Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Kusu Litháar yfir sig kommúnisma? eftirArnór Hannibalsson Það voru þingkosningar í Lithá- en hinn 25. október. Eftir blaða- og útvarpsfréttum að dæma, mætti ætla að Litháar hefðu hrapað að því að hleypa kommúnistaflokkn- um aftur til valda. Úrslit kosninganna bera þetta nú samt ekki með sér. Flokkur Algirdas Brasauskas fékk að vísu 47% atkvæða. Ef flokkur, sem nær til svo stórs hluta þjóðarinnar, er kommúnistaflokkur, mætti segja, að litháíska þjóðin hefði firrt sig vitinu. Sem betur fer er langt frá, að svo sé. Þeir sem studdu þennan flokk með atkvæði sínu, voru ekki að kjósa yfir sig kommúnisma. Þegar ég var í Vilníus í septemb- ermánuði sl. átti ég þess kost að ræða við forystumenn Lýðræðis- lega verkamannaflokksins. Bra- sauskas var að vísu ekki viðlátinn, þegar mig bar að garði. En ég ræddi við aðalritstjóra höfuðmál- gagns flokksins og nokkra menn úr miðstjórn hans. Það ríkir mikil sundrung meðal Litháa. Hún stafar aðallega af því, hversu hrikalegt efnahags- ástandið er. Verðbólgan þrammar áfram risaskrefum, en kaupið stendur í stað. Þinginu hefur ekki tekizt að marka skýra stefnu í efnahagsmálum. Flokkamir takast á af mikilli hörku. Núverandi ríkis- stjóm hefur ekki lagt sig mikið fram um að fá erlent fjármagn inn í landið, enda erfítt að búa í hag- inn fýrir erlendar fjárfestingar, þegar allt efnahagslífið er í upp- lausn. Það verður erfitt að halda á sér hita í vetur, því að olíu er enga að fá. Því hefur verið haldið fram, að rússnesk yfirvöld hafi viljað hrífa á úrslit kosninganna, með því að hætta að flytja olíuvörur til Litháens. Þetta er alls ekki rétt. Síðast þegar ég frétti skulduðu Litháar Rússum 1,4 milljarða rúblna fyrir olíu. Ekki er fyrirsjá- anlegt, að Litháar geti greitt skuld- ina. Rússar gátu því ekki annað en sagt við Litháa: Annað hvort borgið þið eða þið fáið ekki neitt. Olíuframleiðslan í Rússlandi fer síminnkandi. Ríkisstjóm Rússlands vill frekar selja lýðveldunum í Mið- Asíu olíu fyrir þriðjung eða fjórð- ung kostnaðarverðs, því að öldur gætu risið þar hátt, ef orkuskortur verður tilfinnanlegur. Rússland getur einfaldlega ekki annað en farið fram á það við erlend ríki (og Litháen er erlent ríki) að þau greiði fyrir olíu í gjaldeyri og á heims- markaðsverði. Eitt helzta deilumál meðal Lit- háa er hversu skal búa. Landsberg- is og ríkisstjórn hans ákváðu, að leggja skyldi niður samyrkjubú frá og með 1. janúar 1992. Þetta vora mistök. Nú er svo komið að allar þær gífurlegu fjárfestingar, sem lagt hefur verið í síðastliðin 50 ár nýtast ekki við matvælafram- leiðslu. Risavaxin fjós standa auð, vélamar grotna niður í skemmum. í vor sem leið vissi enginn, hver átti að sá, og í haust vissi enginn hver átti að skera upp. Þrautaráð- ið var að safna saman fólki til að bjarga komi í hús. Bændur spurðu: Hvað eigum við að gera? Við þeirri spurningu var ekkert svar. Margs þarf búið með. Til að bóndi geti komið upp búi þarf hann aðgang að lánum, hann þarf vélar, hús og bústofn. Hann þarf að vera viss um að fá nauðsynleg aðföng og hann vill vita verð þeirra, svo og á afurðunum. Ekkert af þessu var hægt að tryggja bændum. En höf- uðvandamálið var um eignarrétt: Hver á landið? Með hvaða kjöram og samkvæmt hvaða lögum geta bændur keypt jarðir? Hver á að mæla út jarðarskika handa þeim, sem vilja búa? Lýðræðissinnaði verkamanna- flok'kurinn hefur gagnrýnt þetta harðlega. Hann taldi, að það ætti að bjóða bændum að nýta eignir samyrkjubúanna á þann hátt, sem þeir töldu heppilegast. Þetta var gert í Tékkóslóvakíu með þolanleg- um árangri. 