Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 Forystygrein í The Economist Horfið frá mark- aðshyggjimni? HÉR á eftir fer leiðari breska tímaritsins The Economist frá 14. þ.m. en þar er fjallað um sigur Bills Clintons í forseta- kosningunum I Bandaríkjunum og þau þáttaskil, sem hann er talinn hafa markað að sumu leyti. Er þá átt við visst frá- hvarf frá markaðshyggjunni og aukinn áhuga á afskiptum ríkis- valdsins af efnahags- og at- vinnustarfseminni. Sigur Bills Clintons í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum sýnir að sumu leyti, að kjósendur eru orðnir leiðir á staðreyndum markaðshagfræðinnar jafnt sem málflutningi talsmanna hennar. í kosningabaráttunni þó Clinton hendur sínar af skattlagningar- og eyðslustefnu flokksbræðra sinna, demókrata, fyrr á árum en í ræðum sínum lagði hann samt áherslu á það jákvæða hlutverk, sem ríkið hefði að gegna í efnahagslífinu. Hann ætlar líka að leiða saman færustu hagfræðinga og fram- kvæmdamenn í Bandaríkjunum, sem eiga síðan að hjálpa honum við að blása lífí í efnahagsstarf- semina, og hann hefur boðað stofn- un öryggisráðs í efnahagsmálum. Ekki er enn ljóst hvert hlutverk þess verður en bara nafnið eitt er dálítið traustvekjandi og gefur jafnframt til kynna, að neyðar- ástand ríki í landinu. Enginn vafi er á því, að stór hluti kjósenda vildi einmitt heyra eitthvað þessu líkt eftir að hafa hlustað á George Bush halda því fram í langan tíma, að allt væri í lagi í efnahagslífínu og væri einhvetju ábótavant þá myndu markaðslögmálin laga það. Svo virðist sem aukin ríkisaf- skipti séu aftur að komast í tísku í ýmsum öðrum velmegunarríkjum og það er undarlegt svona skömmu eftir að kommúnisminn, andhverfa markaðshyggjunnar, hefur verið afhjúpaður sem svikamylla. Ætli kapitalisminn, sem var allsráðandi á síðasta áratug, sé á förum? Lexían úr þriðja heiminum Ekki í þriðja heiminum sem bet- ur fer en á áttunda og níunda ára- tugnum steyptu ríkisstjómir þar sér út í efnahagslega ævintýra- mennsku, sem hvorki þær né þegn- ar þeirra munu gleyma í bráð. í Asíu og Rómönsku Ameríku eru markaðslögmálin í tísku með eftir- tektarverðum árangri. Tökum sem dæmi Mexikó eða mesta hagvaxt- arsvæðið um þessar mundir, Suð- ur-Kína. Þar er fólk ekki aðeins að tileinka sér kapitalisma, heldur án þess að styðjast við nokkra fyr- irframgerða áætlun. Enginn er jafn undrandi á þrótti hins fijálsa framtaks og kínverska sijómin. í iðnríkjunum er ástandið dálítið annað. Þar virðist gæta einhverrar þreytu með efnahagskenningar síðasta áratugar. Kjör Clintons í Bandaríkjunum, svo ekki sé minnst á daður kjósenda þar við andmark- aðssinnann Ross Perot, er dæmi um þetta. í Bretlandi hefur hug- myndin um „samstarf atvinnulífs og ríkisvalds" (þreytuleg klisja frá áttunda áratugnum, sem enginn hefði þorað að nefna í tíð Margar- et Thatchers) aftur skotið upp kollinum og er nú tekið fagnandi. Það, sem verra er, hún er nú orðin hluti af stórhuga hagvaxtar- „stefnu“. Annars staðar í Evrópu eiga formælendur markaðshyggjunnar í vök að veijast. Efnahagsmála- stefna Evrópubandalagsins hefur byggst á því, að samkeppnin sé forsenda