Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 20.10.1992, Síða 44
44 , MORGUNBIJVÐID ÞRIDJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Kveðjuorð Samúel Jóhann Kárason Fæddur 20. október 1952 Dáinn 11. október 1992 Sammi var einn af okkur. Sökn- uðurinn er sár og erfítt að sætta sig við að missa góðan vin, en sæti hans verður ávallt frátekið meðal okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Þökkum samfylgdina. Þorbjörn og Auður, Guðrún og Guðmundur, Sævar og Lilja, Kristín, Bjarni og Guð- björg Anna. Vinur minn, Samúel Kárason, ísfirðingur og málari, lést í umferð- arslysi aðfaranótt sunnudagsins 11. október. Um kvöldið var fyrirtækið okkar að kveðja sumarstrákana og boðið var í mat og drykk. Góður liðsandi var í hópnum, menn hressir og ailir heilir. Samúel átti, sem oft áður, stóran þátt í því að skapa slíkt andrúmsloft. Samúel var góður sögumaður, húmoristi og mannvin- ur sem laðaði það besta fram í fari manns. Umrætt kvöld var Samúel í fínu formi. Fregnin um andlát Samúels barst að morgni sunnu- dags sem harmahögg. A ísafirði vorum við nágrannar. ! eikvöllurinn var §aran. Eitt leik- L*'kið var báran sem reyndi að ná okkur. Það var mikil gróska í báta- smíðinni í fjörunni. Sundlaugin var staðurinn sem við böðuðum okkur og þar var spjallað og íhugað. Það var sérstök stemmning í sundlaug- inni á aðfangadag þegar menn tóku jólabaðið. Við minntumst oft á þessa tíma, seinna er við unnum saman. Mikill samgangur var miili foreldra okkar og systkina. Þegar foreldrar mínir brugðu sér bæjar- leið, svaf ég hjá Samma og faðir minn klippti okkur og marga í ná- grenninu. Margt annað kemur upp í hugann þegar ég minnist Samú- els, en leiðir okkar skilja á þeim tíma er Bítlamir urðu frægir. Slit- róttar fréttir af og til, frá vinum og kunningjum, sögðu að með og eftir skólagönguna vann Samúel við ýmis störf á sjó og landi. Leiðir okkar lágu saman í Reykjavík fyrir tæpum fjórum árum. Samaúel var þá sigldur og bjó með Eriu Þorbjamardóttur, þriggja bama faðir og það fjórða á ieiðinni og var með Jóni Bjömssyni í málningarfyrirtæki. Svo var það fyrir rúmu ári sem við þrír stofnuð- um saman hlutaféiag í málaraiðn. Sammi var góður félagi, faglegur í vinnu og snyrtilegur. Samúel stundaði laugamar, skíði og spilaði golf og badminton. Hann hafði áhuga á stjómmálum, og vildi einfalda og fækka f stjómkerfinu. Leit björtum augum á EES og fylgdist vel með þeim breytingum sem nú eiga sér stað í heimsálfun- um. Ég þakka Samúel fyrir sam- verustundimar. Anna mín, Óskar, Sævar, Erla, Kári, Tómas, Anna, Bryndís og aðrir ástvinir, missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Guð styrki ykkur og varðveiti. Fari kær vinur í friði. Amar Óskarsson. Það var svartur morgunn þann 11. október, þegar síminn hringdi og mér var tjáð að besti vinur minn hann Sammi Kára væri dáinn. Sammi var farinn og öll þau plön sem við vomm búnir að gera hurfu á svipstundu. Plönin voru svo sem ekki flókin, við ætluðum okkur að verða gamlir saman og stunda okk- ar badminton, fara í sauna, segja brandara og hlæja og enda mánu- dagskvöldin með að fara í bíó eins og við höfum gert undanfarin ár. Þegar við gömlu mennimir myndum hittast á daginn „fyndum við okkur góðan