hjá sam-
gönguráðuneytinu fyrir rúmum ald-
arijórðungi tókum við Bragi aftur
upp samstarf og að þessu sinni að
póst- og símamálum og nú fann ég
ekki lengur fyrir aldursmuni okkar.
Lengst og mest samstarf áttum við
að málefnum gíróþjónustunnar
ásamt fleiru góðu fólki. Samskipti
Braga við starfsfólk samgönguráðu-
neytisins öfluðu honum virðingu og
vina, sem kveðja hann með söknuði.
ÖIl störf Braga einkenndust af
lipurð og háttvísi. Hann átti afar
auðvelt með að leysa og jafna
ágreining og leiða menn til sátta,
þegar um slíkt var að ræða. Hann
var í stuttu máli sagt verulega vin-
sæll og farsæll embættismaður. Auk
umfangsmikilla embættisstarfa gaf
hann sér tíma til fjölbreyttra starfa
að félagsmálum en um það munu
aðrir fjalla, sem betur þekkja til.
Það sem mér hefur þó jafnan
þótt vænst um er vinátta hans og
Steinunnar konu hans við okkur
hjónin. Fyrir það vil ég þakka á
þessari stundu, svo og fyrir allt sam-
starf okkar Braga í gegnum árin.
Ég vil svo að lokum votta Stein-
unni, bömum þeirra hjóna og öðrum
aðstandendum innilega samúð okk-
ar.
Ólafur S. Valdimarsson.
Það var sem skuggi færðist yfir
við tíðindin um andlát Braga Krist-
jánssonar. Við, vinir hans og sam-
starfsmenn, höfðum gert ráð fyrir
að hafa hann á meðal okkar um
mörg ókomin ár, glaðan og reifan,
hugsanlega að sýsla við eitthvað
það, sem ekki hafði unnist tími til í
annasömum störfum. Spurst hafði
að vísu, að hann hefði nýlega kennt
sér lasleika óg væri til læknisrann-
sóknar, en ekki síst með hliðsjón af
því, að á allri hans starfsævi mátti
telja á fingrum annarrar handar þá
daga, sem hann var fjarverandi
vegna veikinda, vildi enginn trúa því
að þau væru alvarleg.
En enginn má sköpum renna og
eftir stendur minningin um góðan
dreng.
Kynni okkar Braga hófust er hann
í júnímánuði 1960 kom til Pósts og
síma, þar sem hann hafði verið skip-
aður forstöðumaður símarekstrar-
deildar landssímans. Minnist ég
þess, að mönnum þótti mikill fengur
í því að fá til starfa svo reyndan
mann úr opinberri stjómsýslu, sem
raun bar vitni, en Bragi hafði þá
hátt á annan áratug verið einn af
stjómendum umsvifamikilla opin-
berra stofnana, sem í umboði ríkis-
stjórnar var falin forsjá í uppbygg-
ingu atvinnuvega í stríðslok og
skipulagning og eftirlit með fjárfest-
ingum landsmanna og innflutningi.
Auk þess hafði hann þá þegar haft
á hendi fjölmörg trúnaðarstörf fýrir
íþróttahreyfinguna, verið í Ólympíu-
nefnd og formaður Frjálsíþróttasam-
bandsins svo dæmi séu tekin.
Hann náði undrafljótt tökukm á
hinu nýja starfí, var fljótur að átta
sig á innviðum stofnunarinnar og
fjölþættum rekstri. Eftir að rekstr-
ardeildir Pósts og síma höfðu verið
sameinaðar í kjölfar reglugerðar,
sem þáverandi póst- og símamála-
stjóri, Gunnlaugur Briem, átti frum-
kvæði að og tók gildi 1. janúar 1961
varð Bragi forstjóri rekstursdeildar
pósts og síma. Urðu kynni okkar
þá enn nánari og upphófst nú ára-
Iangt samstarf, sem stóð þar til
Bragi lét af störfum fyrir aldurs
sakir um síðustu áramót. Þessa sam-
starfs sem og allra samskipta við
Braga hlýt ég að minnast með virð-
ihgu og þökk.
