Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTDDAGÍÍR 20. NÖVEMBER 1992 Stjóm Sameinaðra verktaka hf. Kröfum um nýj- an aðalfund fé- lagsins hafnað „AÐ ÖLLU samanlögðu er það niðurstaða okkar að stjórn Sameinaðra verktaka hf. sé bæði rétt og skylt að hafna framkomnum kröfum nokk- urra hluthafa félagsins." Þetta voru niðurlagsorð í álitsgerð hæstarétt- arlögmannanna Baldurs Guðlaugssonar og Olafs Axelssonar, sem þeir unnu að beiðni stjórnar Sameinaðra verktaka, um kröfur nokkurra hluthafa í félaginu unuað nýr aðalfundur verði haldinn í félaginu eigi síðar en 27. þessa mánaðar og að stjórn félagsins taki engar ákvarðan- ir er varða hagsmuni félagsins þann tíma sem hún situr. Á fundi stjómar Sameinaðra verk- ógiltur. Stjóm Byggingafélagsins taka í gær var lögð fram álitsgerð lögmannanna, þar sem m.a. kemur fram að þeir telja að aðalfundur fé- lagsins 18. september sl. hafi verið löglegur og stjóm félagsins sem þá var kosin hafi jafnframt verið rétt- kjörin stjóm félagsins. „Stjóm Sam- einaðra verktaka hf. samþykkti ein- rórna á fundi sínum í gær að hafna framangreindum kröfum nokkurra hluthafa félagsins," segir í frétt frá félaginu. „Eg fagna afdráttarlausri niður- stöðu þessara valinkunnu lögmanna og vona að stjómin fái nú starfsfrið til að láta gott af sér leiða," sagði Jón Halldórsson, formaður stjómar Sameinaðra verktaka hf., að aflokn- um stjómarfundinum. í álitsgerð lögmannanna segir: „Á aðalfundi Sameinaðra verktaka hf. 18. september 1992 Iágu fyrir umboð til Jóns Halldórssonar hrl. frá meiri- hluta stjómar Byggingafélagsins Brúar hf. Þótt þau hafi verið veitt utan formlegs stjómarfundar í félag- inu leiðir það ekki sjálfkrafa til ógild- ingar þeirra. Það er skoðun okkar að úrskurður fundarstjóra hafi verið réttur eins og á stóð og verði ekki Greiðslustöðv- un hjá EG en ekki Hólum Bolungarvík. HÉRAÐSDÓMARI Vestfjarða veitti í gær útgerðarfyrirtækinu Einari Guðfinnssyni hf. í Bolung- arvik áframhaldandi greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða. Hins vegar hafnaði hann beiðni um framlengingu á greiðslustöðvun dótturfyrirtækis þess, Hóla hf. Samkvæmt gjaldþrotalögum er talið líklegt að Einari Guðfinnssyni hf. takist að leysa úr sínum rekstrar- vanda en staða Hóla hf. er hins veg- ar það slæm að frekari greiðslustöðv- un þjónar ekki tilgangi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdómar- ans, Jónasar Jóhannssonar. Að sögn Einars Jónatanssonar, framkvæmdastjóra, verður reynt að ná samkomulagi við lánardrottna Hóla um niðurfærslu skulda. Ætti niðurstaða viðræðna að iiggja fyrir á næstu vikum eða mánuðum. Skili viðræður við lánardrottna ekki árangri blasir ekkert annað en gjaldþrot við Hólum hf. Gunnar. Brúar hf. hefur nú á formlegum stjómarfundi (sem haldinn var 9. þessa mánaðar) staðfest umboð sem meirihluti stjómarmanna hafði áður veitt utan fundar. Krafa um ógild- ingu fundarins sem byggð væri á því að ekki hefði réttilega verið farið með umboð félagsins á aðalfundi Sameinaðra verktaka hf. gæti því aðeins komið frá Byggingafélaginu Brú hf. Aðrir hluthafar í Sameinuð- um verktökum hf. eiga ekki aðild að málinu." Jólaljósin sett upp Morgunblaðið/Sverrir Það er augljóst að nú líður að jólum, því jólaskreyt- ingar eru þegar famar að birtast í gluggum versl- ana. Önnur sönnun þess að hátíðin nálgast fékkst í gærkvöldi þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar hófust handa við að setja upp jólalýsinguna á mótum Austurstrætis og Pósthússtrætis. Nýjar tillögnr í atvinnumálanefnd Reykjavíkur Aflvaki verði undirbún- ings- og eignarhaldsfélag Þróunarfélag stofnað að undangenginni stefnumótun FULLTRÚAR meirihluta sjálfstæðismanna í borgarsljóm munu væntanlega leggja fram tillögu á fundi atvinnumálanefndar Reykja- vfkur I næstu viku, sem gerir ráð fyrir nokkrum breytingum á hlut- verki fyrirtækisins Aflvaka Reykjavíkur frá því sem rætt hefur ver- ið um. Tillögur þessar eru samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins niðurstaða málamiðlunar innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, en skiptar skoðanir hafa verið innan hans um ágæti þess hlutverks sem fyrirtækinu hefur verið ætlað. Fyrri áform um Aflvaka Reykja- borgarfyrirtækjum, verði nýtt til að styrlqa atvinriuuppbyggingu. í öðru lagi er ætlunin að Aflvaki safni víkur hafa verið þau að hann yrði hlutafélag um þróunarfyrirtæki, sem styrkja myndi ýmis nýsköpun- arverkefni í atvinnulífi