Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 19

Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 19 komst á laggirnar árið 1966 eftir langvarandi einræðisstjóm, bylting- ar og þjóðfélagsátök. Tíu ára valda- tímabil Diegos Cólon, elzta sonar Kristófers Kolumbusar, varð blóma- skeið borgarinnar og voru þá reist- ar veglegar byggingar, sem enn standa, svo sem höll hans og virki, Alcázar, fyrsta dómkirkja Ameríku, fyrsti háskólinn og Audienzia, höll spænsku krúnunnar, erkibiskups- setrið o.fl. Eftir að ljóst varð að meginland Ameríku bjó yfir meiri auði í silfri og gulli en eyjar Karíba- hafs fluttist stjómsýsla Spánvetja smám saman þangað og Lima í Perú varð aðsetur varakonungsins, en Hispaniola varð einskonar brú og alla tíð mikilvægur tengiliður í samskiptum við hinn Nýja heim. Gamla nýlenduborgin var kennd við ísabellu drottningu og kölluð Nýja ísabella og reis við höfnina og á austurbakka Ozama-fljóts. Hér gengu þeir allir um götur konkista- dorarnir, landvinningamenn Nýja heimsins, Hernán Cortes, Francisco Pizarro og aðrir ribbaldar, sem lit- uðu sögu Ameríku blóði, svo og trúboðar eins og Bartolomé de las Casas og Amerigo Vespucci, ítalinn frá Flórens, sem var í skipshöfn Kolumbusar og Ameríka er kennd við. Á dögum Diegos Cólon um 1510 var íburðarmikið hirðlíf frægt og umtalað og það er líkast að skó- hljóðið bergmáli enn frá steinlögðu stræti og veggjum húsanna við Calle las Damas, Frúargötu, þar sem kona hans, Dona María de Toledo, spókaði sig með hirðmeyj- um sínum og hefðarfrúm borgar- innar. í Santo Domingo búa nú um tvær og hálf milljón íbúa. Fyrir utan stórmerk söfn um sögu og landnám Nýja heimsins, listasöfn og þjóðleikhús, er hún fræg fýrir vindla, romm og litríkt næturlíf. Playa Dorada og Puerto Plata - Gullna ströndin og Silfurhöfn Til skamms tíma var lýðveldið Dominíka (Dominicana), sem er tæplega helmingur íslands að stærð (48.500 ferkm) með átta milljónir íbúa, hálfgert hulduland, staður sem Evrópubúar vissu naumast að væri til eða höfðu af óljósar spum- ir. Þetta er hin forna Hispaniola, eini sögustaður Vestur-Indía, stað- urinn þar sem ný saga Ameríku hófst fyrir réttum 500 árum. Land- ið er gullfagurt og feiknafijósamt, spannar flestar tegundir gróðurs hitabeltisins, en meira til í fjöllunum vegna hæðarmunar. Nú er ferða- þjónustan orðinn tekjupóstur númer tvö í þjóðarbúskapnum, næst eftir olíuvinnslunni, en auk þess er flutt út ógrynni af ávöxtum, korni, sykri, kaffí og rommi. Hinar fögru strend- ur eru mestur segull á ferðamenn, en ekki spillir sögufrægðin og lágt verðlag, sem er aðeins um þriðjung- ur þess sem dvölin kostar á flestum öðrum eyjum Karíbahafs. Robert Trent Jones-golfvöllurinn á Playa Dorada. Heiðblár himinn, ylvolgur sjór og litríkt líf á pálmaströndunum. Hitabeltisstemmning á ströndinni. 60% þjóðarinnar eru blandaðir, múlattar, 11% svartir og rúm 25% af hvíta stofninum. Landleiðin þvert yfir eyna frá Santo Domingo til Puerto Plata er 230 km löng eftir góðum vegi og tekur ferðin um þijár stundir. A leiðinni skiptast á fjöll og dalir með fegursta gróðri, þar sem aldinin glitra á tijánum. Fjallið Pico Du- arte er hæsta fjall á Karíbaeyjum, 3.175 m á hæð. Það er erfitt að slíta augun af þessari fegurð, sem alls staðar blasir við, og hrifning Kolumbusar verður auðskilin. Vagninn er troðfullur af þessu elskulega, brosmilda fólki með húð- lit sem minnir á kopar, kaffi eða súkkulaði. Innfædd múlattastúlka, hýr og hláturmild, situr við hlið mér í rútunni og spyr margs um Gamla heiminn milli þess sem hún segir mér nöfn á hinu og þessu, er Dóminíka á austurhluta eyjunnar Hispaniola - önnur stærsta eyja Karíbahafs og hin sögufrægasta. fyrir augu ber. Henni liggur mjög á hjarta að vita, hvernig mér lítist