Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.11.1992, Blaðsíða 41
MOKGU^BLAfflÐ röSTUPAGVR. MQ- ^P^EMBEfi ,3,99,2 M NÁMSKEIÐ ^ Herrarnir hjá Heiðari Hópur ungra manna, sem var að stíga sín fyrstu skref á tísku- sýningarbrautinni, sótti námskeið hjá Heiðari Jónssyni snyrti fyrir skömmu. „Ætlunin var að kanna hvort ég gæti miðlað þeim af reynslu minni og ég hélt því eins konar nám- skeið í herramennsku," segir Heiðar. Meðal þess sem hann tók fyrir Heiðar segir íslenska karlmenn hégómagjarnari, viðkvæmari og auðsæranlegri en konur. var að sjálfsögðu göngulagið, auk þess sem hann lagði áherslu á að auka sjálfstraust ungu mannanna. „Ég lét strákana ganga mikið, ég hef gagnrýnt það að tískusýningar- mönnum er oft kennt af konum en það gerir það að verkum að hreyfing- arnar vilja verða kvenlegri. Nú er í tísku að karlmenn séu herralegir og það kom mér raunar á óvart hversu herralegir þeir voru.“ Heiðar sagði marga efnilega sýn- ingarmenn í hópnum sem sótti nám- skeiðið. „Það hefur hins vegar ekki verið mikið fyrir stráka að gera í tískusýningum hérlendis, sem er skaði, því góð tískusýning er ein besta og ódýrasta auglýsingin fyrir fatnað. Strákarnir eiga alveg mögu- leika erlendis og þeir aukast sífellt.“ Aðspurður um helstu galla ís- lenskra karlmanna, segir Heiðar það sama eiga við um bæði kynin, íslend- ingar séu hoknir. „íslendingar kunna ekki að aiída, það er í raun mesta furða að þeir skuli ekki vera með grænan horinn niður á höku, eins og þeir anda og bera sig. Hvað varð- ar karlmenn sérstaklega, þá eru þeir hégómagjarnari en konur og viðkvæmari fyrir umhverfinu. Fara verður varlegar að þeim, þeir eru auðsæranlegri." Morgunblaðið/Þorkell Heiðar iét herramennina ganga fram og aftur, enda göngulagi Islendinga ábótavant að hans sögn. Þó voru margir efnilegir sýningarmenn í hópnum. TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI S. 689991 Jakkaföt • Herra- og dömujakkar • Nýjar peysur • Sérstakur afsláttur af TIGER fatnaði. Nýjung í TANGO, hágæða undirfatnaður frá (cacharcl) SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • BorgarfjörOur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25. • GrundarfjörOur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • BúOardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörOur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgiö hf., Aöalgötu 32. • Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1 • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C </> g2 0*0 3 <Q 1=8 3 8* iS 3 8: 08 -r Q Q' i §■ 3 7? =5=0 Q^ 3 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.