bekk“ þar sem við myndum horfa á ungu stelpumar og tala um gömlu dagana, eins og kallamir í Norðurtanganum gerðu, þeir „Toni Ingibjartar, Gústi Einars og aliir hinir heiðursmennimir". En um þá talaði Sammi oft, því hann byrjaði ungur að vinna, aðeins 14 ára gam- all hjá Hraðfrystihúsi Norðurtang- ans á ísafírði og vann m.a. sem „flakari" með þessum heiðursmönn- um. Það var einmitt í Norðurtang- anum sem ég kynntist Samma fyr- ir tæpum 20 ámm, en þá setti Rúnar verkstjóri mig með Samma á flökunarvélamar. Margar góðar stundimar áttum við inni í komp- unni hans Rúnars verkstjóra. Ein- hveiju sinni kom einhver með þá athugasemd við Samma að hann væri kominn með „björgunarhring á magann" en alltaf var hann jafn fljótur að svara fyrir sig og sagði „að þetta væm vöðvar í afslöppun". Það var einmitt það sem einkenndi Samma, hann tók öllu svo létt og hafði gaman af öllu, og hvar sem hann kom þá var hann alls staðar miðpunktur léttleikans og frá hon- um streymdi ótrúlegt magn af já- kvæðri orku sem ég og flestir sem þekktu Samma höfðum ekki fundið áður. Þess vegna verður söknuður- inn til þessa drengs svo óbærilegur. Fyrir þá sem vora svo lánsamir að fá að njóta samvista við hann verð- ur tilveran aldrei söm eftir fráfall hans. Annað einkenni Samma var hversu vel Iesinn hann var. Þú komst aldrei að tómum kofunum hjá Samma, hann hafði skoðun á öllum hlutum og hafði unun af að taka þátt í rökræðum. Hann var harður Alþýðuflokksmaður og fór ekki leynt með það og oft var hama- gangur í öskjunni þegar Sammi var kominn í pólitískan ham. Fiskurinn átti eftir að fylgja hon- um fyrstu árin bæði í landi sem og á sjó eða þar til hann var 29 ára. Þá fer hann í læri hjá Georg Bær- ingssyni málarameistara á Isafirði. Hjá honum vanri hann næstu sjö árin, eða þar til hann flutti suður með konu sinni Erlu Þorbjömsdótt- ur. Með Erlu eignaðist hann þijú böm, Tómas, 10 ára, Önnu, 7 ára, og Bryndísi, 2 ára. Einnig átti Sammi hann Kára, sem nú er 20 ára, með fyrrverandi sambýliskonu sinni. Kári h*'. • alla tíð búið hjá mömmu sinni. ■>a.mmi og Kári hafa alltaf haldið góðu sambandi og hef- ur Kári komið og dvalið hjá honum á hveiju sumri. Árið 1991 stofnaði Sammi fyrir- tækið Málningarþjónustu Reykja- víkur hf. með vinum sínum ísfirð- ingunum Jóni Bjömssyni og Amari Óskarssyni og var farið að ganga mjög vel hjá þeim félögum. En þeir vom einmitt að kveðja „sumar- strákana" þetta afdrifaríka kvöld þegar Sammi fer í fyrra laginu heim, því hann var búinn að ákveða að leggja parket á gólfið í íbúðinni sem hann og Erla vora tiltölulega nýbúin að festa kaup á. Það era ekki nema nokkrir dagar síðan við Sammi fórum í bíó. Eftir myndina fóram við að tala um fer- tugsafmælið hans. Hann var að hugsa um að byija daginn með því að bjóða vinum sínum í danskan morgunmat, en sagði svo „æ, ég þarf að hugsa þetta betur“. Hver hefði trúað því að í staðinn fyrir morgunkaffíð með Samma á fer- tugasta afmælinu hans væra vinim- ir að mæta í jarðarförina hans. Erla mín, ég veit að þú ert sterk og ég veit að þú átt eftir að klára þig eins og þér er einni lagið, ég veit líka að þú átt eftir að ganga í gegnum löng og myrk göng sorg- arinnar. En öll göng taka enda og hinum megin er bjart og sólríkt og ég