0g Tékkóslóvakar hafa mat. Það er mikill munur á sovétsamyrkju (þar sem einn bús- formaður ræður öllu) og sam- vinnufélögum, sem bændur setja á stofn ýmist til að framleiða eða selja. En þeir era margir í Litháen sem mega ekki heyra samvinnu nefnda á nafn pg vilja ryðja henni burt með einu átaki. En hvort er betra að hafa samvinnufélagamat að éta eða engan? Þá hefur LVF haft uppi hin kunnuglegu hróp stjórnarand- stöðuflokks: Hærra kaup! Verð- frystingu! Engar skattahækkanir! Ráðdeild í ríkisrekstri! Gegn spill- ingu! Nú má búast við, að Brasauskas myndi ríkisstjóm með sósíaldemó- krötum. Verður þá fróðlegt að sjá, hvernig honum tekst til í glímunni við að kveða niður kreppuna í land- inu og standa við þá stefnu, sem hann mótaði í stjórnarandstöðu. Arnór Hannibalsson „Ef Litháar hefðu haft hinn minnsta grun um að Brasauskas væri þjónn hinna gömlu kúg- unarafla, hefði þeim ekki dottið í hug að ljá honum fylgi sitt eftir allt sem á undan er gengið í sjálfstæðisbar- áttunni.“ Hið nýja þing hlýtur einnig að kjósa nýjan forseta. Það er vitað, að Landsbergis er það þvert um geð að yfirgefa það embætti. Flokkur sá sem hann styðst við, Sajudis, er nú varla svipur hjá sjón. Upphaflega var hann hreyfing til eflingar péréstrojku og varð ijölda- hreyfing. í forystunni voru margir fyrrverandi kommúnistar. En nú hafa Sajudis-menn dreift sér á ýmsa flokka, og eftir eru aðeins leifar og era þeir sem nú standa fyrir Sajudis einkar þjóðemissinn- aðir, og kalla andstæðinga sína í öðram flokkum »vinstri öflin«. All- ir þessir svokölluðu »vinstri flokk- ar« fylgja þó markaðshagkerfi. Sumir hafa orðið sér úti um verk Hayeks,_og hafa þau til taks í skrif- borðsskúffunni, en aðrir leggja áherzlu á blandað hagkerfi þar sem einkarekstur, samvinnufélög, hlutafélög og ríkisrekin fyrirtæki geti öll starfað saman á vettvangi sama atvinnulífs. Ég hef ekki séð, að gömlu for- réttindastéttinni sé neitt sérlega vel við Brasauskas, né að hún geti notað hann til að komast aftur til áhrifa. Hann er að vísu alinn upp í kommúnistaflokknum, en hann sveik þann flokk með því að stofna þjóðlegan kommúnistaflokk, óháð- an Moskvu, og síðan með því að taka upp stefnu, sem á ekkert skylt við sovézkan miðstýrðan áætlunarbúskap. Rússar eiga enga hönk upp í bakið á Brasauskas og hann ekki upp í bakið á þeim. Ef Litháar hefðu haft hinn minnsta gran um að Brasauskas væri þjónn hinna gömlu kúgunarafla, hefði þeim ekki dottið í hug að ljá honum fylgi sitt eftir allt sem á undan er gengið í sjálfstæðisbaráttunni. Þeir sem kusu flokk hans hafa gert það með því hugarfari, að affarasælast sé að fara rólega í sakirnar, ekki flýta sér um of, og renna eftir veginum í átt til evrópskrar sið- menningar í hæfilega stórum skrefum. Höfuðmálið verður að koma landbúnaðinum á fastan fót. Ekki aðeins til þess að menn fái eitthvað að éta, heldur og til þess að af- rakstur af búskapnum skili sér í bankana, svo að þeir geti lánað til fjárfestinga. Þetta tekur allt sinn tíma. Með landbúnað í lamasessi verður ekki við neitt ráðið. Hin innri sundrung háir Lit- háum. Því eru þeir menn til þar (og þeir eru ekki í flokki Brasausk- as) sem segja að nú dugi ekkert