Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 22
2§SF------------------------------MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Mikið um innbrot og þjófnaði í fyrrínótt Stal bankabók og náði út 100 þúsundum VERÐMÆTU mynt- og skjalasafni ásamt bankabók var stolið í inn- broti I íbúð i húsi í Hafnarfirði í fyrrinótt og tókst þeim sem þar var að verki að taka 100 þúsund krónur út úr bankabókinni áður en þjófnaðurinn uppgötvaðist og bankanum var gert viðvart. Að sögn lögreglu er ákveðinn síbrotamaður grunaður um innbrotið og talinn hafa ritað á úttektarseðil í bankanum með sínu rétta nafni. Tals- vert var um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. í fyrradag var brotist inn í íbúðarhús í Tangahverfi í Mosfellsbæ og ýmiss konar tækjum stolið. Stolið var Pioneer-magnara, geislaspilara og tónjafnara, tugum geisladiska, tveimur Panasonic- myndbandstækjum og 24 tomma TEC-sjónvarpi. Talið er að farið hafi verið inn um ólæstar dyr á bílskúr hússins og þaðan í gegnum millihurð inn í húsið. Unnið er að rannsókn málsins. Lögreglan í Hafnarfirði handtók í fyrradag mann á fimmtugsaldri í Garðabæ og hafði sá tvo stolna farsíma undir höndum. Morgunblaðið/RAX í ráðhúsinu stendur yfir sýning á um 60 íþróttamyndum. Eldri myndirnar eru frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur en nýrri myndirnar eru úr myndasafni Morgunblaðsins. íþróttamyndir í ráðhúsinu í SALARKYNNUM ráðhúss Reykjavíkur stendur nú yfir sýning á gömlum og nýjum ýós- myndum sem tengjast sögu íþrótta hér á landi. Sýningin var sett upp í tengslum við 61. þing ÍSÍ sem haldið var um síð- ustu helgi og 80 ára afmæli íþróttasambandsins á þessu ári. Sýningin stendur til 15. nóvem- ber. Ljósmyndirnar eru um 60 tals- ins og þeim skipt niður eftir íþróttagreinum. Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar leggur til eldri myndirnar en nýrri myndimar eru teknar af ljósmyndurum Morgun- blaðsins og eru fengnar úr mynda- safni blaðsins. Myndimar em stækkaðar í 40x50 cm stærð, innrammaðar og settar upp á fleka með skýring- artexta sem tengist hverri íþrótta- grein. Tillögnr um breytta skipan sveit- arfélaga kynntar sveitarstj órnum Kvótakerf- ið valið frek- ar en annað UM 79% af þeim sem afstöðu taka velja núverandi kvótakerfi, um 18,5% velja heildarafla sem skip geta keppt um og 2,5% velja byggðakvóta, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem ÍM Gallup gerði fyrir Sjávarfréttir dagana 22. september til 3. októ- ber. Svarendur fengu að velja úr þremur kostum, núverandi kvóta- kerfi, kvótinn verði eign byggða- laga eða fiskvinnslustöðva og í þriðja lagi að ákveðinn verði heild- arafli sem skip geti keppt um inn- byrðis með einhveijum hætti. 1.200 manns vom í úrtakinu og svömðu 840 eða 70 og 790 tóku afstöðu. Afstaða fólks á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni er svipuð en meiri stuðningur er við kvótakerfíð meðal kvenna en karla. Sjvarfréttum hefur verið breytt úr tímariti sem kom út fjórum sinn- um á ári í bók sem kemur út í upphafi hvers fískveiðiárs, að því er fram kemur hjá ritstjóra. íbúi í húsi við Barónsstíg varð var við skarkala á jarðhæð hússins þar sem er sölutum. Hann fór niður og sá þá hvar maður var að reyna að bijóta sér leið inn í söluturninn vopnaður kúbeini og gyrtur