Undir forstjóra rekstursdeildar
pósts og síma heyrði hinn marg-
þætti rekstur póst- og símstöðva
landsins, þjónusta við viðskiptavini
Pósts og síma og ennfremur aðal-
bókhald og aðalfjárhirsla. Á sjöunda
áratugnum urðu miklar breytingar
og framfarir í þjónustu, handvirk
símaafgreiðsla vék smám saman
fyrir sjálfvirkri símaþjónustu, ný
póst- og símahús voru byggð og
sjálfvirkar símstöðvar settar upp.
Állt var þetta fjármagnað af eigin
aflafé og þurfti því oft talsverða
útsjónarsemi til þess að endar næðu
Fædd 16. september 1909
Dáin 18. júlí 1992
Amma mín hefði orðið 101 árs í
gær, en hún lést 18. júlí síðastlið-
inn. Mér þótti afar vænt um ömmu,
þrátt fyrir háan aldur þá sakna ég
hennar og finn fyrir tómarúmi. Það
var alltaf gott að leita til ömmu
þegar eitthvað amaði að. Hún hafði
alltaf eitthvað gott til málanna að
leggja.
Eg sagði við hana er hún dvaldi
á Dalbraut 27, ég ætla að reyna
að verða alveg eins og þú er árin
færast yfir mig, sem sagt að sjá
björtu hliðarnar í amstri dagsins
og leggja þær dökku til hliðar. Hún
sagði þá við mig: „Hildur mín, það
bætir engan að vera alltaf að kvarta
og draga sjálfan sig niður, reyna
ávallt að horfa uppá við og komast
þannig upp brattann." Þetta er að
sjálfsögðu alveg rétt en stundum
erfitt að framfylgja því.
Amma var afar góð leikkona, lék
hún í mörg ár með Leikfélagi Akur-
eyrar, oft aðalhlutverkin, ég man
þá hvað ég var stolt af henni. Aldr-
ei kom þetta niður á heimilinu því
að hún fór alltaf mjög snemma á
fætur.
Mikið fannst okkur systrum gott
að koma niður í eldhús á morgnana
er hún var að enda við að steikja
kleinur og parta. Við vorum allar í
Gagnfræðaskóla Akureyrar, afi var
þá skólastjóri skólans. Við vorum
alla Qóra vetuma til húsa hjá þeim
í París, en það hét húsið þeirra.
Að vísu var önnur systir mín alin
upp þjá þeim. Það var alltaf allt í
röð og reglu hjá þeim, alveg sér-
staklega mikil snyrtimennska, enda
mátti spegla sig í gólfunum þau
voru svo glansbónuð. Þau voru yfir-
leitt mjög heppin með allar þær
stúlkur sem þau réðu til sín til hús-
hjálpar. Við vorum yfirleitt 10-12
í heimili og því oft glatt á hjalla.
Matarborð var alltaf dekkað í borð-
saman og sjálfum rekstrinum væri
ekki stefnt í voða. Þá var einnig
unnið markvisst að bættri póstþjón-
ustu um landið með endurskipulagn-
ingu póstflutninga og póstdreifing-
ar. Vannst með því oft tvennt í senn,
bætt þjónusta og ódýrari rekstur.
En póst- og símaþjónusta er ekki
einskorðuð við landið eitt, hún nær
til allra landa, tengir lönd og þjóðir.
Eðli málsins samkvæmt eru því náin
samskipti milli póst- og símastjóma,
þær eru aðilar að alþjóðastofnunum,
sem hafa það að markmiði að sjá
til þess, að þjónustan svari hveiju
sinni kröfum tímans og að rekstur
hennar gangi snurðulaust um víða
veröld, greiðslum og reikningsskil-
um sé fyrir komið á réttan og eðlileg-
an hátt.
Bragi gerði sér ljóst mikilvægi
þess, að taka þátt í alþjóðlegu sam-
starfi og var fulltrúi íslands á fjölda
ráðstefna, bæði á sviði pósts og fjar-
skipta, á vegum Alþjóðapóstsam-
bandsins, Alþjóðafjarskiptasam-
bandsins, Evrópusambands pósts og
síma, CEPT, Póstsambands Norður-
landa, Nordpost og Fjarskiptasam-
bands Norðurlanda, Nordtel. Undir
þetta var hann raunar prýðilega
búinn, því að hann var með afbrigð-
um góður málamaður. Eignaðist
hann fljótt marga góða vini meðal
erlendra samstarfsmanna.
