Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992 ■Mi '0' T1 ';"i v"'*T~ /f~Ví'ð-PÖram ekJct3.S~oo rrtilurá, f ktukkvstund. þetta. erSnutvnpsmsetir " Er eitthvað að. Þú hefur ekki sagt aukatekið orð í 10 mínútur? Ast er. ... skærust allra hugmynda TM Rea. U.S P«t Off — aU rtghts reserved • 1992 Los Angetes Times Syndicete ■ -p Þá erum við orðin brún og sæt. — Og hvað svo? BEÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Nokkur orð um atvinnuleysi Frá Gesti Sturlusyni: Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um atvinnuleysi og er það að vonum, svo mikill bölvald- ur sem það er í hveiju þjóðfélagi. En það sem mér finnst vanta í alla þessa umræðu er að vandamál- ið hefur ekki verið krufið til mergj- ar, hvorki orsök né afleiðing og málið oft gert flóknara en þörf er á. Það er eins og menn geti ómögu- lega komið auga á aðal orsök at- vinnuleysisins, sem auðvitað er hin mikla og síaukna tæknivæðing í flestum löndum heims og stað- reyndin er sú að ég held að það verði mjög erfítt að útrýma öliu atvinnuleysi, a.m.k. í hinum þróaðri löndum. Það mætti svo sem reyna það með tvennu móti, þ.e. hverfa til fyrri lífshátta. Hér á landi mætti til sveita fara að nota hestaverk- færi og til sjávar mætti minnka skipin en íjölga þeim í staðinn, þá þyrfti að fjölga fólki aftur í landbún- aði og sjósókn og í landi mætti minnka tækni í frystihúsum, þá þyrfti að Qölga fólki þar. En þetta held ég að væri ill mögu- legt, það er svo erfitt að snúa hjóli tímans til baka. En þá er annað sem ég held að væri fremur lítandi á og það eina sem hægt væri að gera til bjargar, og það er að skifta vinn- unni milli fólks svo allir hefðu eitt- hvað fyrir stafni. Á þessu eru auð- vitað miklir annmarkar. Hætt er við að kaup yrði að lækka því arður fyrirtækja mundi skiftast á fleiri hendur. Eiginlega er búið að setja þjóðina (já og flest- ar þjóðir í nálægum löndum) upp að vegg, það vantar ekki, það er stungið upp á ýmsu til bjargar. Það er hrópað á rneifi framkvæmdir, þótt það sé að miklu leyti upp á krít, einnig er krafíst aukins hag- vaxtar. En það er þetta með hag- vöxtinn. Ef við hugsum hnattrænt, er allt tal um endalausan hagvöxt bull eitt. Auðæfi jarðar eru tak- mörkuð, og vistkerfí sömu jarðar þolir ekki endalaust aukið álag. Hvað mundi gerast ef allir Kínveij- ar gætu verið í bílaleik í einu, eins og við íslendingar, hvað mundi þá olían endast lengi? Eða, ef allir Ind- veijar myndu nota klósettpappír? Hvað mundu þá skógamir endast? Og hvað yrði um ósonlagið ef allt þetta gengi eftir. Vandamál þau sem af atvinnu- leysinu skapast eru að mínu viti meira félagslegs eðlis en fjárhags- legs, því að í hinum auðugri löndum er ekki svo mikill vandi að sjá at- vinnulausum fyrir sæmilegum lífs- kjörum ef pólitískur vilji er fyrir hendi, t.d. hefur mér verið sagt að í Danmörku og Þýskalandi hefðu atvinnuleysingjar eins mikla kaup- getu eins og láglaunafólk hér á landi. En það eru hin félagslegu og sálrænu vandamál sem ég held að verði erfiðara að fást við. Að hafa ekkert fyrir stafni til lengdar getur orðið mörgum andleg ofraun og Frá Helgu Harðardóttur: Stjómarflokkamir hafa nú sýnt, svo ekki verður um villst, hverra er valdið. Þeirra er ekki að taka mark á, hvorki á undirskriftarlist- um, né skoðunum minnihluta þing- manna og kjósenda þeirra. í þá tíð er stjórnarþingmenn hlutu kosningu var þessi EES- samningur ekki til umræðu. Lítilsvirðing stjómarflokkanna gagnvart kjosendum er alger. Þar kemur berlega í ljós, að ríkisstjórn- in telur sig hafa umboð til að henda okkur inn í hina evrópsku ringul- reið. Hún hefur að mínu áliti ekki til þess umboð. Hún var ekki til þess kosin. Meirihluti Alþingis (þijú atkvæði) hefur nú beitt valdi sínu til að ná fram vilja sínum í „trássi" við 70% kjósenda, samkvæmt skoð- anakönnun DV, sem vildu þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samning- leitt til hins mesta ófarnaðar þótt nóg sé að bíta og brenna. Því held ég að hún hafí hreint ekki verið vitlaus sú tillaga, sem upp kom á fundi hér í borg, en hún var á þá leið að stofna skuli skóla eða nám- skeið þar sem fólki væri kennt að lifa án stöðugrar vinnu, og því leið- beint, hvemig það gæti notað hinar auknu tómstundir til sér til ánægju, og andlegrar og líkamlegrar