verk- færasvuntu trésmiðs. Þegar inn- brotsþjófurinn varð mannsins var sneri hann sér ógnandi að honum með kúbeinið á lofti. Maðurinn flúði undan og hringdi á lögreglu en þegar hún kom á vettvang var inn- brotsþjófurinn horfínn. Um svipað leyti vom fjórir ung- lingspiltar og unglingsstúlka hand- tekin í bíl við Skúlagötu vegna gmns um tilraun til innbrots. I bíl þeirra fundust nokkrar bílahljóm- tækjasamstæður sem taldar em stolnar. Domier-vélin verður almenningi til sýnis í dag í Vestmannaeyjum. Um helgina verður hún til sýnis á Flateyri ef veður leyfír og síðan á öðmm áætlunarstöðum koll af kolli. Verður hún komin í fulla notkun eftir um viku. færri íbúar í hveiju sveitarfélagi en 1000, þar sem það er hægt, en færri ef það markmið næst ekki annars að samfélagið verði heild- stætt. Nefndin hefur ekki tekið af- stöðu til tillagna um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, sem spanna frá minni breyting- um upp í að allt höfuðborgarsvæðið verði eitt sveitarfélag. í tillögum nefndarinnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga er lagt til að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga gerist í tveim- ur áföngum, þeim fyrri 1994 og þeim síðari 1999. I fyrri áfanga verði verkefni ríkisins í gmnnskól- anum færð til sveitarfélaga 1. ág- úst 1994, en heilsugæsla og öldmn- Hjá íslandsflugi starfa 40 manns en félagið heldur uppi áætlunar- ferðum til átta staða í öllum landshlutum. Flutti félagið um 36.000 farþega í fyrra og vömflutn- ingar nema einu tonni á degi hveij- um. arþjónusta 1. janúar 1995. Önnur verkefni, málefni fatlaðra, skipu- lagsmál, aukin hlutdeild sveitarfé- laga í hafnamálum og félagslegum húsnæðismálum, yrðu færð til sveit- arfélaga 1. janúar 1999. {tillögum um tekjustofna kemur m.a. fram að tekjur sveitarfélaga byggi sem mest á staðbundnum sköttum og þjónustugjöldum og hafí sveitarstjórnir vald til að ákveða upphæð þeirra. Kostnaðar- auka vegna yfírtöku gmnnskóla og heilsugæslu verði mætt með hærra útsvari. Lagt er til að vissum fjölda sveit- arfélaga verði veitt staða reynslu- sveitarfélaga árið 1994. Verkefni þeirra verði að taka í tilraunaskyni við nýjum verkefnum, svo reynsla fáist á það hvaða verkefni sé skyn- samlegt að flytja til sveitafélaganna 1. janúar 1999, til viðbótar við þau sem flutt verða 1994 og 1995. í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, kom fram að ríkissjóður mun greiða um 200 milljónir á ári næstu fimm árin, til að greiða fyrir sameiningu sveitar- félaga. Þá myndi 600 milljón króna framlag, sem annars rynni í lána- sjóð sveitarfélaga, renna til jöfnun- arsjóðs þeirra, eða samtals 1,6 millj- arður á fimm ára tímabili. Sveitarfélög landsins eru nú 197 og þar af eru 107 þeirra með færri íbúa en 200. Miðað við tillögur nefndarinnar yrðu sveitarfélögin 25-28 talsins. ------------------ Afmælistónleik- ar kórs Laug- arneskirkju KÓR Laugarneskirkju heldur upp á fímmtíu ára afmæli um þessar mundir. Af þvi tilefni efn- ir kórinn til tónleika í kirkjunni sunnudaginn 1. nóvember kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Gabriel Fauré og Gunnar Reyni Sveinsson, flutt af kór, einsöngvur- um og kammersveit. Flutt verða verkin Missa Piccola og Gloria eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Requi- em eftir Gabriel