Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 53

Morgunblaðið - 31.10.1992, Page 53
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Ævintýraferð á slóðir forfeðranna Frá Ingibjörgu Ragnarsdóttur: Fyrsta dag þessa mánaðar vaknaði ég snemma því til stóð að skreppa frá Akureyri út fyrir landsteinana. Farmiðinn hafði verið keyptur á ferðaskrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar á Akureyri skömmu áð- ur. Þetta varð sannkölluð ævintýra- ferð. Þegar ég kom á flugvöilinn fannst mér undarlega margir komn- ir á undan mér og dáðist ég að stundvísi samferðamannanna. Fyrir tilviljun komst ég svo að því að brottför hafði verið flýtt, en láðst hafði að láta mig vita. Það gerði ekkert til, því einn maður var látinn sjá um vopnaleit hjá 170 farþegum og því seinkaði brottför um klukku- tíma. Skömmu eftir flugtak sagði auð- mjúk flugfreyja frá því að þar sem vélin hefði komið beint frá Bret- landseyjum væru þjónustugögn af skornum skammti. Voru farþegar vinsamlegast beðnir að gæta glasa sinna vel, því aðeins yrði útbýtt einu á mann. í þau var heldur ekki hægt að fá ís, kók eða vodka enda alveg ágætt því hver þarf á því að halda í svona ferð? Þá hafði ég verið upplýst um að tollfijáls sala færi fram á leiðinni. Ekkert varð af henni af sömu ástæðum enda ágætt því ekki eyddi ég aurunum mínum á meðan. í Dublin hafði ég nóg að gera og leið vel. Notfærði ég mér meðal annars ágæta skoðunarferð um borgina en var svo hagsýn að ákveða að biðja bílstjórann að ' hleypa mér út í miðborginni að ferð lokinni. Þá komst ég að því mér til ánægju en því miður, ekki hinum 1 farþegunum, að ákveðið hafði verið að enda ferðina í miðbænum. Þurftu þeir sumir að suða áður en þeim var ekið með þjósti á hótelið. Þar var ég heppin. í ferðinni var talsvert af fullorðnu fólki, þ.e. fólki sem komið er yfir miðjan aldur. Margt af því notfærði sér skoðunarferð um sveitir írlands á sunnudeginum en allar ferðir voru auglýstar með íslenskri fararstjórn. Hvort starfsmenn SL hafi ákveðið á eigin spýtur að kanna tungumála- kunnáttu landans skal ósagt látið, en helmingur hópsins þurfti að sætta sig við enskumælandi farar- stjóra í ferðinni. Höfðu þau ekki ( bara gott af því að æfa sig í ensk- unni? Spyr sá sem ekki veit. Nú var komið að heimferð. Eitt- ) hvað fannst mér fararstjórarnir fljótir að kveðja okkur á vellinum enda kom brátt í ljós að ferðinni I heim var seinkað um þrjá tíma. Auðvitað var þetta alveg kjörið fyr- ir landann til að eyða síðustu krón- unum sínum og meiru til í fríhöfn flugvallarins. Þegar leið að brottför klukkan tíu komu skilaboð um tveggja tíma seinkun til viðbótar svo þá var bara að draga upp kort- ið og eyða meiri peningum í fríhöfn- inni! Þegar loksins var haldið af stað til íslands vorum við búin að bíða í flughöfninni í átta klukkustundir. Sumir spiluðu brids, aðrir hlustuðu á undurfagran söng nokkurra breskra karlakórsfélaga sem voru í sömu aðstöðu og við á flugvellin- um. Aðrir reyndu að halla sér enda eins gott því flestir áttu að mæta í vinnu morguninn eftir. Sumir kvörtuðu yfír því að fá ekki að vita hver ástæða seinkunarinnar var, en ég spyr bara, hvað kom okkur það við? Þegar út í vél kom mátti víða heyra mikið gamagaul í farþegum sem aðeins hafði verið boðið upp á eina samloku og kaffíbolla í átta tíma. Ég segi bara að þeir hafi ekki haft gott af meiru því þeir hafa örugglega verið búnir að fá meira en nóg af góðum írskum mat í ferðinni. Þetta var því upplagt tækifæri til að losna við aukagrömmin. Að lokum vil ég þakka Sam- vinnuferðum-Landsýn fyrir þessa „ævintýraferð". Mér fínnst alltaf svo spennandi þegar ég veit ekki hvað gerist næst. Annars mætti halda að SL stæði á sama um far- þegana þegar ferðin hefur verið greidd, enda hvers vegna ætti þeim að vera annt um þá? Skyldu