Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992
25
Hörður Filippusson
„Það var því með eftir-
væntingn sem áhuga-
menn um þessi mál
flettu upp í fjárlaga-
frumvarpinu í leit að
fjárveitingum sem
tengjast rannsóknum og
þróunarstarfi. Því mið-
ur veldur það frumvarp
miklum vonbrigðum að
þessu leyti."
Alþingi
Hvað nú, ungi maður?
Byggingar og tæki eru ekki allt sem
þarf til rannsókna. Rannsóknir eru
unnar af fólki og því fólki þarf að
greiða laun. Á rannsóknastofum Há-
skólans eru það aðallega háskólakenn-
arar sem jafnframt kennslu og stjórn-
un eru frumkvöðlar rannsókna, en
umtalsverður hluti rannsóknavinn-
unnar er unninn af starfsmðnnum
með visindamenntun sem ráðnir eru
fyrir verkefnabundnar fjárveitingar
úr Rannsóknasjóði Háskólans, Vís-
indasjóði og Rannsóknasjóði Rann-
sóknaráðs. Þessir menn eru meðal
þeirra starfsmanna ríkisins sem
minnst bera úr býtum fyrir sína vinnu.
Menntamálaráðherra skrifaði ný-
lega blaðagrein um mikilvægi EES
fyrir vísindi, tækni og atvinnulíf. Af
greininni má skilja að honum þyki
mikils virði fyrir þjóðina að rannsókn-
ir og þróunarstörf séu stunduð af
krafti. Ungur maður nýkominn frá
prófborði gæti haldið að ráðamenn
þjóðarinnar vildu ólmir fá hann til
starfa við rannsóknir og þekkingar-
sköpun til að leggja nýjan grunn að
atvinnulífi landsmanna. En á sama
tíma blasir við sú staðreynd við þess-
um unga manni að hann getur vart
fundið sér atvinnu sem gefur eins lít-
íð í aðra hönd og starf við rannsóknir
pg þróun í þjónustu þjóðar sinnar.
Hvaða ályktun á hann að draga af
þessu? Getur nokkur láð honum þó
hann hugsi sem svo að hér sé ekkert
fyrir hann að gera, að best sé fyrir
hann að fá sér vinnu annars staðar -
kannski í öðru EES-landi - þar sem
störf hans og hans líka eru metin að
verðleikum og afkoman er betri en
hún var meðan hann var stúdent og
lifði á námslánum?
Er því nema von að spurt sé: Er
allt tal um eflingu rannsókna og þró-
unarstarfs aðeins stofuhjal? Hvers
virði telja ráðamenn í raun að vísinda-
og tækniþekking sé þjóðinni? Hver er
vísinda- og tæknistefna stjórnvalda.
Hve brýnt er verkefnið? Er það ekki
brýnna en svo að það dugi að sletta
í það 5% aukningu núna en frekari
áðgerðum megi slá á frest.
Staðreyndin er sú að stjórnvöld
þurfa að sýna meiri lit en þau hafa
gert til þessa ef yfiriýst og margboðuð
stefnubreyting í rannsóknamálum á
að verða trúverðug. Að öðrum kosti
er hætt við að góð áform týnist í
amstri við dagleg vandamál og það
sem verða átti markvisst átak reynist
aðeins mýrarljós, sem hverfur þegar
til á að taka.
Höfuadur er dósent í lífefnafræði
og forstöðumaður
Lífefnafræðistofu Háskóla íslands.
Allsherjarnefnd er þrískipt í
álití á þjóðaratkvæði um EES
ALLSHERJARNEFND Alþingis skiptíst í þrjá minnihluta í afstöðu
sinni tíl þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Fyrsti og annar minni-
hluti skiluðu sínu áliti í gær en álit þriðja minnihluta verður að öllum
líkindum lagt fram í dag. Siðari umræða um þingsályktunartillöguna
verður á morgun og er að því stefnt að hún komi til atkvæða þegar
að lokinni umræðu.
