Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 42
42 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 X’iiVtA lóv. .0VHUOAijIVKO'4 tlIQAJHHUDflOM Íslendíngar með á Evrópumóti landsliða __________Skák______________ Margeir Pétursson UM HELGINA hefst Evrópu- meistaramót landsliða í skák í Debrecen í Ungveijalandi. Is- lensk sveit teflir nú fyrsta skipti um Evrópumeistaratitilinn. Þátttökuþjóðir eru 40 talsins og verða tefldar níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Fyrir íslands hönd tefla stórmeistaramir Jó- hann Hjartarson, Margeir Pét- ursson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson auk Hannesar Hlífars Stefánssonar, alþjóðlegs meist- ara, sem skortir aðeins lítið upp á stórmeistaratitilinn. Teflt er á fjórum borðum en aðeins er leyft að hafa fimm manna sveit- ir. Með íslensku sveitinni er Gunnar Eyjólfsson. Hann hefur um tveggja ára skeið verið með landsliðið á úthalds- og einbeit- ingaræfingum sem hafa gefð góða raun. Þátttökuþjóðimar eru 40 talsins og eru Islendingar taldir með 11. öflugustu sveitina. Margir af sterkustu skákmönnum heims verða með, rússneska sveitin er langstigahæst með heimsmeistar- ann Kasparov í fararbroddi. Aðrir í sveitinni eru þeir Bareev, Kramn- ik, Dreev og Vyzmanavin, allt stórmeistarar af yngri kynslóð- inni. Það er greinilegt að Englend- ingar hyggja á hefndir eftir mikl- ar ófarir á Ólympíuskákmótinu í Manila í sumar. Þeir mæta með alla sína sterkustu menn, þá Short, Speelman, Adams, Nunn og Miles. Það vekur athygli að enska landsliðsnefndin hefur tekið Tony Miles í sátt. Hann leiddi enska liðið frá 1976 til 1986 en var svo alveg úti í kuldanum í sex ár. Evrópumeistaramótið gefur Ólympíumótinu lítið eftir í styrk- leika. Á ÓL var ísland metið með þrettándu sterkustu sveitina, en er nú talið eiga þá elleftu. Munur- inn stafar af því að Bandaríkm eru að sjálfsögðu ekki með og vegna fjarveru Timmans úr hol- lenska liðinu og Shirovs úr því lettneska færast Holland og Lett- land niðúr fyrir ísland. Hins vegar mætir Hvíta-Rússland nú í fyrsta sinn til leiks með skáksveit á al- þjóðavettvang. Borís Gelfand leið- ir sveit Hvít-Rússa og telst*»hún talsvert sterkari en sú íslenska. Það er ljóst að við j^imman reip er að draga fyrir íslensku sveitina að halda sjötta sætinu frá Ólymp- íumótinu í Manila, hvað þá að bæta árangurinn. Ákvörðun um að senda sveit á mótið var tekin fremur seint, en liðið reyndi að bæta það upp með því að æfa svo til daglega síðustu vikurnar. Sveinsmótið á Dalvík Hið árlega Sveinsmót var haldið á Dalvík um síðustu helgi. Mótið var það áttunda í röðinni og var sem fyrr vel sótt af norðlenskum skákmönnum. Mótið er haldið til minningar um Svein Jóhannesson, fyrrum sparisjóðsstjóra. Það fer fram á vegum Sparisjóðs Svarf- dælinga sem einnig veitir verð- launin, en Taflfélag Dalvíkur sér um framkvæmdina. Teflt var á Skíðahótelinu Brekkuseli á Dalvík. í opna flokknum var voru tefldar atskákir, eða 30 mínútur á skák, 9 umferðir eftir Mónradkerfi. Rún- ar Sigurpálsson stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð, eftir harða keppni við Jón