veit að Sammi mundi vilja að þú kæmist þangað sem allra fyrst og ég veit líka að Sammi mundi vilja að við vinimir myndum styðja þig á þessari göngu. Sammi var sonur þeirra Kára Samúelssonar sem dó 23. mars 1976, og Önnu Sólveigar Bjarna- dóttur, sem búsett er á Isafirði. Þau hjónin eignuðust tvo syni, þá Samma og Óskar, sem nú er smið- ur á ísafirði. Einnig átti Sammi hálfbróður, Sævar Gestsson. Ég veit, Anna mín, að Guð mun styrkja þig og strákana þína í sorg ykkar og hjálpa ykkur að horfa björtum augum á framtíðina og njóta þess að horfa á krakkana hans Samma vaxa úr grasi, geimsteinana hans sem hann elskaði svo mikið. Vinur hans að eilífu. Haraldur Leifsson. Hann Sammi Kára hefði orðið fertugur í dag hefði hann fengið að lifa. Þegar við kvöddumst nokk- ur frændsystkin heima hjá mér kvöld eitt fyrir nokkram dögum ráðgerðum við að hittast næst í byijun nóvember heima hjá Samma og Erlu til að halda áfram að und- irbúa þriðja niðjamót afkomenda Samúels og Jóhönnu frá Skjalda- bjamarvík á Ströndum, sem halda skal næsta sumar. Við hittumst tvisvar í viku í vor er leið til að heíja undirbúning og ákveða um framhaldið. Nú skyldi heljast handa og láta hlutina fara að gerast. Það var létt yfir þessum fundum, hópurinn farinn að kynn- ast innbyrðis og mér fannst sem það yrði eintóm ánægja að standa í þessu. Það var ekki síst endumýj- uðum kynnum við Samma að þakka. En það átti ekki fyrir okkur að liggja að hittast aftur; á sunnudeg- inum fyrir viku var greint frá einu umferðarslysinu enn á Hverfisgöt- unni, og Sammi var allur. Hann fæddist og ólst upp til full-. orðinsára á Isafirði, sonur hjónanna Önnu Bjamadóttur og Kára Samú- elssonar. Yngri bróðir Samma er Óskar, húsasmíðameistari á ísafirði, og hálfbróðir hans er Sæv- ar, sjómaður og verkamaður á ísafirði, kjörsonur Gests Loftsson- ar, frænda okkar, og Jónu Bjama- dóttur, systur Önnu. Anna og Kári bjuggu allan sinn búskap í Fjarðar- stræti 21, en Kári lést árið 1976. Sammi fór í Iðnskólann á ísafirði og varð málarameistari. Eftir að hann fluttist hingað suður starfaði hann að iðn sinni og starfrækti fyr- irtæki í greininni með tveimur fé- lögum sínum, sem einnig komu að vestan, þegar hann féll frá. Á fimmta og sjötta áratugnum stóðu yfir hinir miklu fólksflutning- ar frá norðanverðum Vestfjörðum, úr Grannavíkurhreppi og Sléttu- hreppi, og flutti fólkið aðallega til Bolungarvíkur og ísafjarðar. Afi og amma höfðu flust til ísa- fjarðar frá Furugerði sumarið 1944 ásamt bömum sínum fimm, sem enn vora heima, og Kára, sem fylgdi afa sínum frá ungum aldri. Elstu systumar, Stína og Inga, voru fam- ar að búa, Stína á fsafirði en Inga á Seyðisfírði. Frændgarður afa og ömmu var stór, bæði áttu þau mörg systkini og var nokkuð af fólki þeirra þegar sest að á ísafírði og aðrir komu seinna. Samgangur varð mikill milli frændfólksins, bæði þeirra sem fyr- ir voru og hinna sem nýkomnir vora á mölina úr vetrarhörðum en sumarfögram sveitum Jökulfjarða og Homstranda. Árið 1948 fluttu svo foreldrar mínir, sem þá bjuggu hér fyrir sunnan, vestur á ísafjörð með okkur tvö systkinin, sem þá voru fædd. Við bjuggum lengst af með afa og ömmu í Fjarðarstræti 14, þar sem vora með þeim í heimili fyrstu árin yngsti sonurinn, Kristján, og