Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 JHttQmMátób Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórparfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðaratkvædi og þingræðishefð Það þingmálið sem hvað mesta athygli vekur þessa dagana er tillaga nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna __ um þjóðaratkvæði um aðild ís- lands að Evrópska efnahags- svæðinu. Tillagan kemur vænt- anlega til atkvæðagreiðslu á Alþingi á næstunni. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að aðild ís- lands að Evrópska efnahags- svæðinu skuli borin undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar áður en Alþingi tekur afstöðu til fyrirliggjandi frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið. Alþingi kjósi sjö manna nefnd sem taki ákvörðun um tilhögun og framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Að öðru leyti fari atkvæðagreiðslan fram samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á". Það er ekki í samræmi við þingræðis- eða pólitiskar starfshefðir hér á landi að efna til þjóðaratkvæðis um milli- ríkjasamning af því tagi sem Evrópska efnahagssvæðið er. Það er skoðun Morgunblaðsins að Alþingi eigi að afgreiða þetta mál eftir þingræðisleiðum, svo sem hefð stendur til, og axla ábyrgð á afstöðu sinni, hver sem hún verður. Þingheimur er kjörinn til ábyrgðar af þessu tagi og á ekki undan henni að skorast. Þar að auki er hætt við að þjóðaratkvæðið myndi snúast um ýmislegt annað en marg- flókin efnisatriði þessa milli- ríkja-/viðskiptasamnings. Það kann hins vegar að vera kjörið ii tækifæri í augum stjórnarand- stöðunnar að stefna þjóðarat- kvæði af þessu tagi í einhvers konar„skoðanakönnun" á fylgi og/eða andstöðu við ríkisstjórn- ina á tímum mikilla efnahags- þrenginga í þjóðarbúskapnum. En íslenzk þjóð hefur ríkari þörf fyrir flest annað á líðandi stundu en víðfeðm átök og sundurlyndi, sem þjóðarat- kvæði af þessu tagi getur stefnt okkur í. Sundurlyndið er oftar ; en ekki skæðasti óvinur lítillar þjóðar. Hér á landi er engin hefð fyrir þjóðaratkvæði um milli- ríkjasamning af þeirri gerð sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er. Þjóðarat- kvæði er nánast undantekning í þingræðishefð okkar. Hér á landi var viðhaft þjóðaratkvæði um niðurfellingu dansk- íslonzkra sambandslaga pg stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands 20.-23. maí 1944. Aðild íslands að Sameinuðu þjóðun- um var á hinn bóginn ekki bor- in undir þjóðaratkvæði. Ekki heldur aðild landsins að EFTA. Það var ekkert þjóðaratkvæði um inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Það var heldur ekki þjóðaratkvæði um varnar- samninginn við Bandaríkin. Þessi viðamiklu mál voru öll afgreidd eftir hefðbundum þingræðisleiðum þjóðar okkar. Við höfum heldur ekki ástundað þjóðaratkvæði um innlend þungavigtarmál, sem skiptar skoðanir voru og eru um, eins og til dæmis fiskveiði- kvótann eða framleiðslustýr- ingu í landbúnaði. Við höfum litið svo á að afgreiðsla slíkra mála, að því er varðar starfsum- hverfí atvinnuveganna, væri í verkahring lýðræðislega kjörins Alþingis. Ef hugur þjóðarinnar stendur hins vegar til þess að taka upp þjóðaratkvæði í ríkara mæli en íslenzk hefð stendur til, með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði, til dæmis að sviss- neskri fyrirmynd, þarf að taka það til rækilegrar umræðu og umfj'öllunar áður en af verður. Tvær íslenzkar ríkisstjórnir með aðild allra þingflokka, utan Samtaka um kvennalista, hafa staðið að samningaviðræðum EFTA og EB um Evrópska efnahagssvæðið. Yfirlýstur til- gangur af okkar hálfu er að treysta samkeppnisstöðu ís- lenzkra atvinnuvega og mark- aðsstöðu