Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 18
r8 .....— - MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUk 20. NÓVEMBER 1992 . - Einkavæðing - vaxtar- sproti í íslenskri skógrækt eftir Einar Gunnarsson Fáir sem til skógræktar þekkja velkjast í vafa um að nytjaskógrækt er raunhæfur landnýtingarkostur í okkar skóglitla landi.-Fram til þessa hafa Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélag íslands borið hitann og þungann af því brautryðjendastarfi sem unnið hefur verið allt frá upp- hafi þessarar aldar. Starf þetta hef- ur til skamms tíma verið unnið af fámennum hópi hugsjónamanna sem oft áttu við skilningsleysi yfirvalda að glíma. Á þessu hefur þó orðið talsverð breyting til batnaðar hin síðari ár og með „átaki landgræðslu- skóga“ var tónninn gefmn. Jafnframt hefur áratuga gamall draumur skógræktamanna, Héraðs- skógaátakið, orðið að veruleika. Þessi verkefni marka tímamót í ís- lenskri skógræk og segja má með sanni að skógrækt sé nú orðin at- vinnugrein. Bæði þessi verkefni, landgræðslu- skógar og Héraðsskógar, hafa til þessa gengið langt framar vonum. Að því fer hins vegar að koma að Héraðsskógaverkefnið fari að líða fyrir vanefndir ríkisvaldsins um íjár- veitingar. Uppsöfnuð vanefnd hins opinbera til Héraðsskógaverkefnis- ins árin 1990-1993 er á verðlagi dagsins í dag um 44 millj. kr. og fyrirséð að haldi svo áfram geti verk- efnið siglt í strand áður en langt um líður. Þetta gerist þrátt fyrir að til séu sérstök lög um Héraðsskóga með samþykktri framkvæmdaáætl- un til 10 ára í senn. Sagan sýnir okkur einnig að fjölmörg ámóta verkefni hafa lognast út af vegna vanefnda hins opinbera. Virlqum markaðsöflin En hvað er til ráða? Undirritaður hefur lengi verið þeirrar skoðunar að einkavæðing sé lausnarorðið í íslenskri skógrækt líkt og í mörgum öðrum atvinnugreinum. Hlutverk hins opinbera væri þá að skapa við- unandi rekstrarumhverfi fyrir at- vinnugreinina m.a. með rekstri Skógræktar ríkisins sem þá líkt og nú gegndi mikilvægu hlutverki sem brautryðjandi. Stofnunin hefði eft- irlit og ráðgjöf, auk rannsókna sem aðalviðfangsefni. Síðar í þessari grein er nánar vikið að því með hvaða hætti markaðsöflin geta orðið framkvæmdaaðili. Hagkvæmni nytjaskógræktar Árið 1985 var á vegum sk. fram- tíðarkönnunamefndar forsætisráð- herra unnið að forathugun á hag- kvæmni nytjaskógræktar (fyrri stjórn Steingríms Hermannssonar). Leitað var svara við því hvort nytja- skógrækt væri hagkvæmur landnýt- ingarkostur. Skýrsla um málið gerð af Edgar Guðmundssyni verkfræð- ingi, Ragnari Ámasyni prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ og undirrituðum, kom út í ritinu Auð- lindir um aldamót undir heitinu Hagkvæmni nytjaskógræktar. I ljós kom að nytjaskógrækt við bestu skilyrði (þ.e. á Fljótsdalshér- aði, uppsveitum Suðurlands og inn- sveitum Eyjafjarðar) gæti gefið um 2-3% afkastavexti fyrir ljármagns- kostnað og opinber gjöld. Gallinn er hins vegar sá, að við ríkjandi aðstæður er væntanleg arð- semi nytjaskógræktar það lítil, fjár- magnsþörf á fyrstu árum það mikil og biðtíminn eftir uppskeru það langur, að ólíklegt er að í hana verði ráðist í nægjanlega stórum stíl nema með ríkúlegúm framlögum úr opin- bemm sjóðum. Arðsemi nytjaskógræktar virðist á hinn bóginn ekki vera lakari en svo að með vissum skattfríðindum, takmörkuðum opinberum framlög- um og setningu viðeigandi löggjafar um nytjaskógrækt, líkt og ýmsar aðrar þjóðir (þ. á m. Bretar og Skot- ar) hafa gert, sé unnt að gera þessa atvinnugrein að vænlegum kosti fyr- ir einkaaðila. í fyrrgreindri skýrslu um hag- kvæmni nytjaskógræktar er fjallað eftir Hallgrím Jónasson Ormur Guðjón Ormsson, hugvits- maður og varaformaður Félags ís- lenskra hugvitsmanna, tekur sér fyrir hendur