Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.10.1992, Qupperneq 38
„38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Minning Rafn Sigurðs- son, Borgamesi Fæddur 1. júní 1931 Dáinn 24. október 1992 Laugardagurinn 24. október líður fj'ölskyldunni á Snorrastöðum seint úr minni. Síminn hringir um kl. 11 um morguninn. Það er Guðjón Karlsson kunningi okkar í Borg- amesi sem talar. „Hann Ronni varð fyrir slysi.“ Það hafði brotnað stigi og hann fallið á stéttina. Við bylt- una hlaut hann þann höfuðáverka að hann lést þá um kvöldið. Rafn hét hann, þó við vinir hans þekktum hann varla undir því nafni, við köll- uðum hann alltaf Ronna. Foreldrar hans voru sæmdarhjon- in Bjamína Jónsdóttir og Sigurður Guðsteinsson, sem bjuggu á Bröttu- götu 6, Borgamesi, og þar átti Ronni heimili sitt alla ævi. Hann fæddist 1. júní 1931. Ekki var um langa skólagöngu að ræða. Hann lauk skyldunámi og ekki meir. En hann var vel lesinn og minnugur. Aldrei bar þann fugl fyrir sjónir að hann þekkti hann ekki og vissi um alla hans hegðan. Hvar hann gerði sér hreiður, á hveiju hann lifði og dvalarstaði árið um kring. Hann var mér sem opin bók hvað þetta varð- aði. Eins var það með landslagið, allt sem sást, fjöll, jöklar, dalir. Þetta þekkti hann allt svo óyggjandi var og betur en flestir aðrir sem ég hefí þekkt. Hann var náttúmunn- andi. Sama var hvort Ronni fór með laxveiðistöng eða byssu. Hann var mikill veiðimaður. Eg fór með hon- um mörg haust á gæsaveiðar. Alltaf vissi hann hvar gæsahópurinn mundi setjast og ég varð ekki vitni að því að hann missti marks. Hann var frábær skytta. Hann skaut ekki nema að vera viss. Á yngri árum var Ronni mjög lið- tækur íþróttamaður svo að hann var um tíma í röðum þeirra fremstu í héraði. Árið 1969 byggjum við Qós hér á Snorrastöðum. Þá kom Ronni og múraði það og málaði svo það var sem fínasta stofa. Má segja að það sé upphafíð að vináttu okkar Ronna. í júní 1971 byijuðum við hjónin á að byggja íbúðarhús. Það var fok- BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFGEYMAR ALLT AÐ 28% L Æ K K U N mgk Hohe Starikraft augh bei kHrrender katte BOSCH MIKIÐ URVAL ÓKEYPIS ÍSETNING FÁEIN DÆMI UM VERÐLÆKKANIR gerð NÚ áður lækkun 12 V/ 44Ah 5.276 28,74% 12 V/ 60Ah 5.998 22,46% 12 V/88Ah 9.582 0=552 17,05% BRÆÐURNIR DJOKMSSONHF k. helt í ágústlok. Þá kom Ronni inn í dæmið. Sagði að best væri að múra húsið að utan fyrir frost og því var lokið fyrir frost. Svo var tekið til við húsið að innan. Einangr- að, múrað, málað, lagðar flísar og sett teppi og dúkar. Hinn 22. októ- ber 1972 fluttum við hjónin í nýja húsið með dóttur okkar 3ja vikna gamla. Ronni var ekki iðnlærður maður, en hann snerti aldrei á því sem hann skilaði ekki til jafns við þá bestu. Það var sama hvað það var. Frá þessum tíma hefi ég staðið í þakkarskuld við Ronna. Sú skuld stendur enn. Og eins og stendur í kvæði eftir bóndann og skáldið Guðmund Böðvarsson, Kirkjubóli. Það er marklaust að minnast þess nú, þegar moldin er yfir þig breidd. Ég átti þér ógoldna skuld, aldrei verður hún greidd. Og síðan þetta var, má segja að aldrei hafi verið dregið úr pensli hér á bæ nema af Ronna. Síðustu hand- tök hans í þessum heimi voru hér á Snorrastöðum þegar hann bar fúavöm á orlofshúsin okkar. Því verki var aðeins ekki lokið vegna veðurs. Hann ætlaði að koma og ljúka því daginn sem hann lést. Og sannast þar sem oftar að „enginn ræður sínum næturstað". Eitt er það að Ronni hafði skopskyn meiriháttar og frásagnarhæfíleika með ágæt- um, þannig að atvik sem hefðu týnst hjá venjulegu fólki, urðu