á land hennar og þjóð. Eg svara til, að mér lítist bezt á landið og þar næst á fólkið, sem er vingjam- legt og ofbeldi næstum óþekkt. Annars virðist ýmislegt líkt með Dóminíkum og Islendingum, þrátt fyrir ólíkan uppruna og lifnaðar- hætti, það örlar á sama smáborg- arahættinum. Ég veitti því athygli við komuna á flugvöll í Santo Dom- ingo að allir innfæddir um borð í flugvélinni frá Miami virtust vera að koma úr kaupstaðarferð, hlaðnir pinklum og pappakössum með alit upp í sex ferðatöskur á mann. Það minnti óneitanlega á ferðamáta fjölda íslendinga þessa dagana. Vissulega telst Dóminíka enn til þróunarlandanna þrátt fyrir 500 ára búsetu hvíta mannsins í landinu. Það mun sanni nær, að Hispani- ola hin foma hafi furðu lítið breyzt í 500 ár frá komu Kolumbusar. Fjöllin og strendumar eru hin sömu og ásýnd landsins að mestu, landið þaulræktað og aldinin glóa á tiján- um, þar til þau em tínd, og undan þeim svigna borð gestanna í öll mál. Steiktir bananar em ekki að- eins eftirréttur á kvöldin, þeir em líka á morgunverðarhlaðborðinu ásamt öllum fersku ávöxtunum. Fyrir hinn staðbundna íbúa norð- ursins er Dóminíka í dag engu minni uppgötvun en Hispanioia var Kol- umbusi á sinni tíð. í nágrenni Pu- erto Plata em vinsælustu ferða- nýlendur þessa fagra eylands. Flug- vélamar renna sér hver af annarri niður á flugvöllinn milli Silfurhafn- ar og Sosua, þéttsetnar fölum ferðalöngum frá meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum, norðurríkjum Bandaríkjanna og Kanada í leit að sól, hvíld og fegurð á gullnum ströndum, böðuðum tæmm sjó með litríka neðansjávarveröld á kóralrif- unum skammt fyrir utan. Paradísarvist fyrir 3000 krónur á dag — og allt innifalið Á Gullnu ströndinni — Playa Dorada — bjóða 14 fyrsta flokks hótel gesti Gamla heimsins vel- komna með alúðlegu viðmóti og hinu bezta atlæti. Alit svæðið er sem blómstrandi aldingarður og úr þeirri Eden gengurðu beint á drif- hvíta ströndina, þar sem hnetutré og kókospálmar blakta fyrir léttum andvara. Hvergi hef ég séð fegurri golfvöll en á Playa Dorada og er kenndur við sjálfan Robert Trent Jones, sem hannaði völlinn. Hér rík- ir eilíft vor eða sumar, tré og mnn- ar blómstra árið um kring og hita- stigið á bilinu 23-29° C. Margar eyjar Karíbahafs eru unaðsreitir, sem þreytt og stressað fólk dreymir um að komast til, sér til hvíldar, endumæringar og skemmtunar. Fegurð Dóminíku stendur engu að baki á þessum eyjum sólskins og sældarlífs, en verðlagið er ennþá miklu lægra en annars staðar. I stað þess að borga 10-20 þúsund krónur á dag á mörgum eyjanna stendur gisting til boða í Puerto Plata á fyrsta flokks gististað fyrir aðeins um 3.000 krónur á dag með öllu inniföldu; gistingu, fullu fæði, þátttöku í hvers kyns sporti og skemmtun, víni með máltíðum, bjór og öllum innlendum drykkjum, meira að segja tóbakið er innifalið, en héðan barst það fyrst til Evrópu. Með hagstæðum flugfargjöldum þarf ferð til Dóminíku ekki að vera miklu dýrari en til Kanaríeyja og raunar mun ódýrari ef öll eyðsla er reiknuð með í dæminu, en flestir munu komast að raun um að um- hverfið sé áhugaverðara og meira spennandi. Nýir ferðamöguleikar frá íslandi í þessa heillandi Para- dís, 500 árum eftir Kolumbusi, verða kynntir á ferðakynningu og myndasýningu Heimsklúbbsins á Hótel Sögu næstkomandi sunnu- dag, 1. nóvember Höfundur er ferðamilafrömuður. Panasonic SC CHll Meiriháttar feréatdi með geislaspilara, kassettutdi og sjálfsögðu einnig með útvarpi. Draumatdi unglingsins SJPURMIJVG JVjR. 3 Hm á fslandi farðu geisladiska á Glasgow-verði 1 fullkomnum geislaspilara, tvöföldu kassettutdi, 5 banda equaliser digital sterio útvarpi, fjarstýringu og hátölurum JAPISS BRAUTARHOLTI 2 KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.