annað en að þeir fái völdin, sem geta stýrt styrkri hendi. En ég vona að svo illa fari ekki. Traust valdaaðstaða þjóðkjörins þings er skilyrði fyrir því að Litháar finni leið út úr ógöngunum. Höfundur er prófessor. Kapp er bezt með forsjá eftir Önnu Sæbjörnsdóttur Vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu 15. október sl. eftir Björn Bjarnason, þingmann Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, þar sem hann er að fjalla um grein mína frá 13. sama mánaðar og birt var í sama blaði, skal eftirfar- andi tekið fram. í grein minni var orðum ekki beint til Björns per- sónulega, heldur til þess málsvara er hann gerist þegar hann, í grein sinni í Morgunblaðinu 2. september sL, svarar Reykjavíkurbréfí Morg- unblaðsins frá 30. ágúst sem sakar alþingismenn um skort á málefna- legri umræðu. Að vísu var í grein minni einnig varpað fram spurningu til þing- manna Sjálfstæðisflokksins sér- staklega. í grein Björns, frá 15. október, er skýrt frá því að eftir að grein hans 2. september birtist hafí þing- mönnum borist skriflegt álit frá Hannesi Hafstein, lögfræðingi, að- alsamningamanni og sendiherra íslands í Brussel, þar sem hann taki af öll tvímæli og segi alls ekki brotið gegn stjómarskránni með EES-samningnum. Gott og vel, ef mönnum fínnst það aukinn stuðningur við skoðanir sínar (hér er átt við alla þá sem hluti eiga að máli) að hafa í hönd- um slíka yfírlýsingu embættis- manns, sem sjálfur hefur staðið að EES-samningnum. Því miður fínnst mér lítil huggun í slíku. Meðferð þessa máls er í þvílíkri andstöðu við allt sem mað- ur telur lýðræðislegt að það er með algjörum eindæmum. Björn Bjarnason segir mig taka undir stjónarmið þess eina lögfræð- ings, Guðmundar Alfreðssonar, sem sett hafi fram þá skoðun í álits- gerð til Alþingis að breyta þurfi stjómarskránni vegna aðildar ís- lands að EES. Björn segir ennfremur: „Alþingi hefur einnig borist skriflegt álit Bjöms Þ. Guðmundssonar, prófess- ors við lagadeildina, sem telur EES-samninginn hugsanlega brjóta í bága við stjórnarskrána." í fyrri grein minni var vitnað í formála álitsgerðar prófessors Bjöms. Hér verður vitnað í lokaorð hennar: „Þennan vafa tel ég svo mikinn að ekki megi taka áhættuna af því að lögfesta EES-samning að óbreyttri stjórnarskrá." Dagana 25. og 26. ágúst sl. birti Morgunblaðið fyrri og síðari hluta greinar er nefndist „Nokkur orð um löggjafann og milliríkjasamn- inga“. Greinin er rituð af fyrrver- andi grófessor við lagadeild Há- skóla íslands, Lúðvík Ingvarssyni. Hér er vitnað í síðari hluta greinar- innnar: „Hæstaréttardómarar og tveir háskólakennarar í lögum kunna að segja þingmanni: Stjórn- arskráin var brotin, þegar æðsta dómsvald á íslandi í tilteknum málaflokki var flutt til erlends dóm- stóls með þingsályktunartijlögu um aðild íslands að Mannréttindasátt- mála Evrópu. Þetta er fordæmi, sem má fylgja og bijóta stjórnar- skrána nú með lagasetningu án breytinga á henni sjálfri. Þarna vantar ekki lærdóminn. En mun góður og gegn alþingis- maður fallast á svona röksemda- færslu og leggja drengskap sinn að veði?“ Síðar í sömu grein segir hann: Anna Sæbjörnsdóttir „Eins og hér kemur fram verður ekki hægt að ganga úr EES með einu pennastriki. Það verður ekki aftur snúið. Við erum á leið inn í EB ef við göngum í EES.