að leggja út af sam- keppni, sem Iðntæknistofnun ásamt fleirum stendur fyrir, í grein í Morg- unblaðinu 28. október sl. í grein hans koma fram rangfærslur er varða samkeppnina, svo og aðfínnsla um þjónustu Iðntæknistofnunar við hugvitsmenn, sem ástæða er til að svara. Snjallræði er samkeppni til að „Undirritaður hefur lengi verið þeirrar skoðunar að einkavæð- ing sé lausnarorðið í íslenskri skógrækt líkt og í mörgum öðrum atvinnugreinum. Hlut- verk hins opinbera væri þá að skapa viðunandi rekstrarumhverfi fyrir atvinnugreinina. “ um nokkrar leiðir til að fjármagna slíka framkvæmd. Þær eiga það sammerkt að leggja frumkvæðið á herðar hins opinbera. Það er hins vegar hugsanlegt, að til séu leiðir til að gera nytjaskógrækt að sam- keppnishæfum ijárfestingar- og landnýtingarkosti frá sjónarmiði einkaaðila og afhenda þeim frum- kvæði í málinu. Verður nú farið nokkrum orðum um eina slíka leið: Til greina kemur, að setja löggjöf um sérstök félög um nytjaskógrækt. Hlutverk þeirra væri að kaupa eða leigja land til skógræktar, rækta og reka skóginn, annast skógarhögg og önnur þau hlunnindi, sem tilvist skógarins skapaði. Mikilvægt er að félögum þessum verði gert að hafa samráð við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta varðandi landnýtingu og væri ákjós- örva nýsköpun og frumkvæði í ís- lensku atvinnulífi. Iðnaðarráðuneyt- ið, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður ásamt Iðntæknistofnun ljármagna samkeppnina, en auk þess að leggja fram 48% þess frjár sem til þarf ann- ast stofnunin framkvæmd sam- keppninnar. Í grein Orms kemur fram að 40 milljónir kr. séu til þess verkefnis. Það væri betra ef rétt væri, en einungis liggja fyrir loforð um 15 milljónir kr. til þess að halda samkeppnina. í fyrsta áfanga eru valdar átta hugmyndir og gerð hag- kvæmniathugun á þeim, en gert er ráð fyrir að það kosti 800 þúsund kr. í hveiju tilfelli. í seinni umferð- anlegt að félögin væru a.m.k. að hluta í eigu þeirra (þ.e. landeigenda, sveitarfélaga o.s.frv.). Starfsemi sem þessari yrði væntanlega sett reglugerð innan núverandi laga um hluta- og fjárfestingarfélög. Eins og fram hefur komið er væntaleg arðsemi fjármagns, sem lagt yrði í nytjaskógrækt heldur lág fyrir einkaaðila. Til þess að gera umrædda fjárfestingu eftirsóknar- verðari þyrftu að koma til lagabreyt- ingar, sem m.a. fælu í sér óbeinan stuðning samfélagsins. Sé til bráða- birgða miðað við að umrædd nytja- skógræktarfélög væru hlutafélög virðast eftirfarandi möguléikar koma til álita: 1) Kaupverð hlutabréfa í félögum yrðu frádráttarbær frá tekju- og eignaskatti upp að vissri upphæð. 2) Hluthöfum verði heimilt að selja hlutabréf sín án þess að greiða skatt af söluhagnaði. 3) Hið opinbera leggi fram hlutafé, sem nemi ákveðnu hlutfalli af því sem einkaaðilar leggja fram. 4) Opinberir sjóðir, t.d. íjárfesting- arsjóðir landbúnaðarins, leggi fram ákveðið stofnfé við viðkomandi nytjaskógrækt, enda fullnægi hún eðlilegum skilyrðum. 5) l Skógarteigar í eigu ríkisins sem eru utan aðal umsjónasvæða Skóg- ræktar ríkisins en á áðurnefndum kjörsvæðum skógræktar verði lagðir fram sem höfuðstóll. Sama gæti gilt um jarðir í ríkiseign. Hugmyndin að þessu fyrirkomu- inni eru valdar fjórar hugmyndir af þessum átta og unnið að fullnaðar- þróun og smíði frumgerðar. Auglýst var eftir umsóknum í haust og rann umsóknarfrestur út 30. september. Ormur Guðjón getur í grein sinni um þörf Iðntæknistofnunar til að afla_ fjár fyrir þá þjónustu sem veitt er. í ár er gert ráð fyrir að stofnun- in afli með sértekjum 60% þess fjár sem stofnunin hefur til ráðstöfunar. Stofnunina ver m.a. 6% af framlagi sírtu frá ríkinu í ofangreint verk- efni, 10% fara í svokallað vöruþró- unarverkefni. Í báðum tilfellum er gert ráð