Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Hlíðarvegur - Kópavogi Glæsileg efri sérhæð um 157 fm ásamt bílskúr í tvíbýl- ishúsi. Rúmgóðar stofur, 4 svefnherb., þvottahús, búr innaf eldhúsi. Glæsilegt útsýni. Hitalögn í innkeyrslu. Ath. möguleg skipti á 2ja-3ja herb. íbúð. 306. Opið í dag, laugardag, frá kl. 11-14 íf S: 685009-685988 ARMULA21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI, DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR. f OPIÐ í DAG KL. 11-13 ★ SÉRHÆÐ í HLÍÐUNUM ★ Vorum að fá í sölutmjög fallega sérhæð í tvíbýli á þess- um vinsæla stað. Góð stofa með suðursvölum og 3 svefnherb. Stór bílskúr. Nýtt þak og gler. Eigninni til- heyrir helmingshlutur í 2ja herb. íbúð í kjallara hússins. Ákveðin sala. fkHUSAKAUP 68 28 00 • fasteignamiðlun • 68 28 00 ———— Mll^ Stórglæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum. Sérlega gott fyrirkomulag. Vandaðar innréttingar. Á neðri hæð stofur, eldhús, herbergi og snyrting. A efri hæð 3 rúm- góð svefnherb.,_baðherb., þvottahús, sjónvarpshol og svaiir. Bflskúr. Ákv. sala. 3909. Opið f dag, laugardag, frá kl. 11-14. S: 685009 - 685988 ÁRMÚLA 21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI 01 LÁRUS P. VALDIMARSSON framkvæmdastjori L I l3U“t I0/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Efri hæð við Garðastræti - þríbýlishús Sérhæð 5 herb. 125,1 fm nettó. Tvennar svalir. Geymsluris fylgir. Bíl- skúr. Ræktuð lóð. Þetta er góð eign á frábærum stað. Nýleg sérhæð í tvíbýlishúsi Neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm nettó skammt frá Háskólanum. Gott skipulag. Allt sér. Frágengin lóð. Góður bílskúr. Laus fljótlega. 2ja herb. einstaklingsíbúð á vinsælum stað í Fossvogi á 1. hæð um 50 fm. Laus strax. Þarfnast málningar. Tilboð óskast. Skammt frá Landspítalanum Nylega endurbyggð 4ra herb. neðri hæð tæpir 100 fm í þríbýlishúsi. Góð sameign. Langtímalán. Tilboð óskast. Leitum að fjölda eigna Fyrir fjórsterka kaupendur einkum að sérhæðum, einbýlishúsum á einni hæð, nýlegum 3ja-5 herb. íbúðum með bílskúrum og íbúðum i gamla bænum sem meiga þarfnast standsetningar. Sérstaklega ósk- ast 2ja-3ja herb. íbúð í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Margskon- ar eignaskipti möguleg. • • • Opið í dag kl. 10-16. Teikningar á skrifst. Almenna fasteignasalan sf. varstofnuð 12. júlí1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASIEIGNASAUN Tónlistardagar Dómkirkiunnar Dómkórinn frumflyt- ur kórverkið „Sálma44 Tónlistardagar Dómkirkjunn- ar eru árlegur viðburður. Þeir eru nú haldnir í ellefta sinn dag- ana 31. október til 7. nóvember. Yfirskriftin að þessu sinni er flutningur á enskri kirkjutónlist, enda er Arthur Robson, kórstjóri frá Englandi, gestur á tónlistar- dögum. Hróðmar Ingi Sigur- björnsson, tónskáld, var fenginn til að semja kórverk fyrir tónlist- ardaga 1992 og Dómkórinn mun frumflytja tónverk hans „Sálm- ar“. Aðrir góðir gestir verða kirkjukór Dalvíkur og Hörður Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju. Hróðmar Ingi Sigurbjömsson hefur nýlega samið tvö verk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Hið fyrra „Ljóðasinfónían" var fmm- flutt í febrúar ’91 og hið síðara „Máríuvísur" í febrúar síðastliðn- um. Ljóðasinfónían var samin við hluta Ljóðaljóða úr Gamla testa- mentinu. í Máríuvísum er textinn tekinn úr Lilju eftir Eystein Ás- grímsson. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, höfundur kórverksins „Sálmar". En við samningu tónverksins „Sálma“ segist Hróðmar færa sig aðeins lengra fram í tímann og Marteinn H. Friðriksson orgel- leikari Dómkirkjunnar og sljórn- andi Dómkórsins. nota texta úr „Guðspjallavísum, árið um kring“ eftir Einar í Eydöl- um (1538-1626). „Þetta er niðurlag Umsjónarmaður Gísli Jónsson 664. þáttur 1) Ég sætti mig ekki við að sagt sé: Leikritið „byggir“ á sögu eftir N.N. Leikritið byggir ekki neitt. Hins vegar byggist leikritið á sögu o.s.frv. Þama er miðmyndin byggist í þol- myndarmerkingu, sama sem er byggt. Miðmynd í íslensku er í hættu eins og viðtengingarhátt- urinn. En það sem ég er að gagn- rýna varðandi sögnina að byggja, sýnist mér vera dönsku- sletta (sbr. „han hviler" = hann hvOist. Ef menn hefðu áðan verið að þýða úr ensku: „is based on“, væri rétt þýðing byggist (er byggt), en alls ekki „bygg- ir“. 