Kári. Skammt frá, á Grundargötu 6, bjó Stína, og hjá henni Anna, mágkona hennar. Kári og Anna giftu sig svo árið 1953 og hófu búskap í Fjarðarstræti 21. Þannig ólumst við upp á ísafírði svo nálægt hvert öðra, Stjáni móð- urbróður, sem var nokkra eldri en við, þijú böm Stínu og Bubba, við tvö eldri böm Ingu og Sigurðar, og Sammi og Óskar. Bræðumir í Fjarðarstræti 21 vora auðvitað óttalegir smákrakkar í augum okk- ar hinna; þurfti meira að segja stundum að passa þá, sem ekki átti nú vel við þegar nóg annað var við tímann að gera í fjöranni eða við aðra þarflega iðju bama! En það var bjart yfír þessum hnokkum, og þeir hafa verið mikil gæfa foreldr- um sínum alla tíð. Þegar við fluttum í Kópavog árið 1962 rofnuðu þessi nánu tengsl að miklu leyti, og getur ekki heitið að ég hafi hitt Samma aftur fyrr en tuttugu og sex áram seinna, fyrir um fjóram áram, þegar við Ásta fluttum hingað suður eftir margra ára búsetu úti á landi. Þá kynntist ég Samma á ný, stóram og myndar- legum manni með brosglampa í augum. Hann eignaðist soninn Kára þór árið 1972 með Helgu Maríu Carls- dóttur, en fyrir um þrettán áram hóf hann sambúð með Erlu Þor- bjömsdóttur og eignuðust þau þijú böm: Tómas Bjöm árið 1982, Önnu árið 1985 og Bryndísi árið 1990. Missir þeirra er mikill og söknuður sár. Svo er einnig um Önnu móður hans, tengdaforeldra og aðra ætt- ingja. Ég bið þeim öllum blessunar og tek þátt í sorg þeirra. Ég hefði svo gjaman viljað fá að njóta frændseminnar við Samma lengur, en minningin er ein eftir, minning sem lifir með okkur frænd- um hans um góðan dreng. Haukur Sigurðsson. Það er sárt og erfitt að trúa því að Samúel vinur minn, eða Sammi eins og við kölluðum hann, sé horf- inn, hann sem skildi lífíð svo vel. Þann 10. október voram við fé- lagamir að enda sumarstarfíð með sumarstarfsmönnum okkar hjá Málningarþjónustu Reykjavikur sem við rákum ásamt Amari Ósk- arssyni. Stemmningin þetta kvöld var frábær, allir kátir og glaðir, ekki síst Sammi, ótrúlegt, „síðasta samverastundin". Við ólumst upp á ísafirði og kynntumst við fyret í gegnum Ósk- ar bróður Samma, en náin kynni hófust þó ekki fyrr en 1981 er ég hóf málaranám hjá Gogga Bæsa, þar sem Sammi hafði unnið um tíma. Hvatti ég hann til að læra iðnina sem hann og gerði, og eftir það voram við samstiga í öllu. Fyrir vestan vora aðstæður öðra- vísi og tepptumst við oft vegna snjóa og veðure en húmorinn var alltaf númer eitt og bjargaði öllu. Eftir að við fluttum báðir suður tókum við að okkur að mála fyrir vestan og voru að keyra suður aft- ur þegar við lentum í því að hreppa blindbyl á SteingrímsQarðarheiði, við rétt komumst niður Djúpmegin, blautir og bensínlitlir með tvo bjóra í farteskinu, við skelltum í okkur bjórunum og ákváðum að syngja alla leiðina í Reykjanesskóla, sem við gerðum, til að gleyma því hvereu bensínlitlir við voram. Félagi Sam var fyölfróður ná- ungi, hafði einstaka frásagnargáfu og hann var hafsjór af fróðleik, t.d. um gamla tímann og fólkið fyrir vestan. Hann fylgdist vel með póli- tík og þjóðmálum almennt og hafði skoðanir á öllum málum. Sammi hafði gaman af íþróttum, hann stundaði badminton, golf, hafði gaman af fótbolta og fór mik- ið á skíði, hann bjó meðal annars um tíma í Geilo