Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 9
•j'.ci HaaMavott iom MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Fríkirkjan í Reylcjavík Biblíulestur LIM iá| »Eá - [52 6 ŒÍ £2 !i3 £3 Í3 £ð Ijl Nýr biblíulestrarhópur byrjar í kvöld kl. 20:30 í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13. Áhugafólk velkomið. Fræðslunefnd. HRIM6DU NU Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. SIAH^ Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 ÞJONUSTUMIDSTÖD RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 3JU Vel menntað vinnuafl Sveinbjörn Björnsson rektor segir í grein sinni: „Þjóðfélag okkar hefur óneitanlega tekið stakka- skiptum á dögum lýð- veldisins, og Háskólinn hefur breytzt í samræmi við það. Þjóðfélagið sæk- ist eftir fólki með há- skólamenntun til stjórn- unar- og þjónustustarfa og þeim fyrirtækjum fer nú fjölgandi, sem tolja sér nauðsynlegt að nýta niðurstöður rannsókna og jafnvel eiga sjálf hlut að þeim. Þessi þróun hef- ur gengið hægar hér á landi en með nágranna- þjóðum okkar, en hennar sér orðið glögg merki. Þörf þjóðfélagsins fyrir fólk með háskólamennt- un er því mun víðtækari en þörf opinberrar stjórnsýslu, og Háskóiinn hefur lagað sig að þess- um þörfum með nýjum námsbrautum og aukinni áherzlu á menntun, sem gagnast atvinnulífi þjóð- arinnar. Hvort sem litið er til Vestur-Evrópu eða Am- eríku, er h'óst að við er- um ekki ein á bál.i. Það sem hér er að gerast, er hliðstætt þróun, sem hef- ur átt sér stað í þessum nágrannalöndum, en við höfum orðið seinni til. Bandaríkin og Japan leiða í háskólamenntun og hagnýtíngu rann- sókna, en Vestur-Evrópa fylgir þeim eftir hröðum skrefum. Velgengni þess- ara þjóða byggir ekki eingðngu á náttúruauð- lindum heldur þekkingu og færni vel menntaðs vinnuafls. Hið sama er að renna upp fyrir okk- ur, þegar saman fara óhagkvæm landbúnaðar- framleiðsla, minnkandi fiskstofnar og verðfall á afurðum orkufreks malnúðnaðar." Nýtingmann- auðsins Guðmundur Magnús- son segir í grein sinni, ' ^^ M£ *s?Q Virkjun þekkingar í Hagsæld, riti hagfræðinema við Há- skóla íslands, fjalla nokkrir höfundar um framtíð íslands. Athygli vekur að margir greinarhöfundar fjalla um nauðsyn þess að hagnýta þekkingu og hugvit í auknum mæli, í stað þess að leggja alla áherzlu á nýtingu náttúruauðlinda. í Staksteinum er gripið niður í greinar Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors og Guð- mundar Magnússonar prófessors og einnig gluggað í grein úr Vísbendingu um flutning verkefna í skipasmíði frá Póllandi til íslands. undir fyrirsögninni Virkjun þekkingar og markaðsvæðing: „Nú er svo komið að flestar auð- lindir í Evrópu eru full- nýttar; landrými, málm- ar, skógar, nytjar hafs- ins, vatnsafl og andrúms- loft. Vinnuaflið er hins vegar vannýtt og nokkr- ar þjóðir eiga orkuforða, t.d. íslendingar í heitu og köldu vatni og Norð- menn og Bretar í olíu og gasi. Þar sem verið er að ganga æ utar á jaðar auðlindanna er enn brýnna en áður að nýta mannauðinn betur með virkjun þekkingar, bættu skipulagi og stjórnun, innri hagvexti og eflingu markaðshagkerfis." Guðmundur fjallar í grein sinni um góða menntun íslendinga og að flestir þeir, sem fara til útlanda í framhalds- nám, komi aftur. Niður- staða hans í greinarlok er: „Menntun og rann- sóknir verði i ríUari mæli orsök en ekki af- leiðing hagvaxtarins." Hræsni Vest- urlandabúa? í forystugrein Vis- bendingar, vikurits um viðskipii og efnahags- mál, er fjallað um vanda islenzks skipasmíðaiðn- aðar. Rætt er um þá ákvörðun stjórnvalda að rifta samningum um við- gerð Búrfellsins í Pól- landi og síðan vikið að þróunaraðstoð íslend- inga í formi smíði fiski- skipa: „Islendingar hafa ákveðið að senda Malavi- mönnum tvö fiskiskip sem þróunaraðstoð. Smiði skipanna átti að kosta um 50 miujónir króna, en þá var gert ráð fyrir að hluti verksins væri unninn í Póllandi. Nú hefur verið ákveðið að seinna skipið verði að öllu leyti smiðað hér og hækkar verðið við það um 6-8 miUJónir." Síðar í grein Vísbend- ingar segir: „í Póllandi er landsframleiðsla á mann um tíundi liluti þess sem er hér á landi. Framleiðsla hrundi þeg- ar landið missti mjög hagstæðan markað í Sov- étríkjunum. Umskiptin yfir í markaðshagkerfi hafa einnig verið erfið og atvinnuleysi í landinu er nú um 12%. Skuldir Pólverja við Vesturlönd eru geysúniklar en stór hluti þeirra hefur verið afskrifaður. Að undan- förnu hafa sézt nokkur batamerki í efnahagslifi landsins og framleiðsla fer aftur vaxn.ndi. Því er haldið fram að pólskar skipasmíðastSðv- ar fái stál á óeðlilega góðum kjörum frá rik- inu. Vart leikur þó vafi á þvi að skipasmíðaverk- efni fyrir Islendinga hefðu komið Pólverjum vel og hraðað uppbygg- ingu landsins. Margir hafa taUð það bera vott um hræsni Vesturlandabúa að veita fátækum ríkjum þróun- araðstoð en neita svo að kaupa framleiðslu þeirra. Það er í þessum anda að Islendingar skuli nú færa verkefni á sviði þróunarhjálpar frá landi, sem er vanþróað á ís- lenzkan mælikvarða, Þróunaraðstoð íslend- inga eykst reyndar um nokkrar milh'ónir á papp- írnum við þetta, en astæða kann að vera til þess að efast um að landsmenn vih'i í raun styðja fátæk lönd til sjálfsbjargar." RABBFUNDUR [ VlB-STOFUNNI HVAÐ RÆÐUR ÖRYGGI VERÐBRÉFASJÓÐA? Á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember, verða Gunnar Baldvinsson og Björn Jónsson, sjóðstjórar VIB, í VÍB- stofunni og ræða við gesti um hvaða þættir ráða helst öryggi verðbréfasjóða. I hverju felst áættudreifing verðbréfasjóða? Hvernig er öryggi verðbréfasjóða skil- greint? Hvaða eignir standa á bak við verðbréfasjóði? Hvers vegna eru verðbréfasjóðir langtímafjárfesting? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Armúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.