Björgvins- son, sem var jafn honum að vinn- ingum, en lægri að stigum, og Gylfa Þórhallsson. Röð efstu manna: 1. Rúnar Sigurpálsson 7'/2 v. af 9 _ mögulegum, 41 stig. 2. Jón Björg- vinsson IVi v., 40 stig 3. Gylfí Þórhallsson 7 v. 4. Smári Ólafsson 6 v. 5. Þórleifur Karl Karlsson 5'/2 v. 6. -9. Sigurjón Sigurbjömsson, Atli Benediktsson, Rúnar Búason og Páll Þórsson 5 v. Morgunblaðið/Kristinn Frá vinstri: Framlag Visa íslands reið baggamuninn að hægt var að senda landsliðið á Evrópumeistaramótið. Frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Péturs- son, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Einar S. Einars- son, framkvæmdastjóri Visa íslands. 10.-16. Þór Valtýsson, Guðmund- ur Davíðsson, Bragi Pálmason, Hreinn Hrafnsson, Hjörleifur Hall- dórsson, Guðmundur Freyr Hann- esson og Ottó Gunnarsson 4 '/2 v. o.s.frv. í flokki 14 ára og yngri voru tefldar 15 mínútna skákir: 1. Halldór Ingi Kárason 6 '/2 v. af 7 mögulegum 2. Steingrímur Sigurðsson 6 v. 3. -6. Einar Jón Gunnarsson, Loft- ur Baldvinsson, Gísli Hilmarsson og Bárður Sigurðsson 5 v. Efstir 10 ára og yngri: 1. Sverrir Árnason 4 v. 2. -3. Viktor Jónsson og Pétur Bergmann Ámason 3 v. Grunnskólanemendur á Akureyri tefla Árlegt Kiwanisskákmót var haldið í Lundarskóla 7. nóvember sl. og stóð öllum grunnskólanem- endum á Akureyri opið. Mótið var haldið á vegum Kiwanisklúbbsins Kaldbaks sem gaf verðlaunapen- inga auk þess sem allir fengu sér- staka þátttökuviðurkenningu. Skákfélag Akureyrar sá um fram- kvæmd mótsins. Þátttaka hefur aldrei verið betri en í ár, en 144 mættu til leiks. Þátttökumet stúlkna var einnig slegið, 22 stúlkur voru á meðal keppenda. ARNAÐ HEILLA Nærmynd HJÓNABAND. Gefín vom saman hinn 25. október Brynjar Kristjáns- son og Elín Sesselja Guðmundsdótt- ir af sr. Áma Berg í Áskirkju. Þau em til heimilis á Álfhólsvegi 109, Kópavogi. Ljósmyndastofan Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefín vom saman hinn 31. október Magdalena Ólafs- dóttir og Einar Heiðar Valsson af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni í Háteigskirkju. Þau em til heimilis í Kópavogi. Ljósmyndastofan Jóhannes Long. HJÓNABAND. Gefín vom saman hinn 17. október Jóhanna Skafta- dóttir og Ævar Hjartarson af sr. Gísla Jónassyni í Breiðholtskirkju. Þau era til heimilis í Engjaseli 85, Rvík. Norðurmynd HJÓNABAND. Gefin vom saman hinn 26. september Ómar Viðarsson og Hildur Hjarðardóttir af sr. Jóni Hagbarði Guðmundssyni í Raufar- hafnarkirkju. Þau eru til heimilis í Tjamarholti 5, Raufarhöfn. Nærmynd HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 31. október Óðinn Jóhannsson og Erla Baldursdóttir af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni í Kópavogskirkju. Þau eru til heimilis í Hlíðarhjalla 64, Kópavogi. LETT SVEIFLA I KVOLD! TGá Smellir, Ragnar Bjarnason og Eva Ásrún með létta og fjöruga sveiflu í kvöld. ATH;.bókanir á skemmtidagskrána SÖNGVASPÉ sem sýnd er á laugardagskvöldum eru í fullum gangi. Aðgangseyrir kr. 800,- Snyrtilegur klæðnaður. Opið frá kl. 22-03. BREYTT OG BETRA DANSHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.