Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 33

Morgunblaðið - 31.10.1992, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 33 Hálf öld frá stofnun Hús- mæðrakennaraskóla Islands eftir Jensínu Halldórsdóttur 6. október síðastliðinn voru liðin fimmtíu ár frá því að Húsmæðra- kennaraskóli íslands var formlega settur. Það mun hafa þótt einn af viðburðum aldarinnar, því í „Öldinni okkar“ frá 1942 -stendur orðrétt: „7/10. Stofnaður hefur verið hér á landi Húsmæðrakennaraskóli og hófst fyrsta starfsár skólans i gær. Hlutverk skólans er að búa nemend- ur sína undir kennslustörf við hús- mæðraskóla landsins. Skólinn er til húsa í kjallara Háskólans. Skólinn er þriggja miss- era skóli og stendur námstímabil tvo vetur og eitt sumar og starfar skólinn í sveit að sumrinu, líklega að Laugarvatni. Forstöðukona skól- ans er ungfrú Helga Sigurðardóttir. Nemendur geta verið 12-14.“ Við skólaslit 1952 rakti Helga Sigurðardóttir ítarlega tilurð skól- ans og tíu ára starf hans. Sama ár kom út skólaskýrsla og í þeirri skýrslu er birtur kafli úr ræðu Helgu. Þar stendur meðal annars: „Nú þegar eru liðin tíu ár frá stofn- un Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, fer ekki hjá því, að spurt sé, hvort skólinn hafi uppfýllt þær von- ir, sem við hann voru tengdar. Um slíkt er ávallt mjög erfitt að dæma. En orðstír hvers skóla er að sjálf- sögðu undir því kominn, hversu vel nemendur hans reynast við að leysa af hendi hin vandasömu störf, sem skólanámið átti að búa þá undir.“ Síðar í ræðunni telur Helga að sín mesta gleði og styrkur í starfi væru þær fréttir sem hún fengi af eldri nemendum sínum sem tekið hefðu margar að sér ábyrgðarmikil störf að námi loknu og sýnt kjark og manndóm. Vel hefur valist þegar Helgu Sig- urðardóttur var falið að vera fyrsti skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla íslands. Hún hafði ötullega barist fyrir stofnun skólans, kallað á fund alla húsmæðrakennara á landinu sem hún náði til og stofnað með þeim Kennarafélagið Hússtjórn. Markmið félagsins var að beita sér fyrir því að stofnaður yrði hús- mæðrakennaraskóli. Allir þessir kennarar höfðu menntast erlendis, flestir á Norðurlöndunum. Sumar af þeim vildu breyta mataræðinu, hinum íslenska þunga mat, sem fætt hafði þjóðina um aldirnar, í margskonar aðkeypt léttmeti, sem fékk misjafnan hljómgrunn hjá þjóðinni. í febrúar 1941 var haldinn fund- ur í Kennarafélaginu Hússtjóm og kosin nefnd til að gera frumdrög að reglugerð fyrir húsmæðrakenn- araskóla. í þessa nefnd voru kjörn- ar Soffía J. Claessen, Ólöf Jónsdótt- ir og Helga Sigurðardóttir. Allar voru þessar konur húsmæðrakenn- arar, útlærðar úr fagskólum í Dan- mörku. Nefndin samdi reglugerð fyrir húsmæðrakennaraskóla og gerði áætlun um væntanlegan stofn- og rekstrarkostnað. Þetta plagg var síðan sent til Alþingis, ásamt áskorun frá Kennarafélaginu Hússtjórn, um að veita þegar fé til stofnunar húsmæðrakennaraskóla. Hið mikla og einarða framtak húsmæðrakennaranna vakti athygli þingmanna svo hinn 11. maí 1942 staðfesti þáverandi menntamála- ráðherra, Hermann Jónasson, reglugerð fyrir Húsmæðrakennara- skóla íslands, samkvæmt heimild- um í lögum frá Alþingi. Eftir langa og stranga baráttu margra aðila, sem of langt er upp að telja hér, var stórum sigri náð. Þegar Húsmæðrakennaraskóli íslands varð fertugur, haustið 1982, efndi nemendasamband skólans til hátíðarfundar í húsakynnum skól- ans, Háuhlíð 9, Reykjavík. Af því tilefni skrifaði Sigrún Árnadóttir, hússtjórnarkennari og íslensku- fræðingur, afmælisgrein um skól- ann, þar sem hún rekur all ítarlega aðdraganda að stofnun skólans og sögu hans í megin dráttum. Afmæl- isgrein Sigrúnar birtist í Morgun- blaðinu þá um haustið. Ekki er auðvelt að ganga fram hjá nafni Helgu Sigurðardóttur þegar minnst er á sögu Húsmæðra- kennaraskóla íslands, svo samofinn