útflutningsframleiðslu okkar á Evrópumarkaði. Á þennan markað (EB+EFTA) fór 76,4% útflutnings okkar árið 1990 og þaðan kom 66% innflutnings okkar það árið. Það er því ljóst að viðskipta- staða okkar gagnvart þessu svæði hefur mikil þjóðhagsleg áhrif. Skoðanir eru engu að síður skiptar um kosti og galla Evr- ópska efnahagsvæðisins. Ekk- ert er eðlilegra en að málið sé rækilega kynnt og rætt, bæði innan þings og utan. Það hefur raunar þegar verið gert. En það er Alþingis að axla og rísa und- ir ábyrgð á afgreiðslu málsins. Við „sendum ekki út á sextugt djúp, sundurlyndisfjandann", eins og þörf stendur til á þreng- ingartímum, með því að efna til ótímabærra átaka um þetta mikilvæga mál í þjóðaratkvæði. Markvisst átak eða mýrarljós? Ætla stjórnvöld í alvöru að efla rannsóknir og þróunarstarf? eftírdr.Hörð Filippusson Ráðamönnum þjóðarinnar hefur undanfarið orðið tíðrætt um mikilvægi vísinda og tækni fyrir atvinnulíf lands- ins. f hverri ræðunni eftir aðra er sá tónninn sleginn að nú kreppi skórinn að og hefðbundnir atvinnuvegir heyk- ist á að halda uppi þeim lífskjörum sem þjóðin hefur vanist og því þurfi að efla rannsóknir og þróunarstarf til að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- lífið og auka fjölbreytni þess. Alít er þetta gott og blessað og hárrétt. Það hefur lengi verið vitað að bókvit, og það verksvit sem af bókviti sprettur, verður í askana látið. Alkunnur málsháttur segir að vísu hið gagnstæpa og svo virðist sem stjórn- völd á íslandi hafi lengst af verið þeirrar trúar. Að minnsta kosti hefur mátt álykta það af þeim áherslum sem lagðar hafa verið í fjárveitingum til menntunar og rannsókna um langt árabil. Í því efni eru margar ríkis- stjórnir undangenginna ára samsekar. Enginn stjórnmálaflokkur sem farið hefur með menntamál síðastliðna tvo áratugi getur hrósað sér af frum- kvæði eða framsýni í því er lýtur að rannsóknastarfsemi í landinu. Það virðist líka orðin lenska hér að við myndun ríkisstjórna er ráðuneyti menntamála ekki einn af þeim bitum sem flokkarnir sækjast eftir að góma. Líklega eru menntamál ekki nógu atkvæðagæfur málaflokkur. En nú eru breyttir tímar. Nú höfum við fengið ríkisstjórn sem skilur mikil- vægi rannsókna- og þróunarstarfs og ætlar að efla það og auka. Að minnsta kosti tala menn þar á bæ mikið um að þeir ætli að taka upp ný vinnu- brögð. Liggur þá beint við að gera ráð fyrir að auírin áhersla verði lögð á rannsóknir og þróunarstarf í fjár- veitingum hins opinbera. Margir hafa bundið vonir við að orðum muni fylgja efndir og að horfa megi fram til bjart- ari tíma og grósku í rannsóknum og þróunarstarfi sem leiði til nýrra tæki- færa í iðnaði byggðum á vísindum og tækniþekkingu. Það var því með eftirvæntingu sem áhugamenn um þessi mál flettu upp í fjárlagafrumvarpinu í leit að fjárveit- ingum sem tengjast rannsóknum og þróunarstarfí. Því miður veldur það frumvarp miklum vonbrigðum að þessu leyti. Hinn góði ásetningur Vissulega hafa sést jákvæð merki frá ríkisstjórninni. „ Við ætíum að tvö- falda fjárveitingar til Rannsóknasjóðs og Vísindasjóðs og erum með þessu að sýna hvar við teljum vaxtarbrodd- inn vera,"sagði menntamálaráðherra í blaðaviðtali nýlega. Með stjórnarsamþykkt frá í sumar var ákveðið að Rannsóknasjóður Rannsóknaráðs skyldi efldur frá því að vera rúmar 100 milljónir í um 200 milljónir á tveimur árum. Þessi efling sjóðsins mundi þýða að hann yrði að raunvirði álíka öflugur þegar á árinu 1993 og hann var þegar til hans var stofnað árið 1985, en síðan þá hafa fiárveitingar til hans farið síminnk- andi að raungildi. Vonandi er að þessi góði ásetningur endist fram yfir síð- ustu umræðu fjárlaga en varlegt er