þeir koma aftur? INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR Hraungerði 7, Akureyri. Gangráður talaðra orða Frá Heimi Steinssyni: Þriðjudaginn 27. október birtist í blöðum ályktun stjómar íslenzkrar málnefndar um Ríkisútvarpið. Til- efni ályktunarinnar er tvær útsend- ingar frá Bandaríkjunum, en þar þreyttu frambjóðendur í forseta- kjöri kappræðu í sjónvarpssal á dögunum. Nú þykir rétt að láta þess getið, er hér fer á eftir: Það er ofmælt, þegar íslenzk málnefnd kveður Ríkisútvarpið hafa sent út erlendar stjórnmálaumræð- ur „skýringar- og textalaust“. Hið rétta er, að skýringar fóru á undan fyrri útsendingunni. í síðara skiptið var umræða til skýringar í upphafi og einnig við lok útsendingar. í annan stað em umræddir sjón- varpsþættir alls óskyldir þeim „dag- legu útsendingum", sem íslenzk málnefnd getur um í orðsendingu sinni. Forsetakosningamar í Bandaríkjunum em sjaldgæf stór- tiðindi. Eðlilegt virðist að bregðast við þeim með óvenjulegum hætti. Hér var aukinheldur um að ræða útsendingu, sem hófst síðla kvölds og ekki rakst á dagskrá sjónvarps- ins. „Allt orkar tvímælis, þá er gert er.“ Svo var einnig um útsendingar þessar. Áður en í þær var ráðizt, leitaði Ríkisútvarpið því álits menntamálaráðuneytis og fékk samþykki þess í bréfí. Föstudaginn 23. október var málið borið form- lega undir útvarpsráð. Lýsti ráðið stuðningi við Ríkisútvarpið í greindu efni. í Útvarpslögum nr. 68/1985 seg- ir á þessa leið: „Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenzka tungu, sögu þjóðarinnar og menningararf- leifð". Þetta ákvæði er einn af horn- steinum Ríkisútvarpsins, enda hef- ur Ríkisútvarpið verið gangráður talaðra orða á íslandi í meira en sex tugi ára. Stofnunin kappkostar að rækja hlutverk sitt í þessu efni, og svo mun enn verða á komandi tíma. Ríkisútvarpið og íslenzk mál- nefnd eru því samheijar. Góðs er að vænta af gagnkvæmum stuðn- ingi hér eftir sem hingað til. HEIMIR STEINSSON útvarpsstjóri. LEIÐRÉTTIN G AR GSM-kerfi en ekki GMS í blaðinu á föstudag (c-blaði) var missagt að Þorvarður Jónsson væri framkvæmdastjóri Pósts og síma. Hið rétta er að hann er framkvæmda- stjóri fjarskiptasviðs Pósts og síma. Þá var tala um GMS-kerfi en átti að vera GSM-kerfí. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistöðum. Hallbjörg Bjarnadóttir syngur ekki í tilkynningu Ríkisútvarpsins, sem birtist í síðasta dagskrárblaði um íslenskan tónlistardag var sagt að meðal þeirra sem kæmu fram væri Hallbjörg Bjarnadóttir. Hún er hins vegar illa kvefur og getur því ekki sungið. Bestu þakkir til þeirra, sem glöddu mig meÖ nœrveru sinni, gjöfum og heillaskeytum d 80 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigvaldadóttir, Hóli, BjarnafirÖi, Strandasýslu. MUNIÐ Manor House Hotel HÓTELREKSTUR ERLENDIS Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis. Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35, símar 22013 og 20620 og Manor House hótel í síma 90 44 803 605164. DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS. Skilafrestur er til 1. nóvember 1992. Skilafrestur framlengdur til 30. nóvember Vegna fjölda áskorana hefur skilafrestur í sam- keppni um verðlaunabók Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka verið framlengdur til 30. nóvember 1992. íslensku bamabókaverðlaunin 1993 nema 200.000 krónum, auk þess sem höfundur verðlaunabókarinnar fær greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samningi Rithöfundasambands íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Sögumar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja í lokuðu umslagi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma (91) 688 300. Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafeli Síðumúia 6 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.