Fauré. Einsöngvar- ar eru Laufey Geirlaugsdóttir, Dúfa S. Einarsdóttir, Guðlaugur Viktors- son og Michael Jón Clarke. SVEITARFÉLAGANEFND hefur skilað tillögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, umdæmi og tekjustofna þeirra og aðgerðir rikisvaldsins vegna sameiningar sveitarfélaga. Tillögurnar verða kynntar sveitarfélögum og landshlutasamtökum á næstunni og full- trúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um þær nú í nóvember. Lokaskýrsla sveitarfélaganefndar á svo að liggja fyrir í byijun næsta árs. Skömmu síðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi um skiptingu landsins í sveitarfélög og reynslusveitarfélög. Áfangaskýrsla sveitarfélaga- nefndar, þar sem tillögur hennar eru tíundaðar, var kynnt á fundi félagsmálaráðherra með blaða- mönnum í gær. Þar kemur m.a. fram, að nefndin leggur til að fé- lagsmálaráðherra leggi fram á Al- þingi frumvarp til breytinga á sveit- arstjórnarlögum í ársbyijun 1993 og lögð verði áhersla á að það verði samþykkt frá Alþingi næsta vor. Síðari hluta ársins fari svo fram skoðanakannanir og kosningar meðal íbúanna, þannig að útfærsla á framtíðarskiptingu landsins í sveitarfélög liggi fyrir á fyrri hluta árs 1994. Þar sem sameining hefur verið samþykkt skal henni komið í framkvæmd fyrir 1. janúar 1998. Stefnt skal að því að ekki verði íslandsflug tekur skrúfuþotu í notkun Flugtími á leið- um Islandsflugs styttist verulega FYRSTA áætlunarferðin verður farin í dag á nýrri 19 farþega Dorni- er-228 skrúfuþotu sem íslandsflug hefur fest kaup á. Flogið verður til Vestmannaeyja en flugvélin verður notuð á öllum áætlunarleiðum félagsins og til leiguverkefna. „Þessi flugvél hefur verið á óska- lista íslandsflugs frá upphafí. For- veri okkar, Amarflug, notaði vél af þessari tegund tvö sumur og lík- aði hún mjög vel. Allir báru lof á hana hvar sem borið var niður,“ sagði Gunnar Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri íslandsflugs í gær. Domier-vélin leysir af hólmi Twin Otter flugvél íslandsflugs en með tilkomu nýju flugvélarínnar styttist flugtími á leiðum félagsins vemlega. Flughraði Domierins er 220 sjómílur eða 407 km/klst. Flug- vélin er búin fullkomnustu flugleið- sögutækjum, þ.m.t. staðsetningar- tæki sem notast við gervitungl. Einnig er fullkomin litaratsjá og sjálfstýring í henni. Ávallt fljúga tveir menn henni. Að sögn Gunnars hefur Dornier- skrúfuþotan einstaka flugeiginleika vegna nýrrar vængtegundar. Vænglögunin gerði það að verkum að flugvélin gæti ýmist flogið mjög hægt en einnig hratt. Sakir þess gæti Domierinn notað allar flug- brautir landsins, einnig þær stystu, og athafnað sig í þröngum fjörðum. Markaðsverð Dornier-flugvélar íslandsflugs er á bilini 120-140 milljónir króna. Flugvélin var tekin ( notkun um áramótin 1988/89 en hefur verið sparlega notuð eða sem svarar liðlega ársnotkun. Að sögn íslandsflugsmanna er flugþol flug- vélarinnar allt að 8 klukkustundir. Hægt er að taka sætin úr á hálftíma og þannig búin getur hún tekið 19 rúmmetra af vörum en flugvélar af þessari tegund eru m.a. nokkuð notaðar til vöruflugs. Gengið borði í Taldir frá vinstri Gunnar Þorvaldsson, Birgir Ágústs- son og Gísli Baldur Garð- arsson. Morgunblaðið/RAX Nýja vélin á flugi yfir Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.