þó að treysta því ef dæma má af reynslunni. Annað jákvætt merki er það að rík- isstjórnin áformar að verja til rann- sóknar- og þróunarverkefna hluta af andvirði þeirra ríkisfyrirtækja sem seld verða. Þetta er fagnaðarefni og viturlegt ef fé sem fæst fyrir slíka eignasölu er notað til verkefna sem leggja grunn að framtíðinni en ekki til almennrar eyðslu ríkissjóðs. Enn viturlegra hefði þó verið að leggja allt söluandvirði ríkisfyrirtækja í sjóð sem hefði til frambúðar getað staðið myndarlega við bakið á rannsókna- starfsemi í landinu. Hinn kaldi veruleiki fjárlagafrumvarpsins í frumvarpi til fjáriaga fyrir árið 1993 er að finna eftirfarandi stað- reyndir: Vísindasjóður fær á fjárlögum 25 m.kr.. og er það 5 m.kr.. hækkun frá fjárlögum þessa árs. Auk þessa fram- lags hefur sjóðurinn tekjur úr arðsjóði Seðlabanka íslands og fjármagnstekj- ur sem samtals er áætlaðar 117 m.kr.. Alls mun þá sjóðurinn hafa til ráðstöf- unar 142 m.kr.. Hækkun vegna auk- ins framlags ríkissjóðs er 3,6%. Rannsóknasjóður fær á fjárlögum 115 m.kr.. og er það 5 m.kr.. hækkun frá fjárlögum þessa árs. Tekið er fram að hækkunin sé vegna verkefna sem tengjast Evrópusamstarfí. Hækkun milli ára er 4,5%. I þessum tölum er ekki að finna umtalsverða aukningu fjár til rann- sókna. Hana er ekki heldur að finna í beinum fjárveitingum til rannsókna- stofnana. Þar er yfirleitt um niður- skurð að ræða. Til dæmis lækkar fjár- veiting til Raunvísindastofnunar Há- skólans um 7% miðað við ríkisreikning 1991 og allt bendir til að Rannsókna- sjóður Háskólans verði skertur á næsta ári. Þá er heimild í frumvarpinu til að verja allt að 20% af greiddu andvirði seldra fyrirtækja og hlutabréfa til rannsókna- og þróunarverkefna. í at- hugasemdum við frumvarpið má lesa eftirfarandi: „Rikisstjómin hefur ákveðið að verja um fimmtungi af söluandvirði ríkisfyrirtækja og hluta- bréfa í eigu ríkisins sem seld verða á næsta ári til nýrra verkefna á sviði rannsókna- og þróunarstarfsemi. Á vettvangi Evrópubandalagsins er t.d. beinlínis hvatt til slíkrar starfsemi með fjárframlögum afhálfu þess. Með samningi um evrópskt efnahagssvæði opnast Islendingum miklir möguleikar til þátttöku í þessu samstaríi sem mikilvægt er að nýta. Nái áform um sölu eigna ríkisins fram að ganga gæti þessi fjárhæð numið allt að 300 m.kr. á árinu 1993. Sérstök nefnd vinnur að því að móta fjármagni þessu ákveðinn farveg." Þessi atriði úr frumvarpi til fjárlaga eru ekki beinlínis til þess fallin að sannfæra menn um staðfastan áhuga ríkisvaldsins á rannsóknum. Sjóðirnir sem átti að tvöfalda standa nánast í stað og stóra framlagið úr hlutabréfa- sölunni komið í viðtengingarhátt. Það er skiljanlegt þegar þess er gætt að til að fá 300 m.kr. til rannsókna þarf að selja hlutabréf fyrir 1500 m.kr., og varla líklegt að sú summa komi mjög snarlega í kassann á samdrátt- artímum. Það virðist semsagt borin von að umtalsverð aukning verði í fjármagni til rannsókna- og þróunarstarfs á næsta ári. Þegar þess er gætt að fj'ár- veitingar til rannsóknastofnana eru víðast hvar dregnar saman, sem þýðir að verkefni fjármögnuð af beinum fjárveitingum til þeirra eru að sama skapi færri og umfangsminni, er vís- ast að heildaraukning fjárveitinga til rannsókna verði lítil eða engin. Athygli vekur að það skuli eiga að fela „sérstakri nefnd" að ákveða því fé farveg sem inn kemur fyrir sölu ríkisfyrirtækja og varið verður í rann- sókna- og þróunarverkefni. Vísinda- sjóður, Rannsóknasjóður Rannsókn- aráðs og Rannsóknasjóður Háskólans eru þau apparöt sem best kunna til verka við að deila út fé til rannsókna og beita við það faglegum vinnubrögð- um. Eðlilegt virðist að nota þá farvegi sem