Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 41

Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 41 Konur, umhverfi og þróun eftir Sigríði Lillý Baldursdóttur Á allra síðustu misserum hefur orðið sú breyting á að umhverfis- vernd er orðinn þáttur í umræðu um alla skapa hluti. Að náttúran sé ein heild og maðurinn hluti hennar er skilningur sem hefur hlotið aukið fylgi, enda virðist hann nauðsynleg- ur til þess að bjarga okkur frá því að tortímast af eigin völdum. Við höfum verið hastarlega minnt á að auðlindirnar eru endanlegar og að jörðin er ekki stór og að umhverfis- slysin virða ekki landamæri. Síðustu tíðindi af samruna og sundrun ríkja minna okkur einnig á að sú mann- gerða skipan, sem heilu kynslóðirnar ólust upp við að væri óumbreytan- lega staðreynd lífsins var eins og hver önnur hugmynd sem kom og fór, en skildi svo sannárlega eftir sig spor. Það er ögrandi, spennandi en skelfandi um leið að skynja það hve allt er í heiminum hverfult. Það er ögrandi og spennandi því það vekur vonir um að hægt sé að hafa áhrif á gang mála, en skelfandi um leið því við þekkjum allt of mörg dæmi um að menn hafi ekki séð fyrir af- leiðingar gerða sinna eða þá að þeir hafa litið framhjá þeim í stundarv- ímu eigin hagsmuna. Þessa dagana erum við vitni að stórfelldri endurskoðun á gildandi viðhorfum í heimspólitíkinni eftir samruna austurs og vesturs. Endur- skoðunar sem gæti ef við vöndum okkur leitt til aukins lýðræðis. Á sama tíma stöndum við frammi fyr- ir slíkri stöðu í umhverfismálum að sumir telja að fátt eða ekkert geti komið okkur tii bjargar. En oft er dimmast undir dögum. Ég er þeirrar skoðunar að ef við förum rétt að þá gæti staðan í umhverfismálunum hrakið okkur til að byggja brýr skiln- ings milli norðurs og suðurs nú þeg- ar múramir á milli austurs og vest- urs eru fallnir og í þeim gagnkvæma skilningi gæti leynst sú lausn sem við erum að leita að. Meginniðurstaða umhverfisráð- stefnunnar í Río de Janeró síðastlið- ið vor var að til þess að tryggja umhverfisbætur þyrfti að auka að- stoð við þróunarlöndin, gera hana markvissari og gæta þess að hafa heimafók með í ráðum. Þá gerðu menn sér grein fyrir að þróunarað- stoð sem væri beint sérstaklega til kvenna væri líklegri til að bera árangur bæði í bráð og lengd og að það væri sameiginlegt hagsmunamál allra jarðarbúa þegar til lengri tíma væri litið að íbúar þróunarlandanna verði sjálfbjarga. í þróunaraðstoð iðnríkjanna hefur oft ekki verið tekið nægjanlegt tillit til aðstæðna og menningar þar sem aðstoðin er veitt. Okkur hættir öllum til að halda að það sem viðgengst hjá okkur sé viðtekin venja annars staðar. Menningarblinda sem þessi hefur skilið eftir sig mörg sár og „hvíta fíla“ víða um þróunarlönd. „Hvítir fflar“ eru þau mannvirki og tæki kölluð sem hafa verið byggð í þróunarlöndunum en hafa ekki nýst innfæddum. Oft gerist þetta vegna þess að aðstoðin kemur á skjön við aðstæður, menn hafa ef til vill ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á tækniþekkingu þar og hér, að ég taii ekki um annan menningar- legan og trúarlegan mun. Sum þró- unarverkefni hafa jafnve! verið svo illa unnin að þau hafa skilið fólkið eftir verr sett en áður. Þekkt eru dæmin um stóru vatnsbólin. sem byggð voru af hugviti iðnvæddra sem gleymdu því, hugfangnir af þekkingu sinni og tæknivæðingu, að