skynsamlegs og arðbærs rekstrar og efnahagslegt fijálsræði hefur verið helsti hvatinn að fyrir- hugaðri markaðssameiningu bandalagsins. Samt hefur þeim fjölgað, sem líta á haftaafnám innri markaðarins sem beina ógnun. Hægrisinnaðir útlendingahatarar og vinstrisinnaðir forsjárhyggju- menn hafa sameinast í einu hræðslubandalagi. Þráteflið í GATT-viðræðunum, hvemig sem því nú lýkur, er líka til marks um þetta en jafnvel á síðasta áratug var stuðningur við fijálsa verslun aldrei neitt í líkingu við andstöðuna við of mikil ríkisaf- skipti innanlands. Ronald Reagan og Thatcher tóku alltaf „réttlát" viðskipti fram yfír fijálsa verslun en allir kenningasmiðir kapitalism- ans hafa talið þá aðgreiningu út í hött. Hvað verslun og viðskipti áhrærir hefur sem sagt átt sér stað dálítil áherslu- en ekki eðlis- breyting á afstöðu manna. Að undanfömu hefur gætt vax- andi tregðu margra ríkisstjóma til að koma á umbótum í viðskipta- málum og virðast margir líta svo á, að með slíku haftaafnámi sé ríkisvaldið að afsala sér ábyrgð á og getu til að stjóma efnahags- málunum í þágu lands og þjóðar. Vonandi tekst að bjarga Urúgvæ- lotu GATT-viðræðnanna en það gæti þó reynst innantómur sigur ef ríkisstjómir líta á það sem veik- leikamerki að fara eftir GATT- reglunum. Þrátt fyrir þetta er fáránlegt að ætla, að það, sem ávannst á síð- asta áratug, muni tapast. Bill Clinton er vissulega nýr demó- krati. Áætlanir hans um afskipti ríkisins eru miklu skynsamlegri en fyrirrennara hans. Áætlunin um innri markað Evrópubandalagsins hefur komið miklu til leiðar nú þegar og trúlega tekst að ljúka Úrúgvæ-lotunni og draga úr við- skiptahömlum. Jafnvel skelfingu lostin ríkisstjórn John Majors er ólíkleg til að endurþjóðnýta fjar- skiptaiðnaðinn í Bretlandi, ekki að svo stöddu að minnsta kosti. Áhrif umskiptanna á síðasta áratug sjást best á þeim stjómmálaflokkum, sem eru vinstramegin við miðju: Allir krefjast breytinga en enginn vill taka upp stefnuna eða vinnu- brögðin frá áttunda áratugnum. í þessu er nokkur huggun en samt má búast við, að á þessum áratug muni almenningur krefjast þess af ríkisvaldinu, að það grípi til aðgerða en án þess, að útkoman endi í sömu vonbrigðunum og oft áður. Hér eins og víðar munu Bandaríkin ryðja brautina. Nú þegar Clinton er að búa sig undir stjómarstörfin ætti, hann fyrst og fremst að loka eyrunum fyrir of mörgum ráðleggingum. Síst af öllu ætti hann að hlusta á atvinnurekendur. Af skiljanlegum ástæðum hafa þeir aðeins áhuga á einu: Forréttindum. Allir munu þeir flytja sitt mál af miklum sann- færingarkrafti. Nýjar iðngreinar heimta niðurgreiðslur og sam- keppnisvemd meðan þær era að Bill Clinton, verðandi Bandaríkjaforseti, og A1 Gore, væntanlegur varaforseti. Ótti við atvinnuleysi og efnahagslega óvissu hafa ýtt undir kröfur um aukin ríkisafskipti og Clinton gaf þeim undir fótinn í kosningabaráttunni. Það kemur svo í ljós á næstu fjórum árum hvort þau verða upp á gamla móðinn eða hvort markaðslögmálin verða látin hjálpa til. koma sér fyrir á markaðnum. Slag- orð þeirra er: Fjárfestum í morgun- deginum. Gamalgrónu greinamar vilja það sama til að