Með nýjum lögum um stjóm og
skipulag Póst- óg símamálstofnunar
árið 1977, var ákveðið að skilja bet-
ur en áður milli stjórnunar og stefnu-
mörkunar annars vegar og reksturs
hins vegar. Varð Bragi fram-
kvæmdastjóri viðskiptadeildar Pósts
og síma, en undir hana komu mál-
efni er vörðuðu stefnumörkun varð-
andi þjónustu við viðskiptavini Pósts
og síma, í almennri póstþjónustu,
póstgíróþjónustu, símaþjónustu og
ennfremur almenn markaðsmál,
upplýsingastarfsemi o.fl. Við skipu-
lagsbreytingar í maí 1991 varð Bragi
svo framkvæmdastjóri Póstmála-
sviðs.
stofunni, en aftur á móti oftast
drukkið morgun og miðdegiskaffí í
eldhúsinu. Það var mjög gestkvæmt
hjá þeim, enda þau mjög skemmti-
leg heim að sækja. Eg hefði ekki
fyrir nokkum mun viljað missa af
að kynnast ömmu og afa. Ég held
að þau börn sem ekki fá tækifæri
til að kynnast afa sínum og ömmu
fari á mis við mikið, því að margt
má af eldra fólkinu læra. Afí var
t.d. einn af stofnendum Stórstúku
íslands og voru þau bæði í stúk-
unni Fjallkonunni ísafold á Akur-
eyri. Þau hvöttu mig til að ganga
í stúkuna sem ég og gerði og tel
ég það vera mitt lán í dag að ég
hef hvorki neitt áfengis né tóbaks.
Ég drakk hvert orð í mig sem fram
fór á fundunum og þroskaðist ég
mjög mikið við að umgangast allt
það fullorðna fólk sem var í stúk-
unni. Það gaf mér gott veganesti.
Eins og áður segir þá dvaldi
amma á Dalbraut 27 í mörg ár, þar
hafði hún litla og yndislega íbúð,
það var afar gaman að heimsækja
hana þangað. Hún sagðist una hag
sínum vel „þó að hún væri vön stór-
um húsakynnum" og væri ánægð
með sitt hlutskipti í lífínu, og sagði
Guð hefur verið mér svo góður,
gefíð mér 12 heilbrigð börn, hvað
er hægt að hugsa sér það betra,
ég get ekki ætlast til að halda öllu.
Þegar hún sagði þetta var hún
nærri því orðin blind, heymin orðin
skert og lasburða í fótum. En þó
sagðist hún ætla að lifa í 100 ár,
hún væri búin að lofa bömunum
sínum því og eftir 100 ára afmælið
mætti kallið koma sem fyrst. Henni
varð að ósk sinni. Mér finnst undra-
vert hvað hún var alltaf falleg þó
að árin væm mörg að baki og sér-
staklega var húð hennar mjúk og
slétt. Amma hafði hlýja og
hljómfagra rödd, alltaf glaðleg,
gerði oft að gamni sínu, þá var nú
mikið hlegið, hún átti gott með að
koma öllum í gott skap.
+
Faðir okkar,
EINAR ÁRNASON
lögfræðingur,
lést í Landspítalanum 15. september.
Bergljót Sigríður Einarsdóttir,
Páil Ltíðvík Einarsson,
Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir.
t
Bróðir okkar,
JÓN E. MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Háaleitisbraut 1S3,
andaðist þriðjudaginn 15. september.
Guðný Magnúsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir.
Sigwjóna Jakobs-
dóttir - Kveðjuorð
Óþarft er að fjölyrða um þær
breytingar og þá þróun, sem orðið
hefur í póst- og símamálum undan-
farna áratugi. Vöxtur hefur verið á
öllum sviðum, nýjungar hafa haldið
innreið sína, nýjar þjónustugreinar
hafa komið til og sívaxandi sam-
keppni. Það getur á stundum verið
ærinn starfi að fylgjast með því sem
er að gerast og ekki síður að halda
áttum, láta ekki glepjast af nýjung-
um. Bragi var sem betur fer þannig,
að hann gaf lítið fyrir nýjungar nýj-
unganna vegna og hikaði ekki við
að biðja menn að fara sér hægar,
þætti honum fullgeyst farið og af
lítilli forsjá. Fyndist honum á hinn
bóginn mál þess virði, var hann fljót-
ur að taka af skarið og hikaði hvergi.
