Morgunblaðið - 20.10.1992, Page 17

Morgunblaðið - 20.10.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 17 Jón Þorsteinsson __________Tónlist Jón Ásgeirsson Jón Þorsteinsson hélt sína fyrstu sjáifstæðu tónleika í Reykjavík sl. laugardag á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Ólíkt mörgum söngvurum „debúterar" Jón hér heima eftir að hafa starfað erlendis í mörg ár, meðal annars 'við Ríkis- óperuna í Amsterdam. Samleikari hans var Gerrit Schuil, píanóleikari og hljómsveitarstjóri. Schuil lærði hjá Gerald Moore, John Lill, Perlem- uter og hljómsveitarstjórn hjá rússneska hljómsveitarstjórnanum Kiril Kondrashin. Efnisskrá tónleikanna er nokkuð frábrugðin því sem tónleikagestir eiga að venjast, sérstaklega vegna þess að Jón hefur um árabil sungið í óperum, vakið athygli fyrir flutn- ing nútímaverka og unnið m.a. til fyrstu verðlauna í kirkjutónlistar- keppni í Hollandi 1981, svo að úr því safni margbreytilegra viðfangs- efna, sem hann hefur fengist við, hefði hann efalaust getað sett sam- an viðamikla og metnaðarfulla efn- isskrá. Jón velur þau íslensku lög sem hvað mest hafa verið sungin af íslenskum söngvurum og nor- rænu lögin eru flest nærri óþekkt hér á landi. Þetta leiðir hugann að því, að ungir listamenn hafa sterka þörf fyrir að sanna dug sinn og það er ekki fyrr en við áfangaskil, þegar áð er, að menn skilja það, að leitað hefur verið langt yfír skammt að fegurðinni, því hana er alls staðar að finna og sérlega þó í þeim fín- gerðu blómum, sem kölluðu menn upphaflega til ferðar. Jón Þorsteins- son lokar hér hringnum og syngur þá söngva sem fyrst vöktu söng- þörf hans og í listrænu tilliti marka þessir tónleikar heimkomu hans. íslensku lögin eru eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Eyþór Stefánsson, Karl 0. Runólfsson, Emil Thoroddsen og undirritaðan. Frá Norðurlöndunum söng Jón lög eftir Heise, Sibelíus, Rangström og Alnæs. Það sem vakti athygli varð- andi túlkun Jóns var að hann legg- ur áherslu á fínlegan flutning og skýran textaframburð og náði oft Stuðningnr við Listagilið á Akureyri GILFÉLAGINU hefur borist bréf frá menntamálaráðherra, þar sem hann tilkynnir fjárstuðning til félagsins upp á kr. 500.000. Eitt meginverkefni féiagsins er að afla ijár til að ljúka við fram- kvæmdir við rými í Kaupvangs- stræti 23. Þar hyggst félagið koma upp tilraunasal og þjónustumiðstöð fyrir menningarstarfsemi og gesta- vinnustofu. Hönnun- er lokið og framkvæmdir hafnar. Sá velvilji og stuðningur sem kemur fram í bréfi menntamálaráðherra, Ólafs G. Ein- arssonar, er mikil hvatning fyrir stjórn félagsins. Auk fyrrgreinds framlags, hefur félagið fengið þijár milljónir króna frá Akureýrarbæ. Tekjur félagsins af leigu á vinnustofum renna einnig til framkvæmdanna. Félagsmenn hafa líka lagt fram sjálfboðavinnu. En ennþá vantar upp á. Því hefur verið leitað til íslenskra myndlistar- manna, að þeir gefi myndverk til stuðnings átakinu. Undirtektir voru mjög góðar. Fjöldi myndverka hefur safnast og félagið naut aðstoðar listamanna í Reykjavík og skrifstofu Sambands íslenskra myndlistamanna við söfn- unina. Þeir listamenn sem ekki hefur náðst í, en vilja styðja uppbygging- una, geta snúið sér til félagsins í síma 96-27906 eða sent framlag til Gilfélagsins í pósthólf 594, 602 Akureyri, eigi síðar en 15. nóvem- ber. Stjórn Gilfélagsins vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa aðstoðað við þennan fyrsta áfanga, einnig til þeirra listamanna sem gefið hafa myndverk. Stjórnin segir það trú sína að Listagilið verði að veruleika fyrir það hve einstaklingar, ríki og bær standa vel saman um framkvæmd- ir. Og ekki síður fyrir þá einstöku samstöðu sem listamenn annars- staðar á landinu sýna. I byijun desember mun Gilfélagið halda Désembervöku. Þá verður sölusýning á þeim verkum sem fé- laginu hafa borist. Þá gefst tæki- færi til að slá tvær flugur í einu höggi, að styðja uppbyggingu Listagilsins og eignast myndverk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar. Fréttatilkynning -----» ■*■■ ■*- Háskóla- tónleikar Fyrstu háskóla- tónleikar vetrarins verða i Noræna hús- inu miðviku- daginn 21. október kl.12.30. Þá leikur banda- ríski píanó- leikarinn Brady Millican verk Jóhannesar Brahms, Tilbrigði og fúgu um stef eftir Handel. Brady Millican hefur haldið tón- leika vítt og breitt um Bandaríkin og fer reglulega í tónleikaferðir til Evrópu. Hann er að koma úr einni slíkri ferð. Brady Millican er eftir- sóttur kennari og prófessor við Eastern Nazarene College í Boston og hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir skáldlega og hugmyndaríka túlkun. Brady Millican Spádómar Biblíunnar Daníelsbók Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar hefst þriðjudag- inn 20. október kl. 20 á Hótel Hoiiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík. Efni spádómsbókar Daníels verður sérstaklega tekið til meðferðar. ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS, einnig öll námsgögnin. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Ótrúlegir atburðir gerast á okkar dögum, og hafa spádóm- ar Biblíunnar mikið að segja um þá. Þessir spádómar boða að stórkostlegir atburðir eigi enn eftir að gerast, jafnvel á okkar dögum. Nánari upplýsingar og innritun í síma 67 92 70 á skrifstofu- tíma og í síma 68 09 89 utan skrifstofutíma. Gerrit Schuil Jón Þorsteinsson að gæða lögin sérstæðum „sjarma", sem kom hvað best fram í Drauma- landinu og Sofnar lóa eftir Sigfús, Söknuði eftir Pál, Lindinni eftir Eyþór, og í Fjarlægð eftir Karl. Jóni lætur og vel að túlka gaman- semi, eins og í Sáuð þið hana syst- ur mína og Litla kvæðið um litlu hjónin (Páll) og í Búðarvísum Em- ils, sem hann bæði lék og söng af glæsibrag og með fullum hljómi. Af skandínavísku lögunum var söngur Jóns bestur í Den första kyssen eftir Sibelíus, Flickan frán ljárran eftir Rangström og Sidste reis og Várlængsler eftir Anæs. Þar naut sín vel framburðartækni hans og textatúlkun, sem hann og lék meistaralega vel með í sérkennilegu lagi, Lasse liten, eftir Sibelíus. í heild voru tónleikarnir bornir uppi af listfengi og þar átti samleik- ari Jóns, Gerrit Schuil, stóran hlut að, því leikur hans var í einu orði sagt frábær, hvort sem hann glímdi við erfitt tónferli eða lék með fínleg og tæknilega auðveld viðfangsefni. Allt varð að list í höndum þessa frábæra píanóleikara. Óvenjuleg og fínleg túlkun var aðalsmerki þess- ara tónleika, þar sem útfærsla og samleikur var eins og af einum huga mótaður. Á 15 iriM. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.