með tilkomu þeira þornuðu mörg lítil vatnsból á stóru svæði. Þetta varð til þess að einnar stundar dag- leg ganga hundruð kvenna varð að fjögurra stunda daglegri martröð. Sem betur fer hefur skilningur manna sem vinna að þróunaraðstoð farið vaxandi á því að þar þurfti að fara varlega. Til þess að um varan- lega aðstoð verði að ræða þarf hún að falla að aðstæðum á hveijum stað og það er í andstöðu við eðlilegan skilning á því hvað aðstoð merkir að með henni verði þeir sem hana þiggja háðir þeim sem veita. Aðstoð- in kemur öllum betur ef hún leiðir til varanlegra framfara, eða eins og það hefur verið kallað eftir að Brundtiand-skýrslan kom út, „sjálf- berandi þróunar" (sustainable deve- lopment). Þróunaraðstoð sem miðar að sjálf- berandi þróun gerir miklar kröfur til þekkingar og gagnkvæms skiln- ings og trausts. Hún býður í raun upp á alveg nýjar aðferðir. Bæði hvað umfang verkefna og gerð varð- ar en ekki síður býður hún okkur að nálgast þjóðir þróunarlandanna Sigríður Lillý Baldursdóttir „Stuðningur sjóðsins varir í takmarkaðan tíma, venjulega einung- is í 2 til 3 ár, enda er stefnan sú að gera kon- ur sjálfbjarga en ekki háðar aðstoðinni. Verk- efnin eru margskonar; á sviði matvælafram- leiðslu, tengd heilsu- gæslu og framleiðslu á ýmsum varningi, að ógleymdum störfum að umhverfis vernd. “ með öðrum hætti. Það hefur sýnt sig að það gerir sig betur að hafa verkefnin lítil eða skipta stærri verkefnum upp í minni undirverk. Þá hafa augu manna opnast fyrir því að í vel heppnuðum þróunarverkefnum gegna konur oft- ast lykilhlutverki. Ef markmiðið er að ná til barnanna þá er besta leiðin að beina aðstoðinni til mæðra þeirra og ef vilji er fyrir því að aðstoðin leiði til umhverfisverndar þá hefur það gefið góða raun að hafa konurn- ar með í ráðum, því þær finna það á eigin skrokki ef eldiviðinn þarf að sækja um sífellt lengri veg eða ef vatnsbólið spillist. Fátækt þeirra, tímaskortur og stundum fáfræði kemur hins vegar oft í veg fyrir að þær geti sinnt ræktun og umhverfis- vernd. Ekki spillir að oft þarf ekki nema fáeinar krónur til að gera kraftaverk í lífí þessara kvenna og þá um leið lífí barna þeirra og í umhverfisvernd, eða með öðrum orð- um í betri framtíðarhorfum. Þróun- araðstoð til kvenna leiðir því oftast, eðli máls samkvæmt, til svokallaðrar sjálfberandi þróunar. Sérstök kvennaverkefni í þróun- araðstoð voru nánast óþekkt fyrir- bæri árið 1976 þegar UNIFEM-þró- unarsjóðurinn fyrir konur var stofn- aður á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Mörgum þótti þetta und- arlegt athæfi eins og svo oft vill verða, en nú sextán árum síðar hef- ur sjóðurinn svo sannarlega sannað gildi sitt og nú er svo komið að ýmsar „gamlar, grónar og virtar“ stofnanir í þróunaraðstoðinni leita í smiðju UNIFEM. UNIFEM er sjálfstæður sjóður sem starfar í nánum tengslum við þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Sjóðurinn hefur tvö megin- markmið: - Að styðja konur í þróunarlöndun- um, bæði fjárhagslega og tæknilega, til ýmissa verkefna. - Áð gæta þess að konur séu hafð- ar í huga þeg-. • ;.:óunarverkefni UNDP eru skilgreinu. Stuðningur sjóðsins varir í tak- markaðan tíma, venjulega einungis í 2 til 3 ár, enda er stefnan sú að gera konur sjálfbjarga en ekki háðar aðstoðinni. Verkefnin eru margskon- ar; á sviði matvælaframleiðslu, tengd