fyrir að peningar séu greiddir út frá stofnuninni, nema tekin sé ákvörðun um, m.a. af við- komandi styrkþega, að sérfræðingar stofnunarinnar vinni fyrir hluta af framlaginu. Því er ályktun Orms um að styrkféð eigi að ganga til stofnun- arinnar röng. Það er hins vegar rétt hjá Ormi að á fyrsta sigi á hugvits- maðurinn að leggja fram sem svarar 200 þúsundum kr., eða fjórðungi, og 1,5 millj. kr., eða helmingi, ef viðkomandi hugmynd kemst í seinni umferð. Hugvitsmaðurinn getur hins vegar lagt hluta upphæðarinnar fram í formi eigin vinnu, allt eftir eðli hugmyndarinnar. Ekki er óeðli- legt að viðkomandi hugvitsmaður taki þátt í fjármögnun hugmyndar- innar þar sem það er fyrst og fremst hann sem nýtur þess ef vel tekst til. Þó sér Ormur ástæðu til að gera lítið úr því að hugvitsmanni sé veitt 2,1 millj. kr. til að vinna að því að fullþróa hugmynd sína, þó að hann þurfi að leggja á móti 1,7 millj. í vinnu eða á annan hátt. Hugmyndin er eign hugvitsmannsins og hefur þann allan rétt til framleiðslu, enda kom í ljós að tæplega 250 aðilar sáu ástæðu til að taka þátt í samkeppn- inni, þrátt fyrir skilyrðin. Ástæða er til að taka undir með Ormi að efla þarf sjóði sem efla og örva íslenskt hugvit. Rannsóknar- sjóður, Vísindasjóður og Iðnlána- sjóður veita styrki eða lán til verk- efna sem leitt geta til nýsköpunar. Iðntækistofnun hefur á undan- fömum árum lagt sig fram um að veita hugvitsmönnum góða þjónustu og haft starfsmann til þess. Allar nýjar hugmyndir eru metnar af nokkrum sérfræðingum, þar sem nýnæmi og t.d. tæknilegar og mark- aðslegar forsendur eru metnar. Ef slíkt mat er jákvætt er hugvitsmað- urinn aðstoðaður við að koma hug- HUSQmSNA slœrígegn! Hún er komin, nýja saumavélin frá Husqvarna! Sœnsk hönnun - sœnsk gœði nú á kynningarverði. Leitið nánari upplýsinga um nýju Smaragd saumavélina. Verið velkomin. © Husqvarna VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Snjallræði Samkeppni um nýsköpunarhugmyndir Einar Gunnarsson lagi er að nokkm leyti sótt til Bret- lands þar sem fjárfestingarfélög af þessu tagi hafa staðið fyrir mestu nytjaskógrækt sem um getur til þessa. Lokaorð Undirritaður leggur til að Alþingi láti kanna til hlítar þá íjármögnun- arleið sem hér hefur verið lauslega kynnt. Öflug skógræktarstarf er lyk- illinn að því að landið haldist í byggð á vissum svæðum hérlendis sem og í nágrannalöndunum. (Þessi grein er byggð á skýrslunni „Nytjaskógrækt á íslandi: Fjár- mögnun og framkvæmd, eftir pró- fessor Ragnar Ámason og undirrit- aðan en skýrsla þessi var send til landbúnaðarráðuneytis, Skógræktar ríkisins og fleiri aðila í janúar 1987). Höfundur er framkvæmdastjóri Almenningshlutaféíagsins Barra & Egilsstöðum. Hallgrímur Jónasson „Iðntæknistofnun hefur á undanförnum árum lagt sig fram um að veita hugvitsmönnum góða þjónustu og haft starfsmann til þess.“ myndinni áfram. Einungis lítill hluti þeirra hugmynda sem berast verða að framleiðsluafurð. Er það sama reynsla og fengist hefur hjá öðrum þjóðum. Harma verður slæma reynslu Orms af þjónustu Iðntæknistofnun- ar, en stofnunin hefur viðskipti við u.þ.b. 1.500 aðila ár hvert. Stofnun- in hefur um árabil tekið gjald fyrir þá þjónustu sem veitt er, þó að í mörgum tilfellum sé um niður- greidda þjónustu að ræða. Að endingu vil ég hvetja Orm til að taka þátt í Snjallræði á næsta ári, þó hann verði að sætta sig við þær leikreglur sem settar eru. Félag- ar hans í stjóm Félags íslenskra hugvitsmanna sáu ástæðu til að fagna umræddri samkeppni með því að senda Iðntæknistofnun yfirlýs- ingu þar sem lýst er stuðningi við hugmyndasamkeppnina og vilja til samvinnu í framtíðinni. Höfundur er forstjóri Iðntæknistofnunar íslands. I I I I > i I I I i 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.