Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 R AÐ AUGL YSINGAR Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á hjúkrunar- og dvalarrými Hornbrekku, Ólafsfirði. Allar nánari upplýsingar veita forstöðumaður eða hjúkrunarforstjóri í síma 96-62480. Skriflegar umsóknir berist fyrir 30. nóvember. Sölumaður óskast Þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða góðan sölumann í tímabundin verkefni. Um er að ræða sölu í síma að hluta til. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölustörfum, vera drífandi og bjóða af sér góðan þokka. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. nóv. nk., merktar: „R - 2360.“ Úr ST. JÓSEFSSPlTAll LANDAKOTI Leikskólinn Brekkukoti Fóstru vantar á leikskólann Brekkukot um nk. áramót: Um er að ræða 100% stöðu á deild með 2-5 ára börnum. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 604357. Reykjavík, 18. nóvember 1992. St. Jósefsspítali, Landakoti. Sportvöruverslun til sölu Okkur hefur verið falið að leita eftir tilboðum í eina af þekktustu sportvöruverslunum í Reykjavík. Mikil og góð viðskiptavild, byggð á margra ára uppbyggingu, meðal annars traustir viðskiptasamningar, sem skila veru- legum tekjum. Velta 1991 var tæpar 50 millj- ónir. Þetta er óskatækifæri fyrir samhenta fjölskyldu til að eignast arðbært fyrirtæki. Athugið! Besti sölutíminn er framundan. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Útboð nr. IR-3861/2 Pappír Tilboð óskast í um það bil 150 tonn af 80 gr. pappír, stærðir A-4 og A-3, fyrir Ijósritun o.fl. Otboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri í Borg- artúni 7, Reykjavík, á kr. 500,-. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. 10. desember 1992 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. Utboð nr. IR-3872/2 Umslög Tilboð óskast í ótilgreint magn af ýmsum gerðum umslaga til notkunar fyrir opinberar stofnanir. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík á kr. 500,-. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.30 f.h. 10. desember 1992 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS ________BORGARTUNI 7 105 HEYKJAVIK_ LAUFAS RÁÐ 8Í2744 . Fax: 814419 Á Útboð Landgönguhús Herjólfs í Þorlákshöfn Herjólfur hf. óskar eftir tilboðum í að byggja landgönguhús fyrir farþega í Þorlákshöfn og fullgera það jafnt að utan sem að innan. Væntanlegum bjóðendum er bent á að panta útboðsgögn á Teiknistofu Páls Zóphónías- sonar, Ráðgjafaverkfræðiþjónustu F.R.V., Kirkjuvegi 23 í Vestmannaeyjum, sími (98) 12711, fax (98) 13670. Útboðsgögn verða síðan afhent eða send gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum, eigi síðar en kl. 16.45 miðvikudaginn 2. desember nk. og verða síðan opnuð þar kl. 17.00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Herjólfur hf., Vestmannaeyjum. KVOTI Útboð á kvóta Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins býður til •sölu aflamark (leigukvóta) í eftirtöldum fisk- tegundum: af þorski af ýsu af ufsa af karfa af grálúðu af skarkola 1.626.745 kíió, 515.290 kiló, 757.373 kíló, 1.078.424 kíló, 281.826 kíló, 127.331 kíló. Þetta eru 30 hundraðshlutar af kvótaeign sjóðsins í hverri tegund. Miðað er við slægðan fisk með haus nema karfi reiknast óslægður. Einungis skipseiganda er heimilt að bjóða í aflamark, og tilgreina verður það skip (skip eða bát með aflahlutdeild), sem framselja skal aflamarkið til. Greiði annar en skipseig- andinn þarf greiðandinn að árita tilboðið. Sjóðurinn skuldbindur sig til að taka tilboðum hæstbjóðenda í helminginn af ofangreindu magni af hverri tegund, en að öðru leyti er réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sé tilboði tekið verður að staðgreiða tilboðsfj- árhæð. Greiðandinn fær þá staðfestingu á samþykkt ásamt greiðslukröfu í gíróseðli með tilgreindum eindaga greiðslunnar. Sé greitt í tæka tíð, tilkynnir sjóðurinn Fiski- stofu framsal, sem Fiskistofa mun síðan staðfesta og