borgarinnar og að á vegum fyrirtækisins yrði starfandi ijárfestingar- og lánasjóð- ur. Nú er rætt um að bíða með sjóðsstofnun og gert ráð fyrir að þróunarfélag verði ekki stofnað fyrr en að undangenginni stefnumótun í atvinnumálum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ætlunin að Afl- vaki Reykjavíkur verði „eignar- halds- og undirbúningsfélag" og hlutverk þess verði fjórþætt. I fyrsta lagi stendur til að félagið hafi það verkefni að gerast lögaðili á móti Reykjavíkurborg í þeim borgarfyrirtækjum, sem breytt verður í hlutafélög. Gert er ráð fyr- ir þeim möguleika að það fé, sem borgin aflar með sölu hlutabréfa í upplýsingum og gögnum um mögu- leika á fjárfestingum hér á landi, bæði fyrir innlenda og erlenda fjár- festa, og komi á framfæri skýrum upplýsingum til fjárfesta. I þriðja lagi á Aflvaki að verða samstarfsaðili atvinnumálanefndar borgarinnar í ýmsum verkefnum og myndi hafa það hlutverk að safna upplýsingum fyrir nefndina. Loks á Aflvaki að vinna að undir- búningi stefnumótunar um atvinnu- mál í borginni og undirbúa stofnun þróunarfélags í framhaldi af þeirri stefnumótun. Að sögn Árna Sigfússonar, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í atvinnumálanefnd, hafa áform um Aflvaka Reykjavíkur ver- ið til umfjöllunar í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins. Ámi segir að gott samkomulag virðist nú vera í borgarstjórnarflokknum um þær tillögur, sem liggi fyrir. Mál íslendinganna tveggja í Flórída Tollgæslan tók við- skiptin á myndband TOLLGÆSLAN á Flórída mun hafa undir höndum bæði mynd- bands- og hljóðupptökur af við- skiptum íslendinganna tveggja við tálbeitu hennar þar sem þeir bjóða tálbeitunni hormónalyf, ídag Hass i málningu Sakbomingar í svokölluðu máln- ingarfötumáli segja lögreglu hafa fengið játningar þeirra með þving- unum. 22 Tölvuforrít Líklega verður gengið frá sölu á tölvuforritinu Louis að vori. 23 Tvífarar? Lögmaður ! Þýskalandi telur að tvífari Honeckers hafí verið leiddur fyrir rétt þar. 25 Fosteignir Daglegt líf Leiðari Hvati til framkvæmda. 26 ► Skrifstofubygging Vífilfells - Greiðslumat - Búseturéttur og leiguíbúðir - H(jólaborð - Baðher- bergið ► Hraðferð um Eyrarsund - Nína í Albaníu - Hús í smækk- aðri mynd - Tourette-sjúkdómur- inn - Heimsókn í Scania-verk- smiðjumar - Um zebratískuna eða stera, fyrir 40.000 dollara, eða tæpar 2,4 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu íslendingamir þar að auki stæra sig af því á upptök- um þessum að þeir geti útvegað ýmsan annan ólöglegan varning. Islendingarnir hafa dvalið í Flórída frá því f júní sl. en um leið og þeir vom handteknir í grennd við Orlando á sunnudag voru tveir Bandaríkjamenn einn- ig handteknir í St. Petersburg í tengslum við þetta mál. Að sögn Randy Gold saksóknara I Orl- ando hefur annar íslendinganna játað þátttöku sína í viðskiptun- um. Sem kunnugt er af frétt Morgun- blaðsins í gærdag sitja íslending- amir tveir, sem báðir eru rúmlega þrítugir, nú í sýslufangelsinu í San- ford. Dómari hefur hafnað beiðni þeirra um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu en enn hefur ekki verið ákveðin dagsetning fyrir rétt- höld yfir þeim né skipaður kviðdóm- ur vegna þeirra þar sem rannsókn málsins er ekki að fullu lokið. Randy Gold, sem sækja mun málið af hálfu hins opinbera í Orl- ando, segir í samtali við Morgun- blaðið að rannsókn þess hafi staðið yfir frá því í júní sl. Meginákæran í því mun snúast um innflutning á 44.000 skömmtum af hormónalyf- inu Anabolic steroids til Bandaríkj- anna og sölu þess þar. „Annar mannanna samdi um innflutning á sterunum til Bandaríkjanna en hann fékk þá frá Indlandi," segir Randy Gold. „Eftir að sterarnir voru komnir til Bandaríkjanna af- hentu íslendingamir þá tveimur Bandaríkjamönnum í St. Peters- burg og í kjölfar þess vora allir þessir menn handteknir af lögreglu- mönnum frá tollgæslunni." Að sögn Randys er hámarksrefs- ing fyrir meint afbrot íslendinganna 20 ára fangelsi en hann reiknar þó með að dómurinn yfir þeim verði mun vægari. Næsta skref verður þingfesting málsins fyrir dómi í Orlando en Randy reiknar með að hún verði í byijun næsta mánaðar. AUar líkur era á að annar íslend- inganna hafi þegar útvegað sér lög- mann, Hugo De Beaubien, í Orl- ando. Er Morgunblaðið hafði sam- band við Hugo vildi hann ekkert tjá sig um málið þar sem enn hefði ekki verið gengið formlega frá ráðningu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.