losna við að hágræða í rekstrinum. Þeirra slag- orð er: Flytjum út vöra, ekki vinnu. Það væri gaman að geta hjálpað þeim öllum en eins og Adam Smith benti á fyrir meira en 200 áram, þá er ekki hægt að útdeila forrétt- indum til allra. Smávegis aðstoð við eina grein leggur skatt á aðra og á neytendur yfirleitt. Dálítill skammtur af „atvinnu- eða iðn- aðarstefnu“ er tiltölulega meinlaus en of mikið af henni er skaðlegt vegna þess, að þá er óarðbæram fyrirtækjum haldið á lífí með skött- um á þau, sem geta gengið. Það er sem sagt verið að halda aftur af efnahagsstarfseminni. Það sama á við um aðgerðir (til dæmis viðskiptahömlur)', sem eiga að skattleggja útlendinga en kosta Bandaríkjamenn ekkert. Þeir, sem verða mest fyrir barðinu á land- búnaðarstefnu EB, era evrópskir neytendur og fyrirtæki í öðram greinum en landbúnaði. Með sama hætti mun það bitna mest á banda- rískum almenningi taki Clinton upp „raunsærri“ viðskiptastefnu. Best er að vera ekki of ráðþæginn. Clinton þarf að vera sérstaklega vel á verði þegar að því kemur að móta heildarefnahagsstefnuna. Margir (þar á meðal sumir færastu hagfræðingar landsins) - munu verða til að segja honum, að fjár- lagahallinn sé ekkert áhyggjuefni, til að auka hagvöxtinn sé jafnvel nauðsynlegt að auka hann. í stað þess að leggja eyran of mikið við þessu ætti Clinton að velta fyrir sér einfaldri staðreynd. Allan síð- asta áratug var mikill fjárlagahalli í Bandaríkjunum og honum lauk í því, sem Clinton hefur kallað „sam- keppniskreppu“. Það ætti því að vera óþarfi að sannfæra hann um, að þenslufjárlög leiða ekki til lang- varandi hagvaxtar. Afleiðingin af þeim er þveröfug, aukin verðbólga eða hækkun langtímavaxta. Clinton hefur áhyggjur af fram- tíðarhorfunum í efnabagslífinu og það er rétt hjá honum að leggja áherslu á þær. Þótt sumum dem- ókrötum muni ekki líka það má orða það þannig, að traustur hag- vöxtur og samkeppnisgeta ráðist af framboðinu, ekki eftirspurninni. Aukinn fjárlaghalli yki eftirspum- ina en á kostnað framboðsins síð- ar. Ef Clinton hefur í raun áhuga á langtímahagvexti, ætti hann að Ni er meíra spunnið í símunn pinn efhann er tengdur stafrœna símakerfinu Símtalsflutningur Þú getur vísað öllum símtölum sem beint er i þinn síma í annan síma, hvar sem er á landinu. Þú getur vísað símtölunum í venjulega síma, farsíma eða boðtæki. Sá sem hringir verður ekki var við símtalsflutninginn. Ef þú átt von á símtali en ætlar að bregða þér í heimsókn til vinar þíns getur þú látið símann þinn færa símtalið í símann hans. Til að færa símtöl úr þínum síma í annan tekur þú símatólið upp og eftir að sónninn kemur ýtir þú á Q21 Qsímanúmer vinar þíns QJ Ef þú hættir við að flytja símtalið ýtir þú á □21E3 Þú getur nýtt þér alla möguleika sérþjónustu stafræna stmakerfisins með því að greiða 790 kr. skrán- ingargjald. Til að fá nánari upplýsingar um sérþjónustuna getur þú hringt í Grænt númer 99-6363 á skrifstofutíma (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söludeild Pósts og sfma eöa á næstu póst- og símstöð. tn þú heldur * tt R SÉRÞJÓNUSTA SlMANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.