Við ákvarðanatöku naut hann þess
hve gott minni hans var og hversu
víðtæka þekkingu hann hafði á þjóð-
félaginu, mönnum og málefnum.
Það er margs að minnast frá
umliðnum árum og allt eru það ljúf-
ar minningar og fallegar. Það var
gott að vera samvistum við Braga,
hann sagði kannski ekki alltaf mik-
ið, en það var oft eins og hann léti
þögnina tala eða fasið. Það var hins
vegar gott að ganga í smiðju til
hans, því að þekking hans á þjóðfé-
lagsmálum og atvinnulífi og ekki
síst á tónlist var víðtæk. Ég varð
þess fljótt áskynja, að hvers konar
framapot var honum mjög ógeðfellt
og kallaði hann það „eftirsókn eftir
vindi“. Það segir hins vegar sína
sögu, að allir virtust vilja njóta hans
krafta og skipa honum í forystu-
sveit ýmissa samtaka.
Það, sem átti þó hug hans mestan
var fj'ölskyldan, eiginkona, börn,
bamaböm og tengdabörn. Um-
hyggja hans fyrir fjölskyldunni fór
ekki fram hjá neinum, gleði hans
yfír velgengni bama og barnabarna
var djúp og einlæg.
Blessuð sé minning Braga Krist-
jánssonar.
Rafn Júlíusson.
Amma hélt upp á níræðisafmælið
sitt á Egilsstöðum, hún hafði lengi
haft í huga að komast á Austurland-
ið en þaðan átti hún margar góðar
endurminningar, þó sérstaklega frá
Borgarfirði eystra. Hún hálfkveið
fyrir ferðalaginu en var samt svo
ákveðin á að gera sér glaðan dag.
Ferðin gekk eins og best verður á
kosið og kom hún alsæl og himin
glöð til baka eftir vel heppnað og
ógleymanlegt níræðisafmæli.
Amma var mjög músíkölsk, var
í mörg ár í Kantötukór Akureyrar
ásamt syni sínum Jakob (pabba
mínum), þau tóku oft lagið saman,
var unun að hlusta á þau. Afí var
mikill bókasafnari, hjálpaði amma
honum við að koma bókunum vel
fyrir og má með sanni segja að það
hafí verið bækur í flestum vistarver-
um í París nema í eldhúsi og for-
stofu, mér leið mjgö vel innan um
allar þessar bækur.
Fyrsta veturinn sem ég var í
Gagnfræðaskóla Akureyrar þá svaf
ég á skrifstofunni hans afa, hún
var hlaðin bókum frá gólfí og upp
í loft, svei mér þá, mér fannst eins
og bækumar hefðu sál svo vel leið
mér innan um þær. Afí hafði bund-
ið flestar sínar bækur sjálfur. Ef
bækumar vora illa famar sem hann
keypti á uppboðum eða fomsölum
þá tók hann þær allar í sundur,
þvoði þær í baðkarinu og bætti þær
svo með sérstökum pappír og graut-
arlími sem amma bjó til, afí sagði
að enginn byggi til betra lím en
amma. Blöðin í gömlu bókunum
vora ipjög vandmeðfarin og þurfti
hann að nota gúmmíhanska er hann
þvoði bækumar enda sá lögur sem
hann notaði við hreinsunina rpjög
sterkur. Ég gat setið stundunum
saman við að horfa á afa bæta
bækur, hann gerði þetta svo lista
vel. Amma sagði að fáum dytti til
hugar að leggja slíka vinnu í bækur
eins og afí gerði en það væri þess
virði, svona hældu þau hvort öðra
og báru fyllstu virðingu hvort fyrir
öðra. Ef þetta er ekki gott vega-
nesti fyrir óharðnaðan ungling að
alast upp við slíkar aðstæður þá
veit ég ekki hvað er gott veganesti.
Blessuð sé minning ömmu
minnar. Ég veit að afí hefur tekið
vel á móti henni.
Hildur Krístín Jakobsdóttir.