Forystumenn allra flokka í stjórn-
arandstöðu standa að þingsályktun-
artillögu þess efnis að Alþingi álykti
að aðild Islands að Evrópska efna-
hagssvæðinu skuli borin undir at-
kvæði allra kosningabærra manna í
landinu til samþykktar eða synjunar
áður en Alþingi taki afstöðu til fyrir-
liggjandi frumvarps til laga um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Alþingi kjósi
sjö manna nefnd sem taki ákvörðun
um tilhögun og framkvæmd at-
kvæðagreiðslunnar. Að öðru leyti
fari atkvæðagreiðslan fram sam-
kvæmt lögum um kosningar til Al-
þingis eftir því sem við á. Fyrsti
flutningsmaður og framsögumaður
tillögunnar er Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Kvennalista.
Þessari þingsályktunartillögu var
vísað til allsherjarnefndar 19. sept-
ember síðastliðinn. Samkomulag er
milli þingflokka um að afgreiða þetta
mál úr nefnd í þessari viku.
Álit 1. minnihluta
Að nefndaráliti fyrsta minnihluta
standa formaður nefndarinnar, Sól-
veig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki,
Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki,
og Sigbjörn Gunnarsson, Alþýðu-
flokki.
1. minnihluti leggur til að þings:
ályktunartillögunni verði hafnað. í
nefndarálitinu segir m.a: „Það væri
brot á íslenskri stjórnskipunarhefð
að samþykkja þessa tillögu um þjóð-
aratkvæðagreiðslu vegna þátttoku
íslands í EES. Það gengi einnig í
berhögg við fyrri niðurstöður á Al-
þingi þegar um mikilvæga alþjóða-
samninga er að ræða."
Nefndarmenn 1. minnihluta segja
að íslensk stjórnskipun byggist á
fulltrúalýðræði og vísa til 48. greinar
stjórnarskrárinnar þar sem segir að
alþingismenn séu eingöngu bundnir
við sannfæringu sína og eigi við
neinar reglur frá kjósendum sínum.
I almennum kosningum velji kjós-
endur þingmenn sem fái umboð til
fjörurra ára. í því umboði felist vald
til að taka ákvörðun um samskipti
íslands við aðrar þjóðir eins og
mælt sé fyrir um þau í samningum
um EES. Þingmenn standi síðan
kjósendum skil gerða sinna þegar
kjörtímabilið sé á enda. Þjóðarat-
kvæðagreiðsla um EES-samninginn
bryti í bága við þær hugmyndir sem
hingað til hafi ráðið um fulltrúalýð-
ræði hér á landi.
í nefndarálitinu er vísað til þriggja
tillagna á Alþingi um þjóðaratkvæði
vegna mikilvægra samninga við er-
lend ríki eða fyrirtæki, þ.é. þegar
fjallað var um aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO, sam-
inginn við Alusuisse^ um álverið í
Straumsvík og aðild íslands að Frí-
yerslunarsamtökum Evrópu, EFTA.
í öllum tilvikum voru tillögurnar
felldar í atkvæðagreiðslu á þingi.
í nefndaráliti 1. minnihluta er vik-
ið að hugsanlegum tengslum þessar-
ar tillögu við frumvörp sömu flutn-
ingsmanna um breytingar á stjórnar-
skránni og alþingiskosningar í fram-
haldi af samþykkt þeirra frumvarpa.
Nefndarmenn 1. minnihluta segja
það vera þingmanna að meta hvort
alþjóðasamningur samrýmist stjórn-
arskrá eður ei. í nefndarálitinu er
bent á að rísi vafi um það hvort al-
þjóðasamningur brjóti í bága við
stjórnarskrána fáist ekki úrskurður
með þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórn-
arskránni verði aðeins breytt með
þeim hætti sem 79. grein hennar
mæli fyrir um. Þeir sem styðji EES-
samninginn en telja að hann brjóti
í bága við stjórnarskrána, hljóti að
krefjast breytinga á henni og síðan
þingrofs og nýrra kosninga.
I nefndarálitinu er vakin á því
athygli að EES-samningurinn er
uppsegjanlegur með 12 mánaða fyr-
irvara. Hann bindi ekki ísland nema
12 mánuði í senn. Unnt sé að rifta
samningnum með einföldum meiri-
hluta. Yrði hann borinn upp og sam-
þykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu
væri Alþingi jafnframt að undir-
gangast þá pólitísku skuldbindingu
að rifta honum ekki nema með sömu
aðferð.
Nefndarmenn í 1. minnihluta
segja að lokum í sínu nefndaráliti
að EES-samningurinn hafi hlotið
meiri og almennari kynningu en
nokkur alþjóðasamningur síðan lýð-
veldið var stofnað. Samningaviðræð-
ur hafi að verulegu leyti farið fram
fyrir opnum tjöldum og hvers kyns
fræðsluefni um samninginn sé auð-
fengið og aðgengilegt. „Það er því
með öllu ónauðsynlegt að stofna til
pólitískra átaka, sem mundu þar að
auki líklega að verulegum hluta snú-
ast um annað en EES, og töluverðra
útgjalda með þjóðaratkvæðagreiðslu
í því skyni að tryggja það að almenn-
ingur kynni sér EES-samninginn."
Álit 2. minnihluta
Fimm þingmenn skipa 2. minni-
hluta, Jón Helgason, Framsóknar-
flokki, Kristinn H. Gunnarsson, Al-
þýðubandalagi, Anna Ólafsdóttir
Björnsson, Kvennalista, og Ólafur
Þ. Þórðarson Framsóknarflokki.
2. minnihluti leggur til að þings-
ályktunartillagan verði samþykkt
óbreytt. í stjórnarskránni séu ákvæði
um þjóðaratkvæðagreiðslu og Al-
þingi geti hvenær sem er leitað álits
þjóðarinnar telji það sérstaka þörf
á. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafí
nokkrum sinnum farið fram, m.a.
tvisvar um breytingar á stjórnskipun
landsins. 2. minnihluti telur sérstaka
ástæðu til að láta fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild íslands að
EES. Það sé í fullu samræmi við
þróun síðustu ára og áratuga S lönd-
um Vestur-Evrópu þar sem þjóðarat-
kvæðagreiðslu hafi í vaxandi mæli
verið beitt, sérstaklega við samninga
um nánara samstarf Evrópuríkja.
Það sé lýðræðisleg krafa að þjóðin
fái að segja álit sitt á samningnum
áður en Alþingi afgreiði hann.
Nefndarmenn 2. minnihluta segja
að ríkisstjórnin hafi vanrækt hlut-
lausa kynningu á EES-samningnum
og vilja þeir benda á að til undirbún-
ings þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að
fara fram ítarleg kynning á efni
samnings. 2. minnihluti telur að slík
kynning sé besta andsvarið við full-
yrðingum um að þjóðin hafi ekki
næga þekkingu til að taka afstöðu
til efnis samningsins.
Álit 3. minnihluta ókomið
Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi
Björn Albertsson, sem báðir eru
þingmenn Sjálfstæðisflokks, mynda
3. minnihluta. I gær var álit 3. minni-
hluta enn ókomið. En vitað er að
þingmennirnir styðja þá tillögu að
EES-samningurinn verði borinn und-
ir þjóðaratkvæði.
Eyjólfur Konráð Jónsson hefur
lýst yfir andstöðu við samninginn
og kallað þverbrot á stjórnarskrá.
Ingi Björn Albertsson sagði við
Morgunblaðið að svo víðtækan og
örlagaríkan samning ætti að bera
undir þjóðaratkvæði. Þjóðin yrði að
gera sér grein fyrir og taka afstöðu
til þess í hvernig þjóðfélagi hún ætl-
aði að búa í framtíðinni. Með þjóðar-
atkvæðagreiðslu myndi fara fram
víðtækari og áhrifaríkari kynning á
samningnum; menn skoðuðu og
íhuguðu vandlega það sem þeir bæru
svo ábyrð á að kjósa um.
10 km
Ögmundaihraun
Nýr vegur úp firíndavík í Þoplákstíöín?
Grindavík-Þorlákshöfn
Nýr vegur gæti kostað um
sjöhundruð milljónir króna
NÝR vegur með ströndinni milli Grindavíkur og Þorlákshafnar gæti
kostað um 700 miHjónir kr., samkvæmt lauslegri athugun Vegagerðar-
innar. Hugmynd um þennan veg kom fram árið 1987 og var þá slegið
á kostnaðinn og hugsanlegt vegstæði teiknað inn á kort. Tveir þing-
menn, Árni Johnsen og Arni Mathiesen, vilja láta leggja veginn og
hafa nú óskað eftir fundi með þingmönnum, sveitarstjórnum og fleiri
aðilum vegna málsins.
Eymundur Runólfsson, yfirverk-
fræðingur áætlanadeildar Vegagerð-
arinnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í áætluninni frá 1987 hafí
verið gert ráð fyrir að nýr vegur
yrði að mestu lagður eftir núverandi
Rækjuveiðar byrj-
aðar í Arnarfirði
Bíldudal.
RÆKJUVEIÐAR hófust í gær í Arnarfírði. Fimm bátar fóru á sjó og
komu að landi með átta tonn af góðri og hrognamikilli rækju.
Hörpuskelveiði lauk á mánudag
en af 650 tonna kvóta veiddust að-
eins á bilinu 200-300 tonn. Rækjan
er góð, eða 190-230 rækjur í kílói.
Vinnsla hefst 5 Rækjuveri hf. á morg-
un. Heildarrækjukvóti í Arnarfirði á
þessu veiðitímabili er 700 tonn.
R. Schmidt.
vegstæði. Þó hefði veglínan verið
færð suður fyrir Selvogsheiði og
stefnan tekin meira á Þorlákshöfn.
Miðað var við að vegurinn yrði lagð-
ur bundnu slitlagi. Sagði Eymundur
að tiltölulega ódýrt væri að leggja
veg þarna, til dæmis væri lítið af
ræsum. Nýi vegurinn yrði 57 km að
lengd.
Eymundur sagði að athuga þyrfti
þessar áætlanir betur ef farið yrði
að huga að ákvörðunum. Taldi hann
til dæmis að til greina kæmi að
leggja veginn sunnar yfir hraunin,
Herdísarvíkurhraun, Krísuvíkur-
hraun og Ögmundarhraun, þannig
að hann yrði lægri. Það mál væri
hins vegar órætt við náttúruverndar-
yfirvöld. Þá sagði hann að til greina
kæmi að leggja veginn sunnan Hlíð-
arvatns. Þá þyrfti brú á ósinn hjá
Vogsósum og væri ekki gert ráð
fyrir þeim kostnaði í þeirri lauslegu
áætlun sem gerð hefði verið á sínum
tíma.
Forsetinn
við úthlutun
evrópsku um-
hverfisverð-
launanna
FORSETI íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, verður í Strassborg í
Frakklandi 17. og 18. nóvember
næstkomandi. Forsetinn mun,
ásamt forseta Portúgals og forseta
Evrópuþingsins, úthiuta evrópsku
umhverfisverðlaununum, sem bera
heitið „Heimkynni mín, jörðin".
í fréttatilkynningu frá forsetaemb-
ættinu segir að hvatinn að stofnun
verðlaunanna hafí verið ráðstefna
Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og
þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro
í júní síðastliðnum. Verðlaununum er
einkum ætlað að hvetja blaðamenn til
að hafa áhrif á umhverfisvitund fólks
í Evrópu með skrifum sínum. Aðstand-
endur verðlaunanna eru Evrópusam-
tök blaðaútgefenda og Evrópubanda-
lagið.
Forseti íslands var valinn í sérstaka
úthlutunarnefnd verðlaunanna, en í
henni eiga sæti auk hennar Mario
Soares, forseti Portúgals, Maurice
Strong, framkvæmdastjóri umhverfis-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio,
Egon Klepsch, forseti Evrópuþingsins,
og Cathérine Lalumiére, fram-
kvæmdastjóri Evrópuráðsins. Forset-
ar íslands, Portúgals og Evrópuþings-
ins veita þremur aðilum verðlaunin
við hátíðlega athöfn í Evrópuhðllinni
{ Strassborg 18. nóvember.