hefur þá framsalið öðlast gildi. Sérstaklega er tekið fram, að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða hefur skipseig- andi, eftir að framsalið hefur öðlast gildi, allan ráðstöfunarrétt á þessu aflamarki á sama hátt og gildir um það aflamark, sem skipið hefurfyrir. Þeir samningar, sem greið- andi og skipseigandi kunna að hafa gert sín á milli, eru Hagræðingarsjóði og Fiskistofu óviðkomandi. Tilboð á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að hafa borist skrifstofu Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins, Suðurlandsbraut 4, Reykja- vík fyrir kl. 16.00 þann 30. nóvember 1992. Tilboðseyðublöð fást á skrifstofu Hagræð- ingarsjóðs (sími 679100) og í ýmsum banka- útibúum og sparisjóðum. Reykjavík, 17. nóvember 1992. Hagræðingarsjóöursjávarútvegsins. ATVINNUHUSNÆÐI Lagerhúsnæði óskast á leigu Óska eftir að taka 600 til 800 fermetra lager- húsnæði á leigu frá 1. desember 1992 til 15. janúar 1993. Húsnæðið þarf að vera staðsett í Reykjavík Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 27181 eftir hádegi daglega og í síma 23321 eftir kl. 19.00. TRYGGINGASTOFNUN C±7 RÍKISINS Frestur til áramóta til að leiðrétta skráningu sambúðar Þeir, sem frá greidd mæðra- eða feðralaun vegna rangrar skráningar sambúðar, fá frest til 31. desember 1992 til að snúa sér til Hagstofu íslands - Þjóðskrár og leiðrétta sambúðarskráninguna. Eftir þann tíma mun Tryggingastofnun beita viðurlögum gagnvart þeim bótaþegum, sem uppvísir verða að vísvitandi rangri sambúðar- skráningu. Þau felast í því, að viðkomandi verður krafinn um tvöfalda þá bótagreiðslu, sem ranglega var fengin frá Tryggingastofn- un ríkisins. Tryggingastofnun ríkisins. Nauðungarsölur Vestur-Skaftafellssýslu Þriöjudaginn 24. nóvember nk., kl. 14.00, munu byrja uppboð á eftir- taldri eign á skrifstofu embaettisins, Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal: Skaftárdalur III, Skaftárhreppi, þinglýst eign Alexanders Sigurðsson- ar, að kröfu innheimtumanns sveitarsjóðsgjalda og Húsnaeðisstofn- unar ríkisins. Sýslumaðurinn Vík i Mýrdal. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Eignin Friðheimar í Biskupstungnahreppi, þingl. eign Fögnuðar hf., gerðarbeiðandi er Njáll Þóroddsson, þriðjudaginn 24. nóvember 1992 kl. 14.00. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 24. nóvember 1992 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Heiðarbrún 25, Hveragerði, þingl. eigandi Sigurður J. Antonsson, gerðarbeiðendur Byggingasjóður ríkisins, innheimtumaður ríkissjóðs og Rósmundur Guðnason. Smiðjustíg 4, Flúðum, Hrun., þingl. eigandi Hjúpur hf., gerðarbeið- endur Iðnlánasjóður og Islandsbanki hf. Sneiðin 1, Flúðum, Hrun., þingl. eigandi Hjúpur hf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður. Sýslumaðurinn á Selfossi, 19. nóvember 1992. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINH F F. I. A (i S S 'F A R F Sjálfstæðisflokkurinn Flokksráðsmenn og formenn flokkssamtaka og félaga eru minntir á flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðisflokksins, sem verður hald- inn 21. nóvember nk. á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: Kl. 9.30 Fundarsetning. Ræða Formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Kynning á drögum að stjórnmálaályktun: Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Almennar umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður f Perlunni. Erindi Jónasar H. Haralz, fyrrverandi bankastjóra, um Jón Þorláksson, fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins. Kl. 14.00 Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, og Friðrik Sóphusson, fjármálaráðherra, gera grein fyrir helstu verkefnum í ráðuneytum sínum. Kl. 15.00 Almennar umræður. Umræður um flokksstarf. Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 19.00 Fundarslit. Kl. 21.00-01.00 Opið hús í Valhöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.