er skólinn Helgu og Helga skólan- um. Tilveru sína, frá upphafi, hefur skólinn svo mikið að þakka Helgu. Hún var fyrsti skólastjóri hans sem með eldmóði hratt honum af stað og mótaði hann. Helga Sigurðardóttir var fædd á Akureyri 17. ágúst 1904 og lést í Reykjavík 58 ára að aldri 26. ágúst 1962. Hún var dóttir hjónanna Sig- urðar Sigurðssonar búnaðarmála- stjóra og fyrr skólastjóra frá Draflastöðum og Þóru Sigurðar- dóttur frá.Grímsgerði í Fnjóskárdal. Helga var aðéins 18 ára þegar hún var sett til mennta í Dan- mörku, en það var fremur óvenju- legt í þá daga með svo ungar stúlk- ur. Fyrst fór hún á almennan hús- mæðraskóla í Vældegaard, síðan á Ollerup-lýðháskóla á Fjóni. Hún tók húsmæðrakennarapróf frá Bigitte Berg-Nielsen skóla í Kaupmanna- höfn 1926. Námsferðir fór hún til Norðurlanda flest sumur 1933-39. Hún nam við Statens Vitamin- Laboratorium í Kaupmannahöfn í eitt ár, einnig dvaldist hún vetrar- hluta á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn og lærði þar um sjúkrafæði. Hún fór víða um Evrópu til að afla sér fræðslu í heimilis- og næringar- fræðum og einnig fór hún eitt ár í námsdvöl til Bandaríkjanna. Það er næsta ótrúlegt hve Helga Sigurðardóttir lagði mikið af fjár- munum og kröftum í að fræðast í sambandi við starf sitt. Hún var sískrifandi. Eftir hana liggja sautján matreiðslubækur og sumar margútgefnar t.d. Lærið að matbúa, Matur og drykkur og fleiri bækur. Matur og drykkur var lengst af notuð sem kennslubók í mat- reiðslu í Húsmæðrakennaraskólan- um og víðar. Síðast kom bókin út endurskoðuð af hússtjómarkennur- unum Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur. Helga skrifaði kvennasíðu Morgunblaðsins til margra ára og flutti útvarpserindi um húsmæðrafræðslu. Hún var sæmd Mannerheimsorðunni finnsku 1946 fyrir að standa fyrir því, ásamt nemendum sínum, að safna fatnaði á íslandi og senda hijáðum og fátækum Finnum eftir stríðið. Hún var sæmd Fálkaorðunni 1956. í persónulegu samtali tjáði Helga Sigurðardóttir að af öllu námi hefði hún mest lært af foreldrum sínum. Hefði hún ekki alist upp á umsvifa- miklu heimili þeirra á Hólum í Hjaltadal, hefði hún aldrei getað stofnað eða starfrækt Húsmæðra- kennaraskólann. Sigurður, faðir Helgu, var mjög áhugasamur um aukna húsmæðrafræðslu í landinu. í ævisögu hans.sem út kom 1960, að Sigurði látnum og Menningar- sjóður gaf út, er sagt að Sigurður hafi viljað að Búnaðarfélag Islands gæfi hús sitt, í gróðrarstöðinni í Reykjavík, undir húsmæðrakenn- araskóla, en það mál náði ekki fram að ganga. Hins vegar hafi það fall- ið í hlut Helgu, dóttur hans, að bera það fram til sigurs. Sumarið 1942, þegar ákvepið var að Húsmæðrakennaraskóli íslands tæki til starfa, var enn óákveðið hvar skólinn fengi inni. Neðsta hæðin (kjallarinn) í norðurálmu Háskóla Islands þótti fýsileg og varð samkomulag um að skólinn fengi þar húsnæði. Sá hluti Háskól- ans var þá loftvarnarbyrgi fyrir alla í Háskólanum og var sandpokum hlaðið fyrir gluggana. Um var sam- ið að öll bókleg fræðsla færi fram Helga Sigurðardóttir flytur skólaslitaræðu. í kennslustofum Háskólans og efna- og næringarfræðikennsla yrði á vegum Háskólans. Húsnæðið var ekki burðugt og óinnréttað, svo byijað var á því að hanna það og innrétta eftir tillögum nýskipaðs skólastjóra. Það tókst með harð- fylgni skólastjórans og skólinn var settur, samkvæmt áætlun, 6. októ- ber 1942 þegar stríðið stóð sem hæst. Nemendur voru níu og eru margar af þeim landskunnar konur. Kennarar í bóklegum greinum voru tímakennarar, prófessorar úr Háskólanum. Fyrstu árin var eng- inn fastur kennari nema skólastjór- inn. Fyrstu föstu kennararnir voru Sigurlaug Jónasdóttir, ráðin 1945, og Anna Gísladóttir, ráðin 1948. Báðar voru þær velmenntaðir hús- mæðrakennarar og komu fram með ýmsar nýjungar í hússtjórnar- fræðslunni. Til skólans hafa ávallt valist