Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 21

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 21 Fordómar á kirkjuþingi eftir Gunnar Þorsteinsson Flest virðist ætla að verða óláni þjóðkirkjunnar að vopni þessa dag- an. Nú síðast er það þingsályktun- artillaga sem flutt var á kirkjuþingi af Þórhalli Höskuldssyni, Gunnari Kristjánssyni og Jóni Bjarman sem meðflutningsmönnum. Þingsályktunartillaga þessi átti að vera til stuðnings við baráttuna gegn áfengis- og vímuefnavandan- um, en hefur snúist upp í and: hverfu sína í höndum klerkanna. í tillögu þessari er varað við þeirri hættu sm kann að skapast við að draga úr meðferðarúrræðum og lýst yfir áhyggjum yfir áformum heilbrigðisyfirvalda „að afhenda þau meðferðarúrræði sem nú standa til boða aðilum sem bjóða upp á ódýrari lausnir“. Ódýrari lausnir Það kemur eflaust illa við menn á þessum samdráttartímum að prestar innan þjóðkirkjunnar skuli boða „dýrar“ lausnir sem einu færu leiðina í vímuefmavandamálum. Þarna eru kirkjunnar menn að vísa til þess, eins og fram kemur í grein- argerð, að þeim aðilum sem hafa sinnt þessum málum af hugsjón og með fórnfúsu starfí á grunni krist- innar siðfræði og náungakærleika skuli settar skorður. Þetta hljómar að vísu sem öfugmæli úr þessum ranni, en engu að síður er þetta á opinberu plaggi og stutt með grein- argerð sem Olafur Jens Sigurðsson hefur sett saman, en þau atriði er hann tiltekur sem rök og snerta okkur í Krossinum eru öll í besta falli grófar rangfærslur. Reyndar má benda á að sú lausn sem við bendum á er dýr, hún var greidd með lífi Drottins Jesú Krists, en hún kostar ríkissjóð ekki neitt. Yfirtaka meðferðarúrræða í greinargerð Ólafs segir orð- rétt: „Þá mun Krossinn í Kópavogi ásamt Samhjálp hafa látið í ljósi áhuga fyrir að yfirtaka heimilið á Vífilsstöðum." Hvað okkur áhrærir hér í Krossinum þá er þetta ekki rétt. Við höfum ekki farið þess á leit við yfirvöld að fá nokkurt hús- næði hins opinbera til afnota til slíks starfs. Ef einhveijar raddir hafa heyrst í þá veru eru þær ekki frá okkur, en aftur á móti er hug- myndin ekki afleit og hugsanlegt er að einhver hafí bent á að óþarfi væri að loka stofnunum í niður- skurðinum, það eru til leiðir til rekstar sem eru fullt eins áhrifarík- ar og mun ódýrari. Það sýna dæm- in. Hvað varðar Samhjálp hvíta- sunnumanna get ég ekki svarað 'im, en ég treysti þeim fyllilega til ið reka stofnanir af þessu tagi af Gunnar Þorsteinsson „Höfundur greinarinn- ar telur að hinum kristnu söfnuðum gangi illt eitt til í starfi sínu.“ mikilli reisn án mikils tilkostnaðar. Það sýna dæmin. En vilji þessara þjóðkirkjumanna er nokkuð óljós. Frekar skal loka meðferðarmöguleikum en að menn beiti kristnum meðferðarúrræðum til að ná árangri. Hugmyndafræðin í greinargerðinni er vísað til þess að hugmyndir okkar um eðli og orsakir áfengissýki og vímu- efnaneyslu séu í grundvallaratrið- um ósamrýmanlegar þeim með- ferðum sem stuðst er við í dag. Þetta er ekki rétt nema að hluta til. Það er rétt að við lítum á óhóf- lega áfengisneyslu og vímuefna- notkun sem synd, en ekki sjúkdóm. Að vísu getur þessi synd leitt til sjúklegs ástands og gerir það í flestum tilfellum. En rót vandans er synd. Maðurinn brýtur gegn boðum Guðs og vanhelgar líkama sinn með hörmulegum afleiðingum. Við erum þar sömu skoðunaí og þjóðkirkjan, ef hún tekur enn mark á boðum Heilagrar ritningar. Þessi misvísun í greiningu vand- ans þýðir ekki að menn geti ekki unnið saman að því að kveða niður þennan