Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 39

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 39 Erlingur K. Garð- arsson - Minning Fæddur 12. september 1963 Dáinn 25. október 1992 í dag verður jarðsunginn vinur okkar og félagi, Erlingur Kristinn Garðarsson frá Breiðdalsvík, sem lést af slysförum síðastliðinn sunnu- dag. Fyrstu kynni mín af Erlingi voru þegar ég sem hálfgerður ungl- ingur var ráðinn knattspyrnuþjálf- ari á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði og hann þá strax, smástrákur, með ólæknandi áhuga á fótboltanum og hægt var að sjá þá hvert hugurinn stefndi. Erlingur ólst upp í stórum systkinahópi og ég veit að hann fékk gott veganesti í uppvexti, enda foreldrar hans einstakar sóma- manneskjur sem og allt hans fólk. Erlingur og bræður hans hafa allir verið áberandi í knattspymunni á Austurlandi og hafa haldið uppi merki Selnesíjölskyldunnar á þeim vettvangi, en miklar sögur fara af knattspyrnuhæfileikum föður þeirra og bræðra hans á „gullald- arárum“ Breiðdælinga. Á síðasta ári gekk Erlingur til liðs við okkur í Sindra á Höfn, en áður höfðu þrír bræðra hans leikið undir merkjum félagsins um tíma. Af því tilefni varð einum reyndasta leikmanni Sindra að orði að betra væri að hafa Erling með sér en á móti því hann væri svo erfiður og harður. Erlingi er þarna rétt lýst. Hann var líkamlega sterkur og stæltur og gaf aldrei eftir eins og við segjum í fótboltanum, án þess þó að vera grófur. Einbeitnin og áhuginn skein alltaf úr andlitssvip hans þegar út í leikinn var komið. Erlingi var strax vel tekið af strákunum í Sindra. Hann féll vel inn í hópinn og virtist una hag sínum vel á Höfn. Hann vann við sitt fag, smíðamar, í sum- ar en ætlaði á sjóinn í vetur og var á leið um borð þegar kallið kom. Hér á Höfn eignaðist hann líka unnustu, Gunnhildi Gísladóttur, sem stundar nám í Kennaraháskól- anum. Þau áttu sameiginlegt áhugamál þar sem íþróttirnar voru. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd okkar félaganna í Sindra þakka Erlingi fyrir sam- fylgdina sem við hefðum óskað að yrði lengri og um leið flytja öllum aðstandendum samúðarkveðjur á sorgarstund. Albert Eymundsson. í dag er gerð frá Heydalakirkju útför elskulegs bróður okkar, Erl- ings Kristins Garðarssonar, sem lést af slysförum sunnudaginn 25. október sl. Erlingur fæddist á Sel- nesi á Breiðdalsvík 12. september 1963, hann var fimmta barn hjón- anna Garðars Þorgrímssonar og Maríu Gunnþórsdóttur sem þar eru búsett. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi en þau voru alls átta sem upp komust. Það þurfti mikið til að fæða og klæða þennan stóra barnahóp. Faðir okkar hefur alla tíð verið sjómaður, lengst af sem vélstjóri, í seinni tíð sem skipstjóri á eigin bátum. En framan af var pabbi oft langdvölum fjarri heimil- inu er hann þurfti að sækja sjóinn úr öðrum byggðarlögum og kom það þá að sjálfsögðu í hlut mömmu að sjá fyrir daglegum þörfum okkar barnanna enda lá hún ekki á liði sínu, saumaði flestöll föt sem við þurftum auk annarra heimilisstarfa sem hún leysti af hendi með miklum myndarskap. Það var oft mikil glaðværð á heimilinu og margt um manninn, ekki síst þegar böm úr nágrenninu komu til að leika við okkur systkin- in á Selnesi. Elli, eins og við systkin- in kölluðum hann, varð snemma lið- tækur í leik og starfi, enda var lífs- kraftur hans mikill og jafnan stutt í glettnina sem litlu frændsystkinin kunnu vel að meta. Hann hafði oft forystu um hin ýmsu uppátæki, svo sem að byggja sveitabæi, draga að leggi og horn. Þá voru þeir ófáir bátarnir sem hann smíðaði til sigl- inga í fjöruborðinu. Fótboltaiðkun skipaði stóran sess í lífi hans strax frá unga aldri og stundaði hann þá íþrótt