færustu kennarar. Það er af ýmsu að taka í hálfrar aldar sögu skólans. Ýmis ljón hafa verið á veginum, sem erfitt hefur verið að beijast við. Einna stærst var það þegar, í Helgu tíð, fram kom tillaga á Alþingi um að flytja Húsmæðrakennaraskólann til Ak- ureyrar, í autt húsnæði sem þar stóð, en það var þegar Háskólinn sagði húsnæðinu upp sem skólinn hafði til afnota. Helga sigraði og skólinn var aldrei fluttur norður en fékk úthlutað rektorsbústað Hamrahlíðarskóla sem stóð auður í Háuhlíð 9, og þar er hann ennþá. Helga sagði sjálf að hún þætti ströng, en ég held að hún hafi ver- ið það sem hún þurfti að vera, kröfuhörð. Það gegnir furðu hvað hún var fljót að móta skólann og skapa honum vissar hefðir. Hún hannaði skólabúning á sjálfa sig og nemendur og lét sérsmíða í Danmörku mjög vandað merki til að næla í barm nemenda við út- skrift. Kjörorð skólans var: „Staður fyrir hvern hlut. Hver hlutur á sín- um stað“. Það sagði sína sögu þeim sem lítt höfðu íhugað skipulag og hagræðingu og ekki voru vanir að hafa stað fyrir hvem hlut og síður en svo vanir því að setja hvern hlut á sinn jtað. Frá upphafi reglugerðar Hús- mæðrakennaraskóla íslands skyldu nemendur vera eitt námstímabil í húsmæðraskóla úti á landi og varð Húsmæðraskóli Suðurlands að Laugarvatni fyrir valinu, eins og fyrr er getið. Þangað flutti skólinn búferlum á vorin, annað hvert ár og dvaldi tii hausts. Vegna stöðu minnar kynntist ég náið starfi hans, kennurum og nemendum og líka ungfrúnum, sem kallaðar voru, en það voru telpur á aldrinum 12-15 ára sem teknar voru á námskeið til kennsluæfínga fyrir kennaraefn- in. Námskeiðin voru eftirsótt og komust oft á þau færri en vildu. Námskeiðin hófust þegar kenn- araefnin höfðu lokið vorverkunum. Vorverkin hófust með því að raka götur, stinga upp blómabeð og hlúa að gróðri, undir leiðsögn kennara. Hver kennaranemi fékk úthlutað sérstöku útmældu beði, sem honum var kennt að sá og planta í fletum matjurtategundum sem þrífast á íslandi. Skylt var hverjum nemanda að annast sitt beð yfír sumarið, vökva það og veija það illgresi. Fyrir utan kennsluæfingar og garðrækt fengu nemendur verklega tilsögn í hænsna- og svínarækt, niðursuðu og frystingu matvæla, þurrkun blóma og ættgreiningu þeirra, undir leiðsögn Ingólfs Dav- íðssonar grasafræðings, sem kenndi nemendum grasafræði og var eins- konar skólaskáld því eftir hann voru sungin ljóð á gleðistundum í skólanum. Árvisst var farið á grasa- fjall inn á Hveravelli, gist þar og tínd fjallagrös sem voru þurrkuð og hreinsuð og geymd til vetrarins. Ekki má gleyma gestamóttök- unni og öllum hópnum sem heim- sóttu' skólann. Það var einn þáttur i náminu að nemendur lærðu að taka á móti gestum. Þegar gesta- hóp bar að garði, var nemendum gert að taka á móti þeim með skóla- söngnum: „Fögnum komu góðra gesta, gangið heil í skólann inn“ o.s.frv. Námið að Laugarvatni lagðist niður þegar skólanum var breytt og hann gerður að deild innan Kennaraháskólans. Það var mikill sjónarsviftir fyrir Laugarvatn. Helga Sigurðardóttir hafði til að bera einstakan persónuleika, sem maður bar sérstaka virðingu fyrir. Ég sá hana í fyrsta sinn í biðstof- unni við símann í Valhöll á Þingvöll- um, þar sem beið margt fólk. Hún kom inn með miklum asa og virtist ekki sjá fólkið á biðstofunni, heldur þaut beint til símastúlkunnar. Jú, hún fékk strax afgreiðslu og enginn sagði neitt á biðstofunni. Þetta var mörgum árum áður en ég gerðist nemandi hennar. Svona var Helga, hún varð að gera allt og fá allt með forgangshraða, þess vegna kom hún svo mörgu í framkvæmd. Þessi hæfíleiki Helgu hefur ekki hvað síst orðið til þess, að byggja upp Húsmæðrakennaraskólann á svo naumum tíma, sem raun ber vitni um, móta hann og koma hon- um til vegs og virðingar. Stuttu áður en Helga hætti störf- um af heilsufarsástæðum, en það var 1961, þá bauð hún mér í