upp- byggingar. Þetta tel ég nauðsynlegt, því þótt takast megi að komast hjá stór- felldu atvinnuleysi, verður vinnu- tíminn svo stuttur vegna aukinnar tækni (ég tal nú ekki um ef farið vemr að skifta vinnunni eins og ég áður stakk upp á að gert yrði). Þetta er mál sem mér fyndist að taka ætti til athugunar fyrr en seinna því það hefur oft skapað óþarfa ólgu og vandræði, að ekki hefur verið bmgðið nógu fljótt við að búa þjóðir heims undir breyttar aðstæður. Og best gæti ég trúað að framundan sé bylting sem ekki gefur iðnbyltingunni eftir, hvað varðar breytingar á högum mann- kynsins. GESTUR STURLUSON, Hringbraut 50, Reykjavík. inn. Að samþykkja atkvæðagreiðslu hefði vissulega verið rós í hnappa- gat alþingismanna. Kjósendum hefði fundist, að til þeirra værí tek- ið tillit, vitandi þó að ríkisstjómin gæti, eftir sem áður, tekið eigin ákvarðanir, hver sem niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni hefði orðið. Einnig hefðu stjómvöld þá neyðst til að kynna innihald samningsins betur fyrir almenningi. Niðurstaða þingheims er raunverulega sú, að 70% kjósenda séu ófærir um að hafa eigin skoðanir. Samþykkt EES-samningsins fel- ur einfaldlega í sér fyrsta skrefið til inngöngu í Efnahagsbandaiagið. Þangað komin emm við ekki lengur íslendingar, heldur Evrópumenn. Er það ósk okkar? HELGA HARÐARDÓTTIR, Reynimel 44, Reykjavík' EES og þjóðaratkvæði HÖGNI HREKKVÍSI „ /MéR LÍKAR EK.KI ÞeSS| AYICIöeOR PAKHA! * Víkveiji skrífar Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið að innleiða nýjan stíl og tekist vel að flestu leyti. Á tímabili í haust var „gul“ fréttamennska áberandi hjá fréttastofunni en það hefur breyst sem betur fer. Hins vegar kann Víkveiji ekki við þá töffara- fréttamennsku sem sumir frétta- menn Stöðvarinnar hafa tamið sér. Dæmi um slíkt var nýlegt samtal við Sigurð Markússon stjómarfor- mann Sambandsins. Fyrsta spum- ingin var sú hvernig Sigurði þætti að sjá um útför Sambandsins og viðtalið var allt í þessum stfl. Sig- urður svaraði spyrlinum á sinn kurt- eisa máta en mátti þola frammíköll og loks að klippt var á hann í miðju svari. Sigurður Markússon á engan veginn skilið svona meðferð. xxx Ríkissjónvarpið hefur haldið sín- um stfl í fréttaflutningi og geldur þess augljóslega í samkeppn- inni við Stöð 2. Þá hefur samtals- þáttur Eiríks Jónssonar kl. 20.15 dregið úr áhorfí á fréttir RUV. Það hefur Víkveiji heyrt hjá fólki. Þótt þættir Eiríks séu misjafnir gildir hér sú einfalda regla blaðamennsk- unnar að fólk vill heyra í fólki og lesa um það. Víkveiji hefur áður gert að um- talsefni þau miklu mistök Ríkissjón- varpsins að gefa Stöð 2 eftir frétta- tímann klukkan 19.30. Eftir ■ því sem árin líða sést betur og betur hversu afdrifarík þessi mistök vom. XXX A Iþróttavörufyrirtækið Nike hefur verið að auka hlutdeild sína á íslenzka markaðnum enda um að ræða vandaðar íþróttavörur sem margar heimsþekktar íþróttastjörn- ur nota. Umboðsaðili Nike hefur verið með áberandi auglýsingar á kappleikjum þar sem stendur stór- um stöfum „Just do it“. Þetta finnst Víkveija ótækt. Umboðsaðilinn, Austurbakki hf., hlýtur að geta auglýst þessa vöru á íslenzku á ís- lenzkum íþróttamótum. XXX Víkvetji veit að margir fylgjast með útsendingum Sýnar frá Alþingi, sérstaklega eftirlaunafólk. Víkveiji heyrir á fólki að það undr- ast málgleðina og jafnframt mál- efnafátæktina hjá sumum þing- mönnum. Þetta var áberandi á mánudaginn þegar rædd var á Al- þingi tillaga um ítarlega rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis. Nokkr- ir þingmenn sem til máls tóku voru fastir í gömlu hjólförunum og sögðu að vandinn væri núverandi ríkis- stjórn einni að kenna. Því var einkar gleðilegt að einn þingmaður stjórnarandstöðunnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skyldi í ræðu sinni benda á_ aðalatriði málsins, nefnilega að íslendingar glímdu við uppsafnaðan vanda sem margir ættu sök á. Því væri fráleitt að sakfella einhvem einn aðila eða ríkisstjóm. Margir hefðu komið hér að verki og margir væru t.d. ábyrg- ir fyrir þeirri offjárfestingu, sem OTðið hefði í sjávarútvegi. Upplýstir íslendingar vilja að stjómmála- mennimir kalli hlutina sínum réttu nöfnum en skoði ekki málin í gegn- um flokksgleraugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.