Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Alþjóðlega skeiðmeistaramótið í Weiden Islendingar í miklum skeið- Sigruðu í 5 greinum Íslendingarnir röðuðu sér í þrjú efstu sætin í gæðingakeppninni. Reynir og Höttur lengst til hægri í fyrsta sæti. Þá Sigurbjöm og Skorri, Trausti Þór og sigurvegarinn Höskuldur á Lúkasi, Trausti á Emi, Angantýr á Steingerði og Snorri Dal á Áli. liam - Hestar Valdimar Kristinsson íslendingar réðu lögum og lofum í flestum keppnisgreinum á al- þjóðlega skeiðmeistaramótinu sem haldið var í bænum Weiden i Þýskalandi sunnanverðu fyrir skömmu. Sigur í 5 af 8 greinum og verðlaunasæti i öllum grein- um er árangur sem er mjög góð- ur og sýnir að íslendingar standa fremstir í skeiðgreinunum í dag. Það voru tuttugu íslendingar sem voru skráðir til leiks á mótinu og virðist áhugi hérlendis fyrir því stöðugt vera að aukast. Átta af þessum tuttugu eru búsettir í Þýskalandi en hinir komu allir að heiman eða eru tímbundið í vinnu ytra. Angantýr Þórðarson sigraði í 150 metra skeiðinu á Steingerði frá Skollagróf, Trausti Þór sigraði gæð- ingaskeiðið á Emi frá Akureyri, Reynir Aðalsteins sigraði í gæð- ingakeppninni á Hetti, Höskuldur bróðir hans vann 150 metra skeið- meistarakeppnina og Jón Stein- bjömsson varð stigahæstur kepp- enda í samanlögðu. Keppnin var eitilhörð og allt lagt í sölumar fyrir sigur. Á stundum bar keppnisgleðin skynsemina ofur- liði og of mikið var lagt á suma hestana. Mótið stóð yfír í þrjá daga og sumir hestanna á fullu í öllum greinum og enduðu svo í skeið- meistarakeppninni þar sem famir vom íjórir sprettir og mátti sjá á sumum hestanna að langt var á þrek þeirra gengið fyrir skeiðmeist- arakeppnina. Skeiðmeistarakeppn- in er mjög spennandi bæði fyrir áhorfendur sem keppendur en segja má að mesti glansinn fari ef þegar verið er að þvæla útjöskuðum hest- um í þessa erfíðu grein. Vantar greinilega einhvern öryggisventil á þetta mót þannig að tryggt verði að ekki sé verið að ofgera hestum. Hestakostur mótsins var all góður og undirstrikar það ásamt snjallri reiðmennsku flestra keppenda að skeiðíþróttin er enn í mikilli upp- sveiflu. Við vitum að við höfum urmul góðra skeiðreiðarmanna hér á íslandi en það er greinilegt að þeim fjölgar einnig stöðugt á meg- inlandinu. Búa margir erlendu keppendanna yfír mikilli tækni og notfæra sér það óspart í sýningun- um með ýmiskonar látbragði sem losar oft um alvarleikann sem ríkir í spennandi keppni. Gamli refurinn Reynir Aðal- steinsson sýndi það og sannaði á mótinu að hann á mikið eftir. Keppnisgleðina á hann næga og sigraði eins og áður sagði gæðinga- keppnina af nokkru öryggi og hárs- breidd frá sigri í skeiðmeistara- keppninni. Virðist sem Reynir magnist oft upp í keppni erlendis og nái árangri sem enginn hafi sér- staklega búist við fyrirfram. Er þetta til að mynda annað árið í röð sem hann sigrar í gæðingakeppni skeiðmeistaramótsins. Aðrir íslend- ingar sem ekki hefur verið getið hér stóðu sig með miklum ágætum. Ungur knapi, Snorri Dal, varð til að mynda annar í 150 metra skeið- inu á Áli frá Hellu og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í skeið- meistarakeppninnni. Birgir Gunn- arsson sem býr ytra varð annar í töltinu og Rúna Einarsdóttir Zings- heim þriðja. Nokkra athygli vakti mótsstaður- inn sem var æfingasvæði þýska hersins og þar af leiðandi eingöngu notað fyrir þetta eina mót. Enginn hringvöllur var til staðar og brautin vegspotti sem keppt var á rétt dugði fyrir 250 metrana. Tölt og gæð- ingakeppnin fór þannig fram að keppendur riðu fram og til baka eins og hefur reyndar tíðkast á þessum mótum með gæðingakeppn- ina. Það vaknar óneitanlega upp spuming hversvegna mót í þessari stærðar- og gæðagráðu er haldið á svona bráðabirgðastað þegar til eru margir mjög góðir mótsstaðir í Þýskalandi. Það getur verið réttlæt- anlegt að halda mót við ófullnægj- andi aðstæður ef verið er að byggja upp eitthvert framtíðarsvæði en annars ekki. Segja má að aðstaðan á mótsstað hafí sett mótsbraginn nokkuð niður þótt ekki sé með því gefíð í skyn að þetta hafí verið lé- legt mót. Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og mátti sjá þess ýmis merki að vel hafí verið að undirbún- ingi staðið, hestamir góðir og knap- ar lítt síðri í heildina séð. Nokkur fjöldi íslendinga sótti mótið heim og virðist alltaf talsverður áhugi fyrir móti þessu hjá landanum. At- hugandi væri fyrir Þjóðveija að leggja meira í kynningu á mótinu hérlendis en með því móti mætti ætla að enn fleiri íslendingar leggðu leið sína á það. Jafnhliða því þyrfti að að tryggja að mótið sé haldið við bestu hugsanlegar aðstæður. Óhætt er að hrósa mótshöldumm fyrir skráningu hrossanna en þar var í ríkari mæli getið um fæðingar- stað hrossanna en tíðkast hefur á mótum erlendis og minna um vit- leysur í nöfnum og bæjarnöfnum. Urslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Höttur/Reynir Aðal- Fyrrum Evrópumeistari í fimm- gangi Peter Schröder sigraði skeiðmeistarakeppnina á hryss- unni Ástu eftir harða keppni við Reyni Aðalsteinsson. Trausti Þór sem sigraði í gæðingaskeiði af- henti honum þennan eftirsótta bikar. steinsson, íslandi, 8,62. 2. Skorri frá Efri-Brú/Sigurbjöm Bárðarson, íslandi, 8,55. 3. Lautartungu/Uli Reber, Þýskalandi, 8,46. 6.-7. Létt- ir/Johann G. Johannesson, íslandi, 8,42. 6.-7. Fjalar frá Fossvöllum, Hinrik Bragason, ísjandi, 8,42. 8. Kolskeggur frá Ásmundarstöð- um/Þórður Jónsson, íslandi, 8,39. 9. Brandur frá Runnum/Benedikt Þorbjömsson, íslandi, 8,35. 10. Feykir/Rúna Einarsdóttir Zings- heim, íslandi, 8,32. Tölt 1:1 1. Jo- hannes Hoyos, Austurríki, á Þorra frá Meðalfelli, 8,59. 2. Rúna Einars- dóttir Zingsheim, íslandi, 8,54. 3. Birgir Gunnarsson, íslandi, á Eik frá Hoftúnum, 8,45. 4. Martin Hell- er, Sviss, á Svipi frá Hvalsá, 8,44. 5. Piet Hoyos, Austurríki, á Vaski frá Birgissu, 8,42. 6. Sigurbjöm Bárðarson, Islandi, á Fjalari frá Fossvöllum, 8,39. 7. Karly Zings- heim, Þýskalandi, á Fylki frá Roder- ath, 8,31. 8. Hans Pfaffen, Sviss, /íiíl ^ ~ - - 4» Mrööur •-HJ . jpta* f a ttt nt^iYtttt 7l- J. •' muiuuu v lii kaMB&g=J 1 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heil- agra messa. Látinna minnst. Ein- söngur Anna Sigríður Helgadóttir. Fiðluleikur Laufey Sigurðardóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Minn- ing látinna. Dómkórinn syngur. Ein- söngur Ingólfur Helgason. Organleik- ari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um Vesturbæinn. Messa kl. 17.00 á tónlistardögum Dómkirkjunnar. Flutt verður nýtt tónverk eftir Hróðm- ar Inga Sigurbjörnsson. Dómkórinn syngur. Einsöngvari Ingólfur Helga- son. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- * Guðspjall dagsins: (Matt. 5). Josús predikar um sælu. Allra heilagra messa usta kl. 10.00. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Vngri börnin niðri og eldri börnin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Allra heilagra messa. Fræðslusamvera kl. 10. Gunnar J. Gunnarsson. Trúarbrögð mannkyns. Fjölskyldumessa kl. 11.00. Altarisgaga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnastarf á sama tíma. Kl. 17. Minningar- og þakkarguðs- þjónusta. Minnst látinna. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Tónlistarflutningur á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. Málmblásarak- vintett leikur með fullskipuðum kór Langholtskirkju. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Allra heilagra messa. Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Organisti Ronald Turner. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnsson- ar. Drengjakór Laugarneskirkju syng- ur frá kl. 10.45. Heitt á könnunni eftir messu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardag: Flautudeildin í safnaðarheimilinu kl. 14 og starf eldri barnanna kl. 15. Sunnudag: Kl. 11 barnaguðsþjón- usta, kl. 14 guðsþjónusta, ræðumað- ur: Ólafur Sverrisson frá Gídeon- félaginu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Hákon Leifs- son. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Allra heilagra messa. Guðsþjónusta kl. 11. Barna- kór Árbæjarkirkju syngur við guðs- þjónustuna. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Sunnudagaskóli Árbæj- arsafnaðar kl. 11 í Ártúnsskóla, Se- lásskóla og safnaðarheimili Árbæjar- kirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Organisti Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins að messu lok- inni. Kl. 20.30 samkoma á vegum „Ungs fólks með hlutverk". Sr. Gísli Jónasson. Ræðumaður Friðrik Schram. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sigfús- ar og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSPREST AKALL: Bamaguðsþjónusta kl. 11 í Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinem- arnir Elínborg og Guðmunda að- stoða. Allra heilagra messa. Guðs- þjónusta kl. 14. Predikun: sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur. Ein- leikur á þverflautu: Guðlaug Ásgeirs- dóttir. Einsöngur: Þóra Einarsdóttir. Organisti Sigurþjörg Helgadóttir. Kaffisala til ágóða fyrir Líknarsjóð Grafarvogssóknar eftir guðsþjón- ustuna. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL:Messusalur Hjallasóknar Digranesskóla. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þátttöku í guðsþjónustunni með börnum sínum. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum sunnu- dag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Organisti Stefán R. Gíslason. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum í Borgum að lokinni guðsþjónustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Seljakirkju syngur í guðsþjónustunni. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. ValgeirÁstr- áðsson pródikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðs- þjónustuna. Frímerkjasýning á veg- um Frímerkjaklúbbs kirkjunnar opin í safnaðarsal. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ingunn Guðmunds- dóttir. Kaffi eftir messu. Þorsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK: Almenn samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir hefur upphafsorð og ræðumaður verður Hildur Sigurðard- ótctir. Bænastund kl. 19.45. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga messa kl. 14. Fimmtudaga messa kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfia: Brauðsprottning kl. 11. Ræðumaður: Haraldur Guöjónsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaöur: Svanur Magnússon. Barnagæsla. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar- samkoma kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Fé- lagar frá Gídeon taka þátt í samkom- unni. Geir Jón Þórisson syngur og prédikar. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. Ræðu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.