kaffí á Hótel Borg og síðan upp í Hús- mæðrakennaraskólann í Háuhlíð 9. Aðdáunarvert var að sjá þar allan frágang, sem var til fyrirmyndar. Þar var búinn hveijum hlut staður og hver hlutur í fyllstu merkingu á sínum stað. Ég hef hér að framan gripið ofafty í smá korn af æviferli Helgu'Sigurð- ardóttur, en tilhlýðilegt væri að þáttum úr lífi hennar og störfum yrði síðar gerð betri skil. Við skólastjórastarfinu af Helgu tók Vigdís Jónsdóttir sem frá stofn- un Húsmæðraskólans á Varma- landi, hafði verið þar skólastjóri. Vigdís var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist úr Húsmæðrakennara- skólanum og að auki garðyrkju- fræðingur. Til hennar að Varma- landi fóru nemendur Húsmæðra- kennaraskólans ævinlega, einu sinni hver hópur, til þess að kynn- ast því í raun, hvemig æskilegt væri að reka heimavistar húsmæð- raskóla. Enginn efast um að ekki hafi verið vel séð fyrir stöðu Helgu, að skipa Vigdísi eftirmann hennar. Vigdís gegndi skólastjórastarfínu til 1981. Síðan Húsmæðrakennaraskóli íslands var lagður niður, í sinni upphaflegu mynd og gerður að val- grein innan Kennaraháskólans, hef- ur verkleg kennsla farið áfram fram í Háuhlíð 9 og Anna Guðmundsdótt- ir, hússtjómarkennari, verið þar lektor og umsjónarmaður hús- stjómarnámsins. I Háuhlíð 9 eru í notkun allir munir og eigur Húsmæðrakennara- skólans og vel fyrir þeim séð, undir stjórn og varðveislu Önnu Guð- mundsdóttur lektors. Þar er ennþá fyrir hvem hlut og hver hlutur á sínum stað. Um Húsmæðrakennaraskóla ís- lands væri hægt að skrifa langt mál, en hér skal staðar numið. í kvöld ætlar Hússtjómarkenn- arafélag íslands að efna til fagnað- ar í Risinu, Hverfísgötu 105, í til- efni þess að hálf öld er liðin frá stofnun Húsmæðrakennaraskóla Islands. Hússljómarkennarafélagið samanstendur af hússtjómarkenn- urum sem menntast hafa bæði eftiP^ gamla og nýja kerfinu. Yfirleitt hefur mikil sameining ríkt meðal hússtjómarkennara. Við höfum ver- ið taldar háværar og fyrirferðar- miklar og ég vona að það bregðist ekki í kyþld að við syngjum saman sem systur og byijum á vinsæla bragnum sem ætíð hefur hljómað hæst í skólanum: Hér eru engin látalæti, lyftast faldar á lqólunum, heila nótt ég hoppað gæti í Húsmæðrakennaraskólanum. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Húsmæðraskóla t __ Suðurlands að Laugarvatni. Kvartett Pauls Weedens í Grindavík KVARTETT bandaríska gitar- leikarans Pauls Weedens heldur jasstónleika á Veitingastofunni Hafurbirninum í Grindavík sunnudaginn 1. nóvember og hefjast þeir kl. 21. Paul Weeden er ekki ókunnur íslendingum því hann hefur marg- oft heimsótt landið, spilað og haldið jassnámskeið. Hann ertæplega sjö- tugur að aldri og ólst upp í borg- inni Indianapolis, sem fóstrað hefur margan jassmanninn. Síðar fluttist hann til New York þar sem hann lék m.a. með Ben Webster, Coleman Hawkins og Jimmy Smith. Fyrir skömmu lauk þriggja ára spila- mennsku hans með stórsveit Counts Basies en annars hefur hann mest spilað í eigin nafni. Auk hans skipa kvartettinn saxó- fónleikarinn Sigurður Flosason, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Guðmund- ur R. Einarsson. Tónleikamir hefj- ast sem fyrr segir kl. 21. (Fréttatílkynning) Jólatorg í JL húsínu SVARTIMARKAÐURINN opnar Jólatorg í JL húsinu sunnudag- inn 1. nóvember og stendur hann til 24. desember. Jólatorgið verður skipt í sölubása eins og tíðkast á flestum mörkuð- um. Boðið er upp á þá nýjung að vera með matvörur s.s kjúklinga, svína- og lambakjöt á lægra verði en gerist í verslunum, einnig verður á boðstólum ný línuýsa. Á Jólatorg- inu verður einnig hægt að versla úrval af búsáhöldum, gjafavörum, fatnaði, snyrtivörum, skartgripum o.fl. Jólatorgið verður opið alla virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgar kl. 11 til 17. •* (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.