til eru og hafa reynst vel. Tilhugs- unin um sérstaka nefnd, skipaða pólítskt ef að líkum lætur, vekur óneit- anlega nokkurn ugg. Voru það ekki „sérstakar nefndir" sem lögðu á ráðin um þá miklu sóun fjármagns f fiskeldi og refarækt, sem átti sér stað um árabil? Mikilvægi grunnrannsókna og rannsóknaumhverfis Þegar rætt er um verkefnabundnar fjárveitingar til rannsóknar- og þró- unarstarfsemi í þágu atvinnulífs verð- ur að hafa það í huga að svokallaðar hagnýtar rannsóknir þrífast ekki í tómarúmi heldur nærast þær á þeim vísindalega grunni og því umhverfí sem skapast af grunnrannsóknum. Öflugt rannsóknaumhverfi þar sem fjðlbreytilegar grunnrannsðknir eru stundaðar er forsenda árangursríks starfs að hagnýtum verkefnum. Hér á landi er þetta bakland hins hagnýta rannsóknastarfs tiltölulega nýnumið og lítt ræktað, þó vissulega hafi margt áunnist hin síðari ár. Sé litið aldar- fjórðung aftur í tímann sést að á þeim tíma hafa flestar rannsóknastofur í raunvísindum orðið til. Það er ekki langur tími til að byggja upp rannsók- naumhverfi sem öflugar hagnýtar rannsóknir geti sprottið úr. Stór hluti þeirrar rannsóknaaðstöðu sem nú er til í landinu hefur verið byggður upp við Háskóla íslands og stofnanir hon- um tengdar, og hefur verið lyft grett- istaki á þeirri stofnun við byggingu kennslu- og rannsóknahúsnæðis, en mörg og stór verkefni bíða enn úr- lausnar. Ríkið hefur lagt sáralítið af mörkum til þeirra hluta. Almenningur í landinu hefur hins vegar lagt fram drjúgan skerf með stuðningi við Happ- drætti Háskólans, sem kostar bygg- ingar og tækjakaup Haskólans. Það er raunar athyglisvert að Happ- drætti Háskólans getur ekki látið af- rakstur starfsemi sinnar renna óskipt- an til Háskólans heldur geldur það 20% af hagnaði (60 m.kr. á árinu 1993 samkvæmt áætlun) til að kosta byggingar fyrir rannsóknastofnanir atvinnuveganna. (Þessi skattur heitir enn { dag gjald fyrir einkaleyfi á pen- ingahappdrætti þó ljóst sé að Happ- drætti HÍ er í reynd löngu hætt að vera eina peningahappdrætti lands- ins.) Eðlilegt gæti virst að atvinnuve- girnir stæðu sjálfir undir þeirri þjón- ustu sem rannsóknastofnanir atvinnu- veganna veita þeim og er harla undar- legt að leggja þurfí sérstakan skatt á fyrirtæki Háskólans til þessara hluta. Hinn mikli niðurskurður á fj'árveit- ingum til Háskólans og rannsókna- stofnana þrengir mjög kost þessara stofnana, og mundi að sínu leyti rýra bolmagn þeirra til að taka myndarlega við auknum fjárveitingum til hagnýtra rannsóknaverkefna, m.a. vegna þess að rannsóknastyrkir standa venjulega einungis undir breytilegum kostnaði við verkefnin en ekki fastakostnaði rannsóknastofanna. Þá verður að hafa í huga að þó að mikilvægi samstarfsverkefna á vett- vangi EES og EB verði ekki dregið í efa, né þeir möguleikar sem þeir opna íslenskum vísindamönnum, þýðir til- koma þeirra ekki að menn geti slegið slöku við það verkefni að styrkja og efla innlendar stofnanir og þá sjóði sem styrkja innlend verkefni. Þvert á móti er þetta forsenda þess að unnt verði að ná árangri í samstarfí við önnur Evrópuríki á sviði rannsókna. Því mið- ur virðist öria á hugmyndum um að Evrópusamstarfið muni reynast alls- herjar elexír fyrir rannsóknir og tækni og veita íslenskum stjórnvöldum fulla aflausn fyrir áratuga vanrækslusyndir. Þetta eru ranghugmyndir. Á þessu sviði sem öðrum verðum við að mæta til leiks með öðrum Evrópuþjóðum af fullum myndugleik. Til þess verða út- gjöld til rannsókna og þróunarverkefna hér á landi að ná svipuðu hlutfalli þjóðartekna og gerist í löndum OECD þar sem þau eru um 1,7%, en þau eru nú langt til helmingi lægri hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.