stórvið- burðir í meðföram Ronna. Ekki taldi hann sig hestamann og talaði niðr- andi um hesta. En staðreyndin var sú, að hann sat hesta vel og þeir fóru vel undir honum. Marga ferð fór hann með mér ríðandi hér vest- ur með sjó og fram á Gömlueyri að sækja svartbaksegg. Þá vildi hann heldur þennan hest en ekki bikkjuna með slæma labbið. Honum var yfrið létt að koma orðum að skoðunum sínum, gat verið hrókur alls fagnað- ar og stolið „senunni" eins og það er kallað. Hér er ekki ætlunin að rekja lífs- hlaup Ronna, aðeins rifja hér upp nokkra þætti þeirra minninga sem við á Snorrastöðum munum og geymum, af nógu er að taka. Tryggð Ronna við mig og mína fjölskyldu var órofa sem hann og yfírfærði einnig til minna ættingja. Við kveðjum tryggan vin og vel- gjörðamann með þökk og söknuði og biðjum honum blessunar á nýjum vegum. Ættingjum og vinum send- um við samúðarkveðjur. Haukur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum. Þegar ég að leiðarlokum kveð vin minn, Ronna, koma ijölmörg minn- ingarbrot upp í huga mér, eftir rúm- lega tuttugu ára vináttu. Ronni var reyndar einn af örfáum, sem ég gat með réttu sagt að hafí verið vinur minn í víðtækasta skilningi þess orðs. En þannig varð það undur- skjótt eftir fyrstu kynni mín af Ronna að við urðum ævarandi vinir. Það sem einkenndi Ronna fremur flestum öðrum, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, var hvað veiðimennsk- an var honum í blóð borin. Hún var reyndar það sem líf hans snerist um að mestu, alla ævi. Að vera veiði- maður í stöðluðu þjóðfélagi nútím- ans hlýtur að leiða til mikillar tog- streitu milli þess að sjá sér og sínum efnahagslega farborða og vera trúr eðlislægri og náttúrulegri þörf. Eitt af því sem fremur einkenndi Ronna var viðleitni hans til að ná sem full- komnustu valdi á hveiju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Snyrti- mennskan og handlagnin var ein- stök og kröfur um að skila hveiju verki þannig að ekki væri unnt, hvorki verktæknilega né fagur- fræðilega, að gera betur einkenndu handarverk hans. Hann var frábær múrari, málari, teppa- dúka- og flísalagningamaður og reyndar má segja að svo léki allt í höndum hans, að hann hefði getað leyst allar verk- legar þrautir af slíkri snilld að aðrir hefðu ekki gert betur. En sjálfs- gagnrýni hans á að snerta einungis við þeim verkþáttum er hann taldi sig þjálfaðastan í gerði hann allt af því verkhræddan að því er t.d. trésmíðar áhrærði. Þessa eðlislægu fullkomunarþörf Ronna mátti glögglega sjá í þeim veiðiskap er hann umfram annað helgaði lif sitt. Sama var hvort um var að ræða lax- og silungsveiðar eða gæsa-, anda- og ijúpnaskytterí. Af nákvæmni vísindamannsins nálgaðist hann viðfangsefnið, lærði á náttúruna og háttu þeirra dýra er veiða átti. Las sér til um viðfangs- efnið og allt er að því laut. Viðaði sér reynslu með áratuga veiðiskap. Síðan skyndilega og óforvarindis, án þess að kveðja, burtfloginn til hinna óendanlegu og eilífu veiði- landa, skiljandi eftir sig stórt skarð og okkur auma jarðarbúa, sem hon- um kynntumst, stórum fátækari. Þannig hverfur þekkingin, reynsl- an, viskan allt of oft, sem hendi væri veifað út í tómið, en eftir sitjum við og söknum en yljum okkur þó við dýrmæt minningarbrotin um frá- bæran félaga, sérstæðan karakter, eina af perlunum sem horfnar eru Friðrika Vigdís Har- aldsdóttir - Kveðja Fædd 2. janúar 1915 Dáin 21. október 1992 Amma og afi. Það er eitt það besta sem böm geta átt. Um það erum við systkinin sammála. En nú er amma farin en eftir lifa yndisleg- ar minningar. Ein af bestu minningunum er brosið og hláturinn hennar ömmu. Máltækið segir: „Hláturinn lengir lífíð.