2) Engin ástæða er til þess að láta undan þeim ósið að nota tíðartenginguna meðan í stað- inn fyrir aðaltenginguna en, þegar whUe er þýtt úr ensku. I því máli þýðir while en engu síður en þegar. Dæmi úr stóru ensk-íslensku orðabókinni frá Erni og Örlygi (seint nógu mikið lofuð bók): „The elder son had a gift for the arts, while the younger preferred sports." Þýtt á ísiensku: „... en sá yngri var aftur á móti meira fyrir ...“ Því er rétt að segja: „Miðflokkurinn fékk (ekki vann) 100 þingsæti, en Þjóðarflokkurinn 30.“ Alls ekki „á meðan“ Þjóðarflokkur- inn o.s.frv. 3) Orðinu saman er ofaukið aftan við orðtakið að elda grátt silfur = eiga í eijum, gera (hvor öðrum) grikk. Þetta er staðfest í doktorsritgerð Halldórs Hall- dórssonar um myndhverf orðtök og þeim orðabókum sem ég fletti upp í. 4) Enn einu sinni skal fundið að hinu halaklippta orðasam- bandi að „taka þátt“. Mælt er með því að segja: „Vertu með“ í þess stað, enda heyrist það góðu heilli stundum í auglýsing- um. Hins vegar má geta þess, að margir hafi tekið þátt í mótinu eða samtökunum. Þá er „hafðu samband“ heldur snautleg hvatning til mannlegra samskipta, svo sem heimsókna eða símhringinga. 5) Menn standa sig vel eða illa eftir atvikum. Ef þeir standa sig vel, standa þeir í stykkinu. En menn standa „sig“ ekki í stykkinu. Þá er ómyndarhalinn „fyrir sig“ enn með sögninni að ganga, og hleypur jafnan of- vöxtur í hann um verslunar- mannahelgina. Eitthvað gengur vel eða illa, og er óþarft að hengja „fyrir sig“ aftan á það. Ég ætla enn að birta vísu Amar Snorrasonar (Aquilae), því að bundið mál er áhrifameira en laust: Kominn er orða karl í þrot, klúðrið til höfuðs stigið: út vill hann strika eins og skot andskotans fyrirsigið. 6) Og þá er notkun sagnarinn- ar að koma. Hún er mjög ofnot- uð á kostnað sagnarinnar að vera, þegar rætt er t.d. um upp- mna fólks. Ég er Svarfdælingur eða er úr Svarfaðardal, en ég „kem“ ekki þaðan í þeirri merk- ingu, að ég sé þaðan ættaður eða fluttur. Hins vegar get ég farið út í dalinn, og þá kem ég væntanlega til baka aftur. 7) Afkáralegt er að rugla saman orðunum greiðslukjör og greiðslufrestur, eða þá af- borganir og skilmálar. Þetta fer allt eftir atvikum, og auðvit- að eru alltaf einhver greiðslu- kjör, góð eða vond, hagstæð eða óhagstæð. Ég heyrði um daginn í útvarpsauglýsingu, að boðið var upp á „greiðslukjör til allt að þriggja ára“. Ég er viss um að hér hefur verið átt við greiðslufrest. 8) Við getuin sleppt einhverj- um úr haldi, og við getum líka látið hann lausan. Ef við rugl- um þessu saman og tölum um að „sleppa einhveijum lausum“, þá er kominn á þetta annar blær. 9) Enn langar mig til að ítreka að menn geta komið við sögu, en þegar atburðarás er rakin, segjum við hins vegar: þegar hér var komið sögu og sleppum auðvitað orðinu „við“ á undan sögu. ★ „Fleygar setningar úr tjóna- skýrslum ...“ hafa borist þætt- inum, svo sem: a) Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf. b) Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfír götuna og keyrði því á hann. c) Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu. d) Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann. e) Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera. f) Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heil- margar beygjur áður en ég rakst á hann. g) Eg beygði frá veg- brúninni, rétt leit á tengda- mömmu og hentist út á veginn hinum megin. ★ Hlymrekur handan kvað: Sr. Jóni fannst lélegt og lasbyggt, með leiðindameðalaglaslykt - og kannski ekki hægt það kompaní frægt sem varð kunnugt af þorpinu Maastricht. ★ „Lauslegar athuganir, sem ég hef gert á kirkjubókum og manntölum, benda eindregið í þá átt, að alda smekkleysis og spillingar í nafngiftum hafí tekið að rísa hér á landi á fyrri hluta 18. aldar, fari síðan vaxandi á 19. öld, en hafí náð hámarki nokkru fyrir síðustu aldamót. Síðan hygg ég að heldur taki að bregða til batnaðar aftur, þótt batinn sé að vísu hægur og engan veginn alger enn. Er mér ekki grunlaust um, að á þessari öld gæti jafnvel nýrra sjúkdóms- einkenna, og á ég þar meðal annars við hinn mikla fjölda hvers konar fordildamafna, sem mjög hafa verið í tízku um skeið, svo að ekki sé minnzt á gælu- nafnafaraldur síðari ára.“ (Gils Guðmundsson: Heima er best, 9. árg., 1959.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.