heilsugæslu og framleiðslu á ýmsum varningi, að ógleymdum störfum að umhverfisvernd. Mikil áhersla er lögð á að aðstoðin henti konum, reynslu þeirra og menningu, þær eru því hafðar með í ráðum frá fyrstu stundu. Yfirbygging sjóðsins er með aiminnsta móti og það ér stefna hans að halda henni í skefj- um. Þegar þörf þykir er frekar leitað aðstoðar annarra deilda Sameinuðu þjóðanna, en að byggja upp eigin umsvif. UNIFEM-sjóðurinn er ekki rekinn með föstum framlögum frá Samein- uðu þjóðunum, heldur með fijálsum styrkjum frá aðildarlöndum Samein- uðu þjóðanna, frá UNIFEM-félögunum og ýmsum fé- lögum svo sem Soroptimistum og Zonta. Síðan 1989 hefur verið starf- rækt UNIFEM-félag á íslandi. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein núna er sú að ég vil vekja athygli á að 24. október næstkom- andi, á stofndegi Sameinuðu þjóð- anna, verður UNIFEM á íslandi með árvissan morgunverðarfund sinn á Hótel Holiday Inn þar sem flutt verða erindi og skipst á skoðunum um þróunarmál. Fundurinn hefst klukkan 9.30, stendur í eina og hálfa klukkustund og er öllum opinn. Höfundur er lektor og formaður UNIFEMá íslandi. Skátar halda átta- vitanámskeið HJÁLPARSVEIT skáta í Reykja- vík heldur áttavitanámskeið fyrir rjúpnaskyttur og þá sem stunda útiveru. Hættulegast hveijum ferðamanni eru miklar breytingar á veðri og skert skyggni á mjög skömmum tíma, jafnvel svo skyndilega að við- komandi hefur ekki tök á að komast til byggða eða á öruggan stað. Það öryggistæki sem getur veitt okkur aðstoð til að komast á réttan stað er áttavitinn sem er lítið einfalt og ódýrt tæki. Til að hægt sé að nota hana þarf að hafa lært helstu atriði áttavitanotkunar áður en lagt er af stað til fjalla. Það er ekki nægilegt að hafa áttavitann meðferðis, kunn- áttan verður einnig að vera til stað- ar. Hjálparsveit skáta í Reykjavík heldur tvö áttavitanámskeið í októ- ber sem standa í tvö kvöld hvort, fyrra kvöldið er bóklegt en hið seinna verklegt. Fyrra námskeiðið verður 21. og 22. október og seinna nám- skeiðið verður 28. og 29. október. Námskeiðin verða haldin á Snorra- braut 60, jarðhæð, og hefjast kl. 20. (Úr fréttatilkynningu) --------» ♦ «--------- ■ KYNNINGARKVÖLD Contro- versy á íslandi verður haldið á efri hæð veitingahússins Hard Rock Café fimmtudagskvöldið 22. októ- ber. Öllum sem einhvern áhuga hafa á Prince er boðið að koma og kynna sér starfsemi aðdáendasamtakanna. Kvöldið hefst um kl. 18.30 með því að þeir sem vilja fá sér af matseðlin- um borða saman en eiginleg dagskrá kvöldsins hefst svo kl. 20.00. Allt kvöldið verður sýnt fáséð efni af myndböndum með Prince, bæði gamalt og glænýtt. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi Contraversy á íslandi. (Fréttatilkynning) ✓ i- l v j I ^LANTI^v ...þessi með betri hliðarnar - btllinn sem ber af • 4 dvra stallbakur • 114 hestafla vél. • 16 ventla. • Tölvustýrð fjölinnspýting. • 5 gíra beinslupting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting. • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum. • Hvarfakútur. HYUnOPI ...til framtíðar Verð frá: 1.049.000,-kr. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SÍMI: 68 12 00 AUGLÝSING Spurningin Meö hverju finnst þér mjólkin best? Þorvaldur Ól Þórdís Þorbergi Kristján Sigurðsson VJS / OISQH VIJAH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.