“ Oft sögðum við það við ömmu og að hún myndi lifa okkur öll. Þá hló hún bara að vitleysunni í okkur. En þó hún sé farin þá mun hún lifa áfram í hjörtum okkar og í öllu sem hún hefur kennt okkur. Alltaf var tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til ömmu og afa, hvort sem var í sveitina eða seinna í Lambhaga á Dalvík. Þegar við vorum yngri, þá vildu laugardagheimsóknimar í sveitina oft lengjast, ekki bara til sunnudags- ins heldur eitthvað fram í næstu viku. Þar var alltaf nóg við að vera fyrir okkur bömin; mjólka kýmar, gefa kindunum og sækja eggin til hænsnanna. Amma hafði óþrjótandi þolinmæði þegar við vorum að reyna að létta henni störfín; eggjaþvottur þýddi nokkur brotin egg, flækt garn tafði oft pijónaskapinn og ansi var nú deigið hennar ömmu gott. Hin síðari ár hafa amma og afí búið í Lambhaga. Þangað var einnig alltaf gott að koma og sjaldan kvödd- um við ömmu án þess að hún laum- aði einhveiju góðgæti í lófann. í síð- ustu heimsókninni var það lítill kleinupoki í litla hönd fyrsta langömmubamsins hennar. Elsku afí. Þótt amma sé farin þá vitum við að það verður áfram jafn gott að koma til þín í Lambahaga. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig í þinni miklu sorg. Blessuð sé minning ömmu. Hrafnhildur, Harpa og Haraldur, Holtagötu 1. Já, það kom skyndilega kallið hennar Rikku, alveg eins og hún sjálf hafði óskað sér. En við sitjum hér eftir og eigum erfítt með að skilja og sætta okkur við missinn. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann nú þegar ég sit og skrifa þessar línur. Minningar um iðjusama konu sem aldrei féll verk úr hendi. Konu sem laðaði að af okkar tilvemstigi. Þetta er okkur jafnframt, sem eftir lifum, enn ein áminning, að þrátt fyrir öll náttúm- auðævi á, undir og umhverfís þetta dásamleg land okkar em það ein- staklingamir og þar með þjóðin í heild sem hlýtur að vera mikilsverð- asta auðlindin. Á þetta er minnst hér, þar eð allt of mikið ber á því í nútíma þjóðfélagi okkar, ekki hvað síst nú á tímum sívaxandi atvinnu- leysis að litið sé á fólk sem „vanda- mál“. í stað þess að ganga skipulega í að nýta þá kosti hvers og eins, sem hann hefur besta, þjóðinni til auk- innar hagsældar, ríkir hér því miður allt of mikið sinnuleysi um náung- ann og hvar hann fái nýst sem best. Það sem einnig einkenndi Ronna og telja verður sérstakt á þessum miklu umbrota- og breytingartím- um, er við nú lifum, var að hann hafði mótaðar og ákveðnar skoðan- ir, sem ekki réðust af því að hann hefði persónulegan hag af því að halda þeim fram. Hann var allt frá blautu barnsbeini einlægur sjálf- stæðismaður og mótaður á þeim tíma, þegar líkja mátti stjómmála- skoðunum við trúarbrögð. En þrátt fyrir þessa skörpu mótun var Ronni það opinn og ferskur í viðhorfum til þjóðmála og vandamála hinnar líðandi stundar, að ævinlega var mikill fengur að skiptast á skoðun- um við hann og fá viðhorf hans á málum, sem hæst bar í þjóðlífinu hveiju sinni. Oftar en ekki vom áhyggjur okkar af svipuðum toga og auðvelt að verða sammála um leiðir til úrbóta. Þannig var ævinlega gott að ræða málin við Ronna og næsta víst að hann væri búinn að mynda sér skoð- un á málefninu, enda fylgdist hann vel með og var furðu víða heima. Vinur minn, Thomas Touma, Ass- írýumaður, fæddur og uppalinn í Sýrlandi en nú brasilískur ríkisborg- ari og búsettur í Sao Paulo í Brasil- íu, kom hingað til íslands í fyrsta sinn í heimsókn 1972. Þeir hittust i Borgarnesi, þá