í Noregi þar sem hann kynntist Erlu, konunni sinni. Við Hanna áttum mjög skemmti- legt kvöld með Samma og Erlu fyr- ir stuttu og er ótrúlegt að það skyldi vera síðasta sameiginlega kvöld- stund okkar íjögurra. Öll okkar mál leystum við á far- sælan hátt og var samstarf okkar eins og best verður á kosið og þakka ég það af alhug. Jón Björnsson. Engin leið er að vera viðbúinn áfalli sem þessu, tómleikinn og söknuðurinn er mikill og margar spumingar vakna sem engin svör fást við. Ég man eftir Samma frænda sem komabami heima á ísafírði, sam- gangur var alla tíð mikill milli heim- ilanna eins og oft er í smærri samfé- lögum úti á landi. Hann var alltaf eins og eitt af okkur systkinunum, þessi tengsl styrktust enn frekar með áranum. Hvert um sig stofnuð- um við heimili og fjölskyldur víðs- vegar um land. Samgangurinn varð stopulli, en því skemmtilegri og ánægjulegri þegar loks tími gafst til. Á ættarmótum eða hvenær sem fjölskyldan safnaðist saman, var Sammi hrókur alls fagnaðar. Oftar en ekki var hann foreprakki að því að fjölskyldan hittist og alltaf var líf og fjör í kringum hann. Mér er enn í fereku minni þær notalegu stundir sem ég átti með honum og fjölskyldu hans norður á Dynjanda síðastliðið sumar. Þetta er okkur öllum ógleymanlegur tími. Fyrir nokkram áram flutti Sammi og fjölskylda hans í næsta nágrenni við mig og þannig gat ég enn betur fylgst með þessari sam- rýndu fjölskyldu, og séð hversu Sammi og Erla nutu þess að vera innan um bömin og hlú að þroska þeirra. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænda minn sem lést af slysfóram 11. október sl., rúmri viku áður en hann varð fertugur. Ég bið algóðan Guð að styrkja Erlu, bömin, móður og Qölskyldu. Guð blessi minningu hans. Kiddý og fjölskylda. Ótrúlegt er hve stutt er á milli lífs og dauða. Erfítt er að gera sér grein fyrir að eiga aldrei eftir að sjá Samúel framar í þessu lífi, mann sem ég hitti næstum hvem dag að undanfömu. Það er erfítt, eftir að hafa eytt kvöldstund með vinnufélögum og fagnað uppskeru eftir gott sumar, hlegið og spjallað í góðum félagsskap, að frétta dag- inn eftir að einn þeirra sé dáinn. Kynni mín af honum Samma, eins og hann var kallaður, vora stutt en góð. Þegar ég byijaði hjá Máln- ingarþjónustu Reykjavíkur kunni ég strax vel við Samma, hann var svo kurteis og „kammó". Upp úr því kynntumst við. Þótti mér gott að vinna með honum og hann kenndi mér líka margt, ekki bara að halda á pensli, heldur líka aðra hluti, síður veraldlega, sem máli skipta hér í heimi. Þess vegna leit ég upp til Samma, einnig í bókstaf- legri merkingu, því hann var hár maður og spengilegur. Sammi lagði stund á fjölda íþrótta og átti ýmis áhugamál og var því alltaf hress og kátur. Hann var ástfanginn maður og hamingju- samur svo af honum geislaði, það smitaði út frá sér þannig að brúnin lyftist og fólki leið vel í návist hans. Fyrir u.þ.b. mánuði skrappum við í helgarreisu til ísafjarðar, stað- ar sem honum var svo kær, enda var hann fæddur þar og uppalinn. Eru mér í fereku minni tvær setn- ingar sem hann sagði þar. Eftir að hafa setið að spjalli um lífíð og til- verana drykklanga stund varð þögn í smátíma, svo sagði hann allt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.