Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 31.10.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 11 Dómkórinn að syngja í Háskólabíói í fyrra, ! ’M Sjf Pni . 1 i i vísnanna, tekið úr handriti sem Jón Samsonarson hefur búið til útgáfu“. Og Hróðmar segir tónverkið samanstanda af fjórum sálmum og sé einskonar óður til gamallar kirkjutónlistar og vinnuaðferða gömlu meistaranna. Dómkórinn mun frumflytja kór- verkið sunnudaginn 1. nóvember kl. 17.00 undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, organleikara Dóm- kirkjunnar. En í tilefni íslenska tón- listardagsins, verður hluti af verk- inu frumfluttur í hádegisútvarpi laugardaginn 31. október. Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30 verða orgeltónleikar í Dóm- kirkjunni. Þá mun Hörður Áskels- son, organisti Hallgrímskirkju, sitja við Dómkirkjuorgelið og spila verk eftir J.S. Bach, Jón Nordal og fleiri. Föstudaginn 6. nóvember kl. 20.30 verða kórtónleikar í Landa- kotskirkju. Á efnisskrá verður ensk kórtónlist og enski kórstjórinn, Arthur Robson, mun stjórna Dóm- kórnum. Arthur Robson er þekktur í Evrópu og oft beðinn að starfa þar á stærri kórmótum. „Það er alltaf viss lífsreynsla að afhenda öðrum manni kórinn," seg- ir stjórnandi Dómkórsins, Marteinn H. Friðriksson, „en auðvitað er mjög gott fyrir kórinn að kynnast öðrum stjórnanda. Við byijum á verki eftir Britten; flytjum einnig verk eftir Byrd, Stanford og Wesl- ey.“ Einsöngvari á tónleikunum verður Margrét Bóasdóttir og Mar- teinn verður við orgelið. Laugardaginn 7. nóvember verða síðan kórtónleikar í Dómkirkjunni, dagskrá gestanna, kirkjukórsins á Dalvík. Verkið „Requiem" eftir G. Fauré sem tekur hálftíma í flutn- ingi mun setja mestan svip á tón- leikana. Stjórnandi kórsins er Hlín Torfadóttir. Marteinn segir að hann og Dóm- kórinn séu mjög ánægð með að kirkjukór Dalvíkur skuli leggja upp í langferð og syngja hér. Dómkórinn hélt tónleika á Dalvík í sumar. Og Marteinn segir að þá hafí myndast vináttusamband og þau séu að end- urgjalda heimsóknina, auk þess sé stjórnandi Dalvíkurkórsins fyrrver- andi kórfélagi í Dómkómum. Að sögn Marteins tekur alltaf árið að undirbúa tónlistardagana. Hafa þurfi samband við tónskáld, ákveða hvaða gestum eigi að bjóða og hvaða tónverk eigi að flytja. Tónskáld næsta árs verður Hjálmar H. Ragnarsson. Árið_ 1993 er líka 100 ára ártíð Páls ísólfssonar og Dómkórinn er þegar farinn að und- irbúa sig til að minnast þess. Leikbrúðuland Bannað að hlæja Sýningar hafa legið niðri í Leikbrúðulandi í sumar og haust vegna leikferða en hefjast nú um helgina að nýju. Teknar verða upp sýningar á brúðuleiknum Bannað að hlæja eftir Hallveigu Thorlacius. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson, tónlist eftir Eyþór Arn- alds og leikendur eru Bára L. Magnúsdóttir, Bryndís Gunnars- dóttir, Ema Guðmarsdóttir, Hall- veig Thorlacius ög Helga Arn- alds. Hér fléttast ævintýrið um drenginn Búa og hvalinn Bægsla inn í ævintýri gömlu goðafræð- innar. Sýningin er ætluð fyrir alla fjölskylduna, nema kannski þau allra minnstu. í sumar var Bannað að hlæja sýnt á listahátíð í Bergen og á alþjóðlegum brúðuleikhúshátíð- um í Ljubljana og Zagreb, þar sem sýningin vann tvenn verð- laun. Onnur voru veitt af alþjóð- legri dómnefnd leikhúsgagnrýn- enda og hin af barnadómnefnd. í anddyri leikhússins verða nú sýndar gamlar brúður úr safni Leikbrúðulands. Sýningar em kl. 15.00 á laug- ardag og sunnudag. Miðasala er opin frá kl. 13.00 sýningardag- ana. Leikendur í Bannað að hlæja: Bryndís, Hallveig, Helga, Erna og Bára. 22.0KT - 1.N0V Verslanir Borgarkringlunnar bjóða nú breskar vörur á vildarkjörum. Þú þarft ekki að fara lengra en í Borgarkringluna til að komast í breska stemmingu og fá breska vöru á einstöku verði! Mikill fjöldi breskra og íslenskra listamanna mun skemmta gestum dag hvern ITELEPHl • Skoski sekkjapípuleikarinn Robert MacKintosh • Gordon Rimes sýnir stórfengleg flóttaatriði, auk þess að skemmta börnunum ítrúðagerfi sínu • Listakonan Helen Cooper málar á silki • Lafði Christobel og einkaþjónn hennar, vafasamir fulltrúar breska aðalsins! • Grínleikarinn Adrian Kay sem meðal annars leikur Charlie Chaplin fyrir gesti Borgarkringlunnar Tveggja hæða Lundúna- strætisvagn með áætlunarferðir ^ í Borgarkringluna - Ókeypis fyrir alla Vagninn ekur um götur Reykjavíkur og verður á hálftíma fresti í Borgar- kringlunni. Við tökum farþega við Arnarhól 15 mín. yfir heila tímann og í Mjódd 15 mín. fyrir heila tímann Munið að skilafrestur í Sherlock Holmes Opið Laugardag kl. 10.00 -16.00 og sunnudag kl. 13.00 -17.00. Jm Catlislebu! Meðal gesta okkarfrá Bretlandi eru OijOs'.'l IjWteío*! IRTQN RARfv AL0983B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.