er Ronni var á för- um suður á Hvítárbakka til móts við litla flugvél áleiðis að sjá fyrstu skák Fischers og Spasskís í heims- meistaraeinvíginu. Ronni varð Touma frá upphafí svo mikil „opin- berun“ um sjálfstæða veiðimanninn og náttúruunnandann að ævinlega síðan, þá er Touma hefur heimsótt ísland, hefur verið ófrávíkjanlegt að heimsækja Ronna í leiðinni og reyndar ævinlega í símtölum og bréfum okkar á milli er einn kaflinn um Ronna. Þá Touma frétti hið sviplega frá- fall Ronna um síðustu helgi hringdi hann til mín til að lýsa yfír hryggð sinni og biðja um samúðarkveðjur aðstandendum til handa, en upp- lýsti jafnframt að deild í tölvufyrir- tæki hans í Brasilíu, sem verið er að stofna þessa dagana, yrði nefnd íslensku nafni til minningar um og til heiðurs Ronna. Þó að sárt sé að sjá svo sviplega á bak vinar er þó huggun harmi gegn að ekki átti fyrir honum að liggja að takast á við elli kerlingu. Ég er ekki viss um að honum hefði líkað svo mjög tilhugsunin um vænt- anleg glímutök við hana. Honum hugnaðist ekki tilhugsunin um að „fara niður stóm brekkuna", eins og hann kallaði gjaman lokastig jarðvistarinnar, en gerði sér fullljóst að óðum dró að brekkubrúninni. Telja verður einnig að átökin við Bakkus konung, sem oft vom grimm, og tóku af honum toll hafi verið ærin, sem aðeins hraustmenni á borð við Ronna gátu þolað án þess að liggja óvígir eftir. Að lokum sendum við Sigrún bömum Rafns Sigurðssonar, Sig- rúnu á Akranesi, Signýju í Borgar- nesi og Ævari í Kópavogi, hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um góð- an og sérstæðan dreng mun lifa. Sveinn Aðalsteinsson. Hinsta kveðja til afa Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir.) Við þökkum elskulegum afa okk- ar fyrir allt og biðjum góðan Guð að geyma hann um alla eilífð. Minning hans verður ljós í lífi okkar. Völundur og Guðrún Ásta. sér fólk því alltaf var mannmargt í kringum hana og heimili hennar stóð ætíð opið vinum og ættingjum. Þó er erfítt að finna orð til að lýsa henni Rikku, þessari hlýju konu, oftast hlæjandi og gerandi að gamni sínu, en þó svo róleg. Sagði mein- ingu sína, orðhvöss stundum en þó alltaf stutt í hlátur og gleði. Eg minnist þeirra stunda er ég kom í fríum heim til foreldra minna og oftast beið nýbakað flatbrauð frá Rikku, sem hún hafði sent í tilefni heimkomunnar. Það vantaði ekki hugulsemina. Friðrik var dóttir hjónanna Önnu Jóhannsdóttur og Haraldar Stefáns- sonar. Hún var önnur í röð sjö systk- ina, fædd að Þorleifsstöðum 2. jan- úar 1915. Hin systkinin voru Stefan- ía dáin 1990, Jóhannes búsettur á Dalvík, Hjalti bóndi í Ytra-Garðs- horni, Halldór Kristin dáinn 1942, Láms dáinn 1974 og Hrönn búsett í Garðabæ. Árið 1950 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ólafí Tryggvasyni frá Ytra-Hvarfi, en á þeim bæ bjuggu þau hjón lengst af eða allt til þess dags er þau fluttu til Dalvíkur. Þau eignuðust þijú börn, Kristínu bú- setta á Akureyri, Jóhann bónda á Ytra-Hvarfi og Jón Harald búsettan í foreldrahúsum. Einn son átti hún fyrir, Ævarr til heimilis á Akureyri. Um leið og ég þakka Rikku frænku allar góðar samverustundir og þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi mér og fölskyldu minni, vil ég senda Ólafi og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í sorginni. Guð græðir hin dýpstu svöðusár, er svella í mæddum barmi. Guð þerrar hin stríðu tregatár, er titra á vinahvarmi. Guð leggur oss blessað líknarár og léttir af þungum harmi. (Valdimar V. Snævarr). Anna Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.