“ „Forsetinn er ekki undanþeginn því fremur en alþingismenn að gera sér sjálfum grein fyrir, hvort milli- ríkjasamningur eða lagafrumvarp beri í sér eitthvað sem er andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar, hann hefur tækifæri ti! að afla sér gagna og velja sér einkaráðgjafa. En end- anlega ákvörðun um staðfestingu laga eða synjun á henni verður hann að taka sjálfur. Það leiðir af drengskaparheiti hans. Ef forsetanum þykir augljóst, að lög samþykkt á Alþingi stríði í einhverjum atriðum gegn stjórnar- skránni, á hann samkvæmt dreng- skaparheiti sínu að neita að stað- festa þau. En einnig, ef rökstuddur efí er um, að lög standist kröfur stjórnarskrárinnar, eða hann uggir, að þau geti síðar leitt til ástands, sem verður andstætt ákvæðum hennar, þá á hann að hafna þeim. Forsetinn getur enn síður en al- þingismenn skotið til framtíðarinn- ar að greiða úr efa í slíku vanda- máli.“ Það er staðreynd að lengri blaða- greinar sitja oft á hakanum. Fólk ætlar sér síðar, þegar betri tími gefst, að lesa þær, en þá eru þær gjarnan glataðar. Vegna þess að ég óttast að margir hafí misst af þessari góðu grein Lúðvíks Ing- varssonar, fyrrverandi prófessors, tók ég mér það bessaleyfi að vitna í hana á jafnstórtækan hátt og gert er. I grein sinni minnir Björn Bjarnason á þá staðreynd að EES- samningurinn er uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara. En vegna þess að hér er ekki neinn venjuleg- ur viðskiptasamningur á ferðinni gæti það reynzt þrautin þyngri. Fjórfrelsið er þess eðlis að það gríp- ur inn á nánast sérhvert svið mann- legra samskipta. Því gæti hlotizt af því óbætanlegur skaði að ganga í EES, þótt aðeins væri til skamms tíma. En fleira kemur til; ef við göngum í EES fellur sjálfkrafa nið- ur sá fríverzlunarsamningur sem Island hefur við EB þar sem bókun 6 tryggir margfalt meiri ávinning af lækkun tolla af sjávarafurðum en næst með EES-samningnum. Þannig myndi í raun öllú sem við höfum núna í höndunum verða fórnað. Á þetta er að sjálfsögðu forðast að minnast, því EES-menn vita að þorri fólks hefur blátt áfram ekki tíma til að hugleiða hina ýmsu þætti þessa máls og treystir því að fjallað sé um málið í útvarpi, sjónvarpi og blöðum (af þeim mönnum er ber að fræða þjóðina um þetta, á heiðarlegan hátt). En EES-málflutningurinn hefur verið fullur af þvílíkri rangfærzlu, þver- sögnum og ósannindum að annað eins mun vandfundið. EES-samningurinn er eins og nátttröll sem dagar uppi ef dags- birtan nær að skína á það. Þetta vita EES-menn og þess vegna má ekki draga hann fram í dagsbirtuna og þess vegna veit fólk svo lítið um málið. Eins og hér kemur fram verður ekki hægt að ganga úr EES með einu pennastriki. Það verður ekki aftur snúið. Yið erum á leið inn í EB ef við göngum í EES. Að síðustu. Björn segir: „Þjóðar- atkvæðagreiðsla breytir alls engu um það, hvort stjórnarskráin er brotin eða ekki.“ Varla færi þó Alþingi að stað- festa EES-samninginn eftir að þjóðin hefði hafnað honum. í grein minni var einmitt fjallað um að hyggilegra væri að fá fram vilja þjóðarinnar áður en farið er að ræða um stjórnarskrárbreytingu. Og hann segir jafnframt: „Anna virðist sætta sig betur^yið að þjóð- in framkvæmi stjórnarskrárbrot með því að samþykkja aðild að EES en þingmenn gera það.“ Hvernig ber að skilja þessa setn- ingu? Stendur til að leggja Alþingi niður? Höfundur er hönnuður og rak cigið innflutnings- og hcild- sölufyrirtæki írúm 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.