Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 Loðnuaflinn og verðmæti hans 1982-92 Milljarðar Verðmæti *•** 4,0 Pl II llll Averðlagi1992. Miðað er við 4 þús. hverttonn uppúrsjó m iii 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 1982 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 *91 '92 1982 '83 "84 '85 '86 '87 '88 '90 '91 '92 Landssöfnun til styrktar Sophiu Rúmar tvær millj ónir hafa safnast Loðnuaflinn Aflaverðmæti í ár svipað og 1989 MEÐ ákvörðun um aukningu loðnuaflans á þessari vertíð er Jjóst að verðmæti hans verður svipað og árið 1989 en talsvert minna en árin 1984-88 þegar veiði var sem mest. Miðað við að um 4.000 krónur fáist fyrir tonnið af loðnu upp úr sjó er verðmæti loðnuaflans á þessu fiskveiðiári um 2,6 milljarðar króna en árið 1989 nam verðmætið um 2,7 niillj- örðum reiknað til núvirðis. Þegar skoðuð er tafla yfir þróun aflaverðmætis loðnuaflans á síðustu tíu árum, mælt á núvirði, kemur í ljós að hámarki náði það árið 1985 eða tæplegá 4 milljörðum króna enda aflinn það ár tæplega milljón tonn. Hinsvegar var nær ekkert veitt af loðnu árið 1982 og aflaverðmætið það ár aðeins 52 milljónir króna. Ef skoðuð eru árin 1991 og .1992 hvað hlutdeild loðnuaflans í verð- mæti heildaraflans vegur þungt kem- ur í ljós að þessi afli nú eykur heildar- aflaverðmætið um 7% á milli þessara ára. Í krónum talið eru þetta 1,5 milljarðar króna sem bætast við afla- verðmætið sökum hinnar miklu aukningar á loðnuaflanum. RÚMAR 2 iuilljóiiir króna höfðu safnast í landssöfnun til styrktar málarekstri Sophiu Hansen í Tyrklandi um kl. 16 í gær. Flest framlög höfðu komið frá einstaklingum en hæsta framlagið nam 400.000 kr. „Við erum yfir okkur ánægð með söfnunina það sem af er. Nær eingöngu einstaklingar hafa hringt eða haft samband en þó hafa nokkur fyrirtæki sent okkur peninga. Stærsta sendingin er frá Ómari Kristjánssyni í Þýsk- íslenska, 400.000 kr, og 50.000 kr. frá starfsmannafélagi Toyota. Síðan komu 32:500 kr. frá starfs- mannafélagi reiknisstofu bank- anna, 25.000 frá Kentucky," sagði Sigurður Pétur. Vegna mikils áhuga var ákveðið að taka við framlögum í síma 684455 fram til miðnættis fyrsta söfnunardaginn og verður svo næstu daga að minnsta kosti. Söfnunin, sem hófst á mánudag, stendur yfir í tvær vikur. ? ? ? Stöðvaður á 140 km hraða ÖKUMAÐUR um tvítugt var stöðvaður á Sæbraut í Reykja- vík aðfaranótt mánudagsins þar sem hann ók á rúmlega 140 km hraða á klukkustund. Hann var færður á lögreglu- stöð og þar var hann sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglunnar stendur yfir umferðarátak þessa dagana og beinist það gegn ýmsum um- ferðarlagabrotum. Meðal annars verður sérstaklega hugað að því að draga úr umferðarhraða á göt- um borgarinnar. ara 1 92 7-1 992 íslandskortið frá 1566, sem boðið verður upp hjá Sothesby's síðar í mánuðinum. Sotheby's í London Islandskort frá 1566á uppboði MEÐAL sjaldgæfra muna, sem boðnir verða upp hjá Sotheby's í London fimmtudaginn 19. nóv- ember, er íslandskort frá 1566. Á uppboðinu verða boðin upp ýmis gömul kort og myndskreyttar ferðabækur fyrri tíma. Sem dæmi má nefna fjögur fyrstu bindi af sex af Civitates orbis terrarum, en sú ritverkaröð var gefin út árið 1588. í henni er t.d. að finna litaðar mynd- ir af evrópskum bæjum. Áætlað verð bókanna fjögurra er á bilinu 4,5 til 6,3 milljónir króna. í frétt frá Sotheby's kemur fram, að meðal sjaldgæfra korta á uppboð- inu verða 16. aldar kort af Irlandi, Sikiley og íslandi. -íslandskortið er teiknað af Ferando Bertelli árið 1566 og er áætlað verð þess á bilinu 90-108 þúsund krónur. Kortið af „Islanda" líkist í fáu því íslandi, sem sýnt er á kortum nú til dags. Inn á það eru færðir ýmsir merkisstaðir. Þar má t.d. þekkja Scalholdin (Skál- holt), Holentis (Hóla í Hjaltadal) og Mont Helgafíel (Helgafell). Þá hefur teiknarinn fært samviskusamlega inn hafís norður af landinu, eða vinstra megin við landið, eins og það snýr á korti hans. Hér og þar eru svo eldstöðvar færðar inn á kortið og táknaðar með eldtungum upp úr jörðunni. Þar er fært inn orðið „caos". nn Vbíöurþérí afmælisvéislu! <^ff^ AF OLLUM VORUM WÐVlKUtóG/FIMMTyDAG,JÖSTlJDAGÆG 1AUGARDAG pbh«kí^abwsæ1^t/ojGle1ilVg®s\essadaga .j^ m© (IM MfQ@M$B VOAKM mM GÓLFTEPPI - GÓLFDREGLAR FILT GÓLFTEPPI 2m-4rfi HÖHNS parket VEGGFÓDUR VEGfDUKAR 5fcm á breil RIML^GARDÍNÍIR plast-áf ^ GÓLT-DÚKAR 2m-3m-4m bre^iðir VILLEROY OG BOCH gólfflísar KVERKLISTAR 6 gerðir LOFTRÓSIR14gerðir ROWNEY Listmalaravörur MÁLNINGAVÖRUR Harpa-Sadolin-Polytex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.