alla tíð. Lengst af stundaði hann æfingar og keppni með knattspyrnuliðinu Hrafnkeli Freysgoða. Fyrst í yngri flokkum félagsins en svo með meistaraflokki, þar sem hann lék við hlið bræðra sinna. í fótboltanum skiptust á skin og skúrir eins og í lífinu sjálfu, en oft náðist góður árangur og oft bar hann sigur úr býtum og vann til verðlauna með félögum sínum. Síðastliðið sumar lék Elli með Sindra á Homafirði. Þá var hann í eðli sínu fengsæll veiðimaður hvort sem hann gekk til ijúpna eða renndi fyrir lax. Lax- veiðar voru honum einkum hug- leiknar, þær stunduðu hann af natni og þeirri þolinmæði sem þær krefj- ast, þótt Elli væri í eðli sínu ör og kvikur. Elli lauk smíðanámi frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1989 en fyr- ir og eftir þann tíma hafði hann stundaði hin ýmsu störf bæði til sjós og lands, nú síðast sjómennsku á Skinney frá Hornafirði, heimabæ unnustu sinnar, Gunnhildar Gísla- dóttur. Elli lætur eftir sig sjö ára son, Hrein, sem hann eignaðist með fyrr- um sambýliskonu sinni, Helgu Hreinsdóttur. Nú er Erlingur bróðir okkar snögglega frá okkur tekinn, sorgin grúfir yfir heimilinu á Selnesi. Hún gleymir engum, en minningin um góðan dreng lifir í hugum okkar. Blessuð sé minning hans. Systkinin á Selnesi. Þær fregnir er bámst um að Erlingur vinur minn væri dáinn vom sláandi. Upp kom spurningin af hverju? Hvað getur verið óréttlát- ara en þegar svona ungur og lífs- glaður maður í blóma lífsins er hrifsaður burt? Við þessu fást lík- lega ekki svör. Erlingur var einn af þeim sem ekki var að gera nein vandræði út af smámunum eins og mörgum hættir til. Honum tókst alltaf að líta á spaugilegu hliðina á öllum málum, því það var grunnt á grínið og gamansemina. Hann var líka einstaklega orðheppinn og í kring um hann skapaðist mjög sérstakur og skemmtilegur andi. Alltaf var jafn gaman að hitta hann og maður kvaddi hann alltaf hlæjandi eða með bros á vör. Hann var geysilegur áhugamað- ur um knattspymu og var sjálfur sterkur leikmaður. Á æfingum var alltaf betra að vera með Erlingi í liði þar sem hann með dugnaði sín- um og áhuga dreif sína liðsmenn áfram. Og á eftir var sest niður og talað um íþróttina tímunum saman því áhuginn var mikill. Hann ásamt bræðram sínum var kjölfestan í liði okkar heima. Ég minnist heimsókna hans til okkar í Grindavík síðasta vetur þar sem umræðurnar snerust um fótboltann og að gaman væri að fara heim og endurvekja „gamla“ liðið. Veiðimennska var það sem tók næst mestan sess af áhugamálun- um og var honum í blóð borin. Þá átti það jafnt við um stangveiði sem skotveiði. Með skemmtilegustu og eftirminnilegustu stundum í lífi mínu vora haustið sem við Erlingur unnum saman í beitningu hjá Garð- ari föður hans. Þá reyndum við að klára snemma því alltaf eftir vinnu fóram við út á báti og veiddum ^svartfugl, dag eftir dag. Þar kenndi hann mér að sjá við svartfuglinum. Þarna var hann í rétta umhverfinu og naut lífsins því sjómannseðlið var ríkt í honum enda hafði hann ættir til þess að rekja. Ég gæti talið upp óteljandi ógleymanlegar stundir sem við allir vinirnir heima á Breiðdalsvík áttum saman við veiðar, fótbolta og margt annað, þar sem Erlingur var ávallt í fararbroddi og hrókur alls fagnað- ar. Því vil ég þakka góðum, traust- um og skemmtilegum vini fýrir samfylgdina. Hann var einstakur og átti fáa sér líka. Ég kveð hann með eftirfarandi ljóðbroti. Það hjarta er átti ástir og vonir bærist ei blundar og hinn eilífi Guð ætlar að gæta þess um aldir. Og einhvem tíma tygjumst við til ferðar bindum skóþvengi við skin fjarlægra ljósa. Vitum að lokinni vegferð verða endurfundir góðir (Guðjón Sveinsson) Fjölskyldu hans, unnustu og syni, votta ég innilegustu samúð mína. Megi minning hans lifa um ókomin ár. Sveinn Ari Guðjónsson. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. búð af nýjum haustvörum. Opið á laugardögum frá kl. 12—16. Nýbýlavegi 12, sími 44433. Guðrún Lovísa Hann- esdóttír - Minning Fædd 28. ágúst 1912 Dáin 24. október 1992 Kveðjuorð frá barnabörnum Það var laugardaginn 24. októ- ber sl. sem ástkær amma okkar kvaddi þennan heim, eftir vikudvöl á Sjúkrahúsi Suðurlands. Fyrir tveimur mánuðum komum við og fjölskyldur okkar saman og áttum ánægjulegan dag með ömmu Lóu í tilefni áttræðisafmæl- is hennar, en hún varð áttræð hinn 28. ágúst sl. Mörgum þykir það hár aldur, en okkur fannst amma ekki svo gömul og ekki hvarflaði það að okkur að hún ætti svo skamman tíma eftir hérna á með- al okkar. Heilsu ömmu hafði hrakað nokkuð í seinni tíð, en ætíð er hún komst í góðan félagsskap varð hún ung á ný og síkát, enda var hún mikil félagsvera. Amma bjó hér í Hveragerði lengst af og þar sem við barna- börnin ólumst flest upp hér að meira eða minna leyti, áttum við öll mikil og góð samskipti við ömmu. Ekki þá bara á heimilun- um, því amma vann sem ljósbaða- vörður um tíma þegar tíðkaðist hér í bæ að börn á skólaaldri færa reglulega í ljósböð. Þar skyldu ærslabelgirnir leggjast á bakið, svo á magann, klæða sig í hvelli og drífa sig af stað. Þetta gekk allt ljómandi vel og fyrr en varði kölluðu orðið flestir skólafélagar okkar hana „ömmu Lóu“, og gera jafnvel enn í dag. Síðar hóf hún svo störf við garð- yrkjustöð nokkra þar sem svo mörg ungmennin, þ. á m. nokkur okkar, stigu sín fyrstu skref úti á vinnumarkaðinum. Þar fengum við krakkarnir góða fyrirmynd, því samviskusemin var mikil og ætíð vann hún af miklum krafti. Segja má að það hafi einkennt líf hennar ömmu þ.e. að ganga vasklega til starfa og skila öllu verki vel af hendi. Amma pijónaði mikið í gegnum árin og sá hún til þess að er skól- ar hófust á haustin væru til hlýir vettlingar og sokkar á hvert bam á okkar bæjum. Eins var það fast- ur liður að amma stjómaði slátur- gerð á fleiri en einu heimili á hveiju hausti. Þegar við barna- börnin fóram svo að búa átti hún til að hringja, og sagði þá gjarn- an: Jæja elskan, slátrið þitt er til- búið, ég tók það bara í leiðinni! Og nú í haust, eða 3 vikum áður en hún lést, kom hún til eins okk- ar í sláturgerð. Sem fyrr fylltist hún eldmóði og saumaði með snar- ræði nokkra keppi. Amma og afi heitinn hófu bú- skap hér í Hveragerði eða Fram- skógum 12, en fluttu síðar að Heiðmörk 9. Afi lést í febrúar árið 1988. Eftir það bjó amma ein á heimili þeirra, eða eins lengi og heilsan leyfði, en þá fór hún um BÍLALE/GA Úrval 4x4 fólksbíla og station bíla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsímar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðugotttilboð! tíma til dvalar að Blesastöðum á Skeiðum. Vel var um hana hugsað þar, en eins og gengur var hugur- inn hér heima og fyrir nokkrum mánuðum flutti hún svo aftur hingað til okkar, eða á elliheimilið hér í Frumskógum. Þar kunni hún ágætlega við sig, enda komin á fornar slóðir, í nágrenni við gamla húsið sitt að Framskógum 12. Þarna bjó amma svo þangað til hún var flutt á Sjúkrahús Suður- lands þar sem hún lést eftir viku dvöl. Við þökkum nú allar stundirnar sem guð gaf okkur með ömmu og mun minningin um yndislega konu lifa í hjörtum okkar allra. Biðjum við algóðan guð að vemda hana og leiða á nýjum slóðum. Blessuð sé minning hennar. Nú legg ég aupn aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson). Ný sending Leðurklæddur hvíldarstóll með skemli. Verð aðeins kr. 27.000,- stgr. Mikið úrval af hvíldarstólum. Vallnisgftfí Arimnlu 8. NÍmar 81227S o«t 685:175. Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.