ófögnuð. Við búum yfir því umburðarlyndi að geta unnið með fólki sem er annarrar skoðunar en við og ég tel að þarna séu klerkarn- ir á eyðumerkurgöngu í skoðunum sínum. Að vísu höfum við því miður haft spurnir af því að mönnum hafi verið gert að kasta trú sinni til að ná árangri í meðferð hjá SÁÁ og ég fæ ekki séð hvernig prestar þjóðkirkjunnar telja sér fært að taka undir slíkt. Innlimun Höfundur greinarinnar telur að hinu kristnu söfnuðum gangi illt eitt til í starfi sínu og að hvatinn sé sá að „innlima andlega illa fyrir- kallaða einstaklinga inn í viðkom- andi söfnuð“. Ekki veit ég hvaða dimma myrkursins hefur heijað á höfund greinarinnar er hann setti þessi orð á blað — og þó, en þess- ar órökstuddu aðdróttanir eru ekki sæmandi manni sem vill kenna sig við þjónustu sannleikans. Hann veit sem er að við beijumst hart gegn þeim vinnubrögðum sem hann er sjáfur fulltrúi fyrir, að innlima fólk sem er í einhvers konar „með- vitundarleysisástandi" sakir æsku og ómegðar, með barnaskírninni. Ólafur Jens nefnir einnig að „sjúklingum sé ráðlagt að leita ekki lækninga á geðdeildum eða meðfarðarstöðvum við áfengis- sýki“. Þessari alvarlegu ásökun verð ég að_ vísa til föðurhúsanna og áminna Ólaf um sannsögli. Ólaf- ur Jens og flutningsmenn tillög- unnar hefðu getað leitað sannleik- ans í þessu máli með því að bijóta Líknarsjóður stofnað- ur í Grafarvogssókn STOFNAÐUR verður líknarsjóð- ur í Grafarvogssókn næstkom- andi sunnudag. Þessi sjóður var stofnaður í Reykjavíkurprófasts- dæmi af Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum vegna slysa eða atvinnumissis. Eftir guðsþjónustuna kl. 14 á allra heilagra messu fer fram kaffi- sala en ágóði af henni mun renna í líknarsjóð sóknarinnar. odd af oflæti sínu og hringja eitt símtal, ef þjónusta við sannleikann hefur þá verið markmiðið. Lokaorð Við þingsályktunartillögu kirkju- þings er skeytt undarlegri athuga- semd frá Jóhanni Bergsveinssyni og Þórarni Tyrfingssyni þar sem þeir lýsa sig í meginatriðum sam- mála þeim röksemdum sem fram koma í greinargerðinni. Það er með ólíkindum að þessir menn skuli setja nafn sitt undir „röksemdir" sem þeir kunna nánast engin skil á og eru ekki í neinu samræmi við veruleikann. Er það í stíl við annað sem fram kemur á þessu maka- lausa plaggi þar sem Heródes og Pílatus fallast í faðma á kirkju- þingi. I þeirri umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum í framhaldi af þessari tillögu hefur mörgum undarlegum flötum verið velt upp, en ljósi punkturinn voru ummæli heilbrigð- isráðherra, Sighvats Björgvinsson- ar, í kvöldverðarfréttum Ríkisút- varpsins þar sem fram kom að þessar sjónhverfingar klerkanna með andlegan stuðning forkólfa SÁÁ að bakhjarli munu ekki hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Við guðsþjónustuna á sunnudag predikar séra Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur. Þóra Einarsdóttir syngur einsöng, Guðlaug Ásgeirs- dóttir leikur einleik á flautu. Eldri borgurum er sérstaklega boðið til þessarar guðsþjónustu, en ekki þarf að taka það fram að allir eru boðn- ir velkomnir. Vigfús Þór Arnason sóknarprestur. GOODfÝEAR VETRARHJÓLBARÐAR GOODWYEAR 'jr 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT E1 HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363 BÓKAMÁRKÁDURINN ÞÚSUNDIR Allt frá nýjustu erlendum metsölubókum upp í Encyclopaedia Britannica. Ótrúlegt verð!!!!!!!